Morgunblaðið - 16.12.2011, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011
Fríðindak
ort
Golfarans
Golfkortið
JÓLAGJÖF GOLFARANS
Kortið fæst á völdum
stöðvum
Golfkortið 2012
Spilað um allt Ísland - 31 golfvellir
Einstaklingskort 9.000 kr,
Fjölskyldukort 14.000 kr
Upplýsingar á golfkortid.is
Kíkið inn á leikinn
Makindi Kópurinn í sófanum.
Kona nokkur á Nýja-Sjálandi rak
upp stór augu þegar hún kom heim
til sín á dögunum og sá óvæntan
gest; kóp sem sat í sófa í stofunni.
Kópurinn er sagður hafa farið af
nálægri strönd, yfir fjölfarna götu,
inn um kattarlúgu í hús konunnar,
upp stiga, inn í eldhús og þaðan í
stofuna. „Ég hélt ég hefði séð of-
sjónir,“ hefur nýsjálenska blaðið
Herald eftir konunni.
Kópur fór inn í hús
NÝJA-SJÁLAND
A.m.k. 143 Indverjar hafa dáið af
völdum heimabruggs sem innihélt
baneitraðan tréspíra. Margir hinna
látnu voru fátækir verkamenn sem
höfðu ekki efni á löglegu áfengi,
keyptu bruggið á ólöglegum börum
eða af bruggurum í fátækrahéraði
sunnan við Kalkútta.
Reuters
Yfir 140 manns hafa dáið af völdum
eitraðs heimabruggs í fátækrahéraði
LÁTNIR ÁSTVINIR SYRGÐIR Á INDLANDI
Jacques Chirac, fyrrverandi forseti
Frakklands, var fundinn sekur um
spillingu og fékk tveggja ára skil-
orðsbundinn fangelsisdóm fyrir
rétti í París í gær. Chirac er gefið
að sök að hafa tekið þátt í misnotk-
un á opinberu fé þegar hann var
borgarstjóri Parísar. Féð var notað
til að borga starfsmönnum flokks
forsetans fyrrverandi.
Chirac átti yfir höfði sér allt að
tíu ára fangelsi. Hann hefur sagt að
sú spilling, sem lýst er í ákærunni,
hafi átt sér stað, en hann hafi ekki
vitað af henni.
Chirac er fyrsti fyrrverandi þjóð-
höfðingi Frakklands sem dreginn
er fyrir dóm síðan Philippe Pétain
marskálkur var dæmdur fyrir land-
ráð eftir heimsstyrjöldina síðari.
Dómurinn kom mörgum á óvart,
enda hafði jafnvel saksóknari óskað
eftir því að Chirac yrði sýknaður
þar eð hann taldi að ekki hefði tek-
ist að sanna aðild hans að málinu.
Chirac er 79 ára og var ekki við-
staddur dómsuppkvaðninguna
vegna heilsubrests.
Reuters
Dæmdur Jacques Chirac íhugar nú
að áfrýja dómnum í spillingarmálinu.
Chirac fundinn
sekur um spillingu
FRAKKLAND
Ársgamall drengur lifði af fall nið-
ur af tíundu hæð byggingar í Japan
og hlaut varla skrámu. Faðir barns-
ins fleygði barninu út um glugga og
hefur verið handtekinn fyrir morð-
tilraun. Að sögn japanskra fjöl-
miðla lenti barnið í runna á lóð
byggingarinnar. Þar fann lögregla
það grátandi skömmu síðar.
Litli drengurinn er rispaður í
andliti eftir greinarnar á runn-
anum en að öðru leyti heill heilsu.
Ungt barn lifði af
tíu hæða fall
JAPAN
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Hernaði Bandaríkjanna í Írak lauk
formlega með táknrænni athöfn ná-
lægt Bagdad í gær, tæpum níu árum
eftir umdeilda innrás í landið.
Stríðið í Írak kostaði tugi þúsunda
manna lífið, en mikil óvissa er um
mannfallið meðal óbreyttra borgara.
Um 1,75 milljónir Íraka flúðu heim-
kynni sín eftir að innrásin í landið í
mars 2003 leiddi til hryðjuverka og
blóðugra átaka milli íraskra sjíta og
súnníta.
Mjög erfitt er að meta mannfallið
meðal óbreyttra borgara vegna
skorts á áreiðanlegum opinberum
gögnum og allar niðurstöðurnar sem
birtar hafa verið eru mjög umdeild-
ar. Samtökin Iraq Body Count hafa
áætlað mannfallið út frá upplýsing-
um frá fjölmiðlum og öðrum gögn-
um, meðal annars tölum frá líkhús-
um. Samtökin áætla að alls hafi nær
114.000 óbreyttir borgarar beðið
bana. Mannfallið var mest í mars
2003, í mánuðinum sem innrásin var
gerð, þegar nær 4.000 manns lágu í
valnum, að mati samtakanna.
Þessar tölur eru þó umdeildar
vegna þess að fréttum um mannfall
bar oft ekki saman, auk þess sem
ekki er vitað í sumum tilvikum hvort
hinir látnu voru óvopnaðir borgarar
eða liðsmenn vopnaðra hópa.
Írösk stofnun, sem nýtur stuðn-
ings Sameinuðu þjóðanna, komst að
þeirri niðurstöðu að um 151.000
Írakar hefðu beðið bana á tímabilinu
frá mars 2003 til júní 2006.
Læknaritið Lancet birti árið 2006
niðurstöður íraskra lækna og banda-
rískra vísindamanna sem töldu að
um 655.000 Írakar hefðu dáið af
völdum stríðsins og átaka sjíta og
súnníta. Vísindamennirnir báru
saman tölfræðilegar upplýsingar um
ástandið fyrir innrásina og fyrstu
misserin eftir hana.
Um 4.800 hermenn féllu
Herir ríkjanna, sem tóku þátt í
hernaðinum, hafa birt nákvæmar
upplýsingar um mannfallið meðal er-
lendu hermannanna og samkvæmt
þeim féllu um 4.800 hermenn. Sam-
kvæmt nýjustu gögnum frá banda-
ríska varnarmálaráðuneytinu biðu
4.487 bandarískir hermenn bana í
Írak. Breski herinn missti alls 179
hermenn.
Gríðarlegur kostnaður
Fjárhagslegi kostnaðurinn var
einnig gríðarlegur. Áætlað er að
heildarkostnaður Bandaríkjanna
vegna hernaðarins í Írak nemi 802
milljörðum dollara, sem svarar
98.000 milljörðum króna, að sögn
fréttavefjar breska ríkisútvarpsins.
Kostnaður Bretlands nam 9,24
milljörðum punda, eða 1.700 millj-
örðum króna.
0
500
1.000
1.500
2.000
2.500
3.000
3.500
4.000
0
30
60
90
120
150
ÁÆTLAÐ MANNFALL Í ÍRAK
2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 20112010
140 141
131
Basra
156
Babil
217
Diyala
266
Bagdad
1.421
Salahuddin
437
Kirkuk
103
Anbar
1.335
0-99
100-499
500+
1. maí
Bush
lýsir yfir
því að
átökunum
sé lokið
28. júní
Bandaríkin
færa völdin í
hendur
íraskri bráða-
birgðastjórn
30. des.
Saddam
Hussein
tekinn
af lífi
10. jan.
Bush tilkynnir
að liðsauki
verði sendur
til Íraks
17. nóv.
Samið um að
bandaríska
herliðið
verði kallað
heim fyrir lok
þessa árs
15. des.
Írakar kjósa
nýtt þing
og ríkis-
stjórn
mynduð
1. jan.
Bandaríska
herliðið fær
formlegt
umboð Íraka
31. ágúst
Banda-
rískum
hermönnum
fækkað úr
88.000 í
50.000
21. okt.
Tilkynnt
að banda-
ríska herliðið
fari frá Írak
fyrir lok
ársins
EFTIR HÉRUÐUM
12.087 11.113 15.471
580 906 897 961 322 150 60 53872
24.950 9.357
4.704 4.045 3.57928.187
Óbreyttir borgarar
Erlendir hermenn
3.977
3.160
2.165
1.540
20. mars
Innrás undir
forystu Bandaríkjahers
13. des.
Saddam
Hussein
náðist
376
Heimildir: Iraq Body Count, icasualties
Ítalía
Búlgaría
Úkraína
EFTIR LÖNDUM
4.487
179 33 23 18 13 11 41
BANDARÍKIN
Bretland
Pólland
Spánn Georgía 5
El Salvador 5 Lettland 3
Danmörk 7 Slóvakía 4
Rúmenía 3
Ástralía 2
Eistland 2
Taíland 2
Holland 2
Aserbaídsjan 1
Tékkland 1
Kasakstan 1
Ungverjaland 1
S-Kórea 1
Fídji-
eyjar 1
Mannfallið meðal óbreyttra borgara: Tölurnar koma frá samtökunum Iraq Body Count sem safna upplýsingum
um mannfallið. Mikil óvissa er þó um dánartölurnar. Nýjustu upplýsingarnar eru frá 19. nóvember sl.
Mannfallið meðal erlendra hermanna: Frá byrjun stríðsins til 30. nóvember sl.
Alls
4.805
113.493
BorgararHermenn
MANNFALL MEÐAL ERLENDRA HERMANNA
MANNFALL MEÐAL ÓBREYTTRA BORGARA
Mikil óvissa um tölu
fallinna í stríðinu
Tugir þúsunda Íraka og þúsundir hermanna biðu bana
Reuters
Kveðjuathöfn Hermenn taka bandaríska fánann niður við táknræna athöfn
í herstöð nálægt Bagdad í gær þegar hernaði Bandaríkjanna lauk formlega.