Morgunblaðið - 16.12.2011, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011
✝ Sonja Schmidtfæddist í
Reykjavík 9. des-
ember 1918. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund 10. desem-
ber 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Heinrich
Erich Schmidt,
bankafulltrúi hjá
Íslandsbanka, f.
1.3. 1879 í Grönnebæk, Jels-
sókn á Suður-Jótlandi, d. 24.8.
1943 í Reykjavík, og Hólmfríður
Óladóttir, f. 14.2. 1892 á Höfða,
Vallahreppi, d. 25.1. 1984. Sonja
var einkabarn foreldra sinna.
Foreldrar Heinrichs Erichs
voru hjónin Lauritz Schmidt
bóndi frá Grönnebæk og
Christine Johanne Boysen frá
Skodborg á Suður-Jótlandi. For-
eldrar Hólmfríðar voru hjónin
Óli Halldórsson bóndi á Höfða,
Hólmfríður, var hattameistari
og rak hún verslunina Tízku-
húsið á Laugavegi 5 í Reykjavík.
Sonja vann hjá henni við hatta-
saum og afgreiðslustörf þar til
hún giftist. Eftir það tók barna-
uppeldið við en Sonja var alla tíð
heimavinnandi. Sonja var alla
tíð mjög listræn og þegar hún
var yngri og gigtin ekki farin að
herja á hafði hún mikla ánægju
af því að spila á píanó. Seinna
meir málaði hún í tómstundum
og sýndi verk sín víða. Hún tal-
aði reiprennandi fimm tungu-
mál og á tímabili rak hún gisti-
þjónustu fyrir ferðamenn á
heimili sínu á Sólvallagötu 4, en
það hús erfði hún eftir föður
sinn og þar ólust börnin upp frá
því 1950. Eftir að eiginmaður
Sonju lést hefur Sonja búið ein
og séð um sig sjálf þar til fyrir
rúmum tveimur mánuðum að
þrekið var þrotið og hún flutti á
Grund.
Útför Sonju fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 16.
desember 2011, og hefst athöfn-
in kl. 13.
Vallahreppi og
Herborg Guð-
mundsdóttir frá
Staffelli í Fellum.
Sonja giftist
Gunnari P. Ósk-
arssyni, f. 3.10.
1916 í Reykjavík, d.
3.12. 1998. Börn
þeirra eru Gylfi
Heinrich Schmidt,
Geir Halldór,
Hólmfríður og Sig-
ríður Soffía. Barnabörn Sonju
eru sjö og barnabörnin 11.
Sonja ólst upp hjá foreldrum
sínum til 10 ára aldurs er þau
skildu en eftir það ólst hún upp
hjá móður sinni. Skólagangan
hófst í kaþólska skólanum í
Reykjavík og á árunum 1935-
1936 stundaði hún nám í nunnu-
klaustri í Belgíu; Convent St. Jo-
seph, í Montzen. Síðar stundaði
hún nám í héraðsskólanum á
Laugarvatni. Móðir Sonju,
Amma Sonja var að mörgu
leyti merkileg kona. Hún ólst
upp við aðstæður sem voru frá-
brugðnar því sem margir jafn-
aldrar hennar bjuggu við og
hafði það mótandi áhrif á hana.
Hún var heimskona sem ferðað-
ist strax sem ung kona víða um
heiminn og þótti það tíðindum
sæta á millistríðsárunum. Fyrir
vikið talaði hún fjölmörg tungu-
mál reiprennandi og nýtti m.a.
þessa reynslu þegar hún opnaði
heimilið sitt fyrir ferðamönnum
með rekstri gistiheimilis í mörg
ár. Hún var sjálfstæð og skörp
og gat lýst upp herbergið með
hlátri sínum.
Amma Sonja hafði mikið dá-
læti á fuglum. Henni var um-
hugað um smáfuglana og
hneykslaðist á því að rjúpur
væru veiddar til matar. Hin síð-
ari ár var hún með páfagauk
sem hún hafði félagsskap af og
væntumþykjan leyndi sér ekki.
Já hún var oft á tíðum lagnari
við dýr en menn en vildi öllum
vel.
Nú verða amma og afi sam-
einuð á ný og vaka yfir okkur
afkomendum sínum sem þeim
var ætíð umhugað um. Góðu
minningarnar lifa áfram og
reynum við að líta til með smá-
fuglunum þínum.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins perlu-
glit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Edda Heiðrún Geirsdóttir.
Sonja var heimsborgari, vel
gefin, falleg og fínleg kona og
ótrúlega harðger að þola þá
þraut og pínu sem liðagigtin
hennar olli henni til margra ára.
Sonja var tískudrottning og allt-
af vel tilhöfð. Hún var mjög list-
hneigð og bar heimili hennar
þess merki. Sonja var orðin
mjög fullorðin þegar hún fór á
myndlistarnámskeið, þá komu
fram góðir hæfileikar til að mála
og til eru falleg málverk eftir
hana. Hún var líka orðin full-
orðin þegar hún lærði að aka
bíl, fjölskyldunni til mikillar
hrellingar en Gunnar hafði alltaf
séð um aksturinn, hún bjargaði
sér nokkuð og lét ekkert stoppa
sig í að komast það sem hún
þurfti.
Sonja hafði einstaka hæfileika
til að „fara vel með“ og af ótrú-
legri útsjónarsemi lánaðist þeim
Gunnari að eiga þetta stóra fal-
lega hús á Sólvallagötu 4, sem
hún erfði eftir föður sinn og þau
héldu því vel við. Hún var lista-
kokkur og kunni að „gera mat úr
engu“. Með útsjónarsemi sinni
átti hún alltaf pening til að kaupa
fallegar og vandaðar afmælis- og
jólagjafir handa öllum. Hún gaf
litlu stelpunum mínum gjarnan
fallegar blúndu-pífu-nærbuxur
og „dlind-dló“-sokka (það voru
sportsokkar með dúskum) um
páska frekar en páskaegg.
Ég lærði margt í lífsleikni
þegar við Gylfi bjuggum hjá
þeim hjónum í sex mánuði, þeg-
ar við höfðum flutt úr kjallaran-
um á Feyjugötunni og biðum
eftir að 1. hæðin losnaði, með
Fríðu Björk litla og Sif var á
leiðinni. Ég kveið mikið fyrir að
flytja á Sólvallagötuna en við
vönduðum okkur og skiptum
með okkur verkum og allt gekk
upp.
Síðast hitti ég Sonju í ferm-
ingarveislu Stefáns míns fyrir
mánuði, hún bar sig vel og tók
þátt í samræðum, þá sem áður
falleg kona.
Á 93 ára afmælisdaginn sinn
9. desember tók hún á móti
börnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum og dó svo
snemma morguninn eftir.
Hún hvílir í friði.
Júlíana (Lúllý, fyrrverandi
tengdadóttir).
Hún lést daginn eftir afmælið
sitt, það er dálítið kaldhæðn-
islegt. Það má segja að hún hafi
verið södd lífdaga. Heilsuleysi
hefur fylgt henni síðastliðin ár,
en hún var á Grund síðasta spöl-
inn. Þetta er gangur lífsins og
við ráðum ekki öll okkar næt-
urstað. Hún hafði yndi af dýrum
og átti lítinn kanarífugl síðustu
ár, sem hún elskaði út af lífinu.
Ég man fyrst eftir henni
Sonju frænku þegar hún bjó á
Freyjugötunni ásamt Gunnari
og ungum syni sínum. Móðir
mín og hún voru systradætur og
var alltaf mikið samband á milli
þeirra. Þær voru saman í
saumaklúbb nokkrar frænkur
og Sonja var í þeim hópi. Ég
man hvað mér fannst þær fal-
legar og fínar. Þær voru allar
mjög mikið fyrir að vera vel til
fara og létu ekki sjá sig á al-
mannafæri án þess að setja hatt
á höfuðið. Þau Gunnar voru
gestir í flestöllum boðum heima
hjá foreldrum mínum. Þegar
hún var ung lærði hún hatta-
saum og vann eitthvað við hann
í Tízkuhúsinu m.a., sem móðir
hennar átti og rak. Það var á
þeim tíma sem dömur gengu
með hatt. Ég vann þar í jólafrí-
inu mínu frá skóla, en þá voru
hattar fluttir inn og aðeins tvær
hattadömur við störf í búðinni,
en þær sem höfðu unnið þar áð-
ur komu alltaf á Þorláksmessu,
þá var slegið upp veislu fyrir
gesti og starfsfólk og Sonja og
Gunnar komu ævinlega þetta
kvöld. Þess má geta að hún
saumaði og prjónaði flest föt á
börnin sín þegar þau voru ung,
en það hefur verið mikil vinna
eins og nærri má geta.
Hún var mikil tungumála-
manneskja og hafði á valdi sínu
dönsku, ensku, þýsku og
frönsku. Skólann í Landakoti
bar oft á góma þegar við vorum
að spjalla saman, en þar var hún
nemandi þegar hún var barn.
Þegar börnin voru komin á legg
hóf hún að taka útlendinga í
gistingu og morgunverð og var
ánægð með að geta notað
tungumálahæfileikana.
Ég minnist þess með ánægju
þegar skólinn í Reykholti átti
afmæli, þá komu þau í tvígang
til þess að heimsækja gamla
skólann hans Gunnars og rifja
upp gamlar minningar frá þeim
tíma þegar hann var nemandi
við hann.
Eftir að ég flutti í Kópavog
hef ég haft það fyrir venju að
kalla á gamlar frænkur á af-
mælisdegi móður minnar, sem
lést fyrir 24 árum, til að rifja
upp gamlar minningar og Sonja
kom á meðan heilsan leyfði. Í
fyrra lést Herborg frænka um
svipað leyti og nú er Sonja far-
in. Við töluðum oftlega saman í
síma og ég heimsótti hana stöku
sinnum.
Ég vil þakka henni Sonju
frænku samfylgdina í gegnum
lífið.
Gylfa, Geir, Fríðu, Sigríði og
afkomendum hennar votta ég
innilega samúð mína.
Blessuð sé minning hennar.
Sigríður Bjarnadóttir.
Kær frænka mín og nágranni
til margra ára, Sonja Schmidt,
lengst búandi ásamt Gunnari
heitnum eiginmanni sínum og
fjórum börnum, Gylfa, Hólm-
fríði, Geir og Sigríði, á Sólvalla-
götu 4 í Reykjavík, hefur nú
kvatt. Hún fékk hægt andlát
daginn eftir 93 ára afmælið södd
lífdaga. Þannig vildi hún hafa
það, gleðjast með fólkinu sínu
og kveðja síðan. Það voru svo
margir vinir farnir. Hún spurði
mig: „Hvar eru allar frænkur
mínar?“ en frænkur voru henni
eins og systur, því hún var
einkabarn forelda sinna og þráði
systkini. Á milli Herborgar
móður minnar og Sonju var eins
konar systra-frænkna-samband.
Móðir mín var mikið jólabarn og
bakaði kökur allan desem-
bermánuð, þar á meðal bakaði
hún randalínur með rabarbar-
asultu og brúntertur með smjör-
kremi, terturnar ásamt smákök-
unum var afmælis- og jólagöf
handa Sonju. Í minningunni er
móðir mín að finna til pappír,
gyllt og rauð bönd og kort þótt
sjóndöpur væri. Sonja skyldi fá
gjöfina á réttum tíma, fallega
innpakkaða. Það koma gestir og
þá er gott að eiga randalínur og
smákökur með súkkulaðinu, það
eru jú að koma jól. Sonja var
mikið jólabarn og fagurkeri og
kunni því að meta hvað gjöfin
var fallega innpökkuð.
Hún Sonja frænka var list-
elsk, hún málaði, var mikill
dýravinur og tilfinningavera,
hún var mikill bóhem, sem oft
gat verið erfitt. Nú eiga þær
frænkur jól saman og minnast
hins liðna. Hver bakar randalín-
ur í ár?
Hvíl í friði.
Þín frænka,
Jónína H. Jónsdóttir,
Heiðdalshúsi, Eyrarbakka.
Sonja Schmidt
HINSTA KVEÐJA
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
(Vald. Briem)
Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Hvíl í friði.
Ragnheiður Sveinsdóttir.
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
✝
Okkar ástkæra
LILJA MARGRÉT ODDGEIRSDÓTTIR,
Lillý,
Hólmgarði 33,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn
4. desember, verður jarðsungin frá Bústaða-
kirkju mánudaginn 19. desember kl. 15.00.
Kristjana Gisela Herbertsdóttir,
Sveinn Oddgeir Paulsson, Mariann Koudal Oddgeirsen,
Anna Þóra Paulsdóttir, Páll Þór Pálsson,
Paul Ragnar Kummer, Ðao Thi Phuong,
Helena Alma Ragnarsdóttir, Jón Ingvar Ragnarsson,
Sigurður Egill Ragnarsson, Bryndís S. Halldórsdóttir,
Sonja Valdemarsdóttir.
✝
Okkar kæra
ÁGÚSTA R. JÚLÍUSDÓTTIR,
áður til heimilis
Fornhaga 17,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
þriðjudaginn 6. desember, verður jarðsungin
frá Neskirkju mánudaginn 19. desember
kl. 15.00.
Starfsfólki Sóltúns eru færðar þakkir fyrir frábæra umönnun.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hinnar
látnu er bent á hjúkrunarheimilið Sóltún.
Sigurður Júlíusson, Hulda Sigurðardóttir,
Hólmfríður Júlíusdóttir,
Elín Pálmadóttir,
Sólveig Pálmadóttir,
Helga Pálmadóttir, Helgi G. Samúelsson,
frændsystkin og ömmubörn.
✝
Bróðir okkar og mágur,
HELGI FRÍMANN MAGNÚSSON
efnaverkfræðingur,
Krummahólum 6,
lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn
12. desember.
Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju
þriðjudaginn 20. desember kl. 15.00.
Ólöf Magnúsdóttir, Reynir Guðmannsson,
Guðbjörn Magnússon, Guðrún Lilja Norðdahl,
Jón Magnússon, Steinunn Gísladóttir,
Magnús Sig. Magnússon, Sigurlína Sigurjónsdóttir,
Matthías Magnússon, Þórunn Ragnarsdóttir.
✝
Ástkær sonur okkar og bróðir,
HAUKUR HEIÐAR ÞORSTEINSSON,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 13. desember.
Auður Hauksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson,
Reynir Óli Þorsteinsson,
Trausti Þorsteinsson.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÓLAFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Böðmóðsstöðum,
Hvassaleiti 58,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu-
daginn 11. desember.
Jarðsungið verður frá Grensáskirkju þriðjudaginn 20. desember
kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hinnar látnu láti líknarstofnanir njóta þess.
Inga K. Guðmundsdóttir, Bjarni Guðmundsson,
Þórdís K. Guðmundsdóttir,
Pálmar Guðmundsson, Erla Rannveig Gunnlaugsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og
frændi,
JÓN FREYR FINNSSON,
Ráðagerði,
Seltjarnarnesi,
lést á deild B-2 Landspítalanum Fossvogi
þriðjudaginn 13. desember.
Útför hans verður gerð frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn
19. desember kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á SOS-barnaþorpin og líknarfélög.
Jónína Ragnarsdóttir, Finnur Jónsson,
Grétar Elías Finnsson, Hildur Elín Geirsdóttir,
Freyja Finnsdóttir, Henrik Andersen
og systkinabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HARALDUR GUÐBJÖRN ÞÓRÐARSON,
lést á Heilsugæslustöð Sauðárkróks mið-
vikudaginn 14. desember.
Útför fer fram frá Sauðárkrókskirkju þriðju-
daginn 20. desember kl. 14.00.
Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem önnuðust hann í
veikindum hans.
Ragna Hólmfríður Pálsdóttir,
Elín Hólmfríður Haraldsdóttir,
Þórður Gunnar Haraldsson, Joseph Piskura,
Haraldur Páll Bjarkason, Guðrún Hilmarsdóttir,
Ragna Rós Bjarkadóttir, Gunnar Valsson,
Jón William Bjarkason, Guðríður Þórarinsdóttir
og barnabarnabörn.