Morgunblaðið - 27.12.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011
Hann Helgi Frímann, vinur
minn, er allur. Það varð fljótt um
hann og mér þykir verst að hafa
ekki getað kvatt hann almenni-
lega.
Í huga mínum var Helgi
ímynd góðmennsku og ósérhlífni.
Það var alveg sama hvar og hve-
nær maður hitti á hann, alltaf var
hann tilbúinn fyrir spjall og góð
ráð yfir neftóbaksdósinni. Hann
var eins og klettur sem ekkert
fær haggað og til hans sóttu
margir eftir félagsskap sem var
ekki krefjandi en alltaf gefandi.
Þegar ég sem ungur maður
fór til náms í efnaverkfræði við
tækniháskólann í Þrándheimi
var Helgi einn af þeim „gömlu“
sem þekktu til í völundarhúsum
háskólasamfélagsins. Hann var
iðinn við að sækja viðburði í Ís-
lendingafélaginu og það var gott
að leita ráða hjá honum. Hann
bjó á Singsaker Studenterhjem
sem var lítill og heimilislegur
stúdentagarður og einn sá elsti í
Þrándheimi og þangað fórum við
nýliðarnir oft í hádegismat.
Þarna undi hann hag sínum vel
og eignaðist góðan vinahóp sem
hann m.a. spilaði brids við reglu-
lega en í þeim leik blómstraði
stærðfræði- og rökhugsun hans.
Hann lauk síðan námi stuttu eftir
að ég kom út en síðar meir end-
aði ég inni á deildinni hans í „ind-
ustriell kjemi“ þar sem hann
hafði tekið sitt lokaverkefni. Ein-
hverntíma barst Helgi í tal við
Helgi Frímann
Magnússon
✝ Helgi FrímannMagnússon
efnaverkfræð-
ingur, Krummahól-
um 6, fæddist á
Þórshöfn á Langa-
nesi 14. mars 1939.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
12. desember sl.
Helgi Frímann
var jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju 20. desember
2011.
Notevarp, gamla
prófessorinn hans.
Hann hafði mikið
álit á Helga og sagði
hann hafa leyst
verkefni sitt af hug-
kvæmni og ná-
kvæmni.
Eftir heimkomu
urðum við vinnu-
félagar á Iðntækni-
stofnun. Þau ár sem
ég starfaði þar var
félagsskapur Helga stór hluti af
daglegu lífi mínu. Þar sem við
vorum með skrifstofur hlið við
hlið var stutt að fara til að fá sér í
nefið og sækja andlega næringu.
Ekki var alltaf verið að eyða of
mörgum orðum því nærvera
hans var góð og fæst orð höfðu
minnsta ábyrgð. Ekki minnist ég
þess að hafa séð Helga skipta
skapi þótt eflaust hafi honum
stundum mislíkað eitt og annað
og hann hafði ákveðnar skoðanir
á mönnum og málefnum. Hann
hafði ríka kímnigáfu og get ég
séð fyrir mér hvernig ískrar í
honum hláturinn þegar sá gállinn
var á honum. Helgi hafði mikinn
áhuga á útivist og hafði gaman að
renna fyrir fisk og minnist ég
helgarferðar sem ég fór með
Helga og fleira starfsfólki Iðn-
tæknistofnunar efst í Borgar-
fjörðinn til að renna fyrir fisk.
Veiðin var eitthvað dræm en ein-
hver hafði tekið með „stubb“ og
bjargaði það málunum þannig að
nóg var í soðið. Seinna átti hann
svo eftir að byggja sér sumarbú-
stað við Skorradalsvatn og dvelja
þar löngum.
Helgi var ættaður úr Norður-
Þingeyjarsýslu og fann maður
oft hve æskustöðvarnar voru
honum mikils virði og heimsótti
hann ættingja sína þar á hverju
sumri og stundaði útiveru og
veiðar.
Helgi var efnaverkfræðingur
af lífi og sál og kunni allt um að-
ferðir sem notaðar hafa verið frá
árdögum efnafræðinnar. Hann
var hógvær og afskiptalítill en
var að sama skapi gefandi og ör-
látur. Ég minnist hans fyrir
stuðning og vináttu sem aldrei
bar skugga á þótt samverustund-
um hafi fækkað með árunum.
Megi hann hvíla í friði. Ég
sendi aðstandendum hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Egill Einarsson.
Ég kynntist Helga fyrst í
verklegri efnafræði við Háskóla
Íslands fyrir margt löngu. Helgi
var leiðbeinandi ásamt mörgum
öðrum efnafræðingum; hver öðr-
um eftirminnilegri. Helgi skar
sig samt úr á sinn hátt, hann tók
hraustlega í nefið og hafði ekki
sjón á öðru auganu, þar sem
vinstra augnlokið slútti yfir gler-
auga. Helgi hafði þann háttinn á
að segja sem minnst, væri hann
spurður um eitthvað, heldur kom
og leit til, pírði verra augað á
nemandann og betra augað á
vandamálið og leysti svo úr mál-
inu með æfðu handtaki eða bend-
ingu með fingri.
Helgi var afburða samstarfs-
maður, samviskusamur, ná-
kvæmur og áreiðanlegur og vissi
alltaf sínu viti. Hann var einn af
fjölmörgum hæfileikamönnum
þeirrar kynslóðar efnafræðinga
sem menntaði sig í efnafræði um
og upp úr miðri síðustu öld.
Helgi var mikill verkmaður í
efnafræði, hafði langa reynslu og
næmt auga fyrir bestu lausn en
lét heldur ekki fyrirhöfn stöðva
sig, hann hafði mikið úthald og
þrautseigju í endurtekningar-
samar mælingar. Hann hafði
mikla ánægju af góðu handverki
og eyddi löngum stundum við
smíðar síðustu árin í bústað sín-
um í Skorradal. Hann var líka
prýðilegur ljósmyndari og sinnti
hlutverki ljósmyndara Iðntækni-
stofnunar um árabil. Hann átti
bíl að sínum smekk, palltrukk
sem leit út eins og hann væri
raðsmíðaverkefni frá skipa-
smíðastöð og hafi hann þurft að
tvíkúpla við gírskiptingar var
það bónus, Helgi kunni að meta
aflfræðilega dynti.
Á sinn hátt gerði Helgi veröld-
ina betri, hann lét sér annt um
vini sína og samstarfsfólk. Mér
eru minnisstæðar stundir sem
þeir áttu saman efnaverkfræð-
ingarnir Helgi og Hörður, sem
lifir sinn yngri starfsfélaga, þeg-
ar Helgi kom með Moggann og
færði Herði tóbak í nefið á
morgnana. Saman áttu þeir ró-
lega stund þar sem Helgi fyllti
vitin af neftóbaki og Hörður
meðtók línuna úr leiðaranum
með þremur tóbakskornum og
svo sátu þeir litla stund á skrafi
þar sem ómsterkur barítónn
Harðar blandaðist lágværu
muldri Helga. Dagleg endur-
tekning þessa hlýlega stefs var
sérkennilega nærandi fyrir okk-
ur sem stóðum álengdar. Helgi
var maður einstæður, giftist
aldrei en hafði mikla ánægju af
félagsskap og samveru og stóð
gjarnan fyrir veislum í bústað
sínum þar sem etinn var karl-
mannlegur kostur, sviðalappir,
hangið ket, magáll.
Helgi hafði mikla ánægju af að
spila brids. Allir geta lært að
segja, var viðkvæði hans um
bridsið, listin er að kunna að
spila úr. Í lífinu spilaði Helgi ekki
upp á frama eða efnisleg býti,
hans ánægja og lífsfylling var í
handverki dagsins, samveru yfir
gagnlegu starfi eða leik sem
krafðist einbeitingar hugans,
góðverki dagsins. Hann vildi svo
gjarnan halda áfram, lífið var
bardús og Helgi tók þátt í því
sem að honum sneri af mikilli
einurð og sinnti starfi sínu þar til
daginn áður en hann lagðist
banalegu sína. Víst er að í gröf-
ina fylgir honum einskær vænt-
umþykja okkar samverkamanna
hans og söknuður eftir ein-
stökum félaga sem bjó yfir næm-
ari lund, meiri hlýju og um-
hyggju til mannfólksins en hann
hafði not fyrir í daglegu lífi þess
sem býr einn.
F.h. samstarfsfólks á Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands,
Hermann Þórðarson.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku Helgi Frímann. Margar
fallegar minningar á ég um þig
og geymi sem dýrmæta gim-
steina. Minningar um ófá ferða-
lög á Þórshöfn á Langanesi þeg-
ar ég fékk far með þér til ömmu
og afa. Þegar ég sem unglingur
tók strætó upp í Krummahóla til
þín í aukatíma í stærðfræði og
efnafræði. Þá var fyrst borðað,
m.a. síld og rúgbrauð, egg og
kavíar og íslenskt smjör og svo
tók kennslan við. Ófáar veislurn-
ar þar sem þú mættir með
myndavélina á lofti og tókst
myndir af stórviðburðum fjöl-
skyldunnar og svo mætti lengi
telja.
Elsku frændi ég þakka fyrir
allt og allt.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig og varðveiti.
Viktoría Valdís
Guðbjörnsdóttir.
Góður félagi er fallinn frá og
langar mig að minnast hans. Ég
var svo heppin að eiga Helga
Frímann sem vinnufélaga og
góðan vin í yfir 40 ár og það kall-
ar fram ótal minningar. Helgi hóf
störf sem efnaverkfræðingur hjá
Rannsóknastofnun iðnaðarins
1970 sem varð Iðntæknistofnun
1978-2007 og svo Nýsköpunar-
miðstöð Íslands frá 2007, en
nafnabreyting varð í bæði skiptin
vegna sameiningar stofnana.
Helgi var einstaklega ljúfur fé-
lagi og mikill mannvinur. Hann
var mjög rólegur að eðlisfari en
að sama skapi iðinn svo hann
leyndi sannarlega á sér þótt hon-
um virtist ekki liggja á. Þá var
hann sérlega hjálpsamur ef hann
vissi af því að aðstoðar var þörf. Í
árdaga man ég hversu glaður
hann var þegar hann eignaðist
íbúðina sína þar sem hann gat
haft góða framköllunaraðstöðu í
geymslunni. Ljósmyndun átti
hug hans allan og áratugum sam-
an ljósmyndaði hann efni sem
tengdist vinnustaðnum hvort
sem það voru myndir úr starfinu,
myndir af starfsmönnum eða
myndir, sem tengdust rann-
sóknaniðurstöðum. Hann vann
myndirnar sjálfur frá upphafi til
enda og eftir hann liggur mikið
myndasafn.
Helgi var líka öflugur brigde-
spilari og keppti oft á því sviði
með góðum árangri. Við vinnu-
félagarnir spiluðum gjarnan
bridge í matar- og kaffitímum og
átti Helgi þar sitt fasta sæti. Á
síðustu árum kölluðum við hin
hann gjarnan meistarann því
hann stóð okkur öllum framar
varðandi færni í spilamennsk-
unni.
Veiðiferðir fórum við vinnu-
félagarnir allnokkrar en minnis-
stæðast er mér þegar við vorum
að veiða í Vatnsdalnum fyrir
nokkrum árum. Þar skiptum við
með okkur svæðinu þar sem
helst var von á að veiða lax en
Helgi lét veiðifélagann um að
reyna meðan hann var að hafa
stöngina sína tilbúna. Tíminn leið
og aðeins eftir um 15 mín. af
veiðitímanum þeirra þegar Helgi
Frímann var tilbúinn, birtist á
bakkanum, kastaði út og fékk
myndarlegan lax. Sló hann okkur
hinum öllum við í það skiptið.
Fyrir allnokkrum árum kom
Helgi sér upp sumarbústað í
Skorradalnum og átti þar mjög
góðar stundir. Bústaðurinn átti
hug hans allan, þar vandaði hann
til allra verka og hugsaði fyrir
öllu enda reyndist hann vera
ágætasti smiður. Hafði hann
gaman af að fá til sín gesti í bú-
staðinn og þá var ekki að því að
spyrja að góður íslenskur matur
var á borðum.
Þótt Helgi væri kominn á ald-
ur á vinnustaðnum starfaði hann
áfram í tímavinnu enda þörf fyrir
starfskrafta hans og hann hafði
áhuga á að vera áfram við störf
þótt í minna mæli væri. Vinnu-
staðurinn var líkt og hans annað
heimili, þar leið honum vel innan
um okkur starfsfélagana, sem
allflestir voru ágætir vinir hans,
eldri sem yngri.
Það var okkur áfall þegar
Helgi fór á líknardeild, hvorki
honum né okkur hinum var ljóst
að hann ætti stutt eftir þótt hann
hefði átt við veikindi að stríða um
nokkurn tíma. Að sama skapi var
hann ánægður með hve margir af
okkur vinnufélögunum heim-
sóttu hann og fylgdust með líðan
hans. Ég veit að við eigum eftir
að sakna hans en minning hans
mun lifa með okkur.
Sigríður Halldórsdóttir.
Vinátta okkar
Thors Vilhjálmssonar spratt
fyrir tilstuðlan Menningarsam-
taka Evrópu, „Societé Euro-
péenne de Culture“, en hann
var í forsvari Íslandsdeildar
hennar. Á því skeiði er sam-
skipti íbúa Austur- og Vestur-
Evrópu voru strjál litu samtök
þessi – SEC eins og félagar í
samtökunum nefndu þau –
dagsins ljós að tilhlutan ítalska
heimspekiprófessorsins Umber-
tos Campagnolos.
Stjórnvöld létu skína í víg-
tennur. Þau léku einnig refskák
á sviði menningar en til mót-
vægis tefldi Campagnolo fram
stjórnarstefnu menningarinnar
– „la politique de la culture“ –
(enda fóru öll samskipti fram á
frönsku): Þar skyldi listin ekki
vera áróðurspípa einstakra
stjórnvalda heldur samevrópsk-
ur samskiptavettvangur lista-
manna í víðustu merkingu þess
orðs þar sem „ríkisstjórnir“
þeirra réðu ríkjum, líkt og heim-
spekingar Platóns. Ef sú hug-
sjón brygðist skyldu þeir vera
löggjafar án formlegrar viður-
Thor Vilhjálmsson
✝ Thor Vil-hjálmsson
fæddist í Edinborg
í Skotlandi 12.
ágúst 1925. Hann
varð bráðkvaddur
2. mars 2011.
Thor var jarð-
sunginn frá Dóm-
kirkjunni 11. mars
2011.
kenningar, líkt og
skáldið Shelley
hugsaði sér hlut-
verk andans
manna. Charles
Beauclerk orðar
þetta svo í Shake-
speare’s Lost King-
dom: „Látum póli-
tíkusa rita
samtímasöguna
sem þeim hentar;
[Shakespeare]
mundi kollvarpa skrifum þeirra
með innri sannleika listar sinn-
ar.“
Ég minnist þess hve ég
hreifst á samkomum SEC, hvort
heldur var í Weimar eða Fen-
eyjum af því andrúmslofti
bræðaþels sem þar ríkti, hvort
heldur var á fundum, við borð-
hald á veitingahúsum ellegar yf-
ir þrúgnaskálum. Hér ríkti
bræðralag andans – og hvað
Thor Viljálmsson áhrærði, meira
umfram það; frá honum stafaði
hlýju og mannkærleika svo
glöggt mátti greina.
Ýmsir sögðu að með falli járn-
tjaldsins hefði SEC glatað hlut-
verki sínu. Aðrir vísuðu því með
öllu á bug – og síðari tímar hafa
leitt réttmæti þess í ljós! – eins
þótt að væru samtökin stofnuð
nú á tímum yrði orðinu „Euro-
péenne“ eflaust skipt út fyrir al-
heimsskírskotun; „Mondiale“.
Viskubrunna sem gæddir eru
skarpskyggni og gnótt Thors
Vilhjálmssonar er nú þörf sem
aldrei fyrr.
Nigel Foxell.
Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi, sonur,
bróðir og mágur,
BJÖRN SÖLVI SIGURJÓNSSON,
Frumskógum 1b, Hveragerði,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 22. desember, verður
jarðsunginn frá Digraneskirkju
fimmtudaginn 29. desember klukkan 11:00.
Margrét Björnsdóttir,
Guðmundur Hallgrímsson og dætur,
Guðlaug J.A. Einarsdóttir,
Björgvin Sigurjónsson og Sædís Magnúsdóttir.
✝ Ingiríður Jóns-dóttir fæddist á
Steinnýjarstöðum í
Skagabyggð í Aust-
ur-Húnavatnssýslu
17. júlí 1924. Hún
lést á St. Jósefsspít-
ala í Hafnarfirði 21.
október 2011. For-
eldrar hennar voru
Jón Hinrik Árna-
son, f. 21.12. 1898,
d. 11.4. 1985, og
Sigurlaug Pálsdóttir, f. 2.6.
1885, d. 18.6. 1966. Systkini
Ingiríðar voru Stefán, f. 28.6.
1922, d. 17.6. 1935, og Una Guð-
rún, f. 30.5. 1926, d. 1.5. 2009.
Börn Unu Guðrúnar og systra-
börn Ingiríðar eru: 1) Stefán
Hafsteinn verkfræðingur, f. 9.9.
1946, d. 26.10. 2004. Hann eign-
aðist þrjú börn, og Rúna Soffía
lögfræðingur, f. 28.4. 1961. Hún
á þrjú börn.
Ingiríður giftist
aldrei né eignaðist
börn. Hún bjó í föð-
urhúsum allt þar til
faðir hennar dó
1985. Fyrst á
Skagaströnd, en ár-
ið 1982 flutti hún
með föður sínum í
Kópavoginn. 1997
flutti Ingiríður svo í
eigin íbúð á Kópa-
vogsbraut 1B, þar
sem hún bjó til dánardags. Ingi-
ríður vann sem verkakona með-
an starfskrafta naut, auk þess
sem hún var mikil hann-
yrðakona og prjónaði lopapeys-
ur er hún seldi Rammagerðinni
og Álafossi og hafa eflaust ratað
um víða veröld og borið fallegu
handverki gott vitni.
Útför Ingiríðar fór fram frá
Kópavogskirkju 28. október
2011.
Mig langar að minnast Ingiríð-
ar, eða Ingu eins og hún var ávallt
kölluð, móðursystur minnar.
Inga var fædd og uppalin, ásamt
yngri systur og bróður, á Steinn-
ýjarstöðum í Austur-Húnavatns-
sýslu og síðar á Skagaströnd.
Bróðir hennar lést, aðeins 13 ára
gamall, úr heilahimnubólgu og
var það mikið áfall fyrir fjölskyld-
una. Inga giftist aldrei né eign-
aðist börn, en Una móðir mín og
systir hennar eignaðist dreng,
fæddan 1946, sem skírður var í
höfuðið á bróður þeirra. Foreldr-
ar þeirra báðu um að fá að hafa
drenginn um stuttan tíma, og
féllst Una á það, en hann ílengd-
ist fyrir norðan hjá afa sínum og
ömmu, fyrir þrábeiðni þeirra, og
dvaldi þar fram yfir landspróf, er
hann kom suður til móður sinnar,
árið 1961. Inga fékk því notið
samvista við drenginn og var
hann því að nokkru eins og bróðir
hennar. Mínar fyrstu minningar
um Ingu eru frá heimsóknum
okkar fjölskyldunnar norður til
afa, ömmu og Ingu, en Inga bjó í
foreldrahúsum allt fram til þess
er faðir hennar lést 1987, en faðir
hennar hafði fest kaup á íbúð í
Kópavogi og fluttu þau feðginin
suður 1982, en þá var móðir Ingu
löngu látin. Meðan þau bjuggu
fyrir norðan komu Inga og afi
ávallt suður í sumarfríum og
dvöldu hjá okkur fjölskyldunni,
fyrst í lítilli íbúð í Nökkvavogi 21,
en seinna á Digranesvegi 30.
Dvöldu þau alla jafna nokkrar
vikur á ári og því var samneytið
allmikið. Eins og fyrr segir fluttu
þau suður 1982, í íbúð í kjallara á
Digranesvegi 30 og var mikið
samneyti milli okkar og Ingu og
afa. Þegar afi lést, 1987, bjó Inga
áfram í kjallaranum og áfram var
mikill samgangur. 1997 keypti
hún íbúð á Kópavogsbraut 1B og
bjó þar til dánardags. Í gegnum
tíðina var ávallt mikill samgang-
ur milli okkar Ingu og einkum
systur hennar. Hún dvaldi hjá
okkur fjölskyldunni um jól og
áramót, sem og aðra hátíðisdaga,
um áratuga skeið. Síðustu jólin
sem móðir mín lifði kaus hún þó
að vera annars staðar og virtum
við þá ákvörðun hennar. Eftir að
Una lést 2009 varð breyting á við-
móti Ingu, en hún tók andlát syst-
ur sinnar nærri sér, eins og ég og
fjölskylda mín. Atvik urðu til
þess, að samskiptin við Ingu urðu
daprari en ég hefði kosið sl. rúma
árið, en því verður ekki breytt
héðan af. Eftir svona mikil sam-
skipti um áratuga skeið er ekki
laust við að fréttin af láti hennar
veki söknuð. Mér og fjölskyldu
minni þótti miður að frétta af láti
hennar á förnum vegi fimm dög-
um eftir andlátið og hefðum við
kosið að fá vitneskju um það með
öðrum hætti. Við viljum hins veg-
ar kveðja Ingu frænku og geym-
um góðar minningar um hana,
sem eru margar eftir svo langt og
náið samneyti. Hvíl í friði.
Rúna S. Geirsdóttir og
fjölskylda.
Ingiríður
Jónsdóttir