Morgunblaðið - 22.12.2011, Side 31

Morgunblaðið - 22.12.2011, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 ✝ Þórhildur NóttMýrdal fæddist á Akranesi 21. apríl 2008. Hún lést í faðmi fjöl- skyldunnar á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut 17. desember 2011. Foreldrar Þórhildar eru Jón Gunnar Mýrdal, fæddur 22. september 1976, og Stein- unn Björg Gunnarsdóttir, fædd 23. nóvember 1983. Litli bróðir Þórhildar er Patrekur Emil Mýrdal, fæddur 16. júní 2010. Útför Þórhildar fer fram frá Akraneskikju í dag, 22. desem- ber 2011, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku litla ljúfan okkar. Það er ósköp tómlegt hér án þín. Það er skrýtið að heyra ekki hljóðin þín og heyra ekki í uppáhalds DVD- myndunum; Leiftur Mcqueen og Söngvaborg voru orðin svolítið fastur liður hjá okkur. Síðustu þrjú árin hafa verið strembin en þú varst svo ótrúlega dugleg að einhvern veginn hurfu erfiðleikarnir og þín gleði og ham- ingja yfirtóku allt, þú sýndir bæði okkur og læknunum okkar stund- um hvað þú varst rosalega sterk og ákveðin og stundum virkilega þrjósk! Það var gott að sjá hvað þú fannst þínar leiðir til að fá þínu framgengt eins og t.d. þegar þú varst lítil og við settum að þínu mati ekki rétta DVD-mynd í tækið og þú lést mettunina þína falla þangað til rétt mynd var valin. Það var líka gaman að sjá þegar litli bróðir fæddist hvað þú varst ekki alltaf tilbúin að tala um hann en þá notaðir þú þína leið til að skipta um umræðuefni með því að loka augunum og neita að opna fyrr en við töluðum um eitthvað annað. Við eigum endalaust mikið af fallegum minningum um þig elsku ástin okkar sem við ætlum að passa vel í hjörtunum okkar, við lofum líka að vera dugleg að segja Patreki frá þér og sýna honum myndirnar af þér. Við elskum þig elsku fallega litla ljúfan okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Mamma, pabbi og Patrekur. Elsku Þórhildur Nótt, litla hetj- an okkar sem hefur kennt okkur að gleðjast yfir litlum áföngum og meta lífið á annan hátt en áður, nú vitum við að ekkert er sjálfsagt í þessu lífi. Bara þessir litlu hlutir að heyra í þér eða sjá þig hreyfa höndina. Og að fara með ykkur fjölskyldunni í göngutúr fannst okkur mjög merkilegt, því þá þurfti að hafa vélina þína með en ykkur fannst aldrei vandamál, mamma þín og pabbi bara leystu þau. Við eigum svo margar góðar minningar um þig sem við ætlum að geyma vel, eins og þær stundir sem við höfum setið við rúmið þitt og skoðað eitthvert dót, horft á mynd eða bara haldið í litlu hönd- ina þína. Þú varst líka ákveðin og vissir hvað þú vildir, það sagðir þú okkur með fallegu augunum þín- um. Elsku Þórhildur Nótt, við vitum að vel hefur verið tekið á móti þér, og nú ert þú laus við allar þrautir. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Afi og amma á Patró, Jóna Júlía og Gunnar Óli. Elsku prinsessugull, þú ert svo stór hluti af mínu lífi og munt alltaf vera elsku sterka stelpan mín. Þú kenndir mér svo margt, t.d. hvað er í raun mikilvægt í lífinu, hvað litlu hlutirnir eru í raun stórir og svo margt fleira. Ástin mín, ég er svo stolt að hafa átt þig í lífi mínu, og að fá að segja að ég sé frænka þín. Brostu í gegnum erfiðleikana er ein meginregla í lífinu, og það sýndir þú mér og mörgum öðrum. Þú varst besti persónuleiki sem ég hef kynnst, þú vissir sko alltaf al- veg hvað þú vildir, það þýddi ekk- ert að reyna að segja þér eitthvað annað, og ef maður setti vitlausa DVD-mynd hjá þér fékk maður sko að heyra það og þurfti að hafa snögg handtök þar sem þú allt í einu raukst upp í púls og lést mett- un falla, elsku lús. Það eru ekki til orð sem lýsa því hversu mikið ég sakna þín elskan mín, bara það að heyra í Cars eða Söngvaborg úr stofunni, eða að heyra í vélinni þinni á nóttunni, að kúra með þér yfir mynd og halda í litlu höndina þína, að leika með dótið og fylgjast með þér leika í Ipad, strjúka ljósu lokkana þína, og að horfa í stóru fallegu augun þín. Elsku prinsessa, þetta var erfið barátta, en þú hefðir ekki getað staðið þig betur elsku gull, og nú færðu að hlaupa um og hjóla og allt sem þú fékkst ekki í ónýta lík- amanum. Ég elska þig endalaust mikið elsku Þórhildur mín. Hvíldu í friði elsku litla stelpan mín! Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Kær kveðja, Ingibjörg Freyja stóra frænka. Elsku hjartans frænku lús, ég er svo endalaust stolt að hafa verið treyst fyrir að vera hluti af lífi þínu, að fá að fylgjast með þér stækka og þroskast, og kynnast þínum frábæra karakter. Það fór sko ekki á milli mála hvað þér lík- aði og hvað ekki, þó svo að þú hafir hvorki talað né notað táknmál. Þú gast líka fengið heilt herbergi af fólki til að hlæja bara með einu augnaráði og þó að ég hafi ekki alltaf getað verið hjá þér áttum við okkar leið til að tala saman, draumalandið var okkar leikvöllur og verður það áfram. Takk fyrir allt, takk fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman og takk fyrir allt það sem þú hefur kennt okkur um lífið og tilveruna. Þú átt án efa eftir að skapa mörg falleg listaverk á himnum með fallegu fingrunum þínum og tipla hljótt um á fallegu litlu tás- unum þínum. Minning þín lifir að eilífu elsku fallega frænku lús. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Með ást, Silja Ruth (Silja móða). Við kveðjum þig í dag elsku Þórhildur Nótt. Að fylgjast með þér þessa stuttu ævi hefur verið forréttindi, þvílík hetja og sterkur karakter sem þú varst. Svampur Sveinsson dettur stöðugt inn í hug okkar þessa dagana enda var hann á löngu tímabili í miklu uppáhaldi hjá þér. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Jón Gunnar, Steinunn, Patrekur Emil og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk á erfiðum tíma. Ykkar vinir, Pálmi, Erla, Hugrún og Viktor. Mín fystu kynni af fallegu stelpunni Þórhildi Nótt var þeg- ar hún kom í heimsókn til okkar á deildina. Fyrstu heimsóknir hennar voru stuttar og þurfti Þórhildur Nótt að aðlagast leik- skólastarfinu eins og öll önnur börn sem hefja sína leikskóla- göngu. Hún tók manni ekki al- veg strax og voru okkar fyrstu samskipti þannig að hún leit allt- af undan þegar ég talaði við hana. Hún samþykkti mig þó fljótlega og þó að langt liði jafn- vel á milli heimsókna þá mundi hún greinilega eftir mér. Þór- hildur Nótt lét alveg vita ef það var eitthvað sem henni mislíkaði og einnig hvað henni líkaði vel, hún hafði sterkar skoðanir. Börnin á deildinni sýndu henni mikla umhyggju og virð- ingu og vorum við öll mjög lán- söm að fá að kynnast þessari stelpu, við lærðum öll hvert af öðru. Þórhildur Nótt verður allt- af hluti af hópnum og með sorg og söknuð í hjarta kveðjum við þessa litlu fallegu vinkonu okk- ar. Minning hennar lifir og mun- um við minnast hennar með því að tendra ljós á kertinu hennar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku Steinunn, Jón Gunnar og Patrekur, ykkar missir er mikill og megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Við vott- um ykkur öllum samúð okkar. Fyrir hönd barna og starfs- fólks á Kletti, Leikskólanum Akraseli, Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir. Þórhildur Nótt Mýrdal Geislar sólarinnar smjúga gegnum rifur og göt á hlöðuþak- inu. Rykið sem þyrlast upp þegar við stökkvum úr rólunni í heysát- una mynda ljóssúlur um alla hlöðu. Rykið skapar sveipi og hreyfingu á birtunni sem verður eins upptakt- ur að vorsinfóníu ljóss og ryks, spiluð í hlöðunni. Það er galsi í mannskapnum og fjör í hlöðunni og rólurnar á fleygiferð. Uppi í fjósgættinni lítur húsbóndinn á Ingólfur Guðnason ✝ IngólfurGuðnason fæddist á Eyjum I í Kjós 27. október 1919. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík 28. nóv- ember síðastliðinn. Útför Ingólfs var gerð frá Reyni- vallakirkju laug- ardaginn 10. des- ember 2011. heimilinu íklæddur bláum sloppi, með sixpensara á höfði og strákúst annarri hendinni, inn og spyr hvort það sé ekki allt í lagi. Leikurinn stoppar stutta stund en heldur svo áfram því Ingólfur Guðna- son bóndi í Eyjum var svo góðlegur að öllum leið vel í návist hans. Þessi góðlegi og trausti ná- granni okkar í Eyjum I er nú lát- inn og hvíldinni feginn. Það er birta, hlýja og gleði yfir þeim myndbrotum sem fara í gegnum hugann er ég hugsa til þeirra sam- fylgdar sem við áttum með Ingólfi og Helgu. Eitt af aðalsmerkjum Ingólfs var snyrtimennska og fjósið, hvar sem komið var að, var allt nýsópað og þrifið. Búskapurinn var hans líf og yndi og byggði hann vel upp á Eyjum nýtt fjós, fjárhús og hlöðu, ásamt því að byggja nýja véla- geymslu og síðast en ekki síst íbúðarhús. Mikil var gleði þeirra hjóna og fjölskyldunnar er þau fluttu í nýtt og glæsilegt íbúðar- húsið sem hafði verið stefnt að svo lengi. Ingólfur var morgunmaður og fór að jafnaði fyrstur af stað í Eyjakróknum og var búinn að sækja kýrnar og farinn að mjólka fyrir sjö á morgnana. Hann fór allra sinna ferða fótgangandi og þá voru hundarnir gjarnan með í för eða í humátt á eftir honum. Það var oft glatt á hjalla á morgnana þegar við vorum á leið í skólann og áttum viðkomu hjá Ingólfi og Helgu í fjósinu. Þar var Helga hispurslaus og lét okkur á stundum heyra það á íslensku sem við áttum nú oftast skilið, því við voru uppátækjasamir og fannst gaman að ögra Helgu sem kallaði þá gjarnan á Ingólf og bað hann um að skamma okkur. Ingólfur kom en sagði oftast „Hvað er þetta kona, láttu krakkana eiga sig.“ Það voru forréttindi að alast upp þar sem ævintýri gátu gerst við hvert fótmál og eiga að svo góða granna eins og Helgu og Ing- ólf. Þau voru einstök og Eyjakrók- ur er svo miklu fátæklegri án þeirra. Ingólfur og Helga voru sterk og stóðu þétt saman þótt líf- ið hafi á stundum verið erfitt og þau þurft að horfa á eftir ungri dóttir sinni í dauðann og seinna Guðna okkar blessuðum þegar þau voru orðin fullorðin. Æðru- leysi þeirra, kjarkur og lífsgleði getur verið okkur hinum til eftir- breytni. Foreldrar mínir þakka sérstaklega ánægjulega samfylgd, hjálpsemi, vináttu og tryggð í gegnum árin. Ég veit að það hafa orðið fagn- aðarfundir er Ingólfur faðmaði aftur Helgu sína, Guðna og Önnu. Nú veit ég að drottinn spilar að nýju ljóssinfóníu sína og Ingólfur gengur inn í eilíft vor þar sem hann lætur svo sannarlega klárinn skella á skeið. Megi blessun og birta umvefja minninguna um góðan granna sem nú er genginn. Aðstandendum öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur, F.h. fjölskyldunnar Eyjum II, Ólafur M. Magnússon. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang- afi og langalangafi, JÓN JÓSTEINSSON, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Eir, sem lést sunnudaginn 18. desember, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju fimmtu- daginn 29. desember kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Karen Jónsdóttir, Tómas J. Brandsson, Sveinn Jónsson, Sólmundur Jónsson, Ingigerður Arnardóttir, Guðni Jónsson, Dagný Ragnarsdóttir, Drífa Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, SR. BJÖRN JÓNSSON, Ásabraut 2, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni þriðju- dagsins 20. desember. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð sonardóttur hans, Klöru Smith Jónsdóttur, 0552-14-401455, kt. 010455-3249. Sjöfn Pálfríður Jónsdóttir, Sossa Björnsdóttir, Ólafur Jón Arnbjörnsson, Ingibjörg Jóna Björnsdóttir, Hörður Kári Jóhannesson, Jón Páll Björnsson, Ásdís Kr. Smith, Gunnhildur Björnsdóttir, Pétur Sigurðsson, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og langamma, GUÐFINNA ÁSA JÓHANNESDÓTTIR, Hjallavegi 9, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstu- daginn 16. desember. Jarðarför fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 28. desember kl. 13.00. Jóhanna Hafdís Leifsdóttir, Óskar Tómasson, Guðrún Þórlaug Grétarsdóttir, Ragnar Magnússon, Eydís Grétarsdóttir, Haraldur Jakobsson, Guðbjörg Guðný Grétarsdóttir, Hilmar Bragi Bárðarson, Guðrún Þórlaug Jóhannesdóttir, Hafsteinn Alfreðsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Okkar ástkæra LAUFEY FRIÐRIKSDÓTTIR frá Bolungarvík, til heimilis á Hrafnistu Reykjavík, áður Hringbraut 63, Reykjavík, lést á Hrafnistu föstudaginn 16. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 4. janúar kl. 13.00. Helgi Benediktsson, Kristín Helgadóttir, Bergur Benediktsson, Ragnhildur Þórarinsdóttir, Sólborg Pétursdóttir, Þórður Friðriksson, Jóhannes Pétursson, Þuríður Ingólfsdóttir, Magnús Pétursson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, GÍSLI V. EINARSSON fyrrverandi forstjóri, Barðastöðum 11, áður Stigahlíð 91, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 20. desember. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin á Íslandi og minningarsjóð Sóltúns. Edda Ingibjörg Eggertsdóttir, Guðný Edda Gísladóttir, Guðjón Kr. Guðjónsson, Eggert Árni Gíslason, Petra Bragadóttir, Halldór Páll Gíslason, Anna Helga Höskuldsdóttir, Gunnar Þór Gíslason, Sólveig Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.