Morgunblaðið - 22.12.2011, Qupperneq 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011
Tónlistarmennirnir StefánHilmarsson og EyjólfurKristjánsson hafa gefið útplötuna Fleiri notalegar
ábreiður, sem er önnur ábreiðu-
platan sem þeir senda frá sér í sam-
einingu sem
Stebbi & Eyfi.
Sú fyrri kom út
árið 2006 og bar
heitið Nokkrar
notalegar
ábreiður.
Félagarnir
segja að nú hafi verið kominn tími til
að fylgja fyrri plötunni eftir með
annarri af sama meiði. Tökulög, eða
ábreiður, frá áttunda áratugnum eru
sem fyrr í aðalhlutverki. Um 12 lög
er að ræða og eru 10 þeirra eftir er-
lenda tónlistarmenn en þau hafa öll
fengið íslenska texta.
Tvö lög koma úr smiðju íslenskra
músíkanta. Þetta eru lögin „Leiddu
mig í græna laut“ eftir Einar Vil-
berg og „Helga“ eftir Magnús Kjart-
ansson. Stefán gerði texta við bæði
lögin, en þess má geta að „Helga“
var upphaflega sungið á ensku.
Það er óhætt að segja að skífan
standi undir nafni sem notaleg.
Plötuumslagið er gott dæmi um þá
þægilegu stemningu sem er að finna
á gripnum, þar sjást þeir Stefán og
Eyjólfur gæða sér á salati með rauð-
vínsglös við hönd. Ekkert stress á
ferðinni. Einfaldlega notalegheit.
Hæfileikar Stefáns og Eyjólfs fá
að njóta sín á plötunni, hvort sem
um er að ræða dúnmjúkar ballöður á
borð við „Sofðu síðan vært“ eða þeg-
ar sett er í stuðgírinn í laginu „Sælu-
straumur“, en í því síðarnefnda
syngur Stefán dúett með Jóhönnu
Guðrúnu Jónsdóttur. Og eins og við
var að búast er allur söngur og
hljóðfæraleikur til fyrirmyndar.
Þetta á hins vegar til að verða full-
sykrað hjá þeim félögum. Fullmikið
appelsín í jólablönduna, svo maður
grípi til viðeigandi líkinga svona rétt
áður en hátíð ljóss og friðar gengur í
garð. Sum lög fljóta einfaldlega
framhjá manni án þess að maður
veiti þeim mikla eftirtekt. Fara inn
um annað og út um hitt.
Ábreiðurnar munu þó án efa veita
aðdáendum Stebba og Eyfa hlýju á
þessum dimmasta og kaldasta tíma
ársins, þegar landsmenn þrá fátt
heitar en konfekt og kósíheit.
Sykurhúðað „seventís“
Geisladiskur
Stebbi & Eyfi – Fleiri notalegar
ábreiður bbbnn
JÓN PÉTUR JÓNSSON
TÓNLIST
Morgunblaðið/Eggert
Hlýja Ábreiður Stebba og Eyfa munu eflaust hlýja aðdáendum þeirra enda
notalegar. Hér sjást þeir skemmta gestum Menningarnætur í fyrra.
Kapalstöðin HBO mun ekki framleiða fleiri
þáttaraðir af Hung og Bored To Death. Þess
í stað mun stöðin framleiða sex nýjar þátta-
raðir, þeirra á meðal þáttaröð grínistans
Rickys Gervais, Life’s Too Short. Hins veg-
ar verða fleiri þættir framleiddir í röðinni
Enlightened en tvær þáttaraðir hafa verið
framleiddar nú þegar. Þáttaröð Gervais,
Life’s Too Short, hóf göngu sína á BBC í ár
en nú hefur HBO keypt framleiðsluréttinn.
Gervais hefur nú samið við bresku sjón-
varpsstöðina Channel 4 um gerð nýrrar
þáttaraðar, Derek. Búið Úr þáttunum Bored to Death.
Hung og Bored
to Death lokið
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Gegnum glervegginn
bbbbm
Ragnheiður Gestsdóttir.
Veröld 2011.
270 síður.
Líklega hafa sjaldan komið út eins margar
metnaðarfullar og frumlegar barnabækur á
einu bretti og nú. Bók Ragnheiðar Gests-
dóttur, Gegnum glervegginn, er eitt þessara
verka og líklega er ekki á neinn hallað þegar
fullyrt er að bókin sé með því allra besta sem
hefur verið skrifað fyrir börn í langan tíma.
Bróðir minn Ljónshjarta Astridar Lindgren
kemur fyrst upp í hugann, sem er líkt og bók
Ragnheiðar hárbeitt þjóðfélagsádeila sveipuð
ævintýrahjúp, bókaflokkurinn um Ljónið,
nornina og skápinn, Sagan af bláa hnettinum
eftir Andra Snæ eða jafnvel Sagan endalausa
eftir Michael Ende.
En hér segir frá prinsessunni Áróru. Hún er
13 ára og hefur alið allan sinn aldur alein og
innilokuð í glerhjúpi, þar sem allt er til alls, all-
ir dagar eru eins, þar sem
hún stundar nám og íþrótt-
ir með því að horfa á stór-
an skjá, sem einnig ber
henni daglegar kveðjur frá
foreldrum sínum. Hún um-
gengst engar lifandi verur,
nema dýrin sem eru með
henni í hjúpnum, hún veit
ekki hvað er að vera gam-
all eða ungur, sorgmæddur eða glaður og
þekkir hvorki kulda né hungur. Þegar dreng-
urinn Rökkvi kemur inn í glerhjúpinn breytist
allt og þá fer í gang æsispennandi atburðarás
og Áróra fer að leita að foreldrum sínum. Hún
gerir ráð fyrir að þau vilji heimta hana heim og
hana fýsir einnig að vita hvers vegna hún hef-
ur dvalið alein og innilokuð allan þennan tíma.
Sagan á að gerast einhvern tímann í fram-
tíðinni í ónefndu landi, sem gæti svo sem alveg
verið Ísland. Búið er að ganga allverulega á
orkulindir og að njóta þeirra eru forréttindi
hinna ríku, þeirra fáu sem búa í Borginni.
Fólkið í Borginni lifir í miklum vellystingum
og ver tíma sínum í fegurðarsamkeppnir gælu-
dýra og kökuskreytingarkeppnir á meðan allt
hitt fólkið, sem er miklu fjölmennari hópur,
dregur fram lífið við ömurlegar aðstæður og
stritar til þess að Borgarbúar geti lifað áfram í
munaði. Þetta tekst Ragnheiði að skrifa um á
skemmtilegan hátt og það er nú ekki sjálfgefið
þar sem þarna er verið að velta upp alvar-
legum spurningum um misskiptingu og rang-
læti í heiminum. Til dæmis þegar segir frá
góðu konunni sem tekur að sér fátæku börnin,
en lætur þjónustufólkið sjá um þau. Og hvern-
ig íbúarnir í Borginni loka augunum fyrir
neyðinni fyrir utan borgarmúrana.
Ragnheiður er leikinn höfundur og notar
ýmis stílbrögð óspart til að skerpa á and-
stæðum á milli íbúanna í Borginni og hinna. Til
dæmis heitir fólkið utan borgarmúranna nöfn-
um eins og Aska, Glóð og Stormur, en þau sem
búa í borginni heita miklu hljómfegurri nöfn-
um eins og Dagur og Mjöll.
Áróra fær að lokum svör við því hvers vegna
foreldrar hennar létu hana dúsa aleina í gler-
hjúpi árum saman og það hugnast henni lítt
Þetta er margslungin saga þar sem tekið er á
mörgum mikilvægum málum; ábyrgð, vináttu,
misskiptingu, réttlæti og ást. En hér er fyrst
og fremst afskaplega skemmtileg saga á ferð.
Carpe Diem
bbbmn
Eyrún Ýr Tryggvadóttir og
Kristjana María Kristjánsdóttir.
Salka. 2011.
127 síður.
Titillinn þýðir „Gríptu daginn“, sem er aldeilis
holl og góð áminning, ekki síst fyrir unglinga
sem eiga það til að einbeita sér að því að vera
þrúgaðir af lífsleiða. Hér er fjallað um það sem
skiptir margan unglinginn miklu máli; að eiga
vini, að vera hluti af hóp, ástina, hópþrýsting
og samskipti við fjölskylduna. Aðalpersónan
og sú sem sagan hverfist
um er unglingsstúlkan
Birna, sem byrjar í nýjum
skóla í 10. bekk. Henni
gengur illa að komast inn í
hópinn og hún fær lítinn
stuðning heiman frá, þar
sem mamma hennar á við
ýmsan vanda að stríða.
Hún þráir öruggi og hlýju,
eins og flestir aðrir, en
virðist vera búin að afskrifa að það fái hún
heima hjá sér. „En það var í eina skiptið sem
mamma hennar hafði veitt henni slíka öryggis-
tilfinningu. Og það var svo langt síðan, nú var
komið að því að Birna tæki málin í eigin hend-
ur og fyndi sína eigin leið að örygginu að ný.“
(86)
Svo er það fyrirmyndarpilturinn Hall-
grímur, sem kemur úr samheldinni fjölskyldu
og stundar íþróttir af miklum móð, en þau
Birna laðast hvort að öðru og verða kær-
ustupar. Hallgrímur býr við nokkuð aðrar að-
stæður en Birna, hans helsta vandamál er hóp-
þrýstingur félaganna og að foreldrar hans hafa
í hyggju að flytja búferlum til Noregs.
Hér er margt vel gert. Persónusköpun er
trúverðug og þær Eyrún Ýr og Kristjana
María þekkja unglinga greinilega nokkuð vel.
Ekki kæmi á óvart ef önnur þeirra eða báðar
hafi fengist við kennslu á unglingastigi. Það
þarf nefnilega nokkra innsýn til að geta skrifað
fyrir þennan aldurshóp svo vel sé, þannig að
það sé trúverðugt, og þetta tekst þeim vel. Það
er líka ánægjulegt að höfundar skuli ekki falla
í þá gryfju að búa til einhverjar stereótýpur,
eins og því miður er svo algengt í bókmenntum
og kvikmyndum sem sérstaklega eru ætlaðar
þessum aldurshópi. Þrátt fyrir alvarlegan und-
irtón er sagan létt og skemmtileg, atburðarás
er hröð og hér er ekkert verið að teygja lop-
ann. Málfar er gott, aðeins kryddað unglinga-
máli, en það er í besta lagi. Þetta er jú bók um
unglinga fyrir unglinga.
Unglingabækur
Nýútkomnar íslenskar
unglingabækur
Titill útgerðarsögu Borgfirðinga,
Víst þeir sóttu sjóinn, vísar til þess
vel varðveitta leyndarmáls að
Borgnesingar stunduðu umtals-
verða útgerð fyrr á árum, ekki að-
eins flóabáta til Reykjavíkur, held-
ur alvörufiskiskip. Við lestur
bókarinnar kemur í ljós að heil-
mikil saga er af þessu sviði at-
vinnulífsins, eins og öðrum, þótt
Borgarnes verði seint talin meðal
útgerðarplássa.
Nokkuð hefur verið skrifað um
útgerð fiskiskipa og flóabáta Borg-
nesinga og Borgfirðinga í ævi-
minningum og söguritum á und-
anförnum árum. Áhugamenn um
útgerðarsögu Borgfirðinga hafa
unnið að því að halda sögunni á
lofti. Þeir hafa látið smíða líkön af
fimm helstu Borgarnesskipunum
og fært bænum að gjöf og í fram-
haldinu var ákveðið að rita útgerð-
arsöguna. Þeir eru ekki hættir því
áhugi er á því að gera upp hús sem
útgerðarfélagið Grímur lét byggja
við Borgarneshöfn og koma þar
upp safni til kynningar á útgerðar-
og samgöngusögu Borgfirðinga.
Fyrst eru það flóaferðirnar.
Borgarneshöfn lék lykilhlutverk í
samgöngum á milli Norður- og
Suðurlands þegar samgöngur á
landi voru slæmar. Áætlunarferðir
þangað miðuðust við ferðir flóabát-
anna sem sigldu stundum hlaðnari
en góðu hófi gegndi til Reykjavík-
ur. Bátarnir voru þekktir og mikið
notaðir; Suðurlandið, Laxfoss, Eld-
borg og síðast Akraborgin en auk
þess kom fjöldi smærri báta við
sögu um skemmri tíma.
Borgfirðingar stunduðu einnig
útgerð fiskiskipa og kemur lestur
þeirrar sögu meira á óvart en saga
flóabátanna. Einstaklingar og
hreppurinn lögðu fé í útgerð-
arfélög í viðleitni til að skapa at-
vinnu á krepputímum. Keypt voru
nokkur fiskiskip. Þótt útgerðin
gengi oft brösuglega átti hún sinn
blómatíma; hún var með skip á
síldveiðum og siglingum með ísfisk
á styrjaldarárunum. Það vekur til
dæmis undrun að eitt sumarið
voru þrjú skip úr Borgarnesi á
síldveiðum og Eldborgin varð afla-
hæsta síldveiðiskipið tvær vertíðir
í röð.
Ungir menn í áhöfninni fengu
góðar tekjur og þótt ekki tækist að
skapa mikla vinnu við fiskverkun í
Borgarnesi gátu verkamenn sem
lagt höfðu fé í útgerðina notað arð
og söluandvirði hlutanna til að
koma sér þaki yfir höfuðið.
Höfundurinn dregur söguna
saman úr áður útgefnum bókum og
bætir við samtímaheimildum úr
dagblöðum og viðtölum við fólk
sem var á Borgarnesskipunum.
Viðtölin eru birt aftan við meg-
insöguna svo og greinar úr blöð-
unum. Sagan er með léttu yf-
irbragði og hefur höfundurinn og
áhugamannahópurinn unnið gott
verk.
Útgerðarsaga Ara Sigvaldason
hefur unnið gott verk.
Borgfirðingar
sóttu sjóinn
Víst þeir sóttu sjóinn – Útgerðarsaga
Borgfirðinga bbbbn
Eftir Ara Sigvaldason. Grímshús gefur
út. 187 bls.
HELGI BJARNASON
BÆKUR