Morgunblaðið - 22.12.2011, Side 4

Morgunblaðið - 22.12.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 „Við hittum til dæmis sjávarútvegs- ráðherrann sem kom mér fyrir sjónir sem þvermóðskufyllsta afturhald frá fimmta áratugnum, nokkurn veginn frá Stalínstímanum, sem ég hef nokk- urn tímann rekist á í lýðræðisríki,“ sagði Robert Atkins, þingmaður breska Íhaldsflokksins á þingi Evr- ópusambandsins, á fundi í utanríkis- málanefnd þess sem fram fór á sl. þriðjudag þar sem umsókn Íslands um inngöngu í sambandið var rædd en upptaka frá fundinum hefur verið birt á netinu. Atkins kom til Íslands í september síðastliðnum ásamt sendinefnd þing- manna af þingi Evrópusambandsins til þess að kynna sér aðstæður hér vegna umsóknar Íslands um inn- göngu í sambandið og ræddu þeir meðal annars við Jón Bjarnason, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tilefni ummæla Atkins var and- staða Jóns við inngöngu í Evrópu- sambandið. Sagði Atkins að komið hefði skýrt fram í máli Jóns að ekki yrði af inngöngu Íslands í sambandið á meðan hann drægi andann og lét breski þingmaðurinn þess getið í framhaldinu að nefndin hefði rætt við fleiri íslenska stjórnmálamenn sem hefðu verið af sömu manngerð og ráð- herrann. Þá lét Atkins þess ennfremur getið að íslenskir stjórnmálamenn virtust efins um inngöngu í Evrópusamband- ið og hefði hann því lagt til að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla hér á landi um hvort halda ætti umsókninni áfram. Kom Jóni til varnar Samlandi Atkins, William Dartmo- uth sem situr á þingi Evrópusam- bandsins fyrir Breska sjálfstæðis- flokkinn, kom Jóni hins vegar til varnar og sagði að það væri ómaklegt að saka hann um stalínisma fyrir þá einu sök að vera ekki sammála Atkins um að Íslendingar ættu að ganga í sambandið. hjorturjg@mbl.is Sakaður um stalínisma  Breskur þingmaður fór hörðum orðum um Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra vegna andstöðu hans við inngöngu í ESB Jón Bjarnason Robert Atkins Vetrarsólstöður voru í morgun klukkan 05.30 en þá nær skamm- degið hámarki sínu og víkur hægt og rólega fyrir lengri sólargangi. „Þetta getur leikið á fjórum dag- setningum frá 20. til 23. desember og er það vegna hlaupaára sem þetta hleypur á þessum fjórum dög- um,“ segir Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur. Þó að sólargang- urinn fari nú að lengjast gengur breytingin hægt fyrst um sinn. Að sögn Þorsteins lengist sól- argangurinn einungis um 9 sek- úndur að meðaltali fyrsta daginn og 27 sekúndur þann næsta og 44 sekúndur þriðja dag eftir vetr- arsólstöður í Reykjavík. Fyrir norðan gengur þetta örlítið hraðar fyrir sig því á Akureyri lengist sól- argangurinn fyrst um 12 sekúndur að meðaltali síðan um 37 og á þriðja degi um rúma mínútu. „Þó að þetta gangi hægt í upphafi er það fljótt að vinda upp á sig og sól- argangurinn lengist mest um rúm- ar 7 mínútur á dag í Reykjavík rétt fyrir jafndægur.“ Sólstöður eiga sér stað tvisvar sinnum á ári þegar sólin er lengst frá miðbaug himins annaðhvort til norðurs eða suðurs. „Sólstöður eiga sér líka stað á sumrin á tíma- bilinu 20. til 22. júní en þá hverfur sólin frá norðri til suðurs og sól- argangurinn styttist. Síðan er líka talað um jafndægur en þá er sólin beint yfir miðbaug himins og það eins og sólhvörfin á sér stað tvisvar á ári 19. til 21. mars og síðan 21. til 24. september. Við jafndægur er dagurinn og nóttin nærri því jafn löng alls staðar á jörðinni,“ segir Þorsteinn. vilhjalmur@mbl.is Sólargangurinn í dag er 9 sekúndum lengri í Reykjavík en hann var í gær og svo lengist dagurinn um hænufet á hverjum degi Stefnumót ljóss og myrkurs Morgunblaðið/Ómar Sólstöður á Tjörninni Vinkonurnar Antonía og Salka eru grunnskólanemar. Antonía hefur mikinn ljósmynda- áhuga og málar Sölku vinkonu sína fyrir myndatöku á ísi lagðri Reykjavíkurtjörn daginn fyrir vetrarsólstöður.  Langþráðar vetrarsólstöður í dag Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við höfum komist að því hvers vegna mótefni af flokki 3 hverfa svo fljótt úr líkamanum. Um leið hefur okkur tekist að finna upp aðferð til að viðhalda þessum flokki lengur í líkamanum og kann það að leiða til öflugri meðferða á sjúklingum,“ seg- ir Gestur Viðarsson, vísindamaður við Rannsóknastofnun hollenska blóðbankans í Amsterdam. Hann tók þátt í rannsókn sem gæti leitt til þró- unar á öflugri krabbameinslyfjum. Frá öllum heimshornum Þrettán vísindamenn komu að rannsókninni, þar með talið vísinda- konurnar Stefanía P. Bjarnarson og Ingileif Jónsdóttir, sem lögðu til gögn með rannsóknum á Íslandi. Eru niðurstöðurnar birtar í ritinu Nature Communications, systurriti hins virta vísindarists Nature. Í sem stystu máli býður mótefna- flokkurinn sem Gestur og félagar rannsökuðu, flokkurinn IgG3 (þ.e. flokkur 3) upp á öflugri meðferð gegn til dæmis krabbameinsfrumum en flokkurinn IgGg1 (hér eftir flokk- ur 1) sem notaður hefur verið í mót- efnalyf af hagkvæmnisástæðum. „Við sýndum fram á aðferð til að framlengja virkni mótefna af flokki 3 í mönnum. Við sýndum líka fram á að aðferðin virkar betur í dýrum. Sem sagt, við höfum lagt grunn að því að lyfjafyrirtæki sem þróa mótefni geta farið að hugsa um að nota mótefni úr flokki 3 og þannig þróað lyf sem virka betur en lyf í flokki 1.“ Nú hægt að þróa öflugri lyf Gestur segir vísindamenn fyrst og fremst hafa þróað lyf úr flokki 1. „Sem kunnugt er myndar líkam- inn mótefni gegn bakteríum og veirum. Svo þekkjum við mótefni úr bólusetningum. Á síðustu áratugum hafa vísindamenn notfært sér þekk- ingu á mótefnum til að framleiða ný lyf gegn krabbameini. Þá eru búin til mótefni sem eru mjög sérhæfð, þekkja krabbameinsfrumur og geta eytt þeim. Þetta er til dæmis vel þekkt úr ýmsum B-frumu-krabba- meinum. Öll þessi mótefni sem hafa verið búin til og eru í þróun eru úr flokki 1. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar eru mótefni af þessari tegund mjög virk í líkamanum. Þau virkja ónæmiskerfið mjög vel sem veldur því að krabbameinsfruman drepst. Hin ástæðan er sú að mótefni úr flokki 1 haldast lengur í líkamanum en efni úr flokki 3. Ákveðinn viðtaki í líkamanum tekur mótefni úr flokki 1 og endurvinnur hann. Helmingunar- tími flestra mótefna í líkamanum, er u.þ.b. vika en út af þessari endur- vinnslu er hann þrjár vikur fyrir flokk 1, en ekki fyrir flokk 3. Þess vegna hefur þessi endurvinnsla verið nýtt við gerð lyfja.“ Virkja ónæmiskerfið betur Gestur tekur dæmi af hugsanleg- um ávinningi þess að nota mótefni af flokki 3 við gerð nýrra lyfja. „Mótefni af flokki 3 virkja ónæmiskerfið betur en mótefni úr flokki 1 og kunna því að vera heppi- legri til að drepa t.d. krabbameins- frumur. Helmingunartími mótefna úr flokki 3 er venjulega aðeins ein vika. Þau hverfa því fljótt. Sökum þess hversu dýr svona lyf eru hefur engum dottið í hug að byrja að búa til ný mótefnalyf úr flokki 3. Nú hefur þeirri hindrun verið rutt úr vegi.“ Gæti opnað dyrnar að öflugri meðferð gegn krabbameini  Íslenskur vísindamaður kemur að brautryðjendarannsóknum á mótefnum Ljósmynd/Michelle Pleiter Í vísindum Gestur starfar við rann- sóknir við hollenska blóðbankann. Starfsmenn Hafró luku mæl- ingum á loðnu- stofnunum 10. desember en ekki tókst að mæla magn ung- loðnu, að sögn Jóhanns Sig- urjónssonar, for- stjóra stofnunarinnar. Það tókst ekki að þessu sinni m.a. vegna þess að ís við norðvesturhluta landsins tálmaði för. Jóhann segir að reynt verði aftur eftir áramótin eftir því sem færi gefist þótt menn séu ekki allt of bjartsýnir á árangurinn, slíkar mælingar verði alltaf erfiðari eftir því sem lengra líði á veturinn. Hins vegar hafi tekist að mæla nokkuð af fullorðinni loðnu, rúmlega það sem þurfi til að eiga fyrir opn- unarheimild í vor. Miðað er við að hrygningarstofn sé minnst 400 þús- und tonn en það sem er fram yfir má síðan veiða á vertíðinni haustið 2012. kjon@mbl.is Nóg mæld- ist af fullorð- inni loðnu  Ástand ungloðnu kannað eftir áramót

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.