Morgunblaðið - 16.12.2011, Síða 31

Morgunblaðið - 16.12.2011, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 Elsku hjartans pabbi minn, þú hefðir orðið sjötugur í dag, þann 16. desember, en þú kvaddir þann 14. september síðastliðinn, eftir erfið veikindi. Mig langar að minnast þín í tilefni dagsins. Þú varst nú ekki mikið fyrir afmæli eða veislur almennt og mundir nú sjaldan ef eitthvað stóð til. Mamma sá alveg um að muna eft- Ragnar Benediktsson ✝ Ragnar fæddistá Drangsnesi 16. desember 1941. Hann lést á heimili sínu 14. september 2011. Útför Ragnars fór fram frá Ísa- fjarðarkirkju 24. september 2011. ir afmælum fyrir ykkur, en eftir að þú veiktist þá leistu öðrum augum á lífið og óskaðir þess örugglega í eina skiptið á lífsleiðinni að geta haldið uppá afmælið þitt. En það fer víst oft öðruvísi en maður óskar, enginn ræður víst sinni för. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi. og gæfa var það öllum,er fengu að kynnast þér. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vina- hjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Enginn veit hvað átt hefur, fyrir en misst hefur segir mál- tækið. Við eigum að þakka fyrir þá sem eru í lífi okkar og sýna þeim í verki að þeir eru okkur mikils virði, því við vitum ekki hvað þeir verða lengi til staðar. Því vil ég þakka fyrir að þú ert pabbi minn og að þú hafir verið til staðar fyrir mig og mína. Þetta skrifaði ég til þín í sumar og þakka fyrir það. Ég vona að það sé haldið upp á daginn þinn þarna hinum megin, ég ætla alla vega að halda upp á hann. Takk fyrir allt og allt, elsku pabbi minn. Þín elsku dóttir, Guðrún Ragnheiður. AFMÆLISMINNING Elsku amma okkar Anna hefur kvatt þennan heim og í sorginni huggum við okkur við það að núna er hún komin til afa. Farin að steikja kótelettur í raspi handa honum og færa honum graut í eftir- mat. Trúlega eru þau búin að taka einn snúning. Hún amma var svo falleg og hjartahlý, ekki er hægt að hugsa sér betri ömmu. Alltaf með hugann hjá fólkinu sínu og svo umhugað um að öllum liði vel. Við elskum hana svo mikið og getum ekki annað en verið óendanlega þakklátar fyrir ömmu og afa á Gunnólfsgötunni og allt það sem þau gáfu okkur systrum. Minningarnar eru svo dýrmæt- ar og við munum alltaf geyma Anna Gunnlaugsdóttir ✝ Anna Gunn-laugsdóttir fæddist í Ólafsfirði 15. mars 1926. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hornbrekku 29. nóvember 2011. Útför Önnu var gerð frá Ólafsfjarð- arkirkju 10. desem- ber 2011. þær í hjörtum okk- ar. Við komum allt- af við í Gunnólfs- götunni þegar við áttum leið framhjá. Alltaf einhver í heimsókn enda gat maður treyst á nokkrar sortir af nýbökuðu á eldhús- borðinu. Amma var snillingur í eldhús- inu með allar sínar breyttu uppskriftir, hún sagði oft: „uppskriftin er svona en mér finnst betra að …“. Þau voru ófá símtölin til ömmu þegar Frænkumafían var að stíga sín fyrstu skref í Sörubakstri. Við fengum uppskrift frá ömmu en það var engin leið að baka eftir henni nema að fá nákvæmar út- skýringar frá ömmu. Þó tók það okkur nokkur ár að ná kök- unum eins og þær voru hjá henni og við vitum að hún var stolt af okkur. Amma var líka snillingur í allri handavinnu. Oft saumaði hún á okkur jólaföt og aldrei annað en það sem var móðins. Við minnumst þess að hlaupa í frímínútum heim í Gunnólfsgöt- una í mátun, það varð að nýta hverja mínútu. Þá var líka eins gott að passa hvar maður steig niður þar sem endalausir títu- prjónar leyndust í þykka tepp- inu í saumaherberginu. Eftir að við urðum fullorðnar og leit- uðum til ömmu eftir aðstoð þá var hún alltaf boðin og búin að aðstoða, hún sagði alltaf „þú lagar þetta og ég skal hjálpa þér“. Hún vildi endilega að við lærðum að gera hlutina sjálfar. Oftast fór það nú samt þannig að hún kláraði verkið, hvorug okkar systra var svo heppin að erfa snilligáfu hennar í handa- vinnu. Við eigum ómetanlegt safn af heimagerðum jólagjöfum frá ömmu og afa. Amma var sér- staklega dugleg að föndra jóla- gjafir handa fólkinu sínu. Rúm- fötin, jólamyndirnar, lyklakippan með nafninu okkar, dúkarnir, dúkkukjólarnir og vöggusettin fyrir barnabarna- börnin. Dásamlegur fjársjóður sem við metum svo mikils. Elsku amma, hreina og hlýja hjartað þitt er okkar fyrir- mynd. Við kveðjum þig með orðum Jónasar Friðriks: „ég held það teljist ei með sem þú tekur með þér héðan, heldur hvað þú skil- ur eftir er þú ferð“. Anna Hilda og Gunnlaug Björk. Elskuleg frænka mín Kristín Gísladóttir er látin í hárri elli. Tímans straum fær enginn stöðvað og það kvarnast hratt úr frænkuklúbbnum hennar mömmu. Klúbburinn var stofn- aður upp úr 1950 og uppruna- lega skipuðu hann þær Kristín Gísladóttir og systur hennar, Oddný (nú látin), Ingibjörg og Sólveig en þær voru allar dæt- ur Maríu Þorláksínu ömmu- systur minnar. Þá voru þær þar líka Kristín og Jóna Dav- íðey (nú látin), dætur annarrar Kristín María Gísladóttir ✝ Kristín fæddistað Stóru- Reykjum í Hraun- gerðishreppi í Flóa 10. ágúst 1918. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 2. desember 2011. Útför Kristínar Maríu var gerð frá Neskirkju 9. des- ember 2011. Maríu sem líka var systir ömmu Val- dísar og Ósk, kona Friðfinns bróður þeirra. Og svo voru það mamma og systur hennar, Kristín og Jenný sem báðar létust á síðasta ári. Frænk- urnar komu reglu- lega saman í gegn- um árin og spjölluðu yfir kaffi og kruðeríi og virtust alltaf skemmta sér vel. Ég sá þær ekki oft en þær voru samt þarna, mættu í ferm- ingar og aðrar fjölskylduveislur og svo sat maður stundum fyrir svörum þeirra þegar klúbbarn- ir voru hjá mömmu. Hvað mað- ur væri að fást við, hvernig manni gengi í lífinu. Þær studdu hver aðra þegar á bját- aði og þegar karlarnir fóru að tína tölunni voru þær þarna áfram, rétt eins og þær yrðu þar til eilífðar. Kristínu Gísla- dóttur átti ég eftir að kynnast betur þegar ég varð eldri og tók þátt í starfi Kvenréttinda- félags Íslands og í pólitík. Þar kom hún frænka mín gjarnan á fundi og við spjölluðum saman. Hún hafði skoðanir á þjóðmál- unum og hafði alltaf eitthvað skynsamlegt fram að færa. Hún hafði mikla eðlisgreind og leiftrandi kímnigáfu og það var ekki leiðinlegt að viðra stöðu stjórnmálanna eða önnur þjóð- þrifamál við hana. Fyrir nokkr- um árum var blásið til frænku- móts úr ættboga ömmu Valdísar og systkina hennar á Selfossi og það var gaman að heyra sögurnar frá frænkunum þar sem þær rifjuðu upp liðna tíð. Þar var Kristín Gísladóttir kvenna hressust, þótt hún hafi þá þegar verið komin fast að níræðu. Síðan þá hef ég hitt hana nokkrum sinnum og það var alltaf sama reisnin yfir henni og jafn gaman að spjalla við hana. Ég vil þakka henni fyrir samfylgdina og góðar stundir í gegnum tíðina. Ást- vinum hennar öllum og afkom- endum sendi ég samúðarkveðj- ur frá mér og mömmu. Minning um þessa merku konu mun allt- af lifa í hjörtum okkar. Bryndís Hlöðversdóttir. Ég var ekki há í loftinu þeg- ar ég man eftir mínum fyrstu kynnum af Guðjónu, þetta var á mínum grunnskólaárum í Varmalandi. Bekkurinn okkar var svona í hressari kantinum, en alltaf þegar Guðjóna gekk inn í skóla- stofuna setti alla hljóða og hún átti alla okkar athygli, hjartað fór að slá aðeins hraðar því maður vissi ekki á hverju við áttum von, var það vigtin, flúor- ið eða sprautan ógurlega. Það var einhvern veginn þannig að hún hafði þessi áhrif á mann svo virðuleg, róleg og eins og hún vissi allt, en ekki óraði mig fyrir því þá að seinna ættum við eftir að tengjast sterkum böndum og hún yrði yndisleg tengdamóðir mín sem jafnan kölluð var amma Gauja. Mér er efst í huga mikið þakklæti fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að verða samferða Guðjónu, eft- ir að ég fluttist hingað að Sturlu-Reykjum. Það eru marg- ar minningarnar sem koma upp í hugann og gott að geta látið hugann reika, en ég veit að það er mikil eigingirni að kveðja með söknuði því Guðjóna var löngu tilbúin til að fara á vit nýrra ævintýra, til þeirra sem hún saknaði svo sárt. Elsku Jonni minn, Snorri, Villa, Dísa og öll ömmubörnin, eftir sitjum við með fallegar minningar, minningar um konu sem tókst á við lífið af ótrúlegu æðruleysi og vildi alltaf allt fyr- ir alla gera. Guð geymi þig. Hvíl í friði. Hrafnhildur. Elsku fallega vinkona mín, takk fyrir allt sem þú varst mér, alla hlýjuna sem þú gafst mér og allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum sam- an. Fyrsta minning mín um þig er þegar ég er lítil stelpa að fara til læknis á heilsugæsluna á Kleppjárnsreykjum og horfði með aðdáun á þessa fallegu konu með uppsett hárið og hlýja brosið. Svo varstu skóla- hjúkkan sem sprautaðir mig og sagðir mér að strákarnir yrðu ekki skotnir í mér nema ég grenntist svolítið, svo brostirðu stríðnislega. Svo liðu árin og mamma greindist með Parkinsonsjúk- dóminn og þú komst vikulega til að hjálpa okkur með böðun og aðhlynningu og þá í raun bast vináttuhnútur sem aldrei slitn- aði. Þú fannst alltaf á þér ef eitt- hvað var að angra mig og hjá þér var jafn gott að gráta og það var yndislegt að hlæja með þér. Þegar krakkahópurinn minn stækkaði ár frá ári var ljúft að skreppa ein á kvöldin yfir að Sturlu- Reykjum og spjalla, prjóna og hlæja og oft var tím- inn svo fljótur að líða að það var komið langt fram á nótt þegar heim var haldið, eða að skreppa að deginum til og skella börnunum í sundlaugina þína og fylgjast svo með þeim Guðjóna Jósefína Jónsdóttir ✝ Guðjóna Jós-efína Jóns- dóttir fæddist á Sólheimum í Grindavík 22. febr- úar 1926. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi þann 1. des- ember 2011. Útför Guðjónu fór fram frá Reyk- holtskirkju 10. des- ember 2011. út um eldhúsglugg- ann yfir kaffibolla- brúnina. Þú varst vinkonan sem kenndi mér að ald- ur skiptir engu máli þegar sönn vinátta er annars vegar og reyndar töluðum við oft um það hvers vegna við urðum svona nánar. Vissulega skipti máli að við áttum sameig- inleg áhugamál bæði í hjúkr- uninni, prjónaskapnum, garð- yrkjunni og börnunum okkar og einnig báðar þekktar fyrir að hafa liðugt málbein svo aldrei skorti umræðuefnið, en samt lærði ég aldrei að tala við þig í síma. Það var á einhvern hátt nærveran sem skipti máli. Fyrir 10 árum dreymdi mig draum sem fór illa í mig, mér fannst þú vera á hnjánum, bog- in yfir einiberjarunna að tína einiber. Og það má með sanni segja að síðan þá hafir þú tínt fleiri einiber en nokkur á að þurfa að tína á heilli mannsævi. Áður hafðir þú reyndar misst bónda þinn langt um aldur fram, en á síðustu 10 árum kvaddi sorgin sárt að dyrum hjá þér og einnig greindist þú með þinn versta óvin, Parkin- sonsveikina, sem þú gast aldrei sætt þig við að þurfa að lifa með. En það var aðdáunarvert að fylgjast með þér sem oft varst nú svolítið móðursjúk um fólkið þitt, að þegar stóru högg- in dundu á fjölskyldunni þá stóðst þú eins og óhagganlegur klettur. Og mikið þótti mér vænt um að finna að þegar þér leið illa þá baðstu mig að koma til þín og þá var ekki mikið sagt bara haldist í hendur, þessar stundir þakka ég ekki síður en hinar. En nú er komið að kveðju- stund, söknuðurinn er sár en fallegar minningar ylja og því miður gleymum við of oft að þakka fyrir að lífsþreyttur ein- staklingur hefur fengið hvíld. Hjartans þakkir fyrir allt. Þín Jóhanna (Jóa). Reykholtsdalur í Borgarfirði er fátækari við fráfall Guðjónu Jósdóttur hjúkrunarfræðings. Guðjóna var hjúkrunarkona af gamla skólanum, héraðshjúkr- unarkona og starfaði með hér- aðslækni á Kleppjárnsreykjum, lengst af með Aðalsteini Péturs- syni. Læknismóttakan var til húsa í sama húsi og heimili þeirra Aðalsteins og Halldóru konu hans. Var alla tíð mjög kært með fjölskyldunum og börnum þeirra. Guðjóna og Kristleifur með þrjá stælta stráka og Aðalsteinn og Halldór með stelpurnar sínar fjórar. Haustið 1975 sameinuðust Borgarness- og Kleppjárns- reykjalæknishéruð og til varð Heilsugæslan Borgarnesi, vígð í janúar 1976. Heyrðu þá undir hana 15 sveitarfélög. Læknir flutti úr Reykholts- dalnum í Borgarnes og Guðjóna var orðin starfsmaður Heilsu- gæslu Borgarness. Þar lá leið okkar saman og sú leið var löng og ljúf. Nú var hún orðin ein á heilsugæslunni á Kleppjárns- reykjum, utan þá tvo daga í viku, sem læknir kom úr Borg- arnesi. Við Borgnesingar köll- uðum hana stundum selstúlk- una okkar í dalnum. Guðjóna sinnti allri þeirri heilsugæslu, sem hjúkrunar- fræðingi bar í sveitinni. Allt frá nýfæddum börnum og sængur- konum. Börnunum fylgdi hún svo áfram, í ungbarna- og barnaeftirlitinu og síðar í grunnskólunum, en hún var skólahjúkrunafræðingur á Kleppjárnsreykjum, Varma- landi og í Andakílsskóla. Ætli megi ekki segja að öll sveitin hafi verið skjólstæðingur henn- ar, frá vöggu til grafar. Guðjóna var hjúkrunarkona af lífi og sál jafnframt því að sinna þungu heimili. Alltaf til staðar trygg, traust og farsæl í starfi. Hún var metnaðarfull, bar mikla virðingu fyrir starfi sínu og var ólöt að sækja sér aukna fræðslu og þekkingu, hvenæar sem fær gafst. „Hún Gauja á Sturlureykjum“, „Gauja á heilsugæslunni“. Oft var kallað á hana, þegar veik- indi eða slys bar að höndum, að nóttu eða degi og læknir ekki nærstaddur. Og ekki stóð á henni að sinna skyldunni, hjálpa og líkna. Alltaf bar Guðjóna höfuðið hátt, bognaði en brotnaði ekki þrátt fyrir þungbær áföll. Guð- jóna var falleg kona, alltaf já- kvæð og einstaklega hláturmild og glettin. Hún var mikill fag- urkeri og tónlistarviðburði lét hún ekki fram hjá sér fara allt til hins síðasta. Hún var höfð- ingi heim að sækja. Heimilið, garðurinn, blómin hennar, allt svo fallegt. Rúsínan í pylsuend- anum var svo að gestir fengu sér iðulega sundsprett í laug- inni og svo var slakað á í heita pottinum, sem bóndi hennar, hagleiksmaðurinn Kristleifur, hafði byggt handa konu sinni. Úr lauginni voru bara nokkur skref inn að notalega eldhús- króknum hennar, þar sem biðu kræsingar og Guðjóna hlæjandi, gerandi óspart grín bæði að sjálfri sér og öðrum. Við erum óskaplega þakklát- ar fyrir stundina, sem við áttum með henni í nóvember síðast- liðnum. Guðjóna var þá sjálfri sér lík, glettnin og grínið var þarna, þrátt fyrir langvarandi veikindi, en hún var orðin þreytt eftir langan dag. Nú er hún horfin og Reyk- holtsdalurinn verður ekki sam- ur. Við sendum öllum ástvinum hennar samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning hennar. Erla og Guðrún. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORLÁKUR SIGURÐSSON, Garði, Grímsey, verður jarðsunginn frá Miðgarðakirkju í Grímsey mánudaginn 19. desember kl. 14.00. Hulda Reykjalín Víkingsdóttir, Sigurður Þorláksson, Marna Wakely, Sigrún Þorláksdóttir, Gylfi Þorgeir Gunnarsson, Inga Þorláksdóttir, Jón Skúli Sigurgeirsson, Guðlaugur Óli Þorláksson, Aðalbjörg Þórólfsdóttir, Kristjana Jóna Þorláksdóttir, Rúnar Andrew Jónsson, Birna Dagbjört Þorláksdóttir, Smári Kristinsson, Þorlákur Þorláksson, Sæunn Helga Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.