Morgunblaðið - 22.12.2011, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011
Einn snjallasti greina- og pistlahöf-
undur þjóðarinnar hefur nú hleypt
skáldfáki sínum á skeið með fjórtán
smásögum. Þessar sögur virðast
flestar eiga það sameiginlegt að
geysast langt frá veruleikanum sem
höfundurinn hefur fjallað um í grein-
um sínum. Benedikt Jóhannesson
gefur ímyndunaraflinu lausan taum-
inn og fer um víðan völl í bókinni.
Ein smásagan er reyndar skáldað
samtal leikarans Brads Pitts við
Jennifer nokkra Aniston og annað
við Angelinu Jolie. Þetta mæta og
fallega fólk hljómar ekki gáfulega í
samtölunum, ekki frekar en stór-
bokkalegi stjórnmálamaðurinn sem
slettir ærlega úr klaufunum og spil-
ar rassinn úr buxunum í borginni
sem aldrei sefur. Í öðrum sögum eru
skil raunveruleika og ímyndunar
óljós. Í einni þeirra nær Davíð blaða-
maður draumaviðtalinu við Drottin
almáttugan, aðalsmann vikunnar. Í
annarri segir af úlfinum í skóginum
sem „ætlaði að kveikja mikið bál í
Fagrarjóðri, eld sem myndi nema
við himin og dýrin hefðu aldrei séð
annað eins“. Eftir bálið mikla var
ekki hátt á úlfinum risið þótt ekki
vantaði afsakanirnar: „Dýrin fengu
það sem þau vildu. Nefndu mér eitt
dýr sem ekki hlóð bálköstinn fyrir
mig. Teldu upp eitt einasta dýr sem
sagði að þetta væri óráð.̈
Ef til vill er þessi saga ekki ýkja
langt frá veruleikanum þegar öllu er
á botninn hvolft. Sögurnar eru mis-
vel heppnaðar, engar alveg mis-
heppnaðar. Stundum vantar rúsínu í
pylsuendann, stundum kjöt á beinin.
Aðrar leyna á sér og besta sagan,
„Hvers vegna ég?“, er býsna góð,
byggist á skemmtilegri hugmynd
sem er vel útfærð.
Höfundur bókarinnar Kattar-
glottið og fleiri sögur er þekktur fyr-
ir vönduð greinaskrif en bókin ber
þess merki að hún er frumraun hans
á skáldavellinum. Haldi hann áfram
á þeim velli er líklegt að hann ráði
betur við fákinn sinn og honum
fleygi fram í skáldskapnum.
Frumraun Benedikt Jóhannesson gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn.
Ímyndunaraflið
fær lausan taum
Kattarglottið og fleiri sögur
bbbnn
Eftir Benedikt Jóhannesson.
Heimur gefur út. 153 bls.
BOGI ÞÓR ARASON
BÆKUR
Það er einstaklega ánægjulegt þegar fólk gerir eitthvað
sjálft í því sem því finnst að betur megi fara. Þær Marta
Hlín Magnúsdóttir og Birgitta Elín Hassell gerðu það
einmitt þegar þær komust að því að allt of lítið væri til
af bókmenntum fyrir unglinga. Þær tóku málin í sínar
hendur, stofnuðu bókaútgáfuna Bókabeituna og skrif-
uðu hvor sína unglingbókina. Yfirlýst markmið Bóka-
beitunnar er að efla bóklestur barna og unglinga með
útgáfu á gæðaefni fyrir þann hóp.
Þessar framtakssömu ungu konur eru nýútskrifaðar í
náms- og kennslufræðum með íslensku og íslensku-
kennslu sem sérgrein. Bókin hennar Mörtu heitir Óttu-
lundur en bók Birgittu Rústirnar. Sögusviðið er það
sama í báðum bókunum; Rökkurhæðir, sem er úthverfi
Sunnuvíkur, og innan á bókarkápunum er þetta svæði
teiknað upp. Við fyrstu sýn er þetta eins og hvert annað
úthverfi, en við nánari skoðun kemur í ljós að þar gerist
ýmislegt ævintýralegt, skrýtið, óhugnanlegt og jafnvel
hræðilegt. Uppi á hæðinni standa Rústirnar, yfirgefin
og rústuð fjölbýlishúsalengja, og þangað má alls enginn
fara og ekki ljóst hvað hefur gerst, en eitthvað er það
dularfullt. Þetta er tilvalin umgjörð fyrir krassandi sög-
ur og þegar fantasía, draugar, hryllingur og ævintýri
eru soðin saman við frásögnina verður útkoman vænt-
anlega nógu kræsileg fyrir unglinga. Í bók Birgittu seg-
ir frá Önnu Þóru sem er 14 ára félagslega virk stelpa.
Hún hefur reyndar svo mikið að gera að hana langar til
að fá meiri tíma til að sinna því sem er skemmtilegt, svo
hún fellur fyrir gylliboði dularfullrar stelpu sem býðst
til að gera ýmislegt fyrir hana, sérstaklega að sinna
skólanum, gegn því einu að Anna Þóra geti upp á hvað
hún heiti. Hér er á ferð skemmtileg nútímaútfærsla á
sögunni um Gilitrutt sem allir þekkja og gengur alveg
ágætlega upp. Gott er að hafa í huga við lesturinn að
þetta er í raun fantasía og hún er skrifuð fyrir unglinga.
Ef marka má vinsældir vampírubókmennta og fant-
asíumynda eru unglingar jú orðnir vel sjóaðir í öðrum
heimum, þar sem önnur lögmál ríkja en í raunheimum
og allt getur gerst. Þetta er skemmtileg saga ef stelpu
sem er að kljást við það sem margir krakkar kannast
við; að hafa ekki tíma til að sinna skólanum og reyna að
stytta sér leið. Þetta er spennandi saga og þó nokkuð
hræðileg. Væntanlega tekur unga fólkið slíkri bók fagn-
andi. Bók Mörtu er ekki síðri, Óttulundur, þar sem seg-
ir af Vigdísi, 15 ára föðurlausri stelpu sem býr hjá
ömmu sinni, því móðir hennar er í útlandinu. Eitthvað
virðist vera óhreint á sveimi í húsi ömmu og ýmislegt
fer að ásækja Vigdísi, sumt miður huggulegt. Þetta er í
raun draugasaga með ýmsum pælingum um samskipti
innan fjölskyldna og leyndarmál sem alltaf ná að brjót-
ast upp á yfirborðið. Báðar eru sögurnar þokkalega
hrollvekjandi, lipurlega skrifaðar og hin ágætasta
skemmtun. Þær stöllur eiga hrós skilið fyrir framtakið
og það er tilhlökkunarefni að fá fleiri sögur frá Rökk-
urhæðum.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Hugsjónakonur Marta Hlín Magnúsdóttir og Birgitta
Elín Hassell skrifuðu hvor sína unglingabókina.
Hrollvekjur
og draugagangur
Óttulundur og Rústirnar bbbm
Óttulundur: Marta Hlín Magnúsdóttir.
Rústirnar: Birgitta Elín Hassell. Bókabeitan 2011.
KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR
BÆKUR