Morgunblaðið - 22.12.2011, Page 33

Morgunblaðið - 22.12.2011, Page 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 Í dag kveðjum við góðan vin, hann Inga Þór, með söknuði. Vin sem snerti hjörtu okkar á mjög einstakan hátt. Eftir sitjum við með dýrmætar minningar um manninn sem var alltaf brosandi og hlustaði með hjartanu. Vinátta okkar hófst í æsku- lýðsstarfi og höfum við þroskast saman frá því að vera unglingar í það að vera fullorðið fólk. Við eigum skemmtilegar minningar frá æskulýðsstarfinu, útilegu- num, partíunum, matarboðunum og svo mætti lengi telja. Okkur eru minnisstæðir allir rúntarnir með Inga sem enduðu fyrir utan heima hjá honum í margra klukkutíma spjalli. Þegar við giftum okkur báðum við Inga að vera veislustjóri í brúðkaupinu okkar. Hann tók verkefninu fagnandi og leysti það frábær- lega af hendi eins og allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann gerði daginn ógleymanlegan fyr- ir okkur og mun hann alltaf vera í minningu okkar um brúðkaups- daginn. Ingi var jafnframt mjög barngóður og þegar við eignuð- umst Smára Þór mundi hann alltaf eftir afmælisdeginum hans og gladdi hann oft með gjöfum. Tristan Ýmir litli frændi hans átti líka sérstakan stað í hjarta Inga og ljómaði Ingi alltaf þegar hann sagði okkur skemmtilegar sögur af honum. Á aðfangadag var Ingi svo með þann yndislega sið að skella á okkur jólakveðju og færa Smára Þór jólagjöf. Svona var Ingi, hann mundi eftir vinum sínum. Þegar Ingi Þór veiktist tók hann á því af einskærri jákvæðni og bjartsýni og smitaði þeim krafti frá sér. Hann var alltaf mjög trúaður og hafði trúna ávallt sér við hlið. Oft var það hann sem hughreysti okkur og nú verðum við að vera sterk eins hann var sterkur þegar hann barðist eins og hetja við sjúk- dóminn. Eftir lyfjameðferðirnar kom Ingi í heimsókn til okkar og við áttum gott spjall um veikind- in, markmið, framtíðina og skemmtilegar minningar. Þessi heimsókn er okkur mjög dýr- mæt. Eitt sinn skrifaði Ingi til okk- ar: „Að eiga vini sem alltaf eru til staðar sama hvað bjátar á er ómetanleg gjöf.“ Þetta er lýsandi fyrir það hvernig vinur Ingi var. Hann var einlægur í því að tjá væntumþykju og var hann þessi vinur sem var alltaf til staðar. Ingi var gæddur þeim hæfileika að það sem hann tók sér fyrir hendur leysti hann með jákvæðu viðhorfi, einlægni og hjartahlýju. Á þennan hátt hafði hann áhrif á svo marga og snerti hugi og hjörtu. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Ingi okkar, það er sárt að kveðja þig en við vitum að nú ertu laus við þjáningar og kom- inn á betri stað. Þér var ætlað meira hlutverk en hér á jörðu niðri. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér, yndislegar minningar og ljóðin þín sem ylja okkur nú. Hvíldu í friði kæri vinur. Við Ingi Þór Hafbergsson ✝ Ingi Þór Haf-bergsson fædd- ist í Reykjavík 8. júní 1978. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 13. des- ember 2011. Útför Inga fór fram frá Graf- arvogskirkju 21. desember 2011. geymum minningar um þig í hjörtum okkar. Elsku Anna Birna, Freydís, Hafberg, Lára, Sól- ey, Sigvaldi og Tristan Ýmir. Okk- ar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hugur okkar er hjá ykkur og biðjum við Guð að gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þínir vinir, Svanur og Birna. Öll eigum við minningar. Minningar um fegurð náttúrunn- ar, fólk sem við höfum kynnst og atburði sem við höfum upplifað. Það fer eftir eðli minninganna hvaða tilfinningar þær vekja í brjósti okkar. Minningar eru óháðar tíma og rúmi. Þegar ég á þessari stundu hugsa til þín elsku vinur og bróð- ir fyllist ég þakklæti sem yljar mér gömlum manni að innstu hjartarótum. Vinátta og kærleik- ur er auður sem vex því meira sem af honum er gefið. Sá fjár- sjóður sem þú nú tekur með þér yfir á annað tilverustig er trú á hið góða, hjartahlýja og um- hyggjusemi. Kahlil Gibran segir m.a. um dauðann: „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns.“ Trúðu á tvennt í heimi, tign sem hæsta ber. Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingrímur Thorsteinsson) Hjartans þakkir fyrir sam- verustundirnar þann tíma sem við gengum saman. Þú varst góð- ur drengur. Þinn vinur og bróðir, Lúðvíg Björn Albertsson. Í dag kveð ég vin minn allt, allt of snemma. Í dag er lítil huggun að hann hafi fengið hvíld- ina því við vildum öll að hann hefði fengið heilsuna. Í dag er sorg því heimurinn var betri með Inga Þór meðal okkar. Næstu vikur og mánuðir fara í að sætta sig við þá hluti sem orðnir eru og minnast þessa góða drengs sem gerði veröldina fallegri. Ingi Þór var með æskulýðs- starfið í Áslandsskóla þegar ég kynntist honum. Hann skar sig strax úr fyrir að vera ótrúlega já- kvæður, með syngjandi hlátur og strákslegt bros. Hann heilsaði aldrei með því að kasta á mann kveðju, heldur tók þéttingsfast utan um mann. Hann spurði aldrei hvernig maður hefði það, án þess að vera virkilega áhuga- samur um svarið. Þannig var hann, með góða nærveru og lað- aði fólk að sér. Honum var um- hugað um aðra og lét fólk sig varða. Unglingarnir í Áslandsskóla kynntust því. Þeir áttu greiðan aðgang að honum og hringdu í hann að nóttu sem degi ef þeir þurftu á ráði eða aðstoð að halda. Ekkert var of ómerkilegt til að Ingi Þór gæfi sér ekki tíma til að sinna málunum og ekkert verk- efni var of flókið eða stórt til að hann fyndi ekki leið til að leysa það. Það var augljóst á minning- arstund í síðustu viku hvað hann náði til margra unglinga, sem í dag eru orðnir flottir fullorðnir einstaklingar, því fjöldi þeirra mætti og syrgði góðan vin sinn og fyrirmynd. „Guðinn minn sefur aldrei“ skrifaði hann einu sinni í sms- skilaboð til mín. Við ræddum oft um mögulega tilvist Guðs. Ég ef- aðist en hann var ekki í nokkrum vafa um að Hann vekti yfir okk- ur. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir reyndi hann aldrei að gera lítið úr mínum eða breyta þeim. Hann tók fólki eins og það var. Eitt sinn sagði hann að við værum í raun sitthvor hliðin á sama pen- ingnum, hefðum sömu gildin þrátt fyrir ólíkar skoðanir á ein- stökum málum. Síðan glotti hann og sagði að merkilegast væri að við værum vinir, hann Valsarinn og ég KR-ingurinn. Guðinn hans sefur aldrei. Ingi Þór hefur farið til Hans og bæst í hóp þeirra engla sem vernda okkur. Ég kveiki á kerti og vona að Guðinn hans taki mark á því og gefi Önnu Birnu og fjölskyldu Inga Þórs styrk. Ása Marin. Hlýja, glettni og virðing eru orð sem koma fyrst upp í huga minn þegar ég hugsa til Inga Þórs. Leiðir okkar Inga Þórs lágu saman í Grafarvogskirkju árið 1995 en það ár byrjaði ég að vinna við þrif í kirkjunni sam- hliða námi mínu og fljótlega fór- um við Ingi Þór að vinna saman í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Ingi Þór elti mig um kirkjuna meðan á þrifunum stóð og saman reynd- um við að leysa lífsgátuna. Ingi Þór var þremur árum yngri en ég og þarna ræddum við saman á jafningjagrundvelli um lífið og mannlega gæsku og aldr- ei fann ég fyrir aldursmuninum. Ingi Þór trúði á það góða í mann- inum og lagði mikið á sig til þess að draga það fram í hverjum og einum. Honum lá lífið á því hann ætlaði að ná að gera svo margt áður en yfir lyki. Hann talaði stundum um það á sínum yngri árum að hann myndi ekki ná háum aldri og við hin sem hlust- uðum á þetta gerðum hálfgert grín að þessum orðum hans. Hann var ekki nema 26 ára þeg- ar faðir minn tilkynnti mér að nýjasti frímúrarafélaginn hans væri Ingi Þór. Ég sagði að bragði: Má það? Ég, í einfeldni minni, hélt að slíkur félagsskap- ur væri fyrir menn komna fast að fertugu. Ingi Þór var ljóðelskur maður og samdi ljóð og texta eins og enginn væri morgundag- urinn. Ég nýt þess að eiga ljóð sem hann samdi handa mér í afmæl- isgjöf fyrir mörgum árum. Svona voru gjafirnar hans Inga Þórs, þær komu frá hjartanu og bornar fram af virðingu. Það sem var svo fallegt við Inga Þór var hversu vel hann talaði um sam- ferðafólk sitt og þá nærgætni sem hann sýndi í hvívetna en maður vissi líka alveg þegar hon- um mislíkaði og þá voru hlutirnir ræddir þar til viðunandi niður- staða fékkst. Í síðastliðinni viku naut ég þeirra forréttinda að sitja með vinum Inga Þórs kvöldstund og spjalla um lífið, missinn og þann söknuð sem svo stór hópur er að glíma við. Vinirnir höfðu lífssýn Inga Þórs að leiðarljósi, það var rætt saman af alvöru með smá glettni og þegar hópurinn kvaddi fóru allir heim hnarreistari en þegar þeir gengu inn. Það er svo gott að eiga góða minningu um góðan dreng og sú minning hjálpar fólkinu hans og vinum á lífsins leið. Ég votta fjölskyldu Inga Þórs mína dýpstu samúð. Kveðja, Svanfríður Ingjalds- dóttir (Fríða). Það er langt síðan við höfum talað saman, elsku vinur, en þín er nú sárt saknað. Það er ým- islegt sem við lögðum á ráðin um, ýmislegt sem við höfðum ætlað að gera, byggja upp og ráðast í þegar fram liðu stundir. Fyrir allmörgum árum lágu leiðir okk- ar þó í sitthvora áttina en ég á alltaf góðar minningar um þig og þann tíma sem leiðir okkar lágu saman. Þú varst systur minni kær, móður og föður en ekki síður mér. Þú varst einn af mínum bestu vinum og ég kveð þig nú með tár í augum, óskandi þess að við hefðum haft meira samband þegar tími gafst til. Ég kveð þig nú með tár í augum og horfi til baka á liðna tíð óska þess að við hefðum aukið sam- band meðan tíminn gafst og heilsan blíð. Það er sárt í minnum og að horfa uppá unga vini svífa á braut á vit himnaengla og himnaföður þann er alla þína virðingu hlaut. Hann hefur nú sótt þig, kæri vinur ber þig til himna á dúðaðri sæng þar situr þú nú og vakir yfir með fjölskyldu og vini undir þínum væng. Finnur Yngvi Kristinsson. Fyrir réttu ári útskrifaðist frá Borgarholtsskóla ungur maður sem var að mörgu leyti einstak- ur. Hann hélt ræðu fyrir hönd út- skriftarnema og spaugaði með það að hann hefði innritast við skólann fyrir 10 árum, en brosti svo og sagðist hafa tekið nokk- urra ára hlé sem hann nýtti til æskulýðsstarfa fyrir kirkjuna. Hann innritaðist í guðfræði við HÍ en fljótlega bundu veikindin sem hann hafði lengi glímt við enda á þau framtíðaráform. Ingi Þór var skipulagður og ósérhlífinn, fæddur leiðtogi og átti auðvelt með að koma fyrir sig orði, bæði í bundnu og óbundnu máli. Með framkomu sinni fangaði hann hug allra sem kenndu honum. Kennarar töluðu um að hann væri mannasættir og að allir færu ríkari af hans fundi. Á fyrri hluta ferilsins í skól- anum tóku félagsstörf hug hans allan og var hann meðal annars formaður nemendafélagsins. Þar sem þetta var á fyrstu starfsár- um skólans má segja að hann hafi lagt grunninn að félagslífi Borgarholtsskóla. En er hann kom aftur til náms sýndi hann hve góður námsmaður hann var. Hann varð strax leiðtogi í út- skriftarhópnum og skipulagði „dimission“ röggsamlega og bjó til ferli um viðburðinn sem hann eftirlét nemendafélaginu til að styðjast við í framtíðinni. Hann hafði ákveðnar skoðanir á því hvernig nemendur ættu að fagna þessum miklu tímamótum. At- höfnin ætti að byggjast á sjálfs- virðingu og virðingu fyrir öðrum án þess að dregið væri úr gleðinni sem fylgir slíkum áfanga. Nemendur treystu hon- um til forystu án þess að ræða þyrfti um það. Sú mynd sem við í Borgar- holtsskóla höfum af Inga Þór er af nemanda sem var þroskaðri en flestir samnemendur hans og hafði ákveðna lífssýn þar sem já- kvæðar hliðar lífsins voru alls- ráðandi. Ingi Þór var hagmæltur. Þeg- ar hann kvaddi skólann gaf hann okkur listaverk eftir sjálfan sig sem er samtvinnuð myndlist og ljóðlist og fjallar um siglingu í yf- irfærðri merkingu. Ingi Þór hef- ur nú „lent sínu fari við sjávar- kamb“ en við sem enn siglum mislygnan sjó þökkum samfylgd- ina. Aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Inga Þórs. Kveðja frá Borgarholtsskóla, Bryndís Sigurjónsdóttir, skólameistari Borg- arholtsskóla. Það er erfið tilhugsun að þú, elsku hjartans Ingi okkar, sért farinn. Þessi sex ár sem við höfum fengið að eiga með þér hafa verið okkur dýrmæt. Það er ekki sjálf- gefið að þú, æskulýðsfulltrúinn okkar, hafir gefið svona mikið af þér og sýnt okkur svona mikinn áhuga. Þú lagðir þig allan fram í starfi sem gerði að verkum að hópurinn okkar varð náinn og allir hlökkuðu til að mæta á æskulýðsfundina. Þú hjálpaðir okkur með svo margt með því að færa okkur gleði og kærleika. Við munum ekki eftir stund með þér án þess að hlátur hafi komið við sögu og verður hlátri þínum seint gleymt þar sem hann var svo yndislegur og smitandi. Þú varst alltaf svo jákvæður og bjartsýnn, sama hverjar aðstæð- urnar voru. Það var hægt að treysta á þig og þú varst alltaf til staðar fyrir okkur. Þú áttir marga vini og áttir auðvelt með að kynnast nýju fólki enda varst þú svo málglaður og innilegur. Við áttum margar eftirminnileg- ar stundir saman en það var samt svo margt sem við áttum eftir að upplifa og gera og því er erfitt að kveðja þig. Við lærðum margt af þér og þú varst okkar fyrirmynd. Okkur þótti svo vænt um þig og þú munt alltaf vera í hjörtum okkar. Við vottum fjölskyldu og að- standendum Inga dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. F.h. 1995-árgangs Áslands- skóla, Harpa, Ragnheiður og Yrsa. Sem enskukennarar í Borgar- holtsskóla má eiginlega segja að við höfum haft tvær útgáfur af Inga Þór hjá okkur. Fyrst var strákurinn sem hafði engan tíma til að vera í skóla því hann var svo upptekinn af því að byggja upp félagslíf í skólanum. Mörg- um árum síðar kom til okkar þroskaður maður sem hafði lagt sig allan fram og varð einn sá eft- irminnilegasti nemandi sem við höfum nokkurn tímann kennt. Hann var alltaf jákvæður, áhuga- samur og hress og tókst yfirleitt að rífa allan bekkinn með sér og koma kennslunni upp á annað stig. Ef það væri alltaf einn Ingi Þór í hverjum bekk væri starf okkar mun auðveldara! Á sama tíma tókst honum að sjálfsögðu að hafa frábær áhrif á félagslíf útskriftarnema. Það var eitthvað við Inga sem er erfitt að koma í orð. Hann smitaði fólkið í kring- um sig af gleði sinni og bjartsýni og það var alltaf svo gott að mæta honum. Hann talaði um áhugaverða hluti og var alltaf að hugsa um hvað hann gæti gert fyrir aðra. Elsku Ingi Þór. Við munum svo sannarlega sakna þín. Við höfðum allar hlakkað svo til að fylgjast með þér gera eitthvað stórkostlegt í þessu lífi. Þú tal- aðir stundum um að koma í þriðja sinn í Borgarholtsskóla og þá sem kennari. Mikið hefðum við skemmt okkur vel! Samfélag- ið hefur misst mikið en mestur er þó missir fjölskyldunnar. Sumar okkar urðu þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að kenna Láru og Sól- eyju, systrum Inga Þórs. Við vottum ykkur, foreldrum, unn- ustu og öðrum aðstandendum Inga Þórs, okkar dýpstu samúð. Sólrún, María, Ásta Laufey og Íris Rut. Kveðja frá Lions Í dag kveðjum við elskulegan vin okkar og Lionsfélaga, Inga þór. Ingi Þór átti með okkur nokk- ur góð ár innan Leo, ungliða- hreyfingar Lions, þegar við vor- um unglingar þar sem hann var fyrsti formaður Leoklúbbsins Húgós. Innan Leo vann hann mikið og öflugt starf og dreif fé- lagana áfram af krafti og gleði. Undanfarin þrjú ár starfaði hann svo með okkur innan Lions- klúbbsins Heklu, sem stofnaður var af gömlum Leofélögum, en Ingi Þór var annar formaður klúbbsins. Öll aðkoma Inga Þórs að Leo og Lions einkenndist af hjarta- gæsku hans og kærleika. Hann var ávallt fullur af spennandi hugmyndum og vann óeigin- gjarnt starf af heiðarleika og ein- lægni. Ingi Þór var líka afar hreinskilinn og trúði á það góða í manninum. Hann hélt alltaf áfram þó svo að á móti blési og það kom aldrei til greina hjá hon- um að gefast upp. Við munum ávallt minnast Inga Þórs með hlýhug, virðingu og þakklæti. Hann var einstakur maður sem gaf samferðafólki kærleika hvar sem hann kom við. Kæra Anna Birna, Freydís, Hafberg, Lára Ósk, Sóley Dögg, Sigvaldi og Tristan Ýmir, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð og biðjum Guð að vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk á þessari sorgarstundu. Hvíl í friði elsku vinur. Fyrir hönd Lionsklúbbsins Heklu, Bergljót Lóa Þorsteinsdóttir formaður. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku frænku okkar, ÖNNU SIGURBJARGAR TRYGGVADÓTTUR, Sólvöllum 17, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Beykihlíð fyrir hlýja og elskulega umönnun. Systrabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, RÓBERTS EINARS ÞÓRÐARSONAR, Háengi 23, Selfossi, sem andaðist laugardaginn 26. nóvember. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunardeildarinnar Ljósheima fyrir einstaka umönnun og hlýju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarsjóð Oddfellow- reglunnar á Selfossi, 0152-15-370242, kt. 650893-2049. Magdalena B. Jóhannesdóttir, Sólveig Róbertsdóttir, Grímur Bjarndal, Jóhanna Róbertsdóttir, Björn B. Jónsson, Matthildur Róbertsdóttir, Jens Pétur Jóhannsson, Unnur Fjóla Róbertsdóttir, Anders Köhler, Guðrún Schiöth, Inger Schiöth, Sveinn Þórðarson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.