Morgunblaðið - 27.12.2011, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011
Hvað ertu að hlusta á um þessar
mundir?
Ég er að sjálfsögðu með Jón Leifs
og allar hans ofurþjóðlegu stemmur
í botni á þessum árstíma. Hann
klikkaði hrikalega á því að semja
ekki verk sem kallast Esjan … per-
sónulega hefði mér þótt mjög vænt
um slíkt. Svo ég fari nú á mjúku
nóturnar.
Hvaða plata er sú besta
sem nokkurn tíma hefur ver-
ið gerð að þínu mati?
Það er eðlilega þrýstingur
á það hérna á heimilinu að
nefna einhverja af þess-
um horngrýtisplötum
sem synirnir hafa tek-
ið þátt í … og það án
þess að votti fyrir
skömm eða sjálfs-
virðingu. Nei, ég
nefni fyrstu plötu
Run D.M.C. Fíl’ana.
Kemur mér í stuð.
Hver var fyrsta platan
sem þú keyptir og hvar
keyptirðu hana?
Nú, það var plata Pét-
urs Á. Jónssonar einsöngvara
frá 1907. Nappaði henni af
bóndaræfli í Kjósinni hér
um árið. Hefur verið á
grammófóninum
mínum meira og
minna síðan.
Hvaða ís-
lensku plötu
þykir þér
vænst um?
Allar plötur
sem innihalda
„Grýlukvæði“ í ein-
hverri mynd. Megas,
minn einkavinur,
gerði þetta nú as-
skoti vel á barnagæluplötunni
sinni …
Hvaða tónlistarmaður værir þú
mest til í að vera?
Þegar stórt er spurt … Meat Lo-
af?
Hvað syngur þú í sturtunni?
Ha ha … ég í sturtu! Þú hlýtur að
vera að „kidda“ mig.
Hvað fær að hljóma villt og galið á
föstudagskvöldum?
Sumir myndu halda að ég hefði
ekkert vit á slíku en Grýla gamla er
ekkert búin að gefast upp á rólunum
get ég sagt þér. Rokk og rólunum.
Vinir mínir í Rammstein fá stundum
Esjuna til að nötra enda ansi grýl-
versk sveit. Annars er það bara
gabba-teknó.
En hvað yljar þér svo á sunnu-
dagsmorgnum?
Ég veit alveg að fólk vill að ég
uppfylli þá ímynd að vera illgjörn,
fúl, þvermóðskufull og truntuleg. En
mér finnst ósköp notalegt að kasta
af mér hamnum endrum og eins og
þá duga sunnudagsmorgnarnir yf-
irleitt. Eitthvað fallegt með Chopin
takk …
Í mínum eyrum Grýla
Morgunblaðið/Einar Falur
„Eitthvað fallegt
með Chopin takk …“
Óskarsverðlaunin verða veitt hinn
26. febrúar næstkomandi og eru
kvikmyndarýnar farnir að spá í
hvaða myndir séu sigurstrangleg-
astar, í ljósi þeirra verðlauna sem
veitt hafa verið á síðustu mánuðum.
Einn þeirra er blaðamaðurinn Marc
Lee hjá breska dagblaðinu The
Telegraph en hann spáir því að
tvær myndir muni keppa um helstu
verðlaun, líkt og á síðustu árum,
kvikmyndirnar The Artist og The
Descendants. Í fyrra voru það The
Social Network og The King’s
Speech og árið þar á undan Avatar
og The Hurt Locker. The King’s
Speech og The Hurt Locker hlutu
verðlaunin sem bestu kvikmyndir
hvors árs.
The Artist hefur sópað að sér
verðlaunum í ár, líkt og The Desc-
endants. The Artist er fransk-
belgísk framleiðsla en The Desc-
endants bandarísk. Sú fyrrnefnda,
eftir leikstjórann Michel Haz-
anavicius, er svart/hvít og þögul,
e.k. óður til þriðja áratugarins í
Hollywood en sú síðarnefnda, eftir
Alexander Payne, segir af lögfræð-
ingi sem býr á Havaí og þarf að tak-
ast á við fjölskylduvandamál. Lee
segir kannanir sem gerðar hafa
verið meðal kvikmyndarýna hafa
sýnt að þessar tvær kvikmyndir séu
öðrum líklegra til að keppa um
gylltu stytturnar eftirsóttu, af Ósk-
ari frænda, fyrir bestu kvikmynd
og bestu leikstjórn. Óljóst er enn
hversu margar kvikmyndir verða
tilnefndar í flokki þeirra bestu á
Óskarnum, allt frá fimm og upp í
tíu eftir því hversu margar með-
limir Óskarsakademíunnar setja í
fyrsta sæti á tilnefningaseðlum sín-
um. Allar líkur eru þó á því að um-
ræddar tvær kvikmyndir verði
þeirra á meðal. helgisnaer@mbl.is
Listamaðurinn Úr kvikmyndinni The Artist sem líkleg er talin til afreka á
Óskarnum sem og kvikmyndin The Descendants.
Tveggja mynda kapphlaup
Gjafakort á
hátíðarverði
Heimsljós (Stóra sviðið)
Mið 28/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 1.auka
Fim 29/12 kl. 19:30 3.sýn Sun 22/1 kl. 19:30 9.sýn Sun 12/2 kl. 19:30 2.auka
Lau 7/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 14.sýn
Sun 8/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 29/1 kl. 19:30 11.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 15.sýn
Lau 14/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 16.sýn
Sun 15/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 26/2 kl. 19:30 17.sýn
Frumsýnt annan í jólum 2011
Svartur hundur prestsins (Kassinn)
Sun 8/1 kl. 19:30 33.s Fös 20/1 kl. 19:30 37.s
Fim 12/1 kl. 19:30 34.s Lau 21/1 kl. 19:30 síð.sýn.
Sýningum lýkur í janúar!
Hreinsun (Stóra sviðið)
Fös 30/12 kl. 19:30 15.sýn Fim 5/1 kl. 19:30 16.sýn Fös 13/1 kl. 19:30 síð.sýn
Sýningum lýkur í janúar!
Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan)
Mið 28/12 kl. 13:30 Frums. Fös 30/12 kl. 13:30 4.sýn Sun 8/1 kl. 15:00 7.sýn
Fim 29/12 kl. 13:30 2.sýn Fös 30/12 kl. 15:00 5.sýn
Fim 29/12 kl. 15:00 3.sýn Sun 8/1 kl. 13:30 6.sýn
Hjartnæm og fjörmikil sýning
Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 8/1 kl. 16:00
On Misunderstanding (Kassinn)
Mið 28/12 kl. 19:30 Frums. Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 30/12 kl. 19:30 3.sýn
Frumsýnt 28.desember
Miðasala sími: 571 5900
ALVÖRUMENN
GLEÐILEG JÓL
“Hér er valinn maður í hverju rúmi...
Leikurinn er upp á fimm stjörnur.”
-Elísabet Brekkan, Fréttablaðið.
- harpa alþýðunnar
FÖS 30/12
FÖS 20/01
L AU 21 /01
FÖS 27/01
KL . 20:00
KL . 20:00 NÝ SÝNING
KL . 22:00 NÝ SÝNING
KL . 20:00 NÝ SÝNING
Fanný og Alexander (Stóra sviðið)
Fim 5/1 kl. 20:00 fors Mið 25/1 kl. 20:00 4.k Fim 23/2 kl. 20:00 aukas
Fös 6/1 kl. 19:00 frums Fim 26/1 kl. 20:00 aukas Fös 24/2 kl. 20:00 10.k
Mið 11/1 kl. 20:00 2.k Sun 5/2 kl. 20:00 5.k Fim 1/3 kl. 20:00 11.k
Lau 14/1 kl. 20:00 aukas Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Fös 2/3 kl. 20:00 12.k
Sun 15/1 kl. 20:00 3.k Mið 15/2 kl. 20:00 7.k Fim 8/3 kl. 20:00
Mið 18/1 kl. 20:00 aukas Fim 16/2 kl. 20:00 8.k
Sun 22/1 kl. 20:00 aukas Fös 17/2 kl. 20:00 9.k
Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið
Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)
Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Lau 28/1 kl. 14:00 Lau 18/2 kl. 14:00
Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Sun 29/1 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00
Lau 14/1 kl. 14:00 Lau 4/2 kl. 14:00 Lau 25/2 kl. 14:00
Sun 15/1 kl. 14:00 Sun 5/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00
Lau 21/1 kl. 14:00 Lau 11/2 kl. 14:00
Sun 22/1 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00
Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma
Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið)
Sun 8/1 kl. 20:00 Fim 19/1 kl. 20:00 Fös 27/1 kl. 19:00
Fim 12/1 kl. 20:00 Fös 20/1 kl. 19:00
Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir.
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Fös 30/12 kl. 20:00 Fös 13/1 kl. 19:00
Lau 7/1 kl. 19:00 Lau 21/1 kl. 19:00
Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011
Nýdönsk í nánd (Litla sviðið)
Fös 6/1 kl. 22:00 1.k Fös 13/1 kl. 22:00 3.k Fös 20/1 kl. 22:00 5.k
Lau 7/1 kl. 22:00 2.k Lau 14/1 kl. 22:00 4.k
Aftur á svið - aðeins þessar sýningar