Morgunblaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Gjafavörur Ostabúðarinnar f yr ir sælkerann Við erum með lambalæri á aðfangadagskvöld. Það ergömul hefð hjá okkur sem við breytum ekki út af endaer íslenska lambakjötið í uppáhaldi hjá fjölskyldunnieins og reyndar flestum landsmönnum. Í ár ætlum við að hafa berjakryddað læri,“ segir Akureyringurinn Sigmundur E. Ófeigsson. Sigmundur stýrir Norðlenska matborðinu sem er eitt stærsta kjötvinnslufyrirtæki landsins. Og kjötið á hátíðarborð heimilis- ins kemur að sjálfsögðu frá Norðlenska. „Ég hef gaman af eldamennsku og því hefur verkaskiptingin á heimilinu orðið sú að ég sé að mestu um matseldina. Fyrst elda ég lærið við háan hita í um 15 mínútur svo kjötið loki sér vel. Síð- an er lærið látið malla í ofninum við tiltölulega lágan hita í einn og hálfan tíma. Nauðsynlegt er að hella soði yfir lærið af og til, þannig er komið í veg fyrir að það þorni.“ Sigmundur segir nauðsynlegt að láta lærið standa á heitum stað í 10 – 15 mínútur eftir að það hefur verið tekið úr ofninum. Með því sé komið í veg fyrir að vökvinn renni úr kjötinu þegar það er skorið. Tvíreykt hangikjöt á aðventu „Með þessu eru hafðar brúnaðar kartöflur, rauðkál og annað gott grænmeti,“ segir Sigmundur. „Svo má náttúrulega ekki gleyma laufabrauðinu, það er ómissandi. Sósan er svo punkt- urinn yfir i-ið. Þar fæ ég aðstoð konunnar sem nostrar við sósu- gerðina. Við hjálpumst að við að leggja á borð og á hátíð- arstundum er vandað sérstaklega til verksins, spari-borðbúnaðurinn er tekinn fram og tauservíettur notaðar. Á eftir er svo heimatilbúinn ís. Seinna um kvöldið er pakkar hafa verið opnaðir erum við svo með heitt súkkulaði með rjóma. Við erum almennt ekki með forrétt á aðfangadegi, okkur þykir lambakjötið svo gott og teljum forrétt óþarfan, auk þess sem oft gætir óþolinmæði hjá drengnum sem vill hespa borðhaldið af og skoða í pakkana.“ Sigmundur segir að hann eigi alltaf tvíreykt hangikjöt á að- ventunni. „Okkur finnst aðeins of sterk lyktin af tvíreykta kjötinu, en al- veg ómissandi að geta boðið gestum og gangandi slíkt kjöt á þessum árstíma. Kjötið geymi ég þess vegna í bílskúrnum og það er skemmtilegt að fara þangað og fá sér smá bita með góðum vinum. Strákurinn okkar sem er 12 ára býður kunningjum sín- um meira að segja í bílskúrinn til að fá sér smá smakk og ég fæ ekki betur séð en að guttunum líki kjötið vel.“ Humar á gamlárskvöld Sigmundur segir að hjá sér og sínum komi ekki annað til greina en vera með humar á borðum. „Við höfum alla okkar búskapartíð grillað humar á gamlárs- kvöld, sama hvernig viðrar. Humarinn fáum við frá Hornafirði. Humarinn klippum við í tvennt og höfum helst í skelinni. Við bú- um til hvítlaukssmjör og penslum humarinn. Þetta er allt saman hægt að gera með góðum fyrirvara. Síðan tekur ekki nema fimm mínútur að grilla. Með þessu er svo jógúrtsósa og ristað brauð. Þetta er léttur og góður matur. Flestir fá sér ábót þegar Ára- mótaskaupið er afstaðið í sjónvarpinu og jafnvel fá sumir sér aft- ur á diskinn þegar búið er að skjóta upp nokkrum flugeldum.“ Grillað í stórhríð Sigmundur segist eðlilega fylgjast með veðurspánni nokkrum dögum fyrir gamlársdag. Auðvitað sé skemmtilegra að grilla í þokkalegu veðri. „Það eru nú ekki margir í hverfinu sem grilla á þessum tíma, en þetta er hefð sem ég vil ekki rjúfa. Ég hef grillað í stórhríð, þá er bara að klæða sig vel.“ karlesp@simnet.is Berjakryddað læri og humar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jólakokkur Sigmundur E. Ófeigsson framkvæmdastjóri Norðlensk heima í eldhúsi og gefur hér uppskrift að jólaveislu sinni. Sigmundur Ófeigsson á Akureyri borðar lambalæri á aðfangadag og humar á gamlárskvöld. Hann grillar humarinn, sama hvernig viðrar Jólamatur Aðfangadagskvöld - l ambalæri frá Goða Lærið sett í steikingarpott með tæp- um lítri af vatni og inn í forhitaðan ofninn sem er stilltur á 200°C Potturinn er hafður opinn og lærið eldað þannig í 10 til 15 mínútur. Þá er lokið sett á pottinn og ofnhit- inn lækkaður niður í 160°C. Þannig er lærið eldað í 1 klst og 15 min til 1 klst. og 30 min ef lærið á að vera gegnum steikt. (passa að ausa reglu- lega soðinu yfir lærið og bæta vatni við ef þörf krefur. Athugið að taka lærið út úr kæli með góðum fyrirvara og láta það helst ná stofuhita áður en það er sett í ofninn. Þegar lærið er full eld- að er mikilvægt að láta það standa í um 10 min. áður en það er skorið til að lofa því að jafna sig aðeins fyrir skurð. Með lærinu berum við fram brún- aðar kartöflur, rauðkál, grænar baunir, Waldorfsalat og auðvitað sósu sem gerð er úr soðinu. Okkur finnst mjög gott að hafa berjasultu eða gráðaost í sósunni. Toblerone ís 6 eggjarauður 1 bolli ljós púðursykur 1/2 ltr. rjómi , stífþeyttur 100 gr. Toblerone, fínsaxað Eggjarauður og púðursykur hrært sam- an í hrærivél og 1/2 teskeið af van- illudropum sett út í eggjablönduna. Eggjablöndunni og saxaða súkkulaðinu hrært varlega saman við þeytta rjómann. Blöndunni hellt í mót og fryst. Gamlárskvöld - humar Stórir humarhalar (u.þ.b. 8 til 10 á mann þegar er um aðalrétt að ræða) Humarhalarnir hreinsaðir og klippt- ir langs þannig að þeir myndi tvær opnar skeljar Raðað á grillbakka með skelina nið- ur og fiskurinn smurður (eða pensl- aður) með hvítlaukssmjöri . Þennan undirbúning má gera með a.m.k. dags fyrirvara. Síðan er hver bakki grillaður og þarf að passa að grilla ekki of lengi þar sem humar þarf afar litla eldun. Humarhalarnir eru borðaðir með ristuðu brauði og Chantilly sósu Chantilly sósa 250 gr. sýrður rjómi 250 gr. grísk jógúrt 1 msk. sítrónusafi 1 msk. ananassafi 1/2 tsk. salt 1/4 tsk. ljós pipar 1 tsk. sykur 1 msk. hunang Allt hrært saman og er sósan borin fram köld Þessi eftirréttur er ávallt vinsæll um hátíð- ir. Hann hefur fylgt kynslóðum en margir þekkja hann frá ömmum sínum eða lang- ömmum. 5 eggjarauður 5 msk. sykur 1 dl sérrí 3 dl rjómi 4 plötur matarlím Leggið matarlímið í kalt vatn í fimm mín- útur til að mýkja það. Þeytið saman eggjarauður og sykur. Bæt- ið sérríi og þeyttum rjóma saman við. Sjóðið ½ lítra af vatni og kælið aðeins nið- ur. Hrærið einni og einni matarlímsplötu saman við þar til það leysist upp. Hellið mat- arlíminu í mjórri bunu út í eggjahræruna. Hellið frómasnum í glös eða fallega skál og látið stífna yfir nótt. Skreytið með fersk- um berjum að vild. elal@simnet.is Gamaldags sérrí-frómas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.