Morgunblaðið - 22.12.2011, Síða 43

Morgunblaðið - 22.12.2011, Síða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 Kvikmyndin This Must Be the Place, eða Staðurinn og stundin í ís- lenskri þýðingu, verður frumsýnd í Bíó Paradís á annan í jólum. Um myndina segir á vef kvik- myndahússins: „Faðir Cheyenne, vellríks en lífsleiðs fyrrverandi rokkara, deyr án þess að þeir feðg- ar nái að hreinsa upp sín mál. Cheyenne ákveður að hafa uppi á kvalara föður síns, nasistaböðli sem felur sig í Ameríku. Cheyenne leggst í ferðalög um landið þvert og endilangt til að hafa uppi á Storm- sveitarforingjanum en fólkið sem hann hittir á leiðinni hefur djúp- stæð áhrif á hann, svo mjög að þeg- ar hann loksins hefur uppi á nasist- anum verður hann að gera upp við sig hvort hann vilji hefnd eða ein- hvers konar endurlausn með öðrum hætti.“ Leikstjóri myndarinnar er Ítal- inn Paolo Sorrentino og með aðal- hlutverk fara Sean Penn, Frances McDormand og Judd Hirsch. Lífsleiður Sean Penn í hlutverki Cheyenne í This Must Be the Place. Staðurinn og stundin Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hljómsveitin/söngsveitin Brother Grass hefur nú verið starfandi í rúmt ár en hún vakti fyrst athygli er hún fór með sigur af hólmi í jóla- lagakeppni Rásar 2 fyrir ári. Það eru þau Hildur Halldórsdóttir, Sandra Dögg Þorsteinsdóttir, Soffía Björg Óðinsdóttir, Ösp Eld- járn og Örn Eldjárn sem skipa sveitina og á efnisskránni eru ýms- ar hliðar amerískrar alþýðu- tónlistar. Á fésbókarsetri lýsa með- limir henni sem hálfgerðu „jug“-bandi sem spili bræðing af blágresistónlist, blús, þjóðlaga- tónlist, sálmum eða gospel og gam- aldags fjallatónlist sem rekja má til Appallasíu. Hildur segir að tildrög sveit- arinnar liggi í því að þær stöllur, sem voru á þeim tíma í söngnámi, hafi langað til að reyna sig við ann- an söngstíl. Verandi miklir aðdá- endur myndarinnar áhrifaríku O Brother Where Art Thou?, sem hratt af stað mikilli bylgju amer- ískrar þjóðlagatónlistar víða um lönd á sínum tíma, lá beint við að reyna sig við þann stíl. „Svo gátum við ekki hætt og fór- um að kynna okkur þessa tónlist í þaula og alla hennar anga.“ Brother Grass hefur verið iðin við hljómleikahald sem skýrir það kannski að platan var tekin upp á einum degi í Stúdíó Sýrlandi í sum- ar. Hrært var í tuttugu lög, hvorki meira né minna, en sextán þeirra prýða plötuna. „Þetta var stórskemmtilegur dagur,“ segir Hildur. „Við pössuðum okkur á því að koma vel æfðar svo að dagurinn myndi nýtast sem best. Kristinn Sigurpáll Sturluson sá um upp- tökur ásamt nemendum í hljóð- tækninámi þar.“ Brother Grass er mikil tónleika- sveit og Hildur segir hana hafa þróast skemmtilega á sviði. „Aðallega þannig að við erum óhræddari við að taka upp hljóð- færi sjálf og spila, hvort sem það er þvottabretti, balar eða annað ásláttardæmi. Æ, það er alltaf þetta stelpudæmi að þora ekki og halda sig til hlés. Þannig vorum við allt- ént en nú látum við vaða eins og enginn væri morgundagurinn. Við gerum mistök, fullt af þeim, og í þeim lærum við og skemmtum okk- ur!“ Ein grasekkjan er nú úti við nám og Hildur er að fara að fjölga mannkyninu brátt en næsta sumar verður allt sett í gang. „Það er mikill hugur í bandinu og við höfum mjög gaman af þessu.“ Óður til hennar Ameríku  Hljómsveitin Brother Grass gefur út samnefnda plötu Fimmund Brother Grass í öllu sínu veldi. Myndin var tekin í sumar, en þá brá sveitin undir sig betri fætinum og spilaði tónleika víðsvegar um landið. Eva Hoeke, ritstjóri hollenska tízkublaðsins Jackie, hefur sagt upp störfum vegna niðrandi um- mæla um söngkonuna Rihönnu. Var hún kölluð „n---- bitch“ í blaðinu sem gæti úlagst sem negratík. Rih- anna brást ókvæða við, smellti sér á tístið og lét Hoeke heyra það. Hún sakaði ritstjórann um rasisma í sæmilega hófstilltum tón en endaði skrifin með sprengju og sagðist vera með tvö orð handa Hoeke. Þau væru „F*** YOU!!!“ Hoeke varðist, baðst afsökunar og sagði þetta hafa átt að vera grín en sagði svo upp störfum í gær. Ritstjóri segir af sér vegna Rihönnu Hörð Rihanna líður ekki rugl. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞAR SEM LÖGIN TAKA ENDA HEFST RÉTTLÆTIÐ HÖRKU SPENNUMYND ÍSLENSKT TAL -THE HOLLYWOOD REPORTER HHHH GIRL WITH THE DRAGON TATTOO Sýnd kl. 7 - 10 MISSION IMPOSSIBLE 4 Sýnd kl. 7 - 10 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 4 - 6 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D Sýnd kl. 4 BLITZ Sýnd kl. 10:30 RUM DIARY Sýnd kl. 8 ARTÚRBJARGARJÓLUNUM 3D Sýnd kl. 4 TOM CRUISE, SIMON PEGG, PAULA PATTON OG JEREMY RENNER Í BESTU HASARMYND ÁRSINS! ÍSLENSKT TAL ÍSLENSKT TAL 88/100 -CHICAGO SUN TIMESH.S.S. - MBL HHH HHH AK. DV - MAGNÚS MICHELSEN, BÍÓFILMAN.IS HHHH - RAGNAR JÓNASSON, KVIKMYNDIR.COM HHHH - TÓMAS VALGEIRSSON, KVIKMYNDIR.COM HHH -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 4.45 - 8 - 9 16 GIRL WITH THE DRAGON TATTOO LÚXUS KL. 4.45 - 8 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 - 5.50 - 8 L MI – GHOST PROTOCOL KL. 6 - 8 - 10.50 16 STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN 3D KL. 3.40 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 3.40 - 5.50 L ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 10.10 7 JÓLAMYNDIN 2011 H.S.S., MBL.H.V.A., FBL. TOM CRUISE, SIMON PEGG, PAULA PATTON OG JEREMY RENNER Í BESTU HASARMYND ÁRSINS! GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 5.10 - 8 - 10.50 16 ELÍAS KL. 6 12 MONEYBALL KL. 8 - 10.20 L GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 6 - 8 - 10 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 6 - 8 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 5.50 L JACK AND JILL KL. 10 L ÆVINTÝRI TINNA KL. 5.40 - 8 - 10.20 7 LITLU JÓLIN Í LAUGARÁSBÍÓI á morgun, Þorláksmessu á allar myndir allan daginn. ll i ll i . Jólin byrja í Laugarásbíói 600 kr Jólasveinninn verður á staðnum og gefur öllum nammipoka frá Nóa Síríus og svala eða kók frá Vífilfelli á 2, 4 og 6 sýningum.* *Nammipoki og drykkur fylgir öllum keyptum miðum á meðan húsrúm leyfir. Tryggðu þér miða á eða í miðasölu Laugarásbíós.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.