Morgunblaðið - 16.12.2011, Side 23

Morgunblaðið - 16.12.2011, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 Vilt þú létta á líkamanum Birkisafinn frá Weleda er vatnslosandi og virkar vel á eðlilega hreinsun líkamans. Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Blómaval, Lyfja og Apótekið Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækningabúðin, Lifandi markaður, Lyfjaval, Heilsuver, Apótek vesturlands, Reykjavíkur apótek, Yggdrasill, Árbæjarapótek, Lyfjaborg, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Garðabæjar, Apotek Akureyrar, Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land Velkomin að skoða www.weleda.is Lífrænt ræktaður, án aukaefna Losar bjúg Léttir á liðamótum Losar óæskileg efni úr líkamanum Góður fyrir húð, hár og neglur Blanda má safann með vatni Má einnig drekka óblandað Ég hef borðað rjúpur á jólunum frá því ég man eftirmér, það er bara svo einfalt,“ segir Elvar ÁrniLund, formaður Skotveiðifélags Íslands. „Afiveiddi yfirleitt fyrir stórfjölskylduna. Fyrstu ferðina á rjúpnaveiðar fór ég með föður mínum, fjórtán ára gamall. Ég man mjög vel eftir þessari ferð, við veiddum í Borgarfirði. Ég veiddi sjö fugla, sem borðaðar voru á jól- unum og auðvitað var maður ósköp stoltur yfir því að hafa dregið björg í bú og það á sjálfum jólunum.“ Veiðidögum var fækkað úr 18 í 9 í ár vegna afkomubrests í stofninum og rjúpnaskyttur voru hvattar til að sýna hófsemi við veiðarnar. Skv. mati Náttúrufræðistofnunar er veiðiþol rjúpunnar 31 þúsund fuglar, en talið er að 5-6 þúsund skot- veiðimenn gangi til rjúpna á hverju ári. Elvar Árni fór tvisv- ar sinnum á rjúpnaveiðar í vetur á Melrakkasléttu og Öx- arfjarðarheiði. „Ég fékk það sem stefnt var að, það er að segja nóg handa fjölskyldunni og eftir því sem ég kemst næst gengu veið- arnar almennt ágætlega að þessu sinni. Að vísu var ekki mik- ill snjór lengst af, auk þess sem suðlægar áttir eru ekki hag- stæðar þegar rjúpnaveiði er annars vegar. Ég hugsa að flestir veiðimenn hafi virt tilmælin um hóflegar veiðar.“ Gamla góða uppskriftin Elvar Árni segir sig og sína jafnan halda sig við sömu upp- skriftina. Það má því segja að gamla góða uppskriftin stand- ist tímans tönn. Fyrst eru fuglarnir steiktir á pönnu og síðan soðnir í um klukkustund. „Með rjúpunum höfum við brúnaðar kartöflur, Waldorf- salat og fylltar perur með rifsberjasultu. Svo má auðvitað ekki gleyma sósunni, það er eins gott að hún bregðist ekki. Við viljum hafa hana mjög bragðmikla, þá er um að gera að nota allt soð sem til verður við eldamennskuna. Rjómi í sós- una er sparaður, til að bragðið verði sem kröftugast.“ Eftirréttum ekki breytt Í foreldrahúsum ólst Elvar Árni upp við heimagerðan ís í eftirrétt á jólunum og konan hans fékk trufflé. Þess vegna eru á okkar boðum tvær tegundir af eftirréttum, því ekki viljum við brjóta hefðirnar. „Hvað forréttinn varðar er svipaða sögu að segja; við erum alltaf með rækjur. Hins vegar leyfum við okkur að prófa eitt- hvað nýtt, til dæmis á gamlársdag, en ég efast um að mat- seðlinum á aðfangadag verði breytt á næstu árum.“ karlesp@simnet.is Villi- bragðið er engu öðru líkt Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jólamatur Elvar Árni Lund og Arna Ýrr Sigurðardóttir eru alltaf með rjúpu í jólmatinn . Sonurinn Níels Árni er með á myndinni. Rjúpur, eldaðar á gamla mátann. Rækjuréttur og ís í eftirrétt. Elvar Árni Lund hjá Skotvís ólst upp við rjúpur sem hátíðarmat og víkur ekki frá hefð- inni sem er sterk í hans fjölskyldu. Sterkt bragð og stemning. Rækjur og egg á salatbeði Skammturinn per mann er ein góð hnefafylli af stórri og góðri kaldsjávarrækju (helst nýpilluð skelrækja ef þess er kostur), ½ harðsoðið egg, ½ ristuð brauðsneið, salatblað undir og sí- trónusneið yfir. Yfir rækjurnar er sett sósa sem er búin til snemma að deginum eða jafnvel á Þorláksmessu. Í hana fer: sýrður rjómi, Töfrakryddið og/eða Best á allt frá Potta- göldrum, chilli tómatsósa, og fínt brytjaður ananas eða ananaskurl – smakkað til og hinu og þessu bætt út í eftir þörf- um. Rjúpur upp á gamla mátann Aðgerð: Rjúpur sem búnar eru að hanga síðan þær voru veidd- ar fyrst á tímabilinu. Rjúpurnar eru teknar inn að kveldi Þor- láksmessu, jafnvel fyrr en mikið frost er í þeim. Gert er að rjúpunum fyrir hádegi á aðfangadag. Byrja á að klippa af fæt- ur, vængi (ath að geyma vængina og senda til Ólafs Nielsen hjá Náttúrufræðistofnun Íslands) og haus. Rjúpurnar eru hamflettar og svo opnaðar. Þá er innvolsið tekið úr en hjarta, lifur og lungu skilin eftir inni í fuglinum. Fóarnið tekið frá. Síðast er bringuskipið losað frá lærunum með því að klippa/ snúa hrygginn í sundur. Eldun: Steikja ÖLL fóörnin á pönnu upp úr smjöri, krydda með salti og pipar og sjóða svo í potti í a.m.k. í 3 klst. Bæta vatni í pottinn eftir þörfum en gott er að enda með ca. ½ ltr af soði – ekki minna. Þetta er kjarninn í sósuna en af þessu kem- ur mjög ríkt villibragð sem ber sósuna uppi og er engu öðru bragði líkt. Steikja bringuskipin og lærin upp úr smjöri, krydda með salti og pipar, setja svo í pott með einu epli og nokkrum einiberjum og sjóða rólega í 2 tíma. Eftir suðu eru bringurnar settar í eld- fast mót, álpappír yfir og haldið heitum í ofni þar til allt er klárt. Lærin má kokkurinn strax byrja að narta í, restin er geymd þar til um kvöldið eða daginn eftir. Þegar þarna er komið við sögu hefur dásamleg rjúpnalyktin fyllt vit manna og eftirvæntingin orðin mikil. Sjóða niður soðið sem kemur af bringum og lærum, bæta svo út í soðinu af fóörnunum. Þegar þarna er komið má byrja að setja smá rifsberjasultu út í, salta og pipra eftir smekk, þykkja með sósujafnara (frekar en hveitiþykkni) – í smá skömmtum. Bæta loks rjóma út í en halda honum í lágmarki til að draga ekki úr rjúpnabragðinu. Þessi sósa er í raun afar einföld og hefðbundin, en ég vil meina að of mikið af öðrum bragðgjöfum, t.d. vín, krydd og gráðost þurfi ekki með, því rjúpnabragðið er svo öflugt. Þá sjaldan sem maður nýtur þess á ekki að deyfa það með öðru sem mað- ur notar í aðrar villibráðarsósur. Ath. að allar góðar sósur eiga það sameiginlegt að þær þarfnast nosturs og það sem maður telur geta bætt þær, á að bætast við í litlum skömmt- um. Það er alltaf hægt að bæta við, en erfitt að bakka. Rjúpunum er svo raðað upp á fat, smá sósa sett yfir og þær bornar fram með hefðbundnu meðlæti. Fyrir lengra komna, þá er aðalmálið að borða innmatinn sem við skildum eftir inni í bringuskipinu. Fullkominn munnfylli inniheldur bland af innmat, kjöti og sósunni góðu. Meðlæti – klassískt Kartöflur – brúnaðar og óbrúnaðar, niðursoðnar perur (Del Monte – sem eru mýkri en aðrar) með rifsberjasultu innan í, Waldorf-salat og asíur. Lífrænt ræktað bygg og heilhveiti frá Vallanesi er uppistaðan í nýrri vöfflu- og lummublöndu frá Móður jörð. Blandan ætti að ein- falda þá aðgerð að henda í hollar lummur eða vöfflur þegar gesti ber að garði. Innihaldi pokans er hellt í skál og um það bil 4 dl af mjólk ásamt einu eggi bætt við. Egginu má sleppa og einnig má skipta mjólk út fyrir AB-mjólk eða vatn. Úr einum poka ættu að fást 20 lummur eða níu vöfflur. elal@simnet.is Hollar vöfflur og lummur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.