Morgunblaðið - 16.12.2011, Page 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011
ÍÚtkallsbókinni Ofviðri íLjósufjöllum segir frá flug-slysinu á Snæfellsnesi í apríl1986 þegar fimm fórust með
TF-ORM á leiðinni frá Ísafirði til
Reykjavíkur. Tveimur mönnum var
bjargað eftir nánast ómannlegar
raunir. Þeir biðu björgunar í opnu
flaki vélarinnar í hvassviðri og
skafrenningi, í tíu og hálfa klukku-
stund.
Mikið var fjallað um slysið í fjöl-
miðlum á sínum tíma, meðal annars
í ítarlegum frétta- og viðtals-
greinum í Morgunblaðinu. Margir
þekkja til atburða. Þá er sagt frá
úrslitum mála í inngangi bók-
arinnar. Er því ekki við því að bú-
ast að veruleg spenna byggist upp í
huga lesanda. Þá bæta frásagnir í
bókinni litlu við samtímaheimildir
um aðdraganda slyssins og björg-
un. Styrkur hennar liggur á öðrum
sviðum.
Höfundurinn velur þá leið að láta
þá sem lifðu, aðstandendur, björg-
unarmenn og starfsmenn flug-
félagsins segja söguna. Rauði þráð-
urinn liggur í gegnum
björgunarsveitarmanninn Guðlaug
Þórðarson. Í nokkurs konar inn-
gangskafla er sagt frá slysi sem
varð til þess að hann gekk síðar í
björgunarsveit. Sagt er ítarlega frá
björgunarstörfum á Snæfellsnesi
og Guðlaugur er alltaf skammt
undan.
Í gegnum þessar frásagnir fæst
góð innsýn í líf fórnfúsra björg-
unarmanna, ekki aðeins björg-
unarsveitarmanna heldur einnig
annarra sem koma að slíkum að-
gerðum, svo sem læknisins, flug-
manna Gæslunnar, stjórnenda
björgunarinnar og staðkunnugra
manna úr sveitinni. Það gefur bók-
inni göfugt inntak.
Þá fást með frásögnum aðstand-
enda og starfsmanna flugfélagsins
upplýsingar um þeirra erfiðu að-
stæður og tilfinningar á meðan
beðið var eftir fregnum af afdrifum
fólksins. Þau ásamt þeim tveimur
mönnum sem lifðu slysið af, Krist-
jáni Jóni Guðmundssyni og Pálmari
S. Gunnarssyni, gefa ríkulega af
sér í frásögnum sínum.
Höfundurinn endurtekur mikið
staðreyndir og ummæli, stundum
margsinnis, þótt það sé skrifað úr
munni mismunandi viðmælenda.
Ofanrituðum finnst það oft óþarfi
og raunar þreytandi við lestur bók-
arinnar.
Þá sleppir höfundur því að rekja
niðurstöður álits rannsókn-
arnefndar flugslysa um ástæður
slyssins sem og ábendingar nefnd-
arinnar um hvaða lærdóm megi af
því draga - og hvernig úr þeim
ábendingum var unnið. Með því að
taka það með hefði fengist betri
heildarmynd af atburðum. Þá hefði
vafalaust mátt bæta upplifun les-
enda með betri kortum og teikn-
ingum.
Í heildina má segja að í bókinni
um Ljósufjallaslysið sé einlæg frá-
sögn af örlagaríkum atburðum í lífi
margra.
Ómannlegar raunir í Ljósufjöllum
Flugslys Ítarlega var fjallað um flugslysið í Ljósufjöllum í Morgunblaðinu á
sínum tíma. Út er komin bók með frásögnum af slysinu hörmulega.
Útkall - Ofviðri í Ljósufjöllum
bbbmn
Eftir Óttar Sveinsson. Útkall ehf. gefur
út. 219 bls.
HELGI
BJARNASON
BÆKUR
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Fyrir stuttu kom út ævisaga Björgvins Guðmundssonar
tónskálds og tónlistarmanns sem lést í janúar 1961. Bók-
in ber heitið Ferill til frama og höfundur hennar er
Haukur Ágústsson, en áhugamenn um minningu Björ-
vins standa að útgáfunni. Salka annast dreifingu bók-
arinnar.
Tónlistargáfan kom snemma í ljós
Björgvin Guðmundsson fæddist að Rjúpnafelli í
Vopnafirði 26. apríl 1891. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Jónsson og Anna Margrét Þorsteinsdóttir frá
Glúmsstöðum í Fljótsdal. Tónlistargáfur Björgvins
komu snemma í ljós, en lítil tækifæri fékk hann til að
sinna þeim í einangrun sveitarinnar. Hann hafði þó að-
gang að stofuorgeli og samdi þar sín fyrstu lög sem ung-
lingur.
1911 fluttist fjölskyldan vestur um haf, settist að í
Winnipeg, og þar komst Björgvin í tæri við meiri tónlist
en heima í sveitinni, og hélt áfram að metta sig sjálfur.
1915 fluttist Björgvin með bræðrum sínum til vatna-
byggðar, Saskatchewan, og bjó þar næstu árin, vann við
búskap og samdi tónlist eftir því sem færi gafst. Hann
komst þá meðal annars í kynni við ástralska tónskáldið
Percy Grainger sem hreifst af þeim verkum sem Björg-
vin sýndi honum og hvatti hann til að halda tónsmíð-
unum áfram.
1923 fluttist Björgvin aftur til Winnipeg og samdi þar
meðal annars kantötu sem vakti svo mikla athygli að
Vestur-Íslendingar hrintu af stað fjársöfnun til að kosta
hann til náms í tónsmíðum, stofnuðu svonefndan Björg-
vinssjóð.
Söngkennsla á Akureyri
Haustið 1926 hélt Björgvin svo til Lundúna með eig-
inkonu sinni og hóf nám í Royal College of Music. Hann
lauk því námi vorið 1928 og sneri að því loknu aftur til
Winnipeg, hóf tónlistarkennslu, stofnaði kór og tók við
söngstjórastarfi og organleikarastörfum við Sam-
bandskirkjuna. 1931 var honum svo boðið að koma til
Akureyrar og taka við söngkennslu við Menntaskólann
og barnaskólann þar sem hann þáði og bjó á Akureyrir
upp frá því.
Skömmu eftir heimkomuna stofnaði hann Kantötukór
Akureyrar og stjórnaði honum í rúm tuttugu ár, auk-
inheldur sem hann var afkastamikið tónskáld. Hann
fékkst þó ekki aðeins við tónlist heldur samdi hann leik-
ritið Skrúðsbóndann, sem naut mikilla vinsælda á Ak-
ureyri, skrifaði sjálfævisögu og var iðinn við skrif í blöð
og tók iðulega þátt í snörpum ritdeilum, enda lá hann
ekki á skoðunum sínum.
Ekki gefinn fyrir tilraunir
Kantötukórinn var mjög áberandi í íslensku tónlistar-
lífi um langt skeið enda hélt hann iðulega tónleika í
Reykjavík og víðar, hlaut til dæmis silfurverðlaun í al-
þjóðlegri kórakeppni í Stokkhólmi 1951.
Sem tónskáld var Björgvin kallaður anakrónískur,
þótti gamaldags, enda var hann ekki gefinn fyrir til-
raunir í tónlist og þá nýju strauma sem voru allsráðandi í
tónsmíðum á fyrri hluta síðustu aldar. Það hefur sitt að
segja með það að verk hans eru ekki eins þekkt og
margra annarra, en einnig var hann nokkuð á skjön við
þá kynslóð tónskálda og tónlistarmanna sem mest bar á
hér á landi á þeim árum. Hann samdi yfir 600 verk, stór
og smá. Langmest af því voru söngverk, aðallega verk
fyrir blandaðan kór.
Tónskáldið og
tónlistarmaðurinn
Björgvin Guðmundsson
Afkastamikill Tónskáldið Björgvin Guðmundsson.
Hundrað og tíu ára
minning tónskáldsins
Björgvins Guðmundssonar
Sögusviðið er einangrað. Skipúti á reginhafi, sam-bandslaust við umheiminn.Tveir hópar um borð; ann-
ar þeirra samanstendur af fjögurra
manna kjarnafjölskyldu, pabbi,
mamma og tvíburasystur. Hinum
hópnum tilheyra geðstirðir og fé-
lagsfælnir skipverjar. Þetta er um-
gjörð nýjustu glæpasögu Yrsu Sig-
urðardóttur, Brakið.
Að sögusvið hryllingssagna sé
einangrað og úr alfaraleið, þar sem
saklaust fólk á sér engrar undan-
komu auðið er svo sem ekkert nýtt í
(glæpa)sögunni. Fjallahótelið í kvik-
mynd Stanley Kubric, Shining,
kemur fyrst upp í hugann, en sögu-
svið fjölda óhugnanlegra sagna eru
alls konar fjallakofar, eyðieyjur og
aðrir afskekktir staðir. Þetta svín-
virkar og það eykur umtalsvert á
þann hroll óhugnaðar og spennu
sem um lesandann hríslast þegar
ljóst er að sögupersónurnar eru í
sjálfheldu og komast hvorki lönd né
strönd undan skelfilegum örlögum
sínum.
Bókin hefst á því þegar aðstand-
endur skipverja eru samankomnir á
bryggju í Reykjavík og bíða þess að
skipið leggist að landi. Þegar skipið
nálgast, er ljóst að eitthvað er ekki
eins og það á að vera. Það siglir
stjórnlaust á bryggjuna og þegar
farið er um borð kemur í ljós að
skipið er mannlaust.
Lögmaðurinn Þóra mætir til leiks
að nýju eftir að hafa fengið hvíld í
síðustu bók Yrsu. Aðstandendur
fjölskyldunnar sem hvarf leita lið-
sinnis Þóru til að fá aðstoð hennar
við að fá bætur greiddar og eins og
endranær fer Þóra um víðan völl til
að leita skýringa, uns málið er leyst.
Hinn einkennilegi og afar fúllyndi
ritari, Bella, hefur aldrei verið kjaft-
forari og ófyrirleitnari og það er lík-
lega bara tímaspursmál hvenær hún
fær sínar eigin bækur. Aðrar auka-
persónur eru litlausari, til dæmis
fer lítið fyrir Matthew, sambýlis-
manni Yrsu, og samskipti Þóru við
son sinn og fjölskyldu hans virðast
fremur yfirborðskennd.
Yrsa gerir flest vel í bókinni, en
sumt hefði betur mátt fara og öðru
hefði hreinlega mátt sleppa. Til
dæmis hefði sá hluti sem snýr að
hruninu og lífsstíl útrásarvíkinga al-
veg mátt missa sín, þetta er hliðar-
saga sem kemur glæpasögunni sem
slíkri lítið við, þó að vissulega sé þar
lögð áhersla á græðgina sem hreyfi-
afl hins illa. En þessi hrunsvísa hef-
ur bara verið svo oft kveðin í alls-
konar bókmenntum frá 2008.
Yrsa heldur áfram dufli sínu við
hið dulræna eins og í bókinni Ég
man þig. Henni ferst þetta vel úr
hendi, enda fátt meira hrollvekjandi
en góð blanda af glæpum og
draugagangi. Í heildina er þetta
flott bók hjá Yrsu, en allra bestu
hlutarnir eru þegar verið er að
segja frá því sem gerist um borð í
skipinu, þá er sagan virkilega fín;
myrk og ísköld. Eins og hafið.
Yrsa Í heildina er þetta flott bók hjá
Yrsu, segir m.a í bókadómnum.
Glæpir og
draugagangur
Brakið bbbbn
Eftir Yrsu Sigurðardóttur. Veröld. 2011.
364 síður.
ANNA LILJA
ÞÓRISDÓTTIR
BÆKUR
Danska veftíma-
ritið Jazznyt hef-
ur valið nýlegan
geisladisk saxó-
fónleikans Sig-
urðar Flosasonar
og dönsku söng-
konunnar Cathr-
ine Legardh eina
af 10 bestu
djassplötum árs-
ins í Danmörku.
Diskurinn, sem ber titilinn Land &
Sky, er tvöfaldur og geymir 20
lög, öll eftir Sigurð við texta eftir
Legardh, ýmist á ensku eða
dönsku. Dönsku stórblöðin Berl-
ingske tidende og Politiken, sem
og aðrir danskir fjölmiðlar, hafa
einnig fjallað lofsamlega um disk-
inn og þess má geta að hann var
einnig tilnefndur til dönsku tónlist-
arverðlaunanna í síðasta mánuði.
Land & Sky kom út á vegum
Storyville-útgáfunnar í Kaup-
mannahöfn. Flytjendur ásamt Sig-
urði og Legardh eru píanóleik-
arinn Peter Rosendal,
bassaleikarinn Lennart Ginman og
trommuleikarinn Andreas Fryl-
and.
Í fyrra var platan Dark
Thoughts, með tónlist Sigurðar og
útsetningum Daniels Nolgaards
með Norbotten-stórsveitinni, til-
nefnd til djassverðlauna Svíþjóðar.
Íslenskur
djass lofaður
Sigurður
Flosason