Morgunblaðið - 22.12.2011, Síða 34

Morgunblaðið - 22.12.2011, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Kelduskógar 1-3, Fljótsdalshéraði, fastnr. 226-5037, þingl. eig. Guð- mundur Páll Einarsson, gerðarbeiðendur Kelduskógar 1-3, húsfélag og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 28. desember 2011 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 21. desember 2011. Raðauglýsingar Í dag kveðjum við góðan dreng, Erling Ingvason, sem lést eftir harða baráttu við þann sjúkdóm sem við hræðumst hvað mest. Aðdáunarvert var að sjá hvernig þau Erlingur og Birna tóku á þessum miklu hremming- um með jákvæðnina að leiðar- ljósi. Margar góðar stundir átt- um við hjónin á þeirra kærleiksríka og fallega heimili í Stóragerðinu ásamt börnum og barnabörnum. Ekki voru þær síðri golfferðirnar í Öndverðar- nesið, þar sem Erlingur sló öll- um við. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Birna og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk á þess- um erfiða tíma. Ellert og Bryndís. Nú gengur í garð hátíð ljóss og friðar. Gleðin og tilhlökkun á að vera við völd. En stafrófið í lífinu kemur ekki upp í réttri röð eins og við viljum þekkja það. Sorgin hefur nú tekið völd. Góða vinkona okkar, hún Birna þarf nú að horfa á eftir sínum ástkæra eiginmanni kveðja þetta jarðríki eftir hetju- lega baráttu við illvígan sjúk- dóm. Mikill baráttuhugur og elja einkenndi hann þessi ár sem hann barðist gegn sjúkdómnum allt þar til yfir lauk. Birna stóð eins og klettur við hlið hans hvað sem upp á kom. Þau leit- uðu lækninga hér heima sem er- lendis og dáðumst við að dugn- aði þeirra. Það var mikil hamingja og gleði sem ríkti í vinahóp þeirra hjóna þegar þau tóku saman. Máltæki segir „Segðu mér hvern þú umgengst og ég skal segja þér hver þú ert“. Erlingur var ljúfur og góður maður sem hafði fallega nærveru og gott var að sækja hann heim. Þessir mann- kostir hans spegluðu sig í Birnu. Þau bjuggu sér fallegt heimili þar sem þau gengu að jöfnu til allra verka. Það eru góðar minningar sem við eigum frá sameiginlegu heimili þeirra. Það var gaman að spjalla við Erling um menn og málefni. Hann galdraði fram ljúfar veitingar sem hann í natni hafði undirbúið vel. Við upplifð- um að Birna og Erlingur fundu hamingjuna í fangi hvort annars. Þau voru samrýnd og umgeng- ust hvort annað af ást og virð- ingu. Öll við færum, elsku vinur, ástar þökk á kveðjustund. Gleði veitir grátnu hjarta. guðleg von um eftirfund. Drottinn Jesú, sólin sanna, sigrað hefur dauða og gröf. Að hafa átt þig ætíð verður, okkur dýrmæt lífsins gjöf. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Birna okkar, við færum þér og fjölskyldu þinni ásamt ættingjum Erlings okkar dýpstu Erlingur Ingvason ✝ ErlingurIngvason fædd- ist á Helluvaði á Rangárvöllum 28. janúar 1952. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. des- ember 2011. Útför Erlings fór fram frá Háteigs- kirkju 21. desem- ber 2011. samúð á erfiðri stundu og þú veist að þú getur alltaf átt okkur að. Þínir vinir, Aðalheiður og Sveinn. Erlingur Ingva- son var búinn að berjast lengi við krabbameinið af miklu æðruleysi og viljastyrk en varð að lokum undir í þeirri glímu. Nú kveð ég góðan vin, fyrrverandi meðeiganda, sam- starfsmann til áratuga og golf- félaga minn með söknuði. Ég og Ólöf, kona mín, kynnt- umst Erlingi og hans fyrri konu Valgerði fljótlega eftir að við fluttum heim frá Danmörku árið 1982 og settumst að á Selfossi. Nýkominn heim frá námi og ný- byrjaður sem byggingarfulltrúi leitaði ég oft eftir faglegum ráð- um hjá Verkfræðistofu Suður- lands þar sem Erlingur var einn af starfsmönnum. Við vorum fljótir að ná saman um vinnuna og önnur áhugamál og höfðum líka lífsskoðun. Vinátta skapað- ist síðan með okkur og fjölskyld- um okkar. Árið 1985 stofnuðum við Erlingur teiknistofu á Sel- fossi og rákum við hana saman til 1992 en þá var lítið um verk- efni og hætti Erlingur í rekstri með mér og fór aftur til starfa hjá Verkfræðistofu Suðurlands. Hann varð síðan einn af eigend- um hennar. Við Erlingur áttum auðvelt með að vinna saman að verk- efnum. Hann var vandaður fag- maður en honum fannst líka spennandi að sjá hvernig ég sem arkitekt mótaði hús. Þá kom hann oft með góðar ábendingar um uppbyggingu burðarvirkis og aðrar góðar úrlausnir. Það var því mikill styrkur fyrir óreyndan arkitekt að hafa Er- ling, með hans þekkingu, sér við hlið. Síðan höfum við Erlingur staðið að hönnun margra bygg- inga saman.Við byrjum ferillinn með hönnun sambýlis fyrir fatla á Selfossi og fljótlega fórum við að þjónusta Mjólkurbú Flóa- manna og sáum um hönnun allra nýbygginga og allt viðhald þar allt fram að veikindum Erlings. Þá eru ótalin ýmis önnur verk- efni. Einnig hönnuðum við sam- an einbýlishús fyrir hann og fyrri eiginkonu. Ég hef oft hugsað um það í seinni tíð hvað samvinnan gekk vel hjá okkur og stundum var það sem einn maður væri að verki. Við bárum mikla virðingu fyrir fagþekkingu hvor annars. Síðasta húsið sem við hönnuðum saman var einbýlishús fyrir dóttur mína og tengdason og gekk það vel að vanda. Seinni konu Erlings, Birnu kynntum við Ólöf þegar þau hófu sambúð sína. Þó að Erling- ur og Birna hafi ekki fengið mörg ár saman sá maður strax í upphafi að þau voru mjög sam- rýmd og báru mikla elsku hvort til annars. Það var mér líka gleðiefni og sönn ánægja að geta aðstoðað þau þegar Erlingur bað mig um ráðleggingar, þegar hann og Birna festu kaup á Stóragerðinu og fóru í að end- urgera íbúðina. Sem golffélagar fórum við Er- lingur oft út á golfvöll, fyrst á Selfossi, síðan GR-vellina er við báðir vorum fluttir til Reykja- víkur sem og marga aðra velli. Þetta voru miklar gleðistundir hjá okkur og oftar en ekki var Páll Leó golffélagi okkar með í för. Ég á eftir að sakna góðu stundanna okkar á golfvellinum. Við Ólöf tregum nú góðan vin. Við sendum Birnu, börnum Er- lings og fósturbörnum og öðrum aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur og vonum að almættið megi styðja þau í sorg sinni. Helgi Bergmann Sigurðsson. Með nokkrum orðum viljum við minnast vinar og samstarfs- félaga okkar, Erlings Ingvason- ar, sem lést aðfaranótt 12. des- ember síðastliðinn, eftir langa baráttu við krabbamein. Erlingur hóf störf á Verk- fræðistofu Suðurlands árið 1980 og starfaði þar til ársins 1984, en þá ákvað hann að breyta til og stofnaði, ásamt félaga sínum, teiknistofuna Hönn, sem þeir ráku saman til ársins 1992. Er- lingur gekk þá aftur til liðs við Verkfræðistofu Suðurlands og starfaði þar til ársloka 2010 er hann sneri sér alfarið að glím- unni við sjúkdóminn. Hann var hluthafi í fyrirtækinu frá árinu 1996 og tók virkan þátt í stjórn og þróun þess í að verða hluti af einu stærsta verkfræðifyrirtæki landsins með stofnun EFLU- verkfræðistofu. Erlingur hafði einstaklega næmt auga fyrir góðu hand- bragði og átti að sama skapi gott með að greina hvar betur mátti fara. Störf hans einkenndust af fagmennsku og vandvirkni. Hann lagði ríka áherslu á að öll- um verkefnum væri skilað vel unnum, teikningar áferðarfalleg- ar og læsilegar og öll gögn yf- irfarin. Það þótti því sjálfsagt að hann réði framsetningu teikn- inga og annarra gagna til við- skiptavina. Gagnrýnin hugsun, gott auga fyrir útliti og góðar leiðbeiningar hjálpuðu þeim, sem voru að stíga sín fyrstu skref í gerð teikninga, að gera góða hluti betri. Þeir sem hófu störf á Verk- fræðistofu Suðurlands skildu fljótt að hann var einn af horn- steinum vinnustaðarins, dag- farsprúður, hæglátur við fyrstu kynni og traustur og til staðar þegar þörf var á og leita þurfti ráða eða lausna á verkefnum. Jafnvel eftir að hann, vegna veikinda sinna, lét af störfum fyrir síðustu áramót var hann alltaf tilbúin að aðstoða okkur þegar þörf var á og aðstæður leyfðu. Hæglætið var til þess að sum- ir voru dálítinn tíma að kynnast honum og áttu jafnvel til að van- meta festu hans og ákveðni sem var alltaf til staðar þegar á reyndi. Erlingur var með skoð- anir á flestu sem viðkom þjóð- félaginu og lífinu í heild, hvort heldur sem var pólitík, mannlíf eða trúmál. Oft hafa spunnist upp skemmtilegar rökræður sem kannski hafa ekki leitt til einnar lausnar, heldur sam- komulags um að aðilar væru áfram ósammála. Í góðum og samstæðum hóp leyfist öllum að hafa sínar skoðanir, hverjar sem þær eru. Fagurkeri var Erlingur af lífi og sál, og enginn kom að tómum kofunum hjá honum við að velja vín með mat eða raða saman matseðli. Enda var gjarnan leit- að ráða hjá honum með slíka hluti í vinnustaðaferðum innan- lands, utanlandsferðum og árshátíðum. Í predikaranum segir: „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma, og að deyja hefur sinn tíma.“ (Pd.3.1.) Tími Erlings Ingvasonar með okkur hér á jörð, hefur runnið sitt skeið og erfitt verður að fylla í það skarð sem eftir stend- ur. Við erum þakklát fyrir að hafa þekkt hann og hafa átt með honum langt og gott samstarf. Eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Erlings. Fyrir hönd samstarfsfólks á Verkfræðistofu Suðurlands. Páll Bjarnason. ✝ Ágústa Sum-arrós Gam- alíelsdóttir var fædd í Reykja- vík, 18. ágúst 1920. Hún lést 7. desem- ber 2011. Faðir: Gamalíel Kristjánsson múr- ari. f. á Grjóteyri, Borgarfirði, 13. júní 1868. d. 1. des- ember 1937. Móðir: Kristín Ingimund- ardóttir húsmóðir. f. í Fossatúni, Andakílshr. Borgarfirði, 20. apríl 1876. d. 20. ágúst 1945. Albræður: Ingimundur Gamalíelsson 1915- 1916. Ólafur Gamalíelsson 1917- 1937. Systur samfeðra: Ingibjörg Sigríður Gamalíelsdóttir 1892- 1975. Guðmunda Lilja Gam- alíelsdóttir 1894-1993. Guðrún María Gamalíelsdóttir 1898-985. Eig- inmaður: Sveinn Sigurbjörn Magnússon, f. 1941, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Sveinn Sig- urbjörn Erlendsson, f. 1968, tölvuforritari. Maki: Helga Ein- arsdóttir, dóttir hennar er Rak- el Anna. b) María Erlendsdóttir, ferðamálafræðingur, f. 1974, sonur hennar er Emanúel Ant- on. c) Svanhvít Sunna Erlends- dóttir, f. 1976, snyrtifræðingur, sonur hennar er Daníel Bjartur. d) Ágústa Eva Erlendsdóttir, f. 1982, söng- og leikkona. Maki: Jón Viðar Arnþórsson, sonur þeirra er Þorleifur Óðinn. e) Finnbogi Þór Erlendsson, f. 1983, nemi í Listaháskóla Ís- lands, dóttir hans er Lilja María. 3) Kristín Valgerður Árný Sveinsdóttir, f. 1952, bókasafns- og upplýsingafræðingur. Maki: Magnús Björn Jónsson, f. 1953. Börn þeirra eru: a) Jón Steinar Magnússon, f. 1982, inn- kaupastjóri. Maki: Anna Magn- úsdóttir, börn þeirra eru: Magn- ús Aðalbjörn og óskírð Jónsóttir. b) Bergrún Tinna Magnúsdóttir, f. 1985, stærð- fræðingur og doktorsnemi. Maki: Heiðar Eyjólfsson. c) Sveinn Bergsteinn Magnússon, f. 1989, verkfræðinemi. Jarðsett var í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Daníelsson, f. 7. júlí 1908. d. 22. nóv- ember 1991. Bóndi á Syðstu- Kárastöðum, V- Hún., síðar verka- maður í Reykjavík. Börn þeirra eru þrjú: 1) Ólafur Gamalíel Sveins- son, f. 1942, versl- unarmaður. Maki: Nanna Bald- ursdóttir, f. 1941. Börn þeirra eru: a) Baldur Ólafsson, f. 1969, starfsmaður hjá Reykjavík- urborg. b) Ágúst Ólafsson, f. 1971, íþróttakennari. Maki: María Björk Kristjánsdóttir, dætur þeirra eru: Íris Björk og Ásta Björk. c) Svala Ólafsdóttir, f. 1975, þroskaþjálfi. Maki: Magnús Þór Bjarnason, börn þeirra eru: Reynir Aron, Eik og Unnar Darri. 2) Sigurdís Sveins- dóttir, f. 1943, handmennta- kennari og hönnuður. Fyrrum eiginmaður: Erlendur Finnbogi Ágústa tengdamóðir mín lést 7. desember sl. 91 árs að aldri. Hún var heilsteypt kona, dugnaðar- forkur hinn mesti. Bakaði bestu kleinur í heimi og ekki var laufa- brauðið síðra. Ég kveð hana með stökum eftir afa hennar, Ingi- mund Gíslason bónda í Fossatúni, Borgarfirði. Ó, hvað áfram líður æfistundin vor eins og straumur stríður stígið lífsins spor aptur feta enginn má því er bezt að sjá að sér og sín í tíma gá. Þegar lífsins liðinn léntur dagur er unun frelsi og friðinn faðir himna þér veiti sér við hægri hlið, sem og líka öllum oss eg af hjarta bið. Magnús Björn Jónsson. Hver árstíð heilsar með ólíkum blæbrigðum og skartar sérkenn- um sem aðgreina þær hverja frá annarri. Síðustu vikur hefur Vet- ur konungur ráðið ríkjum með frosthörku á sama tíma og myrk- ur grúfir yfir stóran hluta sólar- hringsins. Til að færa okkur birtu hefur fannhvít jörðin samtímis lýst upp mesta skammdegið. Þó að frostið bíti kinn finnum við fyrir yl og birtu í ljósadýrð aðventunn- ar og sjáum gleði og tilhlökkun í andliti barna sem bíða komu jólanna. Eftirvæntingin í augum þeirra er ósvikin og einlægnin hreyfir við þeim sem eldri eru og minnir þá á raunverulegan tilgang jólahátíðarinnar. Börnum liggur oft mikið á hjarta en eru athugul og námfús fái þau tíma og tæki- færi til að eiga samskipti við eldri kynslóðir. Hagurinn er líka beggja því samvistir ólíkra aldurs- hópa gefa eldri kynslóðum tæki- færi til að miðla reynslu og þekk- ingu áfram til þeirra yngri sem getur reynst þeim ómetanlegt veganesti út í lífið. Á kveðjustund Ágústu ömmu minnar reikar hugurinn til bernskuáranna þar sem lítill ljós- hærður drengur var að springa úr stolti í hvert sinn sem amma hans kynnti hann sem nafna sinn. Ég man hversu gaman mér þótti að búa nálægt ömmu og Sveini afa. Ég man tilhlökkuna eftir því að heimsækja þau eða fá þau í heim- sókn og ferðalögin, oftast í Skammadal eða á Kárastaði á Vatnsnesi. Ég minnist afa Sveins sem alltaf virtist eiga rauðan Ópal eða annað góðgæti að gauka að þakklátum barnabörnum. Ég man sæluna sem fylgdi því að sitja í eldhúsinu í Stigahlíðinni og þiggja bestu kleinur í heimi og fá ískalda mjólk með. Ég man hve gaman var að gista hjá ömmu og afa og eftir veggklukkunni sem minnti á sig á næturnar. Ómissandi þáttur í tilverunni var jóladagur í Stiga- hlíðinni. Ég man ömmu svífa um íbúðina glaða í bragði og töfra fram kræsingar allan daginn. Hún lék á als oddi og naut sín til hins ýtrasta í hlutverki gestgjafans. Börnin léku sér og fullorðna fólkið tók í spil. Um kvöldið voru gamlar íslenskar plötur settar á fóninn og það voru örþreytt en alsæl barna- börn sem kvöddu ömmu og afa þegar langt var komið fram yfir venjulegan háttatíma. Ótal fleiri minningar koma upp í hugann enda margs að minnast og þakka fyrir. Fráfall afa reyndist ömmu þungbært og líkt og í náttúrunni skiptust á skin og skúrir hin síðari ár. Á köflum komu dimm él og snarpir vindar blésu á móti en með ótrúlegum viljastyrk og dugnaði tókst amma á við mótlæt- ið og stóð af sér öll áhlaup. Það er gott til þess að vita að undir það síðasta átti hún góðar stundir og ég er þakklátur fyrir okkar fundi síðustu árin þó að gjarna hefðu þeir mátt vera fleiri. Þegar ég fékk fregnir af andláti ömmu varð mér litið út um gluggann heima hjá mér. Úti ríkti algjör kyrr og friður og stórar snjóflyksur féllu tignarlega til jarðar. Mitt í kuldanum og myrkr- inu birtist veturinn í þeirri mynd sem hann verður fegurstur og í mínum huga er ekki hægt að velja sér betri kveðjustund en einmitt slíka. Guð blessi minningu Ágústu ömmu. Ágúst Ólafsson. Elsku amma okkar. Nú ert þú hjá englunum. Við söknum þín sárt. Við vorum svo heppin að hafa þig nálægt þegar við vorum að alast upp. Þegar komið var heim úr skólanum tókst þú á móti okkur og heitur makkarónugrautur var lagður á borð. Ekki hafðir þú samt tíma til að setjast niður enda þurfti að þvo og strauja. Já hversdaginn áttum við sam- an elsku amma. Ótal minningar renna saman í eina þar sem við systkinin sitjum á kollum í litla eldhúsinu þínu og gæðum okkur á ristuðu brauði, kexi og ljúffengu kökunum þínum. Þið mamma ræðið um pólitík en eruð aldrei sammála. Við fáum svo mola og stundum aur til að setja í baukinn. Eldhúsið þitt breytir samt um ham þegar mikið stendur til. Þá er pabbi líka með og við hjálpumst öll að við að gera slátur, laufa- brauð eða piparkökur. Svo er dúk- að borð og haldin veisla í borðstof- unni. Aldrei munum við gleyma hve gott var að vera hjá þér í sveitinni þar sem þú dvaldist alltaf á sumr- in. Þar áttum við margar ógleym- anlegar stundir og er sérstaklega minnisstætt hvað þú ljómaðir allt- af þegar hundarnir á neðri bæn- um birtust í glugganum á gamla bænum þínum til að biðja um ör- lítinn matarbita. Þarna dvöldum við hjá þér í góðu yfirlæti og þú dekraðir við okkur á meðan við nutum sveitasælunnar með þér. Þarna fannst þér best að vera og þetta voru frábærir tímar sem við munum varðveita í minningunni um ókomna tíð. Elsku amma, takk fyrir allt. Sofðu rótt Tinna og Sveinn. Ágústa Sumarrós Gamalíelsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.