Morgunblaðið - 22.12.2011, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011
Kimmidoll
á Íslandi
Ármúla 38 | Sími 588 5011
Momoka
„Gorgeous“
með swarovski
kristöllum
Gleðilega hátíð
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Í ljóðabók sinni, „Í klóm dalalæð-
unnar“, býður rithöfundurinn Sindri
Freysson lesendum í ferðalag á
heimaslóðir föðurgarðs síns norður í
Aðaldal. Hlaut Sindri Bókmennta-
verðlaun Tómasar Guðmundssonar
2011 fyrir bókina.
Órofa hluti af lífinu
„Þarna er ég að skrifa um minn
föðurgarð og jörðina sem hann
sprettur úr, Haga í Aðaldal. Þetta er
bók bæði fyrir hjartað og sálina. Ég
held að væntumþykjan sem ég finn
til svæðisins og fólksins skíni í gegn
og fólk greini alveg að þetta er ást-
aróður til þessa umhverfis og þess-
arar fjölskyldu,“ segir Sindri. Ljóðin
eru byggð á minningum Sindra um
Aðaldalinn og um leið upplifun hans
í nútímanum þar sem jörðin er órofa
hluti af lífi hans í dag. En þangað fer
hann bæði til að skrifa í góðu næði
svo og að njóta einstakrar náttúru
og vel þeginnar kyrrðar. „Ég er að
vona að bókin særi fram þá ljúfu –
kannski angurværu stemningu –
sem maður finnur þarna. Vellíðun
og væntumþykju bæði í garð þess-
arar sögu og náttúrunnar,“ segir
Sindri sem heimsótti Haga á hverju
sumri með foreldrum sínum og syst-
ur. Var mikil upplifun fyrir borg-
ardreng úr Breiðholti að koma þar
inn í annan veruleika með miklu
frelsi og rými, útsýni og náttúru.
Vörður upp úr dalalæðunni
Sindi segir ljóðaformið hafa
hentað efninu vel þar sem að ævi-
sögur séu í eðli sínu skáldaðar, enda
man fólk í brotum og glefsum og býr
til tengingarnar og samhengi í því
skyni að ná fram heildstæðri sögu.
„Ég er þess meðvitandi að minn-
ingar líkjast frekar einhvers konar
vörðum sem standa upp úr dalalæð-
unni. Því hafði ég hverfandi áhuga á
að búa til bók með fölsku samhengi
og vildi frekar virða þessa ann-
marka minnisins og finna form sem
hentar því. Ég held að ljóð og örsög-
ur séu mjög vel til þess fallin að end-
urspegla þetta hverfula, brigðula og
brotakennda eðli minnisins. Með því
að nota ljóðformið til að skrifa um
minningar og stað og hugarástand
fær lesandinn – og höfundurinn
sjálfur líka – tóm og tækifæri til
þess að skapa í eyðurnar,“ segir
Sindri.
Byggingarefnið komið í hús
Elstu ljóðin eru frá um áratug
aftur í tímann. Sindri líkir skrif-
unum við að eignast nagla, poka af
sementi og nokkrar spýtur og átta
sig allt í einu á því að fyrsta bygg-
ingarefnið sé komið í hús áður en
teikningin af húsinu liggur fyrir.
„Þegar ég gerði mér grein fyrir
því að ég væri kominn með upphaf
að einhverju þá fór ég að vinna efnið
meðvitað og meira þematískt. Þarna
eru alls konar sögur bæði sem pabbi
sagði mér frá því hann er lítill og frá
Ástaróður til dalsins
Í klóm dalalæðunnar er
persónulegasta bók
Sindra Freyssonar til
þessa. Þar yrkir hann um
föðurgarð sinn og jörðina
sem hann sprettur úr,
Haga í Aðaldal.
Ljósmynd/Úr safni Sindra
Höfundur Sindri hefur tekið töluvert af myndum í Aðaldalnum.
Á netinu er hægt að fá alls konar
hugmyndir með því að vafra þar um
að skoða hinar ólíkustu síður. Svo er
einnig um jólin og allt sem þeim við-
kemur. Ein af þessum ótalmörgu síð-
um heitir Better Homes and Garden
og þar er sérstakur flokkur fyrir jólin.
Þarna má fá gnægð hugmynda að
jólaskreytingum, jólainnpökkun, jóla-
eftirréttum hvaðanæva úr heiminum,
uppskriftir ekki aðeins matar heldur
líka að jólakonfekti, heimatilbúnar
jólagjafir, jólakransa, hvernig á að
búa til alls konar jólaskraut, meira að
segja sérstaklega auðvelt skraut fyrir
börn að búa til.
Vefsíðan www.bhg.com
Alls konar jóla, jóla, jóla, jóla
Jú, jú, dagurinn eftir jól, 27. desem-
ber, getur verið dálítið niðurdrepandi.
Enda blessuð jólin yfirstaðin og heilt
ár í að þau komi aftur þótt þeim ljúki
auðvitað ekki formlega fyrr en á
þrettándannum. Sértu farinn að ör-
vænta af afþreyingarleysi er þó engu
að kvíða því nú er komið að 13. tón-
leikunum í tónleikaröðinni Kaffi, kök-
ur og rokk & ról í Edrúhöllinni.
Hinn 27. desember næstkomandi
munu þeir Mugison og Jónas Sig.
stíga þar á pall og rokka þakið af
höllinni. Miðaverð er sem áður
500 krónur og kökur og kaffi í hléi.
Endilega …
… hressið ykkur við eftir jólin
Morgunblaðið/Golli
Stuð Jónas Sig hressir mannskapinn.
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Barnabókaútgáfan Unga ástin mín
hefur verið áber-
andi í barna-
bókaútgáfu á síð-
ustu árum og
stöðugt sótt í sig
veðrið. Fyrir-
tækið er hug-
arfóstur ungrar
konu sem býr í
Lundúnum og
þótt það hafi að-
eins starfað í
fimm ár hefur
það gefið út á níunda tug bóka.
Sara Hlín Hálfdanardóttir er
framkvæmdastjóri og upphafs-
maður Ungu ástarinnar minnar,
stofnaði fyrirtækið 2006 með eig-
inmanni sínum, Davíð Guðjónssyni,
sem starfar hjá Handpoint í Lund-
únum. Hún segist þá hafa verið ytra
með son sinn á öðru ári og hafi pant-
að bækur til að lesa fyrir hann hjá
Amazon í Bretlandi. „Þá rakst ég á
harðspjaldabækur sem ég varð
mjög hrifin af og í framhaldi af því
Barna-
bóka-
fjöld
Sara Hlín
Hálfdanardóttir
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.