Morgunblaðið - 22.12.2011, Side 2
Leikskólagjöld
» Grunngjald fyrir eitt barn í 8
klukkustunda dvöl á leikskóla
með fullu fæði er 24.500 kr á
mánuði í Reykjavík.
» Í Mosfellsbæ er sama grunn-
gjald, fyrir 8 klukkustundir og
fullt fæði 31.642 kr á mánuði.
» Í Garðabæ er gjaldið 33.390
krónur og í Hafnarfirði er það
33.730 krónur á mánuði, en
26.815 kr. í Kópavogi.
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Við höfum áhyggjur af því að þetta
geti komið sér illa fyrir margar efna-
minni fjölskyldur,“ segir Rósa Stein-
grímsdóttir, formaður stjórnar
Barnanna okkar, samtaka foreldra-
félaga leikskóla, en leikskólagjöld og
skólamáltíðir hækka í öllum sveitar-
félögum á höfuðborgarsvæðinu um
áramótin og víða á landsbyggðinni.
Sveitarfélögin vísa flest í almennar
verðlagshækkanir sem ástæðu
gjaldskrárhækkana. Á síðustu 12
mánuðum hækkaði verðlag um 6%
en leikskólagjöld hækka víða meira.
Hlutfallslega er hækkun einna mest
hjá Reykjavíkurborg og á Akureyri,
eða um 12-13%. Í fjárhagsáætlun
Mosfellsbæjar er gert ráð fyrir 11-
12% hækkun á gjaldskrám leikskóla.
Hækkunum varpað á foreldra
Í Kópavogi hækka leikskólagjöld
um 6,9% um áramót og í Hafnarfirði
hækkaði gjaldskráin um 10% í októ-
ber síðastliðnum. Leikskólagjöld
hækka einnig í Fjarðabyggð, í
Reykjanesbæ, Fjallabyggð og víðar.
Þrátt fyrir hækkunina verða leik-
skólagjöld í Reykjavík áfram þau
lægstu á landinu, að því er segir í til-
kynningu frá borgarstjórn. Rósa
Steingrímsdóttir segist fagna því að
ekki sé gerð krafa um frekari nið-
urskurð í leikskólum í krónum talið,
en harmar engu að síður að kostnaði
vegna verðlagshækkana sé að hluta
til varpað á foreldra með hækkun
gjalda. „Leikskólum er skorinn mjög
þröngur stakkur eftir niðurskurð
síðustu ára og ég hefði viljað sjá
meiri leiðréttingu og aukin framlög
til leikskóla. Sérstaklega í ljósi þess
að búið var að lofa að fjármunir sem
áttu að sparast með hagræðingu
vegna sameiningar leikskóla ættu að
renna beint í leikskólana aftur.“
Þrengt að fjárhag foreldra
Gjöld fyrir vist og mat á leikskólum hækka víða Áfram lægst gjöld í Reykja-
vík þótt hækkunin sé mest þar Sveitarfélög vísa í verðlagsþróun sem skýringu
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
17 ára
Loftdæla 12V 30L
kr. 8.995
Hjólkoppar
12/13/14/15/16”
frá kr. 795
Topplyklasett
Ofurtilboð
kr.13.995
Mössunarvél,
hraðastýrð
kr.14.995
Öryggisbox digital
kr.6.995
Airbrush loftdæla
með þrýstijafnara
kr.19.999
Opið 22. des. kl. 9-22, 23. des. kl. 9-23 og 24. des. 10-13
Verkfæralagerinn
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Kostnaður við hvert greiðsluaðlögun-
armál hjá umboðsmanni skuldara er
320-350 þúsund krónur.
Pétur H. Blöndal alþingismaður
gerði kostnað við málasýslu embættis-
ins að umtalsefni í liðinni viku. „Þetta
eru um fjögur þúsund mál hjá þeim og
það er búið að setja í þetta tvö þúsund
milljónir með þessu framlagi 2012 og
því er þetta um hálf milljón á mál,“
sagði Pétur. Mál hjá umboðsmanni
skuldara væru almennt mjög dýr í
rekstri. Að sögn Péturs væri hægt að
spara peninga með því að einfalda um-
sóknarferlið og gera það stafrænt,
þannig að fólk gæfi einungis upp
kennitöluna sína í stað þess að hlaupa
út um allan bæ að ná í öll nauðsynleg
gögn sem eru til í kerfinu.
„Á að gera ráð fyrir því að við gerum
ekki neitt annað en vinna með greiðslu-
aðlögun og að það hafi ekki verið neinn
stofnkostnaður við að koma embættinu
á fót?“ segir Svanborg Sigmarsdóttir,
upplýsingafulltrúi Umboðsmanns
skuldara. Að sögn Svanborgar kostar
hvert greiðsluaðlögunarmál að meðal-
tali um 320-350 þúsund krónur, en þar
af fara um 200 þúsund krónur í lög-
fræðikostnað og afgangurinn í beinan
launakostnað innan embættisins.
„Fyrir utan þessa 3.800 aðila sem hafa
sótt um greiðsluaðlögun eru um 7.000
manns, a.m.k., sem hafa komið í ráð-
gjafarþjónustuna, margir af þeim fara í
greiðsluaðlögun en það þýðir þó að við
þurfum að manna ráðgjafarþjónustuna
til þess að taka við 7.000 manns,“ segir
Svanborg.
Hvert mál kostar að meðal-
tali 320-350 þúsund krónur
Mikill lögfræðikostnaður hjá umboðsmanni skuldara
Pétur
Blöndal
Svanborg
Sigmarsdóttir
Jólasmálán
geta orðið
80 þúsund
Fyrirtækið Hrað-
peningar ætlar að
bjóða fámennum
hópi viðskipta-
vina sinna upp á
80 þúsund króna
lán í desember,
samkvæmt upp-
lýsingum frá fyr-
irtækinu. Ekkert
hefur verið auglýst um þessa hækk-
un og engar upplýsingar er að finna
um þessi sérstöku kjör á heimasíðu
fyrirtækisins.
Kostnaður við lántökuna verður
sambærilegur því að taka tvö 40 þús-
und króna lán en það er hið venju-
bundna hámarkslán frá fyrirtækinu.
Lántökugjald af 40 þúsund króna
láni er 9.250 krónur sem greiddar
eru þegar lánið er borgað upp. Því
má áætla að lántakan hjá þeim sem
nýta sér 80 þúsund króna lánin verði
18.500 krónur. Þetta er nærri því að
vera 25 prósent af heildarvirði láns-
ins. Eitt annað fyrirtæki býður upp
á sambærileg skammtímalán en það
er Kredia en ekki hafa fengist upp-
lýsingar um það hvort það muni
bjóða sínum viðskiptavinum upp á
hærri lán yfir jólahátíðina. Lántöku-
kostnaður Kredia er sá sami og hjá
Hraðpeningum. vilhjalmur@mbl.is
Lántökugjaldið
nemur 18.500 kr.
„Við erum afskaplega þakklát þeim á Fáskrúðs-
firði því við vitum að allir sem eru komnir yfir
miðjan aldur kunna afskaplega vel að meta mar-
íneraða síld,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir,
formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, sem fékk í
gær sendar hátt í 400 fötur af síld frá Loðnu-
vinnslunni á Fáskrúðsfirði. Síðasta jólaúthlutun
Fjölskylduhjálparinnar fer fram í dag og gerir
Ásgerður Jóna ráð fyrir því að að henni lokinni
hafi á bilinu 2.300-2.400 manns fengið mat-
arúthlutun frá samtökunum þessi jólin.
Um 60 sjálfboðaliðar leggja Fjölskylduhjálp
lið um jólin en til viðbótar fengu samtökin nú
liðsstyrk 10 erlendra krakka frá sjálfboðaliða-
samtökunum SEEDS. Þá hafa margar góðar
gjafir borist á aðventunni, bæði frá fyrirtækjum
og einstaklingum sem koma með mat og jóla-
gjafir handa þeim sem standa höllum fæti. „Við
erum ógurlega þakklátar enda er það fólkið í
þjóðfélaginu sem gerir okkur kleift að hjálpa
þessum stóra hópi og þjóðin á þakkir skildar.“
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Á þriðja þúsund fengu jólaúthlutun
Fjölskylduhjálp Íslands barst maríneruð síld frá Fáskrúðsfirði
Miklir um-
hleypingar
urðu í veðrinu í
gær og í kjöl-
farið varð mjög
hált á vegum
um stærstan
hluta landsins.
Nokkrir bílar
enduðu utan
vega á Suðvesturlandi en ekki er
vitað til þess að fólk hafi orðið
fyrir alvarlegum meiðslum. Síð-
degis gerði hláku og var slökkvi-
liðið á höfuðborgarsvæðinu kallað
nokkrum sinnum út vegna vatns-
leka, þar sem stífluð niðurföll
urðu til þess að vatn tók að leka
inn í íbúðir.
Stormur gekk yfir Suður- og
Vesturland þegar líða tók á gær-
kvöldið og var víða slæm færð.
Veðurstofan spáði því að storm-
inn lægði með morgninum og víð-
ast hvar frysti að nýju í dag.
Umferðaróhöpp og
vatnsleki í hláku