Morgunblaðið - 16.12.2011, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 16.12.2011, Qupperneq 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 Jólatilboð fraktflugs Flugfélags Íslands gerir þér kleift að senda jólapakka frá 1–10 kg. til allra áfangastaða, fyrir aðeins 1.100 kr. Tilboðið gildir frá 10. til 20. desember. SENDU JÓLAPAKKANA HRATT OG ÖRUGGLEGA 570 3400 Akureyri Egilsstaðir Grímsey Ísafjörður Reykjavík Vopnafjörður Þórshöfn ÍS LE N SK A SI A .IS FL U 56 67 4 10 /1 1 flugfelag.is Fjallað er með jákvæðum hætti um leiksýningu Royal Shakespeare Company (RSC), The Heart of Rob- in Hood sem Gísli Örn Garðarsson leikstýrir, í leikhúsbloggi breska dagblaðsins Guardian. Segir þar að foreldum á þeirri sýningu sem blaðamaður sótti hafi verið brugðið yfir því hversu blóðug hún væri en það hafi þó verið ljóst frá upphafi að sýningin yrði ekkert barna- leikrit, RSC hafi í allri umfjöllun um uppsetninguna gefið það til kynna. Í bloggfærslunni segir að í verk- inu sé m.a. munkur skotinn í augað með ör, hermenn ógni börnum eftir að hafa hengt föður þeirra, ein per- sóna verði höfðinu léttari og tung- an skorin úr annarri. Þá sé kóng- urinn vondi með dónalega tilburði sem vísi til munnmaka og það hafi sett margt foreldrið út af laginu. Börnin sem sóttu sýninguna hafi hins vegar ekkert látið á sig fá, þau hafi þvert á móti verið alsæl enda sneiði verkið framhjá öllum Hróa hattar-klisjum og komist að kjarna sögunnar margtuggnu. Mörgum foreldrum hafi þótt nóg um og blaðamaður segist furða sig á því, börn hafi nú einu sinni gaman af smáillgirni og ofbeldi og bendir til dæmis á Grimmsævintýrin. Leikritið The Heart of Robin Hood er bannað börnum undir sjö ára aldri. Ljósmynd/Eggert Jónsson Kjarninn Gísli Örn Garðarsson er sagður komast að kjarna Hróa hattar. Blóðugur Hrói og börnin alsæl Próflokaball verður haldið á Gauki á Stöng í kvöld og leikur þar fyrir dansi hljómsveitin Land og synir. Hljómsveitin hefur verið iðin í gegnum tíðina við sveitaballaleik og er nú komin aftur á stjá eftir að hafa legið í dvala. Land og synir ætlar að rifja upp gamla takta og bjóða upp á sveitaball á mölinni, eins og segir í tilkynningu, í tilefni prófloka. Ballið byrjar kl. 23.30. Morgunblaðið/Jim Smart Sveitaballastuð Strákarnir í hljóm- sveitinni Land og synir árið 1999. Próflokaball með Landi og sonum að skrifa handritið sem væri komið vel á veg, en Baltasar og framleið- andinn, Agnes Johansen hjá Sögn, munu nú leita meðframleiðenda. Dagur segir myndina fjalla um mann á fimmtugsaldri sem eigi erf- itt með að segja skilið við bernsku sína. „Þetta er fyrst og fremst kar- akterstúdía á óvenjulegri mann- eskju,“ segir hann og að hann hafi skrifað handritið með ákveðinn leikara í huga en vilji ekki nefna hver það sé, að svo stöddu. Tökur á Fleygi munu líklega hefjast á næsta ári eða snemma árs 2013. Af Baltasar segir á Screen Daily Vefurinn Screen Daily birti í gær grein með viðtölum við leikstjórana Baltasar Kormák og Dag Kára Pét- ursson, en Baltasar og fyrirtæki hans, Sögn ehf., munu framleiða næstu kvikmynd Dags. Í greininni segir að næsta kvikmynd Dags, nefnd á ensku Rocket Man, verði hans fyrsta kvikmynd á íslensku, þ.e. með íslenskum leikurum, frá því hann gerði Nóa albinóa sem frumsýnd var árið 2003. Dagur Kári staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær og sagði að ís- lenskt vinnuheiti myndarinnar væri Fleygur. Hann væri þessa dagana að hann muni leikstýra kvikmynd- inni Everest fyrir fyrirtækið Work- ing Title og að undirbúningur hefj- ist brátt fyrir tökur á kvikmyndinni 2 Guns sem Mark Wahlberg mun fara með aðalhlutverk í. Þá verður kvikmyndin Djúpið frumsýnd snemma á næsta ári sem og Contra- band. Baltasar vinnur einnig að kvikmyndahandriti upp úr skáld- sögu Arnalds Indriðasonar, Graf- arþögn, og enn er unnið að fyr- irhugaðri víkingamynd hans, Viking. Baltasar er vissulega með mörg járn í eldinum. helgisnaer@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslenska Dagur Kári ætlar að hafa næstu kvikmynd sína á íslensku en hann hefur gert kvikmyndir á íslensku, dönsku og ensku. Fleygur vinnuheiti næstu kvikmyndar Dags Kára sem Baltasar framleiðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.