Morgunblaðið - 22.12.2011, Side 35

Morgunblaðið - 22.12.2011, Side 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Krossgáta Lárétt | 1 hlutdeild, 4 lóð, 7 ól, 8 halinn, 9 illgjörn, 11 gylla, 13 hæðum, 14 Jesú, 15 fá á sig þunnan ís, 17 skaði, 20 sár, 22 myndun, 23 gref- ur, 24 eldstæði, 25 skepn- urnar. Lóðrétt | 1 árás, 2 súrefnið, 3 vot, 4 listi, 5 skikkju, 6 nið- urfelling, 10 yfirbygging á skipi, 12 keyra, 13 stefna, 15 hafa stjórn á, 16 saddi, 18 kantur, 19 líffærin, 20 sæla, 21 föndur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kvenfólks, 8 vítur, 9 öldur, 10 Týr, 11 neita, 13 feikn, 15 bauks, 18 skóla, 21 tóm, 22 Eldey, 23 efast, 24 fangelsið. Lóðrétt: 2 vetni, 3 narta, 4 óþörf, 5 koddi, 6 svín, 7 grun, 12 tak, 14 eik, 15 brek, 16 undra, 17 stygg, 18 smell, 19 óvani, 20 autt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 22. desember 1897 Ný stundaklukka var sett upp í turni Dómkirkjunnar í Reykjavík. Klukkan, sem enn telur stundirnar fyrir borg- arbúa, var gjöf frá Thomsen kaupmanni, þeim sama sem flutti fyrsta bílinn til landsins árið 1904. 22. desember 1919 Dómar voru kveðnir upp í Landsyfirrétti í síðasta sinn. Rétturinn var fyrst settur 10. ágúst 1801. Hæstiréttur Ís- lands tók síðan til starfa tveimur mánuðum síðar. 22. desember 1966 Vélbáturinn Svanur fórst í slæmu veðri við Vestfirði og með honum sex manns. Sama dag strandaði breski togarinn Boston Wellvale við Ísafjarð- ardjúp en áhöfninni var bjarg- að. 22. desember 1987 Ný lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík var staðfest. Hún kom í stað samþykktar sem gilt hafði í meira en hálfa öld. 22. desember 1999 Tunglið var nær jörðu en ver- ið hafði í 69 ár. Morgunblaðið sagði að það hefði virst stærra og bjartara en venjulega. Næst gerist þetta árið 2052. 22. desember 2000 Halldór Laxness rithöfundur var valinn maður aldarinnar, samkvæmt aldamótakönnun Gallup sem kynnt var í Kast- ljósinu í Sjónvarpinu. Í sömu könnun var Vigdís Finn- bogadóttir valin kona ald- arinnar og Davíð Oddsson stjórnmálamaður aldarinnar. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Það er nú þannig þegar maður á afmæli svona rétt fyrir jólin að þá er nú oft mjög annasamt á þessum tíma og lítill tími stundum til að fagna akkúrat á þessum degi, en ég hugsa að það verði bara rólegheit og tekið á móti nánustu vinum og ættingjum í kaffi,“ segir Helga Helgadóttir, náms- og starfsráðgjafi, aðspurð hvað hún ætli að gera á stórafmælisdaginn sinn en hún fagnar 35 ára af- mæli sínu í dag. Að sögn Helgu hefur það aldrei verið vesen að eiga afmæli svona stuttu fyrir jól. „Þegar ég var yngri þá pössuðu mamma og pabbi rosalega vel upp á að halda alltaf upp á daginn minn eins og afmælisdaga systra minna og hafa þetta bara eins þó svo að það væru að koma jól, venjulegt afmælið aðskilið frá jólunum,“ segir Helga. Helga bendir einnig á að það hafi sína kosti að eiga af- mæli svona nálægt jólum, þannig geti hún beðið fólk um að blanda saman jóla- og afmælisgjöfum og fengið þá stærri gjafir í staðinn en svo segist. Helga jafnframt njóta þess að vera ávallt í fríi á afmæl- isdaginn. „Ég er rosamikið jólabarn og ég held að það tengist soldið því að maður eigi afmæli á þessum tíma,“ segir Helga og bætir við að hún hlakki til afmælisins enda trúi hún því vart að hún sé orðin 35 ára. Helga Helgadóttir er 35 ára í dag Rosamikið jólabarn (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Hver er sinnar gæfu smiður og það á við um þig eins og alla aðra. Peningar skipta þig minna máli núna, og þú eyðir þeim jafnvel í hluti sem þér þóttu ekki merkilegir áður. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þið hafið ráð undir rifi hverju og getið komið ýmsu í verk ef þið leggið ykkur fram um að leita samstarfsaðila. Fólk er fastheldið á sitt þessa dagana. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hömlurnar sem þú setur á sjálfa þig eru að verða leiðigjarnar. Mundu að sá er vin- ur sem til vamms segir. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það eru gerðar miklar kröfur til þín svo að þér finnst nóg um. Málið er að skilja hafrana frá sauðunum. Tækifæri í leiklist- argeiranum kunna að vera framundan. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skil- yrði. Vertu á varðbergi gagnvart þeim sem hugsa um hvernig þú getir gagnast þeim. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert óþarflega hnýsinn um hagi ann- arra og ættir að hætta því hið fyrsta. Það er til lítils að þvæla um hlutina fram og aftur. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Vitrir vinir og jafnvel ókunnugt fólk hvet- ur þig til þess að skemmta þér. Taktu mik- ilvægi hamingjunnar með í reikninginn. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Sumir eiga fullt af fallegum hlut- um til að hafa í kringum sig, en finna samt til lítillar hamingju. Að setja saman sögur og ljóð er góð dægrastytting. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Gerðu það sem í þínu valdi stend- ur til að láta þér líða sem best. Vanræktu ekki þinn innri mann, heldur gefðu þér tíma til að sinna andlegum þörfum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Mikilvægt er að þú getir safnað orku næstu fjórar vikurnar; andlega, lík- amlega og tilfinningalega. Kvöldinu er best varið heima við (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vatnsberinn er sumpart gefandi og sumpart krefjandi um þessar mundir. Ork- an hverfur þegar þú ert áhugalaus. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Já, það er gaman að láta hæla sér fyr- ir hæfileikana án þess að biðja um það. Hvað sem gerist verður það spennandi. Stjörnuspá Sudoku Frumstig 6 4 3 1 6 5 4 2 5 7 3 1 6 5 9 4 2 1 1 7 3 2 9 5 7 8 4 1 9 4 9 3 1 1 4 9 8 2 5 4 3 9 2 8 5 3 7 9 2 6 7 3 4 4 4 6 2 3 1 9 8 7 8 2 7 3 8 1 4 9 1 5 9 4 6 7 2 8 3 1 2 8 6 5 1 3 7 4 9 3 1 7 4 8 9 5 6 2 1 6 3 9 4 5 2 8 7 8 7 9 2 3 1 6 5 4 4 2 5 8 6 7 1 9 3 7 5 1 3 9 8 4 2 6 9 4 8 7 2 6 3 1 5 6 3 2 1 5 4 9 7 8 4 9 3 1 5 6 7 2 8 5 8 6 9 2 7 1 3 4 2 1 7 4 3 8 6 5 9 3 4 2 5 6 9 8 7 1 8 6 9 2 7 1 3 4 5 7 5 1 8 4 3 9 6 2 9 7 5 3 8 4 2 1 6 6 2 8 7 1 5 4 9 3 1 3 4 6 9 2 5 8 7 5 4 2 9 6 7 1 8 3 1 6 7 5 8 3 4 9 2 3 8 9 4 2 1 7 6 5 6 7 3 8 9 5 2 4 1 8 5 4 1 3 2 6 7 9 2 9 1 7 4 6 3 5 8 7 2 6 3 5 9 8 1 4 9 3 8 6 1 4 5 2 7 4 1 5 2 7 8 9 3 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 22. desember, 356. dagur ársins 2011 Víkverji hefur verið að brjótast ígegnum doðrantinn Upp- sprettuna eftir Ayn Rand, sem flúði frá Rússlandi byltingarinnar og settist að í Bandaríkjunum, þar sem hún eignaðist dygga áhangendur. Sýn Rand á lífið hefur heillað marga og enn í dag kemur nafn hennar fyrir í pólitískri umræðu í Bandaríkjunum, einkum í hópi þeirra, sem kenna sig við hina svo- kölluðu teboðshreyfingu. Uppsprettan er öðrum þræði ást- arsaga, en um leið er hún vett- vangur vangaveltna höfundar um hlutverk mannsins og hjarðhegðun almúgans, sem sífellt lætur teyma sig á asnaeyrum. x x x Rand er hinn óbifandi maðurhugleikinn, maðurinn, sem lætur ekkert hvika sér frá sínum grundvallarsjónarmiðum, þótt það geti leitt til þess að hann þurfi að búa við sult og seyru. Aðalsöguhetj- an er arkitektinn Howard Roark, sem er hreinni og tærari en aðrir menn, hefur fundið hinn sanna tón og lætur ekki afvegaleiða sig. Frek- ar lætur hann reka sig úr skóla, en að fórna heilindum sínum. Frekar hafnar hann verkefni, en að hleypa smekkleysunni að. Uppsprettan er óður til afburðamannsins, sem hef- ur sig yfir dægursveiflur og notar hvorki brögð né brellur til að kom- ast áfram í lífinu. Bókin er ekki leiðinleg aflestrar, en verður fyrir vikið dálítið yfirgengileg. Steininn tekur úr nokkuð snemma í bókinni þegar aðalsöguhetjan nauðgar kon- unni, sem hann fellur fyrir og látið er eins og sjálfsagt sé. Víkverji hef- ur lesið um fólk, sem á þeim stað lagði bókina frá sér og las ekki lengra. x x x Ýmsar athyglisverðar persónurkoma fram í bókinni, en at- hyglisverðastur er þó hinn slóttugi Ellsworth Toohey, sem hefur það eina markmið að grafa undan hinu hástemmda og dásama lágkúruna. Eins og oft vill verða um varmenni í skáldsögum fær hann meiri vídd, en hinir vammlausari. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sá stóri. V-Enginn. Norður ♠ÁKD ♥D10652 ♦G7 ♣K83 Vestur Austur ♠652 ♠109873 ♥K984 ♥– ♦ÁK86 ♦942 ♣D10 ♣G6542 Suður ♠G4 ♥ÁG73 ♦D1053 ♣Á97 Suður spilar 4♥. Dallas-Ásarnir voru eins og hvert annað fyrirtæki, sem Ira Corn (1921- 82) setti gagngert á stofn í þeim til- gangi að stöðva sigurgöngu Ítala á HM. Corn var lýst sem „stórum manni með stórar hugmyndir“. Hann kenndi sagnfræði sem ungur maður, gerðist svo athafnaskáld og forstjóri stórfyr- irtækis, en byrjaði ekki að spila brids fyrr en um fertugt. Tók þá til óspilltra málanna í þeim efnum, sem öðrum. Corn var hér í vörninni með spil austurs, en makker hans var ungur og efnilegur „ás“ – Bob Hamman að nafni. Hamman opnaði á 1♦, norður doblaði, suður sagði 2♥ og norður 4♥. Útspilið var ♦K og Corn kallaði með níunni, eins og hann ætti tvíspil. Hamman tók þá á ♦Á og spilaði enn tígli, sagnhafi stakk frá með tíunni og … Hamman fékk tvo slagi á tromp. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 22. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.02 3,8 10.23 0,8 16.23 3,6 22.38 0,7 11.23 15.31 Ísafjörður 6.06 2,0 12.30 0,4 18.17 1,9 12.10 14.53 Siglufjörður 1.52 0,2 8.10 1,2 14.22 0,1 20.49 1,1 11.55 14.34 Djúpivogur 1.05 1,9 7.26 0,4 13.24 1,7 19.30 0,3 11.02 14.51 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d3 Rc6 4. g3 g6 5. Bg2 Bg7 6. 0-0 Rge7 7. Rbd2 0-0 8. c3 a6 9. a4 Hb8 10. He1 d6 11. Rf1 b5 12. axb5 axb5 13. Bg5 h6 14. Be3 b4 15. Dd2 Kh7 16. d4 bxc3 17. bxc3 cxd4 18. cxd4 d5 19. e5 Bd7 20. Dc3 Hc8 21. Dd3 Rf5 22. Hec1 He8 23. g4 Rxe3 24. Dxe3 f6 25. Rg3 fxe5 26. dxe5 Hf8 27. Hab1 Ra5 28. Rd2 Hxc1+ 29. Hxc1 Db8 30. f4 Hc8 31. Hb1 Dc7 32. Re2 Rc4 33. Rxc4 Dxc4 34. Hc1 Da4 35. Hxc8 Bxc8 36. Dc5 Ba6 37. Rd4 Dd1+ 38. Kf2 Dxg4 39. Dc1 Staðan kom upp á Vetrarmóti öðl- inga í húsakynnum Taflfélags Reykja- víkur. Sigurvegari mótsins, Benedikt Jónasson (2.237), hafði svart gegn Birni Frey Björnssyni (2.164). 39. … Bxe5! 40. Rxe6 Dxe6 41. fxe5 Dxe5 42. Dc6 Df4+ 43. Bf3 Dxh2+ 44. Ke3 Dg1+ og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.