Morgunblaðið - 27.12.2011, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011
Sudoku
Frumstig
3 9 5
1 6 2 5 8 9 7
7 1 6
3 8
2
8 1 5 3 6
6 7
5 8 9 2
6 5 4 7 1 3
1 6
6 5 8
5 8
8 2 4
2 3 7 4
7 5
8 3 4 2
1 3
3 1
9 5 7
5 8 4
2 9 1
5 2 7
2 4 7 3
8 1 2 6
3 5 8 4 9 6 7 1 2
2 4 6 1 7 5 8 9 3
7 9 1 2 8 3 6 5 4
1 7 2 3 6 9 4 8 5
8 3 5 7 1 4 2 6 9
9 6 4 5 2 8 1 3 7
4 8 7 9 3 1 5 2 6
6 2 9 8 5 7 3 4 1
5 1 3 6 4 2 9 7 8
2 7 1 6 4 9 8 3 5
8 5 4 3 1 2 6 7 9
3 6 9 8 5 7 4 1 2
9 8 3 2 6 4 7 5 1
6 4 2 5 7 1 9 8 3
7 1 5 9 8 3 2 6 4
5 2 7 1 9 8 3 4 6
4 9 6 7 3 5 1 2 8
1 3 8 4 2 6 5 9 7
8 9 7 5 1 6 2 3 4
6 3 4 9 2 7 8 5 1
1 2 5 8 4 3 7 6 9
5 1 3 2 8 4 9 7 6
9 6 8 7 3 1 4 2 5
4 7 2 6 5 9 1 8 3
2 5 1 4 6 8 3 9 7
7 4 6 3 9 2 5 1 8
3 8 9 1 7 5 6 4 2
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er þriðjudagur 27. desember,
361. dagur ársins 2011
Orð dagsins: Enginn er þinn líki,
Drottinn! Mikill ert þú og mikið er
nafn þitt sakir máttar þíns.
(Jeramía 10, 6.)
Víkverji er saddur og sæll eftirjólahátíðina í faðmi fjölskyldu
og vina. Alltaf koma jólin, sama hvort
það er kreppa, bræla, óveður eða eld-
gos. Ekki getum við stöðvað tannhjól
tímans þó að einhverjir myndu áreið-
anlega alltaf vilja hafa jól, ekki síst
blessuð börnin.
x x x
Framundan eru áramótin og þáhefst önnur gleði. Að sjálfsögðu
ætlar Víkverji að kaupa flugelda af
björgunarsveitunum og vonar að
landsmenn muni hugsa hið sama. Nú
eru þingmenn misduglegir við að
semja gáfuleg lög en ef það er ein-
hver löggjöf sem ætti að afgreiða sem
fyrst þá væru það lög um einkasölu
björgunarsveita á flugeldum. Eins og
ágæt auglýsing minnir á, sem farið
hefur eins og eldur um sinu á Fas-
bókinni, þá mun einhver fégráðugur
flugeldasali úti í bæ ekki bjarga þér í
nauðum uppi á reginfjöllum. Það
munu björgunarsveitir hins vegar
gera og réttara að minnast þess.
x x x
Víkverji las sér til skemmtunarfrétt á mbl.is skömmu fyrir jól
um alla synina hans Stígs, sem fagráð
í nautgriparækt hafði valið til kyn-
bóta úr árgangi 2005. Með fréttinni
um bolana fylgdi þessi ágæta gam-
ansaga í bloggfærslu eins lesanda:
„Það var í sveitarfélagi nokkru fyr-
ir norðan. Sveitin sameinaðist um
bola, og hann skyldi til taks, er belja
beiddi. Dag einn var hringt í gæslu-
mann og tilkynnt að yksna væri á
leiðinni. Eigandi kvígunnar varð
skyndilega að sinna öðru mikilvægu
erindi og spurði þá 10 ára son sinn
hvort hann treysti sér til að fara með
hana, enda ekki langt að fara. Dreng-
urinn hélt það nú enda vanur að taka
til hendinni þótt þetta hefði hann
ekki áður gert.
Þegar hann kemur með kusu mæt-
ir hann húsfreyjunni á bænum sem
býsnast og skellir sér á lær:
„Hverslags er þetta, að senda þig
með beljuna. Gat ekki pabbi þinn
gert þetta?“ Drengurinn svarar sak-
leysið uppmálað: „Nei, það þarf
naut.““
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | gagnlegur hlutur, 8
bætir, 9 aðgæta, 10 útdeili,
11 drekka, 13 að baki, 15
iðja, 18 sveðja, 21 dauði, 22
þukla á, 23 duglegur, 24
hugsanagang.
Lóðrétt | 2 aðgæsla, 3 lóga,
4 grípa, 5 knappt, 6 óhapp, 7
afkvæmi, 12 magur, 14 hest,
15 róa, 16 hindra, 17 fland-
ur, 18 hvassan odd, 19 púk-
inn, 20 tungl.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 spjör, 4 kunna, 7 ræpan, 8 ræðin, 9 díl, 11 kæna, 13
firð, 14 skera, 15 kuti, 17 tala, 20 æða, 22 ennið, 23 nýrað, 24 af-
urð, 25 akkur.
Lóðrétt: 1 sprek, 2 Japan, 3 rönd, 4 karl, 5 niðji, 6 annað, 10
ígerð, 12 asi, 13 fat, 15 kveða, 16 tinnu, 18 afrek, 19 arður, 20
æðið, 21 anga.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Enn eitt stórmótið.
Norður
♠Á543
♥K7
♦ÁG6
♣10652
Vestur Austur
♠96 ♠K1087
♥ÁD96432 ♥G10
♦D74 ♦10952
♣8 ♣K73
Suður
♠DG2
♥85
♦K83
♣ÁDG94
Suður spilar 5♣.
Barátta José Damiani fyrir því að
gera brids að ólympískri íþrótt tekur á
sig ýmsar myndir. Á haustdögum 2008
var haldið hugaríþróttamót í Beijing í
kjölfar ólympíuleikanna, þar sem
keppt var í brids, skák, dammtafli og
go, allt undir merkjum nýrra samtaka
hugaríþrótta, sem Damiani veitir for-
stöðu – International Mind Sport Asso-
ciation. Þremur árum síðar eru sam-
tökin komin undir stærri regnhlíf,
Sport Accord, en það eru alþjóðleg
samtök íþróttagreina, sem ekki hafa
hlotið náð fyrir augum ólympíu-
nefndarinnar. Nú í desember fór fram í
Beijing vikulangt mót á vegum Sport
Accord og er spil dagsins þaðan komið.
Vestur opnaði á 3♥ og kom síðan út
með ♥Á og hjarta gegn 5♣. Alan Son-
tag var sagnhafi og fór einn niður.
Hvað gerðist? (Svar á morgun.)
27. desember 1956
Lög um bann við hnefaleikum
voru staðfest. Áhuga-
mannahnefaleikar voru leyfðir
rúmlega 45 árum síðar.
27. desember 1977
Maður sat fastur í átta klukku-
stundir í reykháfi fjölbýlishúss
við Kaplaskjólsveg í Reykjavík.
Hann hafði verið að ganga á
þakinu til að stytta sér leið milli
íbúða en féll fjórar hæðir niður
í reykháfinn. „Ég er búinn að
vera hérna síðan á annan í jól-
um,“ sagði maðurinn við Dag-
blaðið áður en hann var los-
aður.
27. desember 1986
Snorri Hjartarson skáld og
bókavörður lést, 80 ára. Hann
hlaut bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs árið 1981 fyr-
ir ljóðabókina Hauströkkrið yf-
ir mér.
27. desember 2000
Þrjú hundruð þúsundasti
ferðamaðurinn kom til lands-
ins. Aldrei fyrr höfðu svo
margir erlendir gestir komið á
einu ári. Landsmenn voru þá
um 280 þúsund.
27. desember 2007
Dómnefnd á vegum blaðsins
Markaðarins valdi Jón Ásgeir
Jóhannesson sem viðskipta-
mann ársins 2007. Í næstu sæt-
um urðu Björgólfur Thor
Björgólfsson, Róbert Wessman
og Sigurjón Þ. Árnason. Ice-
save-innlánsreikningur Lands-
bankans í Bretlandi var talinn
meðal bestu viðskipta ársins.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Bjarni Felixson íþróttafréttamaður segist ætla að
halda upp á afmælið í kyrrþey með eiginkonu sinni.
Dagurinn hafi oft viljað týnast enda komi hann
beint ofan í jólin. Á sokkabandsárum sínum hafi
hann þó jafnan haldið upp á það að kvöldi annars í
jólum. Svo vill til að í ár eiga þau Álfheiður Gísla-
dóttir, kona Bjarna, 50 ára trúlofunarafmæli.
„Í gamla daga tíðkaðist að menn opinberuðu trú-
lofun sína og við gerðum það að kvöldi annars í jól-
um. Svo var farið á ball og þegar klukkan var tólf
átti ég afmæli og þetta rann saman,“ segir Bjarni. Bætir hann við að
hann hafi ekki náð hringnum af vinstri hendinni þegar þau giftu sig og
því sé hann þar enn. „Þannig að ég er enn trúlofaður,“ segir hann.
Bjarni er landskunnur fyrir lýsingar sínar á enska boltanum en nú
lýsir hann helst leikjum fyrir Útvarp KR. „Ég hef ennþá gaman af fót-
boltanum þótt ég sé hættur að vinna en nú ræð ég mér sjálfur.“
Með aldrinum segist Bjarni farinn að hverfa til upphafsins og hlusta á
útsendingar BBC af boltanum. „Til að fylgjast með enska fótboltanum í
gamla daga varð maður helst að liggja með höfuðið inni í útvarpstæki
til að reyna að heyra í stuttbylgjuútsendingu BBC. Þetta er nostalgía,
maður hverfur aftur til bernskunnar,“ segir hann. kjartan@mbl.is
Bjarni Felixson er 75 ára í dag
Ennþá trúlofaður eftir 50 ár
Hlutavelta
Hildur Heba Her-
mannsdóttir og Silja
Mjöll Stenber Lau-
ridsen héldu tom-
bólu við Bónusversl-
unina í Kjarnagötu
á Akureyri. Þær
söfnuðu 3.137 krón-
um sem þær styrktu
Rauða krossinn
með.
Flóðogfjara
27. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 1.44 0,3 8.01 4,3 14.20 0,4 20.23 3,8 11.23 15.35
Ísafjörður 3.46 0,2 9.53 2,3 16.28 0,2 22.16 1,9 12.09 14.59
Siglufjörður 0.16 1,1 6.02 0,2 12.18 1,3 18.39-0,0 11.54 14.40
Djúpivogur 5.11 2,2 11.28 0,3 17.18 1,9 23.30 0,1 11.02 14.55
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Kænska í peningamálum kemur sér
vel, en sýndu rausnarskap þegar ástin er
annars vegar. Vertu opin(n) gagnvart því en
gættu þó fyllstu varkárni.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það er mikið að breytast núna og þú
verður að hafa þig alla(n) við til þess að fylgj-
ast með og læra ný vinnubrögð. Líttu á þetta
sem tækifæri til að auka þroska þinn.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Sumar hugmyndir virka á svip-
stundu, aðrar þurfa lengri tíma. Sum ykkar
geta hafið rómantískt samband.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Hlutverk þitt í hópnum er að efast um
fyrirkomulagið eins og það er. Nýjungar veita
frábært tækifæri til þess að hagnast örlítið.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Leggðu eyrað við hjálparbeiðnum ann-
arra og leggðu þitt af mörkum sem þú
framast getur. Nú færðu tækifæri til þess að
æfa þolinmæðina.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Taktu frá tíma fyrir vini þína sem þú
hefur ekki haft aðstæður til að sinna um hríð.
Segðu eitthvað sem enginn annar veit.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Svo virðist sem þér hafi tekist að finna
það form, sem hentar þér best í leik og starfi.
Maður getur ekki búist við of miklu ef maður
nennir bara að vökva einu sinni á ári.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það er hætt við að samskipti þín
við aðra gangi ekki sem skyldi í dag. Gefðu
þér tíma til að sinna þínum nánustu.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það er margt sem hugurinn girn-
ist, en lífið leyfir ekki. Skiptir þá engu hvort
um lítinn hlut er að ræða eða stóran. Það er
sem spenna byggist jafnt og þétt upp.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Aðstæður sem virðast aðkallandi
eru ekki svo mikið vandamál þegar upp er
staðið. Vertu til staðar fyrir þá sem skipta þig
máli og hlúðu að eigin heill.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Haltu efasemdum þínum hjá þér á
meðan tíminn leiðir í ljós hvort þú hefur á
réttu að standa eða ekki.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Nú er komið að þér að undirbúa
næstu samveru félaganna og hafðu ekki
óþarfa áhyggjur. Yfirboðarar þínir ætlast eftir
sem áður til fullrar kurteisi af þinni hálfu.
Stjörnuspá
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. Dd3 Be7 8. 0-0-0
h6 9. Bh4 Rbd7 10. f4 g5 11. fxg5 Re5
12. De2 Rfg4 13. Rf3 hxg5 14. Bg3 Dc7
15. Rd4 Rf6 16. Df2 Bd7 17. Be2 0-0-0
18. Rf3 Rfg4 19. Dg1 Rxf3 20. gxf3 Re5
21. a4 Hh3 22. Hd4 Hdh8 23. Bxe5
dxe5 24. Hc4 Bc6 25. Rb5 axb5 26. axb5
Staðan kom upp á Vetrarmóti öðl-
inga sem lauk fyrir skömmu í húsa-
kynnum Taflfélags Reykjavíkur. Krist-
ján Guðmundsson (2.277) hafði svart
gegn Benedikt Jónassyni (2.237).
26. … Da5! 27. bxc6 b5! 28. Hc3 Da1+
29. Kd2 Dxg1 30. Hxg1 Bb4 svartur
vinnur nú skiptamun og skömmu síðar
skákina. 31. Ke3 Bxc3 32. bxc3 f6 33.
Bxb5 Hxh2 34. Ha1 Kb8 35. Hb1 g4
36. Hg1 f5 37. exf5 exf5 38. Bf1 g3 39.
f4 Hh1 40. Hxh1 Hxh1 41. Bg2 Hh2 og
hvítur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.