Morgunblaðið - 16.12.2011, Side 24

Morgunblaðið - 16.12.2011, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Margt fór áannan veg en ætlað var í Írak. Upplýsingar um gereyðingarvopn reyndust ótraustar og svo virðist sem harðstjórinn Saddam Hussein hafði logið til um vopnabúr sitt, líklega í þeim tilgangi að treysta stöðu sína. Það fór á annan veg. Hertaka landsins gekk greiðlega og var sennilega fljótlegri en flestir töldu. Að friða landið gekk hægar og nú, tæpum áratug eftir innrásina, er enn ekki búið að tryggja friðsæld að fullu. Bandarískir hermenn verða til að mynda enn fyrir tilfallandi skot- árásum. Engu að síður lauk form- legum hernaði Bandaríkja- manna í Írak í gær við hóf- stillta athöfn og verður heraflinn horfinn frá landinu fyrir árslok. Hernaðurinn kostaði mörg mannslíf og mikið fé, en reynslan af Saddam seg- ir að hann hafi líka bjargað mörgum mannslífum. Þá verð- ur ekki framhjá því litið að Írakar búa nú við stjórn sem þeir kusu sjálfir, sem er nánast einsdæmi í þessum heims- hluta. Engum dettur í hug að ein- falt verði eða áfallalaust að byggja upp traust lýðræðisríki í Írak. Á hinn bóginn er ástæða til að fagna því að Írakar hafa nú tækifæri til að móta sér framtíð að eigin ósk. Það tæki- færi höfðu þeir ekki fyrir inn- rásina og vonandi bera þeir gæfu til að nýta það til fulls. Bandaríkjaher hverf- ur nú frá Írak, sem stendur frammi fyrir mikilli áskorun} Hernaðinum lokið Ríkisútvarpiðhefur for-ystu fyrir því að enn er reynt að ala á rang- hugmyndum um að EFTA-dómstóll- inn, sem for- ystumenn ESA monta sig af að hafa í vasanum, sé úrskurð- araðili í Icesave-deilunni. Þar deila aðilar og stofnanir með starfsvettvang og heimilisfesti hjá þremur sjálfstæðum þjóð- um. Enginn þessara aðila hefur beint nefndu máli til ESA. Stofnunin tók málið að sér að eigin frumkvæði og var Norð- maðurinn sem í forystu var lykilmaður í þeirri gjörð og varð sjálfum sér og þeirri stofnun til álitshnekkis með glannalegum og óábyrgum yfirlýsingum. Íslenskum stjórnvöldum, og utanríkisráðuneyti Íslands sér- staklega, bar að fordæma þá framgöngu alla. Það gerðu þau þó ekki. Það var vegna þess að hótanir og oflæti hins norska formanns ESA hentaði þeim, sem liður í herferð óttans gegn íslensku þjóðinni í Icesave- málinu. Fólk finnur til flök- urleika þegar það heyrir Stein- grím J. Sigfússon og Jóhönnu Sigurðardóttur segja að þau muni sjá um „varnirnar“ fyrir Íslands hönd í þeim skrípaleik sem ESA-stofnunin hefur stofnað til. Þau hafa frá upp- hafi komið fram sem bar- áttumenn andstæðinga Íslands í málinu. Það er hárrétt sem fram kemur í orðum Björns Bjarna- sonar, fyrrverandi dóms- málaráðherra, þegar hann fjallar um þetta mál: „Það er með ólíkindum að stjórn- málamenn sem stóðu að samning- unum um Icesave skuli sitja áfram á ráðherrastólum og tala núna eins og þeir séu best til þess fallnir að verja málstað Íslands fyrir EFTA-dómstólnum. Allar til- vitnanir í þessa menn fyrir dómstólnum úr umræðum um Icesave-málið fram að þjóð- aratkvæðagreiðslunni 9. apríl 2011 verða til þess að veikja málstað Íslands.“ Það blasir við að ályktun Björns Bjarna- sonar er rétt. Og Steingrímur J. Sigfússon bætti svo gráu ofan á svart þegar hann sagði að auk þess að helsta varnarliðið í þessum Icesave-snúningi yrði hann og Jóhanna þá yrði yfirstjórn málsins í höndum utanríkis- ráðherrans Össurar Skarphéð- inssonar og hans manna! Allir vita að það lið er það leiði- tamasta sem Evrópu- sambandið kannast við á Ís- landi og eru þó Jóhanna og Steingrímur meðtalin. Lengi virðist vont geta versnað þegar þessi ólánsríkis- stjórn á í hlut. Það er þó hugg- un harmi gegn að raunverulegt dómsmál um Icesave, verði af því, fer ekki fram á þessu leik- sviði. Endi málið hjá alvöru dómstólum, sem ekkert bendir ennþá til að það muni gera, þá verða kröfuþjóðirnar að stofna til þess og beina kröfum sínum að íslenskum yfirvöldum og út- kljá málið fyrir íslenskum dóm- stólum. Kröfuþjóðirnar hafa enn ekki orðað slíkt op- inberlega í hinu langa og leið- inlega ferli. Það segir alla sög- una. Þjóðin er farin að þekkja parið Jóhönnu og Stein- grím og veit alveg hvernig það er} Óhæft og án trausts D esember er mánuður ofgnóttar hjá mörgum, ekki síst hjá börn- um. Dýrðin hefst þann 1. desem- ber þegar fyrsta dagatalsglugg- anum er lokið upp og tólf dögum síðar bankar fyrsti jólasveininn á dyr, drekk- hlaðinn gjöfum og góssi. Þetta fyrirkomulag hugnast mörgu barninu býsna vel, enda fátt notalegra en að fá gjafir og gotterí í morgun- sárið. Væntanlega er það ófátt ungviðið sem óskar sér þess að allir mánuðir hétu desember. Það sama gildir um foreldra. Því að á bak við þessi huggulegheit leynast skelfilegar óvættir aftan úr grárri forneskju sem koma eins og frelsandi englar til ráðþrota foreldra sem hafa reynt allar löglegar uppeldisaðferðir án árang- urs. Hér er verið að taka um jólaillþýði eins og Grýlu og hennar slekti. Alla aðra mánuði ársins tekst flestu fólki að standast þá freistingu að láta hótanirnar dynja yfir ódæla stúlku eða pilt, þó að löngunin til þess sé að bera örvæntingarfulla foreldra ofurliði. Við vitum öll að það er ekkert sér- staklega fallegt að hóta börnum, þó að þau brjóti allar hugsanlegar skráðar og óskráðar reglur sem mannlegt samfélag hefur skapað. En þetta má í desember. Hót- anirnar þurfa ekki að vera innihalda neitt sérlega mynd- rænar lýsingar til að bera árangur. Oftast er nóg að segja eitthvað á þessa leið: „Hvað heldurðu að jólasveinninn segi þegar hann sér þig láta svona?“ Það dugar oftast til að barnið hætti allri óþægð. Stundum er þetta þó ekki nóg og þá þarf að bæta aðeins í. Þá er komið að næsta stigi fyrir ofan, sem er: „Jólasveininn gefur þér ekkert í skóinn ef þú hættir þessu ekki.“ Fátt er óhugnanlegra en að fá ekkert í skóinn, sem búið er að koma af kostgæfni fyrir í gluggakistu. Að ekki sé talað um þá fé- lagslegu skömm sem fylgir því að koma sneyptur í skólann eða leikskólann og þurfa að greina frá því að skórinn hafi verið tómur í morgunsárið. Þetta vita skarpskyggnir for- eldrar og þetta mun afbragðsráð til að fá barn til að fara snemma að sofa. Heimildir herma nefnilega að ekki sé óalgengt að í desember séu börn komin undir sæng og búin að slökkva ljósin um svipað leyti og Broddi Broddason lýkur við setninguna: „Í kvöld var helst í frétt- um að....“ Þetta þykir mörgum foreldrum hin mesta sæla. En börn eru misjöfn og því þarf stundum að grípa til efsta stigs jólahótana og þá er Grýla komin í spilið. Viti óþekktarormurinn á henni lítil deili, er um að gera að rifja upp svívirðileg fólskuverk hennar sem aðallega felast í að hremma óþægðaranga, sjóða þá í potti og snæða þá. Hér er gott að draga ekkert undan í lýsingum. Einnig er af- bragðsráð að sýna barninu myndir af Grýlu. Það ætti að duga á jafnvel hin forhertustu börn. En desember er svo óskaplega fljótur að líða og sælan fljótt fyrir bí. Því er hér með auglýst eftir skelfilegum óvættum og ógurlegu illþýði til að hræða börn með í öðrum mánuðum ársins. Tillögur má gjarnan senda í netfangið annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Uppeldisfræði í desember STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is E f fram heldur sem horf- ir verða á milli 250 og 280 eignir boðnar upp hjá sýslumanninum í Keflavík í ár og fer fjöldinn því mjög nærri metinu í fyrra þegar 280 fasteignir voru boðnar upp. Sýslumaðurinn bauð upp 98 eignir árið 2009 og stefnir því í að talan verði þrefalt hærri í ár. Sé fjöldi uppboða suður með sjó lagður saman við uppboð á höfuð- borgarsvæðinu stefnir heildartalan á þessu ári í 1.043 uppboð. Jafngildir það því að nærri þrjár eignir í eigu einstaklinga og fyrirtækja verði boðnar upp hvern dag ársins 2011. Til samanburðar fóru fram 1.138 uppboð hjá sömu sýslumönnum í fyrra. Metið fellur því ekki. Sá meginmunur er á uppboðum hjá sýslumanninum í Keflavík milli ára að í fyrra voru 44 ófullbúnar íbúðir boðnar upp. Nú eru hins veg- ar nær allar eignirnar íbúðarhæfar. Nær nífalt fleiri en árið 2006 Það gefur gleggri mynd af upp- boðsárinu 2011 að hafa árin fyrir hrun til viðmiðunar. Sem fyrr segir stefnir nú í 1.043 uppboð á höfuð- borgarsvæðinu og í Keflavík í ár borið saman við 117 uppboð árið 2006. Fer því nærri að uppboðin í ár verði nífalt fleiri en árið 2006. Sé horft til ársins 2007 stendur talan í 198 uppboðum og stefnir því í fimmfalt fleiri uppboð í ár. Árið 2008 fóru fram 366 uppboð á höfuðborgarsvæðinu og í Keflavík. Voru uppboðin þá ríflega þriðjungur af áætluðum uppboðum í ár. Loks má nefna að uppboðin á sama svæði voru 436 árið 2009 og verða því ríf- lega tvöfalt fleiri í ár. Eru þrettán sveitarfélög í landshlutanum á bak við uppboðin sem hér er rætt um. Sé litið aftur til ársins 2001 kemur í ljós að ekkert ár kemst í hálfkvisti við árin 2010 og 2011 í uppboðum. Árið 2003 kemst næst því en þá var 491 eign boðin upp á höfuð- borgarsvæðinu og í Keflavík, borið saman við ríflega eitt þúsund upp- boð árin 2010 og 2011. Á bak við hvert uppboð er ekki endilega sala. Hins vegar taldi heim- ildarmaður Morgunblaðsins hjá einu sýslumannsembættinu óhætt að slá því föstu að flestum uppboðum lyki með útgáfu afsals við nauðungar- sölu. Er því gengið út frá því hér að flestum uppboðum ljúki með sölu. Hlutfall uppboða af sölu er hátt Undanfarið hafa reglulega birst fregnir af aukinni veltu á fasteigna- markaði. Er því athyglisvert að bera saman fjölda uppboða og þinglýstra kaupsamninga á síðustu árum. Byrjum á árinu 2011. Sem áður segir er útlit fyrir 1.043 uppboð í ár. Til samanburðar var þinglýst alls 4.552 kaupsamningum á höfuð- borgarsvæðinu og í Keflavík á tíma- bilinu 31. desember 2010 til 8. des- ember 2011, þar af 207 samningum í Keflavík. Sé gengið út frá því að 90% upp- boða hafi lokið með sölu – þ.e. 939 af 1.043 uppboðum á svæðinu öllu – er hlutfall slíkrar sölu af heildinni, að þinglýstum kaupsamningum með- töldum, 17% í ár. Í fyrra var 3.148 eignum þinglýst í áðurnefndum sveitarfélögunum en 1.138 eignir boðnar upp. Samkvæmt sama söluhlutfalli var hlutfall upp- boða það ár um 25%. Er þá gengið út frá því að 1.024 uppboðum hafi lokið með sölu. Í hitt- iðfyrra var 2.285 samningum þing- lýst á svæðinu og var hlutfall upp- boða þá 15%, að því gefnu að 392 af 436 uppboðum hafi lokið með sölu. Má því ætla að þúsundir Íslend- inga hafi keypt uppboðseignir síðan hagkerfið fór á hliðina haustið 2008. Yfir þúsund eignir boðnar upp á árinu Kaupsamningar og uppboð *Hlutfall uppboða af kaupsamningum,miðað við að 90% uppboða ljúki með sölu. Uppboð á húsnæði í eigu einstaklinga og lögaðila, þ.e. bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Miðað er við lokasölur eða svokölluð fram- haldsuppboð. Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu og í Keflavík Uppboð í sömu sveitarfélögum Fjöldi uppboða árin á undan 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 2009 2010 2011 2.285 436 3.148 1.138 4.552 1.04315%* 25%* 17%* 500 400 300 200 100 0 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 324 460 491 352 138 117 198 366 Á vefsíðum sýslumanns- embættanna má finna ýmsan fróðleik. Meðal þess eru tölur yfir fjölda nauðungarsala á bif- reiðum hjá Sýslumanninum í Reykjavík fyrstu níu mánuði ársins, frá janúar til september. Segir þar að seldar hafi verið 137 bifreiðar í nauðungarsölum í mars (74), maí (35) og sept- ember (28). Til samanburðar voru 289 bifreiðar seldar nauð- ungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík í fyrra; 60 í febrúar, 54 í mars, 82 í júní, 51 í sept- ember og 42 í nóvember. Fjöldi bíla er boðinn upp SAMGÖNGUR Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.