Morgunblaðið - 22.12.2011, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011
Meira í leiðinniWWW.N1.IS
JÓLAGJÖF
VEIÐIMANNSINS
Veiðikortið fæst á N1
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur, hafnar því að leynd hafi
hvílt yfir söluferli Perlunnar og að
hafa gengið framhjá stjórn með gerð
viljayfirlýsingar við hæstbjóðendur.
Honum hafi verið falið að vinna áfram
að málinu á stjórnarfundi 21. október
sl., þegar búið var að kynna helstu
niðurstöður í tilboðunum. „Og ég hef
verið að gera það eftir bestu vitund.“
Hluti af því sé að fylgja þeirri venju
að ræða við hæstbjóðendur og um-
rædd viljayfirlýsing sé innan þess
sem ramma sem hann starfi eftir.
Viljayfirlýsingin, sem sé engan
veginn skuldbindandi fyrir OR, snúist
um að bjóðendum sé veittur ákveðinn
frestur til að kanna hvort hægt sé að
fella niður fyrirvarana og kaupa á
uppgefnu verði í lok frestsins 31.
mars nk. en ekki sé rætt við aðra á
meðan. „Í henni leggjum einnig
áherslu á að Perlan verið áfram opin
almenningi endurgjaldslaust.“
Aðspurður hafnar Bjarni því jafn-
framt að með því að skoða tilboð sem
feli í sér jafnmiklar breytingar á lóð-
inni sé salan gerð á breyttum forsend-
um. „Við bjóðum Perluna til sölu og
henni fylgir lóð og það eru ákveðin not
heimil af henni skv. gildandi skipulagi.
Öllum var frjálst að bjóða í eignina
eftir sínu höfði.“
Allir vilja víðtækari not lóðar
Fimm önnur tilboð bárust og segir
Bjarni að þeir bjóðendur hafi einnig
sett ýmsa fyrirvara, um þá hluti sem
þurfi að ganga eftir svo þeir geti stað-
ið við tilboðið. „Það er ljóst að flestir,
ef ekki allir bjóðendur hugsa sér ein-
hver víðtækari not af Perlunni heldur
en eru í dag, enda stendur reksturinn
ekki undir sér, með einungis leigu-
tekjum af veitingahúsi sem rekið er á
einni hæð.“
Í takt við stefnu Reykjavíkur
Fjárfestarnir sem standa að 1,7
milljarða kauptilboði í Perluna eru
ásamt Garðari K. Vilhjálmssyni lög-
manni, Guðmundur Ingi Jónsson,
Þorlákur Traustason og Þorvaldur
Gissurarson.
Tilboð þeirra felur í sér umfangs-
miklar breytingar sem kalla á að
Reykjavíkurborg endurskoði skipulag
í Öskjuhlíðinni. Garðar segir að þar
sem söluferlið var opið hafi þeim verið
frjálst að setja fram hugmyndir um
víðtækari not lóðarinnar, meðal ann-
ars með hótelbyggingu. Það sé svo
þeirra að eiga við skipulagsyfirvöld.
„Hugmyndir okkar eru hins vegar í
takt við þá ferðamálastefnu sem
Reykjavíkurborg hefur gefið út og við
kynntum okkur hana vel við undirbún-
ing tilboðsins. Síðan er að sjá hve þeim
er mikil alvara með þessa stefnu.“
Þemað „endurnýjanleg orka“
Fyrirhuguð uppbygging þýðir
breytta ásýnd Perlunnar en Garðar
segir að vegna þess hve stutt verk-
efnið sé komið hafi ekki þótt tímabært
að tala við Ingimund Sveinsson arki-
tekt hennar. Að sjálfsögðu verði haft
fullt samráð við hann ef verkefnið
gangi eftir.
Í tilboði Garðars og félaga er gert
ráð fyrir að byggt verði hótel með
þemað „endurnýjanleg orka“. Það
yrði byggt upp í þremur áföngum og í
þeim fyrsta yrðu ríflega 200 herbergi.
Einnig yrði byggð upp 500 manna
baðaðstaða í kringum Perluna og seg-
ir Garðar að lögð verði áhersla á að
samþætta veitingastaðinn, hótelið og
baðstaðinn.
Aðspurður segir hann að ef allt
gangi eftir taki fyrsti áfanginn 2-3 ár
en þarna skapist um 100-150 störf.
Áætluð fjárfesting nemur um 7-10
milljörðum.
– Hvað um fjármögnun og arðsemi
verkefnisins? „Gróft áætlað gerum
við ráð fyrir að starfsemin fari að skila
viðunandi arðsemi eftir 3-4 ár, segir
Garðar. „Við höfum rætt við aðila um
fjármögnun og það eru næg tækifæri
þar.“
Segir söluferlið eðlilegt
Forstjóri OR hafnar að hafa farið framhjá stjórn með undirritun viljayfirlýs-
ingar Hæstbjóðendur segja tilboð í samræmi við ferðamálastefnu Reykjavíkur
Perlan – söluferli
» Perlan á Öskjuhlíð er eitt
þekktasta kennileiti í Reykjavík
» Samkvæmt upplýsingum frá
OR sækja árlega um 600.000
gestir hana heim, margir
þeirra erlendir ferðamenn.
» Stjórn OR samþykkti í jan-
úar að selja Perluna. Borgarráð
Reykjavíkur samþykkti í júní
fyrirhugaða sölu.
» Perlan var sett í almenna
sölu og höfðu sex tilboð borist
er tilboðsfrestur rann út 17.
október.
» Hæsta tilboð var 1.688,8
milljarðar.
Perlan Í hæsta tilboði er gert ráð fyrir
samþættingu veitingahúss, baðstaðar
og hótels. Gert er ráð fyrir um 200
herbergja hóteli í fyrsta áfanga.
Kjartan Magn-
ússon, borgar-
fulltrúi Sjálf-
stæðisflokks,
lagði fram tvær
tillögur á stjórn-
arfundi OR í
gærkvöld. Hann
vildi að upplýst
yrði opinberlega
hverjir hefðu
gert tilboð í
Perluna, og fjárhæðirnar.
Einnig vildi að upplýst yrði nán-
ar um fyrirvara í tilboðunum. Til-
lögunni var frestað til næsta fund-
ar.
Kjartan lagði auk þess til að
forstjóri OR fengi ráðgjöf hjá
borgarlögmanni, skipulags- og
byggingasviði og fleiri aðilum áð-
ur en frekari ákvarðanir yrðu
teknar um söluna. Tillagan var
felld.
Kjartan segir óraunhæft að ætla
að skipulagsyfirvöld muni á svo
skömmum tíma, fram í lok mars,
ná að afgreiða málið. „Það er í
rauninni verið að teyma mennina
á asnaeyrunum,“ segir hann. Auk
þess muni aðrir áhugasamir aðilar
varla sætta sig við málsmeðferð-
ina. kjon@mbl.is
Kjartan
Magnússon
Aflétti leynd
og afli frekari
ráðgjafar
Gylfi Magnússon
er einn fulltrúa
meirihlutans í
stjórn OR og
hann segist ekki
skilja það sem
hann kallar
ástæðulaust
„upphlaup“
vegna málsins.
Ekki sé búið að
taka neina
ákvörðun um sölu. Eðlilegt sé að
rætt sé við þann aðila sem hafi
átt hæsta tilboðið.
Hann segir skipulagsmál alls
ekki vera neitt á borði Orkuveit-
unnar og því ástæðulaust að hafa
áhyggjur af þeim, skipulags-
yfirvöld muni ræða við tilboðs-
gjafann um þau. En er ekki
óraunhæft að þeim muni takast
að afgreiða málið á svo skömm-
um tíma?
„Ég hef enga skoðun á því, það
er alfarið mál tilboðsgjafans,“
sagði Gylfi. „Hann valdi þessa
dagsetningu [31.mars]. Þetta
snýst bara um það hvort hann
falli frá fyrirvörum, hann hefur
frest til þess fram að þeim tíma.“
kjon@mbl.is
Engin ákvörð-
un verið tekin
Gylfi
Magnússon
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Jú, það er komin sátt í málið, hann
hringdi í mig hann Trausti Bjarna-
son og kannaðist ekkert við að hafa
heyrt þetta lag, þannig að ég gat
minnt hann á að hann var að vinna
fyrir mig í jarðvegsframkvæmdum í
Skerjafirði einu sinni og hann spilaði
stundum á píanóið okkar og ég gaf
honum disk og þar var þetta lag, þar
hefur hann heyrt lagið,“ segir Gísli
Helgason blokkflautuskáld. „Við
sættumst á það að höfundarrétt-
urinn er alfarið minn og hann við-
urkennir mistök sín og hann mun sjá
til þess að lagið verði endurskráð hjá
STEFi.“ Morgunblaðið sagði frá því
í gær að Gísli hefði kært lagið „Bráð-
um koma jólin“ til
STEF sökum lík-
inda þess við lag
hans „Ástarljóð á
sumri“.
„Trausti mað-
ur að meiri“
Að sögn Gísla
hefur málið vald-
ið honum miklu
erfiði og hugarangri. „En mér finnst
Trausti maður að meiri að við-
urkenna þessi mistök,“ segir Gísli.
Afsökunarbeiðni Trausta
Í tilkynningu frá Trausta Bjarna-
syni segir eftirfarandi:
„Eftir að hafa heyrt lagið hans, er
alveg á hreinu að versið í laginu
mínu er í öllum megindráttum ná-
kvæmlega eins og lagið hans Gísla.
Þetta þykir mér náttúrlega mjög
leitt, og vil taka það fram að ekki
hafði ég minnsta grun fram að þessu
að þetta lag líktist öðru lagi á neinn
hátt. Þarna hefur það gerst sem ég
geri ráð fyrir að flestir höfundar ótt-
ast, að melódía sem maður er að
vinna með og maður telur sig vera
að vinna upp frá grunni, hefur verið
samin áður.
Ég bið Gísla Helgason hér op-
inberlega afsökunar á þessu, og af-
sala mér öllum höfundarrétti á lag-
inu, og hef tilkynnt STEFi það. Ég
hef nú talað við Gísla og við vorum
sammála um að skráningu lagsins
yrði breytt, þannig að hann einn sé
skráður höfundur lagsins.“
Sátt um höfundarrétt
Trausti Bjarnason biðst opinberlega afsökunar
Skráningu lagsins hjá STEFi verður breytt
Gísli Helgason