Morgunblaðið - 22.12.2011, Page 26
Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011
Munið að
slökkva á
kertunum
Æskilegt er að setja reglur
um kerti og kerta-
skreytingar á vinnu-
stöðum og að þær séu
öllum starfsmönnum vel
kynntar. Aldrei má skilja
eftir logandi kerti eða kerta-
skreytingu í mannlausu
herbergi s.s. í fundar-
herbergi eða á kaffistofu
vinnustaðar.
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Ég á góðar bernsku-
minningar um prest
sem ferðaðist á reiðhjóli
og seildist í vasa sinn
eftir sælgætismola
handa okkur. Hann
ræddi við okkur um
Guð og var frekar
óhress ef við mættum
ekki í sunnudagaskóla
kirkjunnar. Oftast
mættum við á sunnu-
dagsmorgnum, fengum
Jesúmyndir og tókum þátt í helgi-
haldinu.
Engan hef ég hitt sem beðið hefur
skaða af því, þvert á móti eru þetta
ljúfustu bernskuminningarnar af
mörgum ansi góðum.
Í Reykjavíkurborg komst afar sér-
stætt fólk til valda og nú er svo kom-
ið, að stjórnendur höfuðborgarinnar
telja presta vera hættulega börnum,
þ.e.a.s. ef þeir koma til barnanna á
skólatíma.
Það ríkja erfiðir tímar hjá mörgum
um þessar mundir. Fjöldi fólks er án
atvinnu, með óyfirstíganlegar skuldir
o.s.frv., slíkt ástand veldur reiði, ótta
og mikilli streitu og börnin skynja
þetta allt hjá foreldrum sínum.
Þess vegna er mikil þörf á því, að
prestar komi í skólana og biðji með
börnunum, tali við þau og sýni þeim
vináttu og hlýhug.
En meðlimir Vantrúar og Sið-
menntar segja að það eigi ekki að
skrökva að börnum, þau vilja meina
að Guð sé ekki til, en slíkt er vitanlega
algjör della.
Haft er eftir Stephen Hawkins,
sem þykir einn fremsti
vísindamaður á sviði
eðlisfræði, margir bera
hann saman við Ein-
stein, að það sé vonlaust
að afsanna tilvist Guðs.
Gott og vel, einn
fremsti raunvís-
indamaður heims, sem í
mörg ár hefur sökkt sér
ofan í sköpun heimsins,
treystir sér ekki til að
afsanna tilvist skap-
arans, en á sama tíma
er hópur fólks á Íslandi
sem telur sig geta það.
Nú getur fólk spurt sig að því,
hvort beri að taka mark á fremsta
raunvísindamanni veraldar eða litlum
hópi fólks á Íslandi, sem ekki hefur
rannsakað eðlisfræði eða raunvísindi
jafnítarlega og Stephen Hawkins.
Einstein gat heldur aldrei afsannað
tilvist Guðs, hann taldi það ómögulegt
og var hann þó enginn aukvisi í raun-
vísindum eins og flestir vita.
Þrátt fyrir margra alda rannsókn-
arvinnu hefur mannkyni ekki enn
tekist að sanna til fulls, né afsanna,
tilvist skaparans og á meðan svo er
verður hver að spyrja sinn innri
mann ráða í því efni, en ekki koma
með fullyrðingar út í bláinn.
Nú er það svo, með þá í Siðmennt
og Vantrú, að þeir virðast trúaðri á
sinn boðskap en flestir trúmenn eru.
Sjálfur er ég mjög trúaður á tilvist
Guðs, fer reglulega með bænir mér til
sáluhjálpar og fletti í hinni helgu bók.
En komið hafa stundir hjá mér, þar
sem ég efast um tilvist Guðs, sömu
sögu held ég að flestir trúmenn hafi
að segja. En hvort Guð er til eða ekki
til skiptir ekki höfuðmáli, heldur er
það boðskapur kristinnar trúar og sú
sáluhjálp sem hún veitir, það skiptir
miklu máli.
Í hinum kristna heimi ríkir meiri
friðsæld en í öðrum löndum ásamt
ríkara umburðarlyndi, minni fátækt
o.s.frv.
Þar sem ekki er til neitt land sem
byggist á trúleysi, hvernig dettur þá
þessum ofsatrúuðu trúleysingjum í
hug að skynsamlegt sé að gera slíka
tilraun á Íslandi á sama tíma og allt
er í upplausn?
Nú sem aldrei fyrr þarf þjóðin á
kirkjunni að halda og sérstaklega
börnin. Það er röng stefna foreldra að
vilja ekki að börnin kynnist fegurð
trúarinnar og nái að tileinka sér kær-
leiksboðskap þann sem hún hefur
fram að færa.
Þjóðin þráir og þarf kærleik, börn-
in eru dýrmætustu Íslendingarnir og
okkur ber að bera hag þeirra fyrir
brjósti. Það hefur ekkert barn beðið
skaða af því að fá að kynnast fræðslu
kirkjunnar þjóna. Góður prestur fær
stað í hjarta barnsins og hann dvelur
þar alla ævi; jafnvel þótt barnið kjósi
á fullorðinsárum að afneita trú, þá
hverfur kærleikurinn aldrei.
Á erfiðustu tímum heimsins hefur
fólk fundið skjól í trúnni, trúin hefur
gefið von og trú um betri tíð, ef ekki
núna þá í næsta lífi. Það er líka dýr-
mætt að finna tilgang með lífinu þeg-
ar allt virðist tilgangslaust.
Það er borgarstjórn til ævarandi
skammar að láta vafasöm sjónarmið
sem engum tilgangi þjóna, öðrum en
þeim að halda fámennum hópi trú-
lausra í sigurvímu, ráða för og svipta
börnin hjálpræði kirkjunnar.
Eru prestar
hættulegir börnum?
Eftir Jón Ragnar
Ríkharðsson
» Það hefur ekkert
barn beðið skaða af
því að fá að kynnast
fræðslu kirkjunnar
þjóna.
Jón Ragnar
Ríkarðsson
Höfundur er sjómaður.
Íslensk yfirvöld ríða ekki við ein-
teyming.
Ef einn ráðherra segir eitthvað op-
inberlega eru aðrir slíkir búnir að
segja álit sitt á fáfræði og þröngsýni
viðkomandi fyrir næsta fréttatíma,
og forystusauðir ríkisstjórnarflokk-
anna geta ekki tekið ákvörðun með
eða móti neinum þeirra.
Ef ég mundi sækja um lóð ein-
hvers staðar og fengi afsvar, liti ég
svo á að þá væri það útrætt. Ég ætti
ekki von á að að nefndir og ráð, sem
hefðu með úthlutun að gera, (hvað þá
heil ríkisstjórn) myndu koma saman
til að finna annan stað fyrir mig, til að
hafa mig góðan. Þegar Ögmundur
innanríkisráðherra neitaði Nubo um
land, vegna þess að íslensk lög leyfðu
ekki kaup hans á því landi, sem hann
óskaði eftir, rauk Nubo upp á nef sér
og sagðist búinn að fá nóg af Íslend-
ingum og ætla að snúa sér til Svía og
Finna með sína peninga. Daginn eftir
voru kínverska pressan og yfirvöld
þar búin að slengja rasista kortinu á
borðið og segja „Við Kínverjar meg-
um ekkert fjár-
festa á Vest-
urlöndum.“
(Íslendingar eru
þá ekki einir um
að neita kínversk-
um auðmönnum
um það sem þeir
girnast.)
Þá kom næsti
ráðherra hlaup-
andi og kallar Ögmund nöfnum og
segist tilbúin(n) að gera allt til að
missa ekki af öllum þessum pen-
ingum. Katrín, iðnaðarráðherra, not-
aði mjög klaufalegt mál og villandi
þar sem hún ætlaði að taka Nubo upp
á sína arma og leiða hann í allan
sannleikann um hvernig hann á að
snúa sér „löglega“ í sínum gjörðum.
Hlutur, sem ég hélt að hefði mátt
vera verk umboðsmanns Nubo í upp-
hafi.
Katrín vill fá hann í ferða-
mannabransann, sem Nubo er víst
ekki alveg ókunnur, því Kínverjar
eru nýbúnir að nefna hann sem aðal-
mann þeirra í Tíbet, þar sem þeir
ætla að fara að auka ferðamanna-
strauminn með sínum hætti. Um leið
og Kínverjar ætla að fara að grafa
eftir gulli og öðrum gersemum í því
undirokaða landi er ekki verra að
hafa ferðamenn til að dreifa hug-
anum frá því.
Íslensk yfirvöld eru nýlega búin að
viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu,
sjálfsagt af mannúðarástæðum, en
Tíbet er ef til vill of langt í burtu til
að það sjáist hvað er að gerast þar.
Það mætti sameina drauma iðn-
aðarráðherra Íslands og fulltrúa
Kínverja og koma á beinu flugi milli
Grímsstaða og Tíbet.
Ég á ekki von á að Nubo ætli að
hossast í jeppa í hvert sinn, sem hann
fer til að berja verkefnið á „Fjöllum“
augum, en það hefur ekki komið fram
hvað flugbrautin þar á að vera löng.
Ekki væri verra að hún næði lengd
sem dygði sem varavöllur fyrir ís-
lenskt millilandaflug. Áhafnir yrðu
ánægðar með að geta „farið 18“ á
meðan beðið er eftir veðri í Keflavík.
BJÖRN FINNBJÖRNSSON,
starfsmaður Cargolux í tæp 40 ár.
Nubo í ferðamannabransanum
Frá Birni Finnbjörnssyni
Björn
Finnbjörnsson
„Oft er það gott sem gamlir kveða“
segir gamall málsháttur sem sann-
aðist vel er 86 ára gamall maður
hringdi inn í Útvarp Sögu á mánu-
daginn var. Sá mundi nú aldeilis tím-
ana tvenna og var löngu hættur að
styðja „vinstri“-viðmiðin sem honum
höfðu þó hugnast á yngri árum.
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf
reynst best, þótt hann sé ekki full-
kominn“ var ályktun hans, eftir ára-
tuga langa lífsreynslu. Jafnvel þótt
Sjálfstæðisflokkurinn hafi ævinlega
þurft að taka tillit til sjónarmiða
samstarfsflokka og aldrei almenni-
lega getað komið sinni hreinustu
stefnu í framkvæmd.
„Hrepparígur“, ættingja- og vina-
tengsl, afbrýðisemi og minnimátt-
arkennd sumra hafa jafnan haft sitt
að segja til að viðhalda lítilmannlegu
þjóðfélagi.
Sá gamli hamraði á því að ekkert
bankahrun hefði orðið á Íslandi,
heldur bankarán. Er hægt að orða
hlutina betur?
Blekkingavafningarnir sem undn-
ir voru upp í Bandaríkjunum í kjöl-
far „vinstri“-úrræða Clintons, þá-
verandi forseta, breyttust í „eitur“ á
alþjóðamörkuðum og viðbrögð fjár-
festa, andvaraleysi eftirlitsstofnana,
útsjónarsamar lygar bankamanna,
auk sérkennilega heimskulegra við-
bragða ráðamanna, fyrst vestanhafs
og síðan austan, leiddu til þessa
ástands sem gæti endað með upp-
töku alþjóðlegs gjaldmiðils; amero –
sem ugglaust verður þó nefndur
öðru nafni þegar upp verður staðið.
Þá verður Ísland vonandi utan
Evrópusambandsins.
PÁLL PÁLMAR
DANÍELSSON
leigubílstjóri.
Bankahrunið var í raun bankarán
Frá Páli Pálmari Daníelssyni
Umræðan