Morgunblaðið - 22.12.2011, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011
VERSLANIR Í MIÐBORGINNI
VERÐA OPNAR TIL 22 Í KVÖLD
MEIRA Á MIÐBORGIN.IS
og Á FACEBOOK.COM/MIDBORGIN
MUNIÐ JÓLALEIK
MIÐBORGARINNAR
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Tveir vörubílstjórar sem keyra mikið
um Öxnadalsheiði, Öxnadal og að Ak-
ureyri kvarta undan miklum mun á
snjómokstri og hálkuvörnum eftir því
hvort ekið er austan eða vestan við
Akureyri. Vegagerðin segir að vegar-
kaflarnir séu í sama þjónustuflokki og
að verktakar beggja vegna Akureyrar
uppfylli allar kröfur.
„Hálkuvörnum frá Akureyri, upp
Bakkaselsbrekku og vestur yfir Öxna-
dalsheiði er mjög ábótavant,“ segir
Hinrik Máni Jóhannesson, bílstjóri
frá Svalbarðseyri. Í liðinni viku hafi
hringvegurinn frá Akureyri austur að
vegamótum Hringvegarins og Norð-
austurvegar (sem liggur m.a. að
Húsavík) verið nánast auður. Á sama
tíma hafi verið 5 sentimetra þykkur
klakabunki á veginum um Öxnadal og
upp á Öxnadalsheiði. Þá sé nánast
aldrei settur sandur í tvær minni
brekkur í Öxnadal, þ.e. við Engimýri
og Bægisá.
Hinrik Máni stundar svokallaðan
mótiakstur, þ.e. hann ekur flutninga-
bíl sínum frá Akureyri til móts við bíl
að sunnan og svo er skipt á miðri leið.
Hann leggur yfirleitt af stað frá Ak-
ureyri um átta á kvöldin og ekur til
baka um og eftir miðnætti. Hinrik
Máni kveðst margoft hafa kvartað við
Vegagerðina undan snjómokstri og
hálkuvörnum á þessari leið en með
litlum eða engum árangri. Þegar hann
hringi á kvöldin sé honum bent á að
þjónustu ljúki klukkan 22 og ef færðin
sé slæm verði hann bara að setja keðj-
ur á bílinn. „Ég hef strandað tvisvar í
vetur, það sem af er, í miðri Bakka-
selsbrekku og þurft að járna [setja á
keðjur],“ segir hann
Þá komi það fyrir að ef það snjói eft-
ir að Bakkaselsbrekkan hefur verið
sandborin sé hún rudd en ekki sand-
borin á nýjan leik, a.m.k. ekki nægi-
lega vel.
Nóg til af sandi á Íslandi
Gunnlaugur Sveinbjörnsson, bíl-
stjóri á Húsavík, tekur í sama streng
og Hinrik Máni, þ.e. að mun betur sé
staðið að verki austan við Akureyri en
vestan við. „Það er stórmunur á því,
eins og svart og hvítt.“ Gunnlaugur
hefur ekið á milli Húsavíkur og
Reykjavíkur frá 1986, alls um 1.850
ferðir (ein ferð er fram og til baka) og
kílómetrarnir rúmlega tvær milljónir.
„Þegar ég byrjaði þá vorum við að
glíma við snjó. Það voru skaflar upp á
rúðu og ófært dögum saman,“ segir
hann. „Núna er þetta ekki þannig. Nú
erum við bara að glíma við ísingu og
hálku.“ Vegagerðin verði að taka sig á,
bæði vegna flutningabíla og fólkbíla.
Gunnlaugur bendir á að útgerð
flutningabíla skili miklum tekjum í
ríkissjóð. Hann þurfi að kaupa olíu
fyrir 70-80.000 krónur á dag. Ríkið
ætti að geta veitt þjónustu á móti. „Og
það er til nóg af sandi á Íslandi,“ segir
hann.
Járnað í miðri brekkunni
Vörubílstjórar segja mikinn mun á mokstri og hálkuvörnum eftir því hvort ekið
er austan Akureyrar eða vestan Strandaði tvisvar í miðri Bakkaselsbrekku
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akstur „Hálkuvörnum frá Akureyri, upp Bakkaselsbrekku og vestur yfir Öxnadalsheiði er mjög ábótavant,“ segir Hinrik Máni Jóhannesson bílstjóri.
Mokstur og hálkuvörn
Öxnadalsheiði
Akureyri
Víkurskarð
Va
ðl
ah
ei
ði
Ljósavatn
(Grenivík)
(Dalvík)
(Húsavík/Mývatn)
Eyjafjörður
Grunnkort: Loftmyndir ehf.
Mokuð leið og hálkuvarin
í hálku og flughálku
Mokuð leið og hálkuvarin
í flughálku
Bakkaselsbrekka
Vinnureglur Vegagerðarinnar
Pálmi Þorsteinsson, þjón-
ustustjóri Vegagerðarinnar á
Akureyri, segir að vegirnir aust-
ur og vestur frá Akureyri eigi að
vera ruddir og hálkuvarðir með
sama hætti. Vegagerðin fylgist
með verktökunum sem sjá um
þessa vegarkafla og báðir
standi þeir sig með ágætum.
„Hann hefur reyndar fengið á
sig það orð að vera mjög dug-
legur, mokarinn yfir Vík-
urskarðið,“ segir Pálmi. „En ég
veit ekki hvað er hægt að segja
um það, hann á ekkert að vera
að gera meira en reglurnar
segja.“ Verktakinn sem sjái um
mokstur austur á Öxnadals-
heiði fari eftir öllum reglum. Þá
bendir Pálmi á að Víkurskarðið
sé skammt frá byggð og auð-
velt að renna þangað upp eftir
en um 50 km séu frá Akureyri
að Öxnadalsheiði.
Til hálkuvarna er notaður
saltblandaður sandur sem
Vegagerðin leggur til. Vega-
gerðin fylgist með því hversu
mikið er sandborið. Ef verktaki
tekur út óeðlilega mikið af
sandi eru gerðar athugasemdir
við það.
Standa sig
báðir vel
VERKTAKAR Í MOKSTRI
Eimskip-Flytjandi gerir verulegar
athugasemdir við hálkuvarnir á leið-
inni milli Reykjavíkur og Austur-
lands (um Suðurland). „Við erum
búnir að vera að ítreka það að hann
er að verða ófær þessi vegur og hann
er búinn að vera nánast ófær í þrjár
vikur og við höfum verið að senda,
bæði öryggisdeildin okkar og ég
sjálfur, ítrekaðar beiðnir á Vega-
gerðina um að reyna að bregðast við
þessu,“ segir Már Þorvarðarson,
starfsmaður bílarekstrardeildar
Eimskips-Flytjanda. Fátt hafi verið
um svör hjá Vegagerðinni.
Már segir að Vegagerðin hafi salt-
að hringveginn á milli Reykjavíkur
og Austurlands en það sé einfaldlega
ekki nóg. „Það sem þarf að gera
þarna, þegar að vegurinn er orðinn
svona ofboðslegur jökull, er að það
þarf að fara þarna með veghefil eða
vörubíl með virkilega góðri und-
irtönn sem nær að rífa upp klakann,“
segir Már og bætir við að um leið og
búið sé að rífa upp svona klaka með
undirtönn sé hann mun fljótari að
hverfa en ella. „Þetta er bara alveg
skelfilegt ástand þarna,“ segir Már
og bætir við að farinn sé að myndast
margra sentimetra þykkur klaki of-
an á veginum og því hafi bílar á veg-
um fyrirtækisins þurft að keyra á
bilinu 350-400 kílómetra af Reykja-
vík-Austurland leiðinni á keðjum.
Hættulegt og veldur töfum
Að sögn Más er ekki spurning
hvort það verði stórslys á þessum
vegi heldur einungis hvenær það
verði. Már bendir jafnframt á að
ástandið á veginum valdi miklum
töfum. „Bílarnir eru um 5-6 tímum
lengur í ferðum en þær ættu að vera
að öllu jöfnu, þetta er 10-11 tíma ferð
þegar allt er í góðu lagi en þeir eru
upp í 15, 16, 17 tíma eins og ástandið
er núna, segir Már aðspurður hversu
miklar tafir sé um að ræða. Að sögn
Más er kostnaður við tafirnar mikill
en einnig sé dýrt að kaupa keðjur
undir bílana.
skulih@mbl.is
Skelfilegt
á leiðinni
austur
Allt að sex tíma
tafir hjá bílstjórum
Morgunblaðið/Kristján
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Björn Ólafsson, forstöðumaður hjá
Vegagerðinni, segist hafa fulla
samúð með vöru-
bílstjórum sem
kvarti undan
færðinni. En síð-
ustu árin hafi
fjármagn til snjó-
moksturs og hál-
kuvarna minnk-
að allt að 40%. Í
reynd sé útilokað
að tryggja góða
færð á öllum veg-
um. Menn verði að forgangsraða og
ljóst að mest sé reynt að sinna ann-
ars vegar hættulegustu veg-
arköflum og hins vegar þeim þar
sem umferð sé mest.
Veturinn sé búinn að vera erfiður,
ekki endilega vegna snjómagns
heldur hálkunnar sem myndast í
umhleypingunum. „Landið er bara
eitt gler,“ segir Björn. „Við erum
með fastar reglur, hálkuverjum
ákveðna staði, þetta eru mismun-
andi þjónustuflokkar eftir umferð.
Því minni sem umferðin er þeim
mun meira er dregið úr umfanginu
eins og eðlilegt er. Á heimasíðunni
okkar eru sýndar allar þessar regl-
ur, hvar er hálkuvarið og hvar mok-
að, hvenær menn byrja og enda,
hvernig mönnum er ætlað að vinna
eftir þessum reglum.“
Sjálfstæðir verktakar sinna þess-
um verkefnum en undir sameig-
inlegri stjórn á þrem svæðum, að
sögn Björns. Á Ísafirði er ein vakt-
stöðin sem samræmir starfið fyrir
norðvesturhluta landsins, önnur á
Reyðarfirði sem sér um norðaust-
ursvæðið og sú þriðja, í Hafn-
arfirði, annast Suðvesturland. Not-
aðir eru bílar sem búnir eru tönn að
framan en einnig undirtönn. Hún er
notuð til að rífa upp klaka en einnig
er dreift yfir hann saltblöndnum
sandi.
Samræmdar reglur notaðar
Forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að framlög til
moksturs og hálkuvarna hafi verið skorin harkalega niður
Morgunblaðið/Júlíus
Snjómokstur Framlög skorin niður.
Björn Ólafsson