Morgunblaðið - 22.12.2011, Page 48

Morgunblaðið - 22.12.2011, Page 48
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 356. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Andlát: Gísli V. Einarsson 2. Hermann Fannar kvaddur með … 3. Út að borða með vínflösku að … 4. Misstu næstum fyrirtækin »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Gunnar Nelson mun keppa í blönd- uðum bardagaíþróttum (MMA) í Cage Contender keppninni í Dublin á Ír- landi 25. febrúar nk. Andstæðingur hans verður tilkynntur síðar en bar- dagi Gunnars verður aðalbardagi kvöldsins. Morgunblaðið/Eggert Tekur þátt í Cage Contender keppni  Rósalind Gísla- dóttir mezzósópr- an varð í fyrsta sæti í alþjóðlegu söngvarakeppn- inni Barry Alex- ander Inter- national Vocal Competition. Verðlaunin felast í því að fá að syngja á tónleikum í Carnegie Hall í New York, 29. janúar næstkomandi. Verðlaun eru veitt í fjórum ólíkum flokkum í keppninni. Hlaut 1. sæti í alþjóð- legri söngvarakeppni  Tónlistarkonan Hafdís Huld flytur titillag jólamyndar breska ríkis- útvarpsins, BBC, í ár en hún nefnist The Borrowers og er byggð á sam- nefndu ævintýri Mary Norton. Lagið er endurgerð Hafdísar á jólalaginu „Have Yourself a Merry Little Christmas“. Með aðal- hlutverk í myndinni fara Stephen Fry og Christopher Eccleston en leik- stjóri er Tom Har- per. Myndin verður sýnd á jóladag. Hafdís syngur titillag jólamyndar BBC Á föstudag V og SV 8-15 m/s og él, en léttir til A-lands. Vaxandi S- átt með slyddu eða snjókomu. Frost 0 til 5 stig. Á laugardag SV 15-20 m/s og slydda eða rigning. Vægt frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg N-læg átt, víða 5-10 en hvasst NA-til fram undir hádegi. Vaxandi NV síðdegis með úrkomu S-til, en úr- komulítið N-til fram á kvöld. VEÐUR Heiðar Helguson skoraði fyrra mark QPR og lagði það seinna upp þegar lið hans tapaði fyrir Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í gær. Gestirnir skoruðu sig- urmarkið undir leikslok. Manchester City heldur for- ystu í deildinni eftir leiki gærkvöldsins en liðið lagði Stoke, 3:0. Manchest- er Utd vann Mark Heiðars dugði ekki til Brasilíumaðurinn Neymar er aðeins nítján ára en þegar talinn í hópi bestu fótboltamanna heims. Stærstu liðin í Evrópu slást um pilt- inn sem er samningsbundinn San- tos til ársins 2014. Sumir telja að hann sé þegar orðinn betri en Lionel Messi, aðrir að hann verði það innan fárra ára. » 4 Nítján ára og kominn í hóp þeirra bestu Eggert Gunnþór Jónsson er sautjándi Íslendingurinn sem spilar í efstu deild í enska fótboltanum en hann er búinn að semja við Úlfana til hálfs fjórða árs. „Frá því ég var lítill strákur var þetta aðaldeildin og mikill draum- ur að spila í henni. Nú fæ ég loksins tækifærið og þá er málið að nýta það og festa mig í sessi,“ segir Eggert við Morgunblaðið. »2-3 Sautjándi Íslending- urinn í deildinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta er mikil bók,“ segir Valsarinn Þorgrímur Þráinsson um bók sína Áfram, hærra!, hundrað ára afmæl- isbók Knattspyrnufélagsins Vals í Reykjavík. Bókin fór í dreifingu í gær og þetta er engin venjuleg bók, 720 blaðsíður í stóru broti, rúmlega 4 kg að þyngd. Knattspyrnufélagið Valur var stofnað 11. maí 1911. Af miklu er að taka á 100 árum og svo fór að bókin varð tvöfalt stærri en til stóð en er samt aðeins brot minninga og mynda. Hlíðarendi sem annað heimili Þorgrímur sökkti sér í söguna og skrifaði bæði texta og valdi myndir. „Það sem kom mér á óvart, og þó ekki, er hvað stóran sess Valur átti í huga eldri Valsmanna,“ segir hann og nefnir menn eins og Frímann Helgason, Sigurð Ólafsson, Lolla í Val eða Ellert D. Sölvason, og Al- bert Guðmundsson. Hann segir þessa menn og fleiri hafa gert ótrú- lega mikið fyrir félagið og nánast átt heima á Hlíðarenda. „Mér finnst líka merkilegt hvað menn hafa varðveitt anda séra Friðriks vel á þessum 100 árum og hvað menn voru óskaplega fórnfúsir fyrir félagið,“ segir Þor- grímur. „Ég vona að íþróttaiðk- endur geti dregið lærdóm af þessari bók hvað það varðar.“ Með helstu mark- miðin í huga segir Þor- grímur mikilvægt að bestu þjálfararnir þjálfi yngri flokkana. „Mestu máli skiptir að ala upp heilbrigða og trausta Valsmenn, sem standa sig ekki aðeins vel inni á vellinum heldur fyrst og síðast sem manneskjur,“ segir hann. „Auðvitað verð- ur alltaf titlatog á milli félaga og ákveðin keppni en eins og kemur fram í bókinni vilja flestir sjá Val sem fjölskyldumiðstöð.“ Samheldni í 100 ár Þrátt fyrir mótbyr, eins og geng- ur, hafa Valsmenn staðið þétt sam- an. Þorgrímur áréttar mikilvægi þessarar samheldni. „Það sem ein- kennir öll sigurlið hjá Val í gegnum tíðina er að þau eru skipuð heima- mönnum, kjarni þeirra er uppalinn að Hlíðarenda. Það er ákveðinn lær- dómur.“ Þorgrímur áréttar að sagan gerist á hverjum degi og tekur undir með heiðursmönnum í Val, þegar fram- tíðina ber á góma: „Valur er ekkert annað en ég, þú og allir hinir.“ Valur: Ég, þú og allir hinir  Bók Þorgríms um vegferð Vals í 100 ár komin út Morgunblaðið/Golli Tímamót Þorgrímur Þráinsson, höfundur afmælisbókarinnar, á milli heiðursfélaganna Jóns Gunnars Zoëga og Pét- urs Sveinbjarnarsonar, sem fengu fyrstu bækurnar í hófi sem haldið var í tilefni útgáfunnar að Hlíðarenda í gær. Valsmenn fögnuðu 100. titli fé- lagsins í haust og fór vel á því á afmælisárinu, en þó að markmiðið í keppni sé almennt sigur svífur boðskapur séra Friðriks Friðrikssonar yfir vötn- unum með uppbyggingu einstaklinganna í huga: „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði! [...] Kærið ykkur ekki um að vinna með röngu eða ódrengilegu bragði […] Sá sem temur sjálfan sig og reynist trúr í hinum minnstu atriðum leiksins, undirbýr sig með því til þess að geta lifað í trú- mennsku og prettaleysi í skyldu- störfum lífsins.“ Þorgrímur Þráinsson segir það koma berlega í ljós í viðtölum við leikmenn og þjálfara að umhyggj- an fyrir börnunum og ungling- unum skipti mestu máli. Umhyggja fyrir börnum ANDI SÉRA FRIÐRIKS FRIÐRIKSSONAR Í HÁVEGUM HAFÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.