Morgunblaðið - 22.12.2011, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011
✝ Jón Benedikts-son fæddist í
Keflavík 28. sept-
ember 1941. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 15. desem-
ber 2011.
Foreldrar hans
voru hjónin Mar-
grét Agnes Helga-
dóttir, f. 28. júní
1914, d. 17. nóv-
ember 1994, og Benedikt Jóns-
son, f. 17. september 1919, d. 6.
febrúar 2009. Systir Jóns, sam-
mæðra, er Svanhildur Sig-
urgeirsdóttir, f. 26. janúar 1937,
og kjörsystir, Margrét Þóra
Bene diktsdóttir, f. 27. janúar
1959.
Jón kvæntist Kristjönu Kjeld
28. apríl 1962. Kristjana fæddist
í Innri Njarðvík, 17. júlí 1944, d.
15. september 1984. Foreldrar
hennar voru hjónin Jens Sófus
Kjeld, f. 13. október 1908, d. 2.
október 1980, og Jóna Guðrún
Finnbogadóttir Kjeld, f. 28.
september 1911, d. 14. nóv-
ember 1994. Börn Jóns og
Kristjönu eru 1) Benedikt, f. 13.
júlí 1962. Eiginkona hans er
Inga Rebekka Árnadóttir, f. 6.
júlí 1964. Börn þeirra eru Jón
Árni, f. 26. maí 1989, unnusta
september 1973. Börn þeirra
eru Þórunn Magnea, f. 9. nóv-
ember 2005, og Eðvald Ágúst, f.
19. október 2009. Dóttir Ragn-
heiðar Maríu er Bjarnhildur
Helga Hlynsdóttir, f. 2. desem-
ber 1991, sambýlismaður Magn-
ús Ingi Finnbogason, f. 8. mars
1985. Dóttir þeirra er Jóhanna
Dís, f. 30. september 2011.
Jón ólst upp hjá foreldrum
sínum í Keflavík, fyrst á Tún-
götu 10 og síðar á Tjarnargötu
29 og tók gagnfræðapróf frá
Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Hann lærði vélstjórn og byrjaði
snemma að vinna við sjó-
mennsku og útgerð. Jón hóf
störf sem útgerðarstjóri hjá
Hraðfrystihúsi Keflavíkur
sautján ára að aldri, þá yngsti
útgerðarstjóri landsins, og
starfaði við það stærstan hluta
starfsferils síns eða í rúm tutt-
ugu ár. Hann vann einnig við
smíðar til margra ára, m.a. hjá
Varnarliðinu á Keflavík-
urflugvelli, Olíufélaginu í
Helguvík og Húsagerðinni, auk
þess að vera rekstrarstjóri Salt-
sölunnar í Keflavík til nokkurra
ára. Síðustu árin rak hann fisk-
verkun í Grindavík ásamt föður
sínum. Fótbolti var honum allt-
af hugleikinn og lék hann með
UMFK á yngri árum.
Útför Jóns fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 22. des-
ember 2011, og hefst athöfnin
kl. 13.
Hildur Björk Páls-
dóttir, f. 14. desem-
ber 1990, Bjarni, f.
18. ágúst 1991 og
Kristjana Hanna, f.
16. ágúst 1994. 2)
Jóna Guðrún, f. 3.
desember 1963.
Eiginmaður hennar
er Magnús Valur
Pálsson, f. 28. mars
1962. Börn þeirra
eru Una María, f.
28. nóvember 1998, Jón Páll, f.
4. nóvember 2000, og Benedikt
Jens, f. 28. desember 2004. 3)
Margrét Agnes, f. 1. nóvember
1967. Eiginmaður hennar er Óli
Þór Barðdal, f. 24. mars 1964.
Dætur þeirra eru Kristjana
Björk, f. 4. júlí 1995 og Bríet, f.
8. mars 1999.
Jón kvæntist Bjarnhildi Lár-
usdóttur 23. febrúar 1990.
Bjarnhildur fæddist 2. nóv-
ember 1946. Hún er dóttir
hjónanna Guðrúnar Árnadótt-
ur, f. 5. október 1922, og Lár-
usar Eiðssonar, f. 29. ágúst
1918, d. 16. desember 1986.
Dætur Bjarnhildar eru 1) Magn-
ea Guðmundsdóttir, f. 19. apríl
1969, og 2) Ragnheiður María
Guðmundsdóttir, f. 16. mars
1971. Eiginmaður hennar er
Ragnar Ágúst Eðvaldsson, f. 22.
Jonna tengdaföður mínum
kynntist ég fyrir rúmum 25 árum
á Heiðarbrún 5 þegar við Jóna
Guðrún vorum að hefja okkar
samband. Reyndar vissi ég vel af
honum áður, því við Benedikt son-
ur hans vorum bekkjarbræður og
kom ég stundum á Heiðarbrúnina
á yngri árum. Jonni kom mér fyrir
sjónir sem stór og stæðilegur, að-
sópsmikill maður sem virtist
liggja mikið á. Það gustaði kröft-
uglega af honum. Stundum svo
mikið að rólegheitamanni eins og
mér stóð ekki á sama. Ég kynntist
Jonna á erfiðum tímamótum í
hans lífi, en hann hafði þá nýlega
misst fyrri konu sína Kristjönu
Kjeld af völdum hvítblæðis. Hann
sigldi því nokkurn ólgusjó á þess-
um tíma. Reyndar var sjaldnast
nein lognmolla í kringum tengda-
föður minn. Þar sem hann var til
staðar var drifið í hlutunum og
þeir keyrðir í gegn af festu og
dugnaði. Þó var ekki verið að
þjösnast áfram því vandvirknin
var alltaf í fyrirrúmi. Jonni var
sérlega verklaginn, vandvirkur og
duglegur. Hann gerði miklar kröf-
ur til sjálfs sín í því sem hann tók
sér fyrir hendur. Hjálpsemi hans
og greiðvikni var líka við brugðið.
Fékk ég oft að reyna það, hvort
sem um var að ræða aðstoð við
smíðavinnu, bílakaupshugleiðing-
ar eða viðgerðir og margt fleira.
Hann var traustur og alltaf hægt
að leita til hans þegar á reyndi.
Þegar við Jóna Guðrún bjuggum í
Hollandi lenti ég eitt sinn í um-
ferðaróhappi og þurfti að leita
réttar míns hér heima vegna þess.
Jonni fór umsvifalaust og óum-
beðinn í að greiða úr þeim málum
fyrir mig.
Mikið birti til í lífi Jonna þegar
hann giftist Hildi, eftirlifandi eig-
inkonu sinni. Þau áttu farsæla
samleið í 22 ár, fyrst á Lágmóa 8
og síðar Ægisvöllum 2. Jonni og
Hildur voru dugleg að ferðast,
jafnt innan lands sem utan. Bú-
staðurinn í Svignaskarði og húsið
á Spáni voru í sérstöku uppáhaldi
hjá þeim. Einnig óku þau mikið
um Þýskaland og Holland, en þar
áttu þau góða vini. Heimili þeirra
var fallegt og gott að sækja þau
heim. Þau hjónin gerðu vel við
gesti, en Jonni var ekki bara gest-
risinn heldur líka sérlega barn-
góður og hafði yndi af að hafa
börn í kringum sig. Mín börn
sakna hans sárt, en geyma með
sér minningar um góðan afa.
Það var langt frá því að við
Jonni værum sammála um alla
hluti, en við virtum skoðanir hvor
annars þótt ólíkir værum. Hann
var ekki fullkominn frekar en aðr-
ir menn, en maður vissi alltaf hvar
maður hafði hann hvað sem á
gekk. Ég þakka góða samfylgd og
bið guð að blessa minningu Jóns
Benediktssonar.
Magnús Valur Pálsson.
Látinn er mágur minn, Jón
Benediktsson, eftir langt og erfitt
veikindastríð. Jón var giftur syst-
ur minni, Kristjönu, en þau áttu
sér heimili í Keflavík þegar hún
lést 1984 frá þrem börnum þeirra,
sem voru að komast af unglings-
árum. Jón giftist aftur Bjarnhildi
Lárusdóttur sem lifir nú mann
sinn eftir hlýja og farsæla sam-
búð.
Jón eða Jonni eins og hann var
oftast kallaður var um tuttugu ára
skeið útgerðarstjóri hjá Hrað-
frystihúsi Keflavíkur en síðari ár-
in fékkst hann við ýmis störf, eink-
um smíðar. Um Jonna má með
sanni segja að hann hafi verið hag-
leiksmaður og dugnaðarforkur.
En eins og títt er um dugandi
menn var hann ekki skaplaus og
hafði skoðanir á hinum ýmsustu
málum, sem snertu land og þjóð
og ekki síst suðurnesjamenn. Eitt
málanna laut að því hvernig það
gat gerst að útgerð og fiskvinnsla
hefur nær alveg lagst af í Keflavík
á fáum árum. Nú sést naumast
trilla í Keflavíkurhöfn, þar sem
áður stór fiskiskip og nýir há-
tæknitogarar fylltu höfnina. Ekki
gæfuleg þróun fyrir Suðurnesin
að mati Jonna.
Einhverntíma fyrir löngu hafði
Jonni orðið sér úti um trillu og fór-
um við þá í nokkra skaktúra út á
Stakksfjörðinn. Þrátt fyrir tregan
afla og snert af sjóveiki hjá und-
irrituðum höfðum við af þessu
góða skemmtun. Segja má um
Jonna að hann haft kynni af
smærri ekki síður en stærri teg-
undum sjósóknar.
Jonni var af kynslóð þeirra
manna sem gerðu eða urðu að
gera hlutina að miklu leyti sjálfir
ef þeir þurftu að byggja eða gera
við í híbýlum sínum. Kom það sér
vel hversu laginn og mikill verk-
maður hann var. Hann byggði ein-
býlishús sitt mikið til sjálfur með
hjálp góðra manna og innréttaði
og gekk frá íbúð þeirra Bjarnhild-
ar (Hildar) með glæsibrag. Þá var
hann greiðvikinn og hjálpsamur
og nutu þess margir vinir og
kunningjar hans þegar þeir lentu í
erfiðleikum með breytingar eða
frágang á húsnæði.
Jón átti miklu barnaláni að
fagna. Hann á þrjú glæsileg, vel
menntuð börn og átta myndarleg
barnabörn. Það sama er að segja
um fósturdætur hans, börn Hildar
frá fyrra hjónabandi og litlu dótt-
urdóttir Hildar.
Í þessum argvítugu og mis-
kunnarlausu veikindum Jonna
hefur reynt á nánustu aðstand-
endur hans og ekki síst konu hans,
Hildi, sem studdi hann til hinztu
stundar.
Við hjónin vottum þessu góða
fólki og öðrum nánum ættingjum
Jonna hluttekningu okkar.
Matthías Kjeld.
Jón Benediktsson
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR M. WAAGE,
Hvammabraut 2,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við Monigue VanOstin sjúkraþjálfara,
starfsfólki líknardeildar Landspítalans Kópavogi, starfsfólki á
deild 11E Landspítalanum Hringbraut og
Karítas heimahlynningu.
Anna Bergmann Guðbjörnsdóttir,
Sigríður G. Waage, Þór Stefánsson,
Magnús G. Waage, Fríða Jóhannsdóttir,
Eyrún Hulda G. Waage,
Alexander, Tinna, Oliver og Nökkvi,
Annika og Freyr,
Katrín Þöll.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför
ÞORGERÐAR MAGNÚSDÓTTUR
húsmóður,
Mýrarvegi 113,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Skógarhlíðar, dvalarheimilinu Hlíð Akureyri, fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Ingólfur Sigurðsson,
Elínborg Ingólfsdóttir, Magnús Þórðarson,
Magnús Ingólfsson, Sólveig Erlendsdóttir,
Ragnhildur Ingólfsdóttir, Samúel Jóhannsson,
Þórdís Ingólfsdóttir,
Sölvi Ingólfsson, Guðrún Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegt þakklæti sendum við öllum sem
sýndu okkur samúð og umhyggju við andlát
og útför okkar hjartkæra
HALLDÓRS HAFSTEINSSONAR.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.
Lilja Hannibalsdóttir,
Sæunn og Gunnar,
Björn Hafsteinn og Kristbjörg,
Sverrir Daníel og Elinóra,
Guðmundur Smári og Ingveldur,
Stefanía Auðbjörg,
Lilja Jóna og Skúli Frans,
barnabörn og barnabarnabarn,
Lilja Halldórsdóttir frá Mel,
systkini og makar.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlý-
hug og vináttu við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SONJU SCHMIDT,
Sléttuvegi 11,
Reykjavík,
sem andaðist laugardaginn 10. desember.
Gylfi H. S. Gunnarsson,
Geir H. Gunnarsson,
Hólmfríður Gunnarsdóttir, Guðmundur B. Sigurgeirsson,
Sigríður S. Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er
sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og
útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
SIGURÐAR HAFSTEIN
HALLDÓRSSONAR
húsasmiðs,
Kirkjuvegi 1,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð,
Grindavík, fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Hrefna Sigurðardóttir, Rúnar Benediktsson,
Svava Sigurðardóttir, Ævar Ingi Guðbergsson,
Erna Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
KARÓLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Austurbyggð 17,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðju-
daginn 27. desember kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hlíð á
Akureyri.
Guðmundur Heiðar Frímannsson, Elísabet Hjörleifsdóttir,
Gunnlaugur Frímannsson, Guðlaug H. Ísaksdóttir,
Sigríður Frímannsdóttir,
Katrín Frímannsdóttir, Haraldur Bjarnason,
Karl Frímannsson, Bryndís Þórhallsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJÖRN ANDRÉS ÓSKARSSON
vélstjóri,
Barðastöðum 7,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 16. desember, verður jarð-
sunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
28. desember kl. 13.00.
Davíð Björnsson, Ólöf Lilja Sigurðardóttir,
Óskar Björnsson, Halla Katrín S. Arnardóttir,
Sigurður Jón Björnsson, Sigrún Jónsdóttir
og barnabörn.
Þegar ég var barn vissi ég
hver þú varst, því þú varst hjúkk-
an í sveitinni. Það var samt ekki
fyrr en upp úr 1984 sem ég
kynntist þér þegar við vorum að
vinna í sama húsi, þú hjúkka og
ég með leikskóla. Þá bauðstu mér
oft heim og fórum við þá í pottinn,
sem þú varst með í garðinum þín-
um. Í pottinum áttum við margar
góðar stundir saman og yfirleitt
var klukkan komin langt framyfir
miðnætti þegar við fórum upp úr.
Eftir eina pottferðina um miðj-
an vetur keyrðir þú mig heim, þú
fórst í náttkjólinn og úlpu, ég
spurði þig á leiðinni: „Ertu bara í
náttkjólnum og úlpunni?“ „Já,“
sagðir þú, „er það ekki nóg?“ „Jú,
jú, en ég var bara að hugsa hvað
þú ætlaðir að gera ef það spryngi
hjá þér.“ Þú varst greinilega ekki
Guðjóna Jósefína
Jónsdóttir
✝ Guðjóna Jós-efína Jóns-
dóttir fæddist á
Sólheimum í
Grindavík 22. febr-
úar 1926. Hún lést
á Dvalarheimili
aldraðra í Borg-
arnesi hinn 1. des-
ember 2011.
Útför Guðjónu
fór fram frá Reyk-
holtskirkju 10. des-
ember 2011.
farin að hugsa út í
það, þú horfðir á
mig og svo hlógum
við að þessu. Oft
minntist þú á þessa
ferð því þú varst
mikill húmoristi og
kunnir að gera grín
að þér.
Lífið fór ekki
mjúkum höndum
um þig, en samt
stóðstu uppi eins og
klettur, sama á hverju gekk.
Aldrei máttirðu neitt aumt sjá og
aldrei varstu róleg nema allir
væru frískir og heilir heilsu í
kringum þig. Ég vil kveðja þig
elsku Gauja mín með þessum
ljóðlínum, því mér finnst þær
lýsa þér vel:
Vertu alltaf hress í huga
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga.
Baggi margra þungur er.
Treystu því, að þér á herðar
þyngri byrði’ ei varpað er
en þú hefir afl að bera.
Orka blundar næg í þér.
(Erla)
Elsku Jonni, Snorri, Hrafn-
hildur, Villa, Dísa, barnabörn og
barnabarnabörn, ég sendi ykkur
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Guðbjörg frá Hömrum.