Morgunblaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 Í nokkur ár höfum við tekið þátt í samevr- ópskri gæslu landamæra Evrópu – svokallaðri Schengen landamæra- gæslu. Schengenreglur krefjast þess að allir sem koma inn á svæðið skuli fara í gegnum vopnaleit. Eins og margt annað sem Evrópu- bandalagið setur reglur um, þá er vopnaleit frá öðru landi ekki viðurkennd. Þetta þýðir að farþegar frá Norður-Ameríku, þar á meðal Ís- lendingar, geta ekki nýtt sér ganga flugstöðvarinnar í skjóli fyrir veðri og vindum til að komast í móttökufríhöfn og í gegnum tollgæslu við heimkomu, nema með vopnaleit, því að flugstöðin telst vera hluti af Schengen-svæði. Flugstöðin var nefnilega aldrei hönnuð fyrir Schengen-bullið eins og ég vil kalla það. Að krefjast á ný vopnaleitar frá löndum eins og Banda- ríkjunum reynist okkur afar kostn- aðarsöm, tímafrek og óvinsæl aðgerð af farþegum. Um leið og farþegar stíga á land í Keflavík hefst önnur vopnaleit. Vopnaleit Bandaríkja- manna er líklega nákvæmari en á flestum byggðum bólum í dag. Með þessu er farþegum misboðið með ann- arri vopnaleit til að komast inn í land- ið. Lausn yfirvalda á Keflavík- urflugvelli til að leysa vopnaleit- arbullið við Schengenaðildina, þ.e. nýja vopnaleit, er að hrekja þá sem til landsins koma frá Norður-Ameríku út úr flugstöðinni í rútur sem aka 500 metra með farþega frá landgangi inn í komufríhöfn. Auð- vitað ættu allir farþeg- ar að geta gengið óá- reittir í þægindum um ganga flugstöðvarinnar sem skattborgarar þessa lands hafa reist með ærnum kostnaði, en farþegum frá Norð- ur-Ameríku er ekki boðið upp á slíkt. Þeir eru sendir í sérstaka biðröð til að fá vegabréfaskoðun, þar sem flugvélar leggja að, og síðan eru þeir hraktir út úr flugstöðinni með handfarangur út í rútur eins og áður sagði. Schengen-aðildin hefur líklega skil- að okkur fleiri glæpamönnum sem ganga óáreittir inn og út úr landinu og fylla fangelsin. Afsökunin sem not- uð var til að koma þessu kerfi á í ráð- herratíð Halldórs Ásgrímssonar var vegabréfalaus samskipti milli Norð- ulandanna. Þetta er þó alls ekki svo, því að með rafrænum flugmiðum þá eru allir neyddir til að hafa með sér vegabréf sem persónuskilríki. Hverj- um ætti svo sem að detta í hug að fara vegabréfslaus til útlanda? Frakkar voru fljótir til að afnema Schengen-kerfið þegar það hentaði þeim, til að verja sig ágangi Túnis- búa. Hvernig væri nú að við notuðum tækifærið og gerðum slíkt hið sama? Það er engin skömm að viðurkenna að þessi samevrópska landamæragæsla hentar okkur ekki. Góð toll- og landa- mæragæsla á Seyðisfirði sannaði ágæti sitt við að upplýsa innbrot í skartgripaverslun Michaelsen fyrir nokkrum vikum síðan. Er ekki kom- inn tími til að taka upp vegabréfa- skoðun eins og var við lýði á árum áð- ur? Staðreyndin er sú að landamæraverðir eru oft ansi naskir að finna út hver er kominn hér til lands í eðlilegum erindagjörðum ef þeim er gert mögulegt að eiga sam- skipti við þá sem eru að koma til landsins. Auk þess er farbann algjör markleysa í dag, því að vegabréf eru ekki skoðuð með tilliti til afbrotaferils í brottfararsal, aðeins er skoðað hvort brottfararseðill samsvari vegabréfi, eða persónuskilríki. Yfirvöld hérlendis ættu að sjá sóma sinn í að afnema þetta Schengen- samkomulag og verja landamæri okk- ar fyrir óþjóðalýð. Bretar taka ekki þátt í Schengen og eru þeir þó í Evr- ópubandalaginu. Þá ættu íbúar þessa lands að geta notað flugstöðina eins og upphaflega var ætlast til í stað þess að vera vísað út á guð og gaddinn í nafni einhvers vegabréfaleysis sem er í raun bábilja. Er ekki lengur til neitt í þessu landi sem heitir stolt? Schengen bullið á Keflavíkurflugvelli Eftir Gísla Vilhjálmsson » Schengen-aðildin hefur líklega skilað okkur fleiri glæpamönn- um sem ganga óáreittir inn og úr úr landinu og fylla fangelsin. Gísli Vilhjálmsson Höfundur er tannlæknir og fyrrver- andi starfsmaður tollgæslu á Kefla- víkurflugvelli Eftir lestur á grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 3. desember, þar sem fjallað er um mál Bjarna Randvers Sigurvinssonar kennara við Háskóla Íslands verð ég að fá að tjá mig aðeins á opinberum vett- vangi. Ég sat í tímum hjá Bjarna Randveri vorið 2009 á námskeiði sem hét Kirkjudeildafræði, þar sem hann var að fjalla um trúarhreyf- ingar fyrr og nú. Bjarni vann það af fagmennsku og gætti þess að vera heiðarlegur í umfjöllun sinni um trúarhreyfingarnar. Mér kemur í hug lítið dæmi úr eigin lífi. Einu sinni lenti ég í árekstri þar sem ég var í fullum rétti. Mín mál fóru fyrir úrskurð- arnefnd í vátryggingarmálum. Ég vissi ekki að tryggingafélagið mitt átti ekki fulltrúa í nefndinni. Mitt mál var tekið fyrir í nefnd þar sem ég átti ekki fulltrúa sem barðist fyr- ir mínum hagsmunum. Eftir um- fjöllun í nefndinni var tjóninu skipt til helminga. Síðar fékk ég bréf frá lögfræðingi lögreglunnar þar sem ég var dæmdur í fullum rétti. Þegar ég las umfjöllunina um Bjarna datt mér sagan mín í hug. Honum er haldið fyrir utan málið. Að mínu mati er fjallað um hans mál á ómálefnalegan og ólýðræð- islegan hátt. Er siðanefnd Háskóla Íslands ekki lýðræðisleg nefnd sem á að fjalla um einstaka mál af sann- girni og heiðarleika? Slík nefnd þarf að gæta hlutleysis og taka á málum af heilindum og óhlutdrægni. Ég get ekki séð að það hafi verið gert gagnvart Bjarna Randveri. Ég hvet Háskóla Íslands til að rétta hlut Bjarna í málinu og bæta honum skaðann sem hann hefur orðið fyrir (það sem hægt er að bæta) og biðja hann afsökunar á op- inberum vettvangi. Bjarni Randver er góður kennari og fagmaður. Vona ég að Háskóli Íslands muni njóta krafta hans um ókomna fram- tíð. SVEINN ALFREÐSSON, nemi við HÍ. Óréttlæti Háskóla Íslands gagnvart Bjarna Randveri stundakennara Frá Sveini Alfreðssyni Bréf til blaðsins Sú umræða sem að undanförnu hefur átt sér stað um hugs- anlega sölu á Gríms- stöðum á Fjöllum hef- ur vakið upp ýmsar hugleiðingar um stöðu eignarréttar og skipu- lagsmála hér á landi. Í fyrstu grein nú- gildandi skipulagslaga segir að markmið lag- anna sé: „að þróun byggðar og landnotkunar á landinu öllu verði í samræmi við skipulags- áætlanir þar sem efnahagslegar, fé- lagslegar og menningarlegar þarfir landsmanna, heilbrigði þeirra og ör- yggi er haft að leiðarljósi, að stuðla að skynsamlegri og hgkvæmri nýt- ingu lands og landgæða, tryggja vernd landslags, náttúru og menn- ingarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.“ Í áranna rás hefur eignarréttur þeirra sem eiga land og byggingar líka verið þrengdur mjög verulega með skipulagslöggjöf þannig að það er alls ekki sjálfgefið að viðkomadi eigandi geti notað eða nýtt þessar eignir eins og hugur hans hugs- anlega stendur til. Þetta hefur verið gert þrátt fyrir ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar um að eign- arrétturinn sé friðhelgur. Fyrstu skipulagslögin hér á landi, sem tóku gildi árið 1921, náðu ein- ungis til þéttbýlis og kváðu á um hvernig heimilt væri að nota (land- notkun) og nýta (hversu mikið) land og byggingar. Gerð skipulags- uppdrátta var á þessum tíma alfarið í höndum ríkisins. Síðan voru þessi lög víkkuð árið 1978 þannig að þau náðu til allra sveitarfélaga að „óbyggðinni“, utan sveitarfé- lagamarka, slepptri. Með skipulags- lögum sem tóku gildi 1998 var öllu landinu skipt í sveitarfélög og skipu- lagsvaldið flutt að öllu leyti frá rík- inu til sveitarfélaganna. Eitthvað virðist ríkisvaldið samt hafa séð eftir þessu valdaafsali því með enn nýjum skipulagslögum, sem tóku gildi 1. jan. 2011, er hér að veru- legu leyti verið að hala í land og þar gert ráð fyrir Landsskipulagi ríkisvaldsins. Landsskipulag eins og það er túlkað í nú- gildandi skipulags- lögum er stefna rík- isins um notkun alls landsins (og þá að öll- um líkindum nýtingu líka) og skal hún inni- halda „samþættar áætlanir op- inberra aðila um samgöngur, byggðamál, náttúruvernd, orkunýt- ingu og aðra málaflokka sem varða landnotkun.“ Þannig landsskipulag „getur tekið til landsins alls, ein- stakra landshluta og efnahags- lögsögunnar“ og skulu sveitarfélög taka mið af henni við skipulag sitt í héraði eða breytinga á því. Hér skiptir skipulagsvaldið miklu, en allt skipulagsvald er nú á hendi sveitarstjórna og ríkisins. Rík- isvaldið hefur nú þegar t.d. hlutast til um staðarval Landspítala há- skólasjúkrahúss í Reykjavík, á ákaf- lega veikum forsendum með lögum nr. 64 árið 2010 og þær raddir hafa einnig heyrst á Alþingi að rétt sé að ákveða þar að flugvöllur verði í Vatnsmýri til frambúðar, sem brýt- ur í bága við núgildandi skipulag Reykjavíkur. Nú hefði mátt ætla að með allri þessari lagasetningu, notkunar- og nýtingarmarkmiðum og skipulagi og opinberum stofnunum til þess að tryggja faglega framkvæmd þessara mála, þá væri búið að þrengja eign- arréttinn það mikið að það skipti svo sem ekki miklu máli hver ætti við- komandi landsvæði ef faglega væri Að eiga land eða selja Eftir Gest Ólafsson » Víða er búið að þrengja eignarrétt á landi svo mikið með skipulagsákvæðum að oft skiptir ekki meg- inmáli hver á landið. Gestur Ólafsson KORTIÐ GILDIR TIL 31.01.2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 30% AFSLÁTTUR Á „JÓL“ MEÐ MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU OG ÞÓRU EINARSDÓTTUR SÓPRAN 28. OG 29. DES. KL. 20 MOGGAKLÚBBUR Á sínum eftirsóttu jólatónleikum, sem nú eru haldnir í 30. sinn, býður Mótettukórinn áheyrendum sínum upp á hugljúfa tónlist frá ýmsum löndum. Erlendir kórfélagar leggja til jólalög frá sínum heimalönd- um og er sungið á móðurmáli þeirra. Flutt verður íslensk jólatónlist eftir Áskel Jónsson, Sigvalda Kaldalóns og Hörð Áskelsson og frumflutt tvö jólalög eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og Halldór Hauksson. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Framvísið Moggaklúbbskortinu í miðasölu Hallgrímskirkju. Miðasalan er opin kl. 9-17 alla daga. Sími 510 1000. Almennt miðaverð 3.900 kr. Moggaklúbbsverð 2.700 kr. Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju 2011 LISTVINAFELAG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.