Morgunblaðið - 16.12.2011, Page 25

Morgunblaðið - 16.12.2011, Page 25
Byr og SpKef uppfylltu ekki kröfur um eigið fé Vinnubrögð stjórnvalda vegna Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík hafa verið að koma betur í ljós. Það hefur ekki gerst af sjálfu sér eða vegna vilja þessarar ríkis- stjórnar að upplýsa almenning um gang mála. Það hefur gerst vegna þess að gengið hefur verið eftir upplýsingum, og þrátt fyrir að reynt hafi verið að takmarka aðgang þeim geta allir séð að lög um eiginfjárhlutfall hafa verið brotin. Það er þvert á yfirlýs- ingar forstjóra FME en stað- reyndirnar tala sínu máli. Forsaga Bæði Byr sparisjóður og Sparisjóðurinn í Keflavík voru með jákvætt eigið fé skv. árs- reikningum ársins 2008, sem gefnir voru út vorið 2009 (16.000 milljónir hjá Byr og 5.400 millj- ónir hjá SPK). Þrátt fyrir já- kvætt eigið fé fóru félögin undir 8% lágmarkseiginfjárhlutfall skv. lögum og fengu undanþágu til að starfa hjá FME. Eftir það virðast eignir hafa rýrnað verulega og í apríl 2010 (eftir að hafa verið á undanþágu hjá FME í um ár) voru stofnuð ný félög, Byr hf. og SpKef sparisjóður. Þessi nýju félög uppfylltu aldrei lágmarkskröfur laga um eigið fé. Byr hf. Samkvæmt lögum skal lágmarkseiginfjár- hlutfall fjármálafyrirtækja vera 8% (þ.e. eig- infjárgrunnur skal vera að lágmarki 8% af áhættugrunni skv. 84. gr. laga nr. 161/2002). Byr hf. var stofnaður af fjármálaráðuneytinu í apríl 2010, en eignir og innlán gamla Byrs flutt til hans af FME. Lengi var fjárhagsupplýs- ingum um Byr hf. haldið leyndum en komu þó fram í sumarlok 2011. Stofnefnahagsreikningur Byr frá apríl 2010 var birtur í lok ágúst 2011 (með ársreikningi ársins 2010). Af honum má sjá að eigið fé í upp- hafi var 900 milljóna króna framlag ríkisins en efnahagsreikningur félagsins var um 144.000 milljónir. Þrátt fyrir að eiginfjárhlutfall sé ekki reiknað beint af þessum tölum heldur áhættu- grunni er ljóst að það var undir 1% í upphafi. Samkvæmt ársreikningnum var eiginfjárhlut- fall 5% í lok 2010, en þá er reiknað með hluta- fjárloforði þrotabús gamla Byrs, sem var ekki greitt fyrr en sumarið 2011. Ef litið er á árs- hlutareikning Byrs fyrir mitt ár 2011 þá var eiginfjárhlutfall 4,1%. Þannig er augljóst að Byr uppfyllti frá stofnun aldrei kröfur laga um 8% lágmarkseiginfjárhlutfall. SpKef sparisjóður SpKef sparisjóður var stofnaður af fjár- málaráðuneytinu í apríl 2010, en eignir og inn- lán gamla SPK flutt til hans af FME. Stofn- efnahagsreikningur félagsins hefur ekki verið birtur né ársreikningur fyrir 2010. Þetta geng- ur gegn eigendastefnu ríkisins um eignarhald á fjármálafyr- irtækjum. Af gögnum sem hafa verið lögð fram í efnahags- og viðskipta- nefnd verður ekki séð að neitt eig- infjárframlag hafi verið lagt inn í SpKef. Samkvæmt skýrslu rík- isendurskoðunar fyrir árið 2010 segir að lagðar hafi verið fram 900 milljónir í félagið. Sú upphæð er langt undir lögbundnu 8% lág- marki. Ég skora á FME og fjár- málaráðuneytið að leggja fram stofnefnahagsreikning SpKef og ársreikning ársins 2010. Af hverju fengu gamli Byr og Sparisjóðurinn í Keflavík að starfa í tæpt ár? Samkvæmt 9. gr. laga um fjár- málafyrirtæki ber FME að aft- urkalla starfsleyfi ef lágmarks- kröfur um eigið fé eru ekki uppfylltar og fjármálafyrirtæki geta ekki bætt úr því. Samkvæmt 86. gr. laga um fjármálafyrirtæki getur FME veitt fyrirtækjum sex mánaða frest til að auka eigið fé sitt. Slíkur frestur byggist á því mati FME að líkur standi til að bæta megi eiginfjárstöðuna. Hægt er að framlengja þennan frest um sex mánuði „séu til þess ríkar ástæð- ur“. FME hefur aldrei svarað því hvaða for- sendur, útreikningar og „ríku ástæður“ mæltu með því að (gamli) Byr og (gamli) SPK fengu að starfa á undanþágu umfram sex mánuði. Ljóst er að mat FME var rangt, bæði (gamli) Byr og (gamli) SPK fóru á hausinn og ný fyr- irtæki voru stofnuð í apríl 2010 um ári eftir að þeim var veitt undanþága til að starfa. Það var einnig rangt mat að stofna ný fyrirtæki um rekstur þessara félaga – hver tók þá ákvörðun? Tjón kröfuhafa, keppinauta og ríkisins – hver axlar ábyrgð? Þannig er ljóst að Byr hf. og SpKef (nýju) uppfylltu aldrei kröfur laga um lágmarkseig- infjárhlutfall þrátt fyrir að þeir væru stofnaðir af fjármálaráðuneytinu. Samt starfaði fyrra fé- lagið í 19 mánuði og það síðara í 11 mánuði, þrátt fyrir að FME vissi stöðuna. Áður hafði FME leyft gamla Byr og Sparisjóði Keflavíkur að starfa í um ár án þess að uppfylla lágmarks- eiginfjárhlutfall. Samtals gerir þetta 30 mánuði hjá (gamla/nýja) Byr og 23 mánuði hjá (gamla/ nýja) Sparisjóði Keflavíkur án þess að uppfylla reglur. Á meðan rýrnuðu eignir verulega, bæði vegna stjórnunar þeirra og rekstrarkostnaðar. Þessu til viðbótar skaðaðist samkeppni því fé- lögin voru í fullri samkeppni við önnur fyrir- tæki sem þurftu að uppfylla kröfur laga. Að síð- ustu er ljóst að innlán í Sparisjóði Keflavíkur jukust um sjö milljarða á milli ársloka 2008 og 2010 á ábyrgð ríkisins. Þannig er ljóst að allir hafa tapað á ákvörðunum fjármálaráðuneyt- isins og FME vegna þessara fyrirtækja. Ætlar einhver að axla ábyrgð? Eftir Guðlaug Þór Þórðarson » Þannig er ljóst að allir hafa tapað á ákvörðunum fjármálaráðu- neytisins og FME vegna þessara fyr- irtækja. Ætlar einhver að axla ábyrgð? Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er alþingismaður. 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 Kaldir puttar Þessar þrjár fengu sér heitan sopa til að hlýja sér í kuldanum þar sem þær stóðu inni á básum sínum á Ingólfstorgi og seldu vörur á jólamarkaði fyrir gesti og gangandi. Ómar Þegar umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er annars vegar hamast ríkisstjórn Íslands við að neita hinu augljósa og berja höfðinu við stein. Fyrri rík- isstjórn Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks gerði sig seka um hliðstætt athæfi þegar látið var vaða á súðum í efnahagsmálum og fjármálakerfi landsins hrundi. Þá var helsta baráttumál ráð- herranna að koma Íslandi í Ör- yggisráðið þó ekki væri nema til tveggja ára. Nú er taflið um inn- göngu í Evrópusambandið það bindiefni sem heldur liðs- oddunum saman. Ómarktækur utanríkis- ráðherra Mánudagurinn 12. desember sl. var að mati Össurar utanrík- isráðherra „sérstakur gleðidag- ur“. Hann var þá staddur í Brussel til að halda upp á það með „Stefáni fúla“ að búið væri að semja um fjórðung þess sem fyrir lægi áður en Ísland kæmist að Gullna hliðinu. Reyndar hefði þetta hingað til snúist um sjálf- sagða hluti sem lesa mætti um í EES- samningnum. Á næsta ári kæmi að því að hefja viðræður um afganginn og ljúka við sem flesta kafla. Fréttamaður leyfði sér að spyrja ráð- herrann hvort ekki væri skrítið að vera nú að semja við Evrópusamband sem eigi í djúp- stæðri kreppu. Össur lét slíkt fjas ekki spilla þessum gleðidegi og svaraði að bragði: „Hafi einhverntíma verið vitlaus hugmynd að slíta viðræðunum er það fráleitt núna þegar Evrópusambandið er loksins búið að ákveða að- gerðir sem sérfræðingar telja líklegar til að leysa bæði núverandi skuldavanda óábyrgu ríkjanna og líka lagfæra hönnunargalla í um- búnaði evrunnar sem líklega kemur í veg fyrir frekari kreppu af þessu tagi. Það er núna sem við eigum að halda áfram af fullum þrótti og ekki síst með tilliti til þess að við höfum lokið að semja um fjórðung kaflanna og það væri óá- byrgt af Íslandi að hætta við núna og það myndi skaða stöðu og orðstír Íslands langt út fyrir Evrópu.“ Kaþólskari en norrænir kratar Umæli Össurar féllu þrem dögum eftir sögu- legan fund forystu Evrópusambandsins sem endaði með klofningi. Reynt hefur verið að draga upp þá mynd af samkomunni að það hafi aðeins verið Cameron hinn breski sem stóð í vegi fyrir allsherjar samstöðu ESB-ríkjanna, allir aðrir hefðu skrifað upp á nýtt Evrusam- band með hertum aðgerðum á fjármála- og efnahagssviði. Þetta mun reynast ótímabær túlkun ekki síður en blaðrið í Össuri um endalok kreppunnar. Svo mikið er víst að kratar á öðr- um Norðurlöndum eru ekki í klappliði út af nið- urstöðunni. Sænskir sósíaldemókratar kváðu strax upp úr um að ekki kæmi til greina að Sví- ar fylgdu með inn í Evrusam- bandið, þó ekki væri nema vegna enn frekara fullveldisafsals. Lars Calmfors leiðarahöfundur hjá Da- gens Nyheter segir niðurstöðuna í Brussel enga lausn á kreppunni og evran sé áfram á berangri. Mogens Lykketoft talsmaður Folketinget, fyrrum ráðherra og formaður danskra krata, tekur í sama streng. Stefna ESB nú muni aðeins dýpka þá gröf sem við blasi. Nú- verandi utanríkisráðherra Dana og formaður SF, Villy Søvndal, sagði strax eftir Brussel-fundinn að Dan- ir ættu að segja nei við niðurstöð- unni og Enhedslisten sem meiri- hluti dönsku stjórnarinnar hvílir á hefur sett fram kröfu um þjóð- aratkvæðagreiðslu. VG í hörmulegri stöðu Það hefur lengi blasað við að kollhnís VG-forystunnar eftir síð- ustu kosningar í afstöðu til ESB- umsóknar yrði flokknum dýrkeypt. Sú ömurlega vegferð er langt frá því á enda ef marka má síðustu við- brögð og svör formanns flokksins á Alþingi 13. desember. Í stað þess að flytja þar og taka undir rök gegn aðild að Evrópusambandinu, sem landsfundur VG ályktaði um að vera skuli eitt af forgangsverkefnum flokks- ins, hljóp Steingrímur undir bagga með utanrík- isráðherranum síglaða. Kröfunni um að vegna breyttra forsendna verði endurskoðað umboðið sem Alþingi veitti ríkisstjórninni til að sækja um aðild fyrir meira en tveimur árum svaraði Stein- grímur J þannig skv. þingtíðindum: „Ég sé ekki hverju við Íslendingar værum þá nær. Þá fyrst væri til lítils á sig lagður þessi leið- angur, sem vissulega hefur verið erfiður og ekki okkur öllum sérstakt fagnaðarefni, ef við værum bókstaflega engu nær þegar við allt í einu hætt- um eða slægjum málinu á frest.“ Það sýnist orðið verkefni fyrir sálfræðinga að lesa í málflutning sem þennan frá formanni flokks sem allt frá stofnun hefur litið á það sem eina meginstoð í stefnu sinni að halda Íslandi ut- an við aðild að Evrópusambandinu. Nú birtist okkur ESB í enn skýrara ljósi en áður með stökkbreytingu yfir í ríkjasamband og skuld- bindingu um fullveldisafsal í áður óþekktum mæli og kröfu um að ákvæði þar að lútandi verði tekin upp í stjórnarskrár aðildarríkja. Í aðdraganda alþingiskosninga Vegabréf Össurar Skarphéðinssonar til Brussel var frá upphafi áritað af forystu Vinstri- hreyfingarinnar græns framboðs. Enn skal það framlengt, fari fram sem horfir. Á árunum 2012 og 2013 á að halda áfram að „kíkja í pakkann“ undir handleiðslu stækkunarstjóra ESB á sama tíma og Evrópusambandið af náð sinni hyggst verja ómældu fé til að kenna Íslendingum að krossa rétt í fyllingu tímans. Til Alþingis verður í síðasta lagi kosið í apríl 2013. Hvað segja bændur þá? Eftir Hjörleif Guttormsson »Nú birtist okkur ESB í enn skýrara ljósi en áður með stökkbreyt- ingu yfir í ríkja- samband og skuldbindingu um fullveld- isafsal í áður óþekktum mæli. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Ríkisstjórnin ber höfð- inu við ESB-steininn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.