Morgunblaðið - 22.12.2011, Síða 21

Morgunblaðið - 22.12.2011, Síða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 Skrifstofur ríkisskattstjóra verða lokaðar eftir hádegi föstudaginn 23. desember (Þorláksmessu) Venjulegur opnunartími er milli jóla og nýárs Skrifað var undir samning um kaup Skógræktarfélags Íslands, Banda- lags íslenskra skáta og Skáta- sambands Reykjavíkur á jörðinni Úlfljótsvatni austast í Grafningi í gær. Jörðina keypti Reykjavík- urbær árið 1929 en hún fluttist yfir til Orkuveitu Reykjavíkur við stofn- un hennar enda einnig jarðhiti þar. Skátar hafa haft meirihluta jarð- arinnar á leigu og rekið þar skáta- miðstöð í um 70 ár en að auki hefur þar verið stunduð skógrækt. Kaupverð er 200 milljónir króna en undanskilin sölunni eru jarðhit- inn, tæplega 60 hektara spilda nyrst á jörðinni og réttindi sem tengd eru orlofshúsum. Kaupendur munu taka við rekstri og umsjón Bernsku- og Skólaskóga sem rækt- aðir hafa verið um árabil í sam- starfi OR og skógræktarfélaga. Með tilkomu eignarhalds á Úlfljóts- vatni er stefnt að aukinni skógrækt og fjölbreyttum möguleikum til úti- vistar fyrir almenning, að því er segir í tilkynningu frá OR. Úlfljótsvatn fyrir skáta og skóg  Kaupverðið 200 milljónir króna Landsmót Skátamiðstöð hefur ver- ið rekin á Úlfljótsvatni í um 70 ár. Meðalútsvarshlutfall sveitarfélaga verður 14,44% á nýju ári, 0,03 pró- sentustigum hærra en á síðasta ári, sem stafar fyrst og fremst af hækk- un útsvars í Reykjavík. Reykjavík var með 14,4% útsvar í fyrra, en hækkaði það í 14,48% þann 1. júlí sl. Eitt sveitarfélag, Grímsnes- og Grafningshreppur, hækkar útsvars- prósentu á næsta ári, en Hvalfjarð- arsveit lækkar hins vegar útsvar. Nú leggja 67 af 75 sveitarfélögum á hámarksútsvar, sem er 14,48%. Hvalfjarðarsveit lækkar útsvar úr 14,23% í 13,64%. Grímsnes- og Grafningshreppur hækkar hins veg- ar útsvar úr 13,94% í 14,48%, að því er fram kemur í samantekt fjármála- ráðuneytisins. Ásahreppur og Skorradalshrepp- ur leggja á lægsta útsvarið, 12,44%. Í Fljótsdalshreppi er útsvarið 13,20%, Í Hvalfjarðarsveit er það 13,64%, í Garðabæ er útsvarið 13,66% og í Kjósarhreppi 13,73%. Í Tjörnes- hreppi er útsvarið 14,05%. Meðalútsvarið er 14,44%  67 af 75 sveitarfélögum með hámarks- útsvar  12,44% í tveimur hreppum Heilbrigð- isstofnun Suður- lands (HSu) hef- ur hætt við að loka heilsugæslu- stöðinni á Hellu. Ástæðan er sú að velferðarráðu- neytið hefur gert breytingar á fjár- veitingu til stofn- unarinnar, um- fram það sem kemur fram í nýsamþykktum fjárlögum. Samkvæmt fjárlögunum þurfti Heilbrigðisstofnun Suðurlands að minnka útgjöld um 5,5% á næsta ári eða um 120 milljónir. Í tilkynningu frá HSu kemur fram að fjárveitingar hafi verið leiðréttar og því þurfi ekki að loka stöðinni. Samt sem áður þurfi að draga veru- lega úr útgjöldum og því þurfi að endurskipuleggja starfsemina. Heilsugæsl- unni á Hellu ekki lokað Heilbrigðisstofnun Suðurlands Staðgreiðsluhlutfall tekjuskatts og útsvars á næsta ári verður í þremur þrepum; 37,34%, 40,24% og 46,24%. Viðmið- unarmörk þrepa verða þannig að af mánaðartekjum yfir 230.000 kr. er greitt í öðru þrepi og af tekjum yfir 704.367 kr. er greitt í þriðja þrepi. Þrjú þrep SKATTUR OG ÚTSVAR - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.