Morgunblaðið - 27.12.2011, Side 4

Morgunblaðið - 27.12.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011 – fyrst og fre mst ódýr! Gleðilega hátíð Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við erum búin að breyta innihaldi allra fjölskyldupakkanna okkar. Við komum með einn lítinn fjöl- skyldupakka í fyrra, sem var bara smádót, og erum núna með einn stærri. Þannig að við erum að breyta úrvalinu þar mjög mikið,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, mark- aðs- og sölustjóri hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg, aðspurður hvort landsmenn megi búast við einhverjum nýjungum tengdum skoteldum í ár. Liðsmenn björgunarsveita um land allt eru nú í óðaönn að leggja lokahönd á undirbúning sölunnar enda er um að ræða helstu tekju- lind sveitanna. Segir Jón Ingi sumar björgunarsveitir fá yfir 90 prósent alls fjármagns síns í formi flugeldasölu og að hátt í 4.000 sjálfboðaliðar komi að sölunni ár hvert. Fjölbreytt úrval í boði Staðsetning og fjöldi sölustaða verður með svipuðu sniði og í fyrra en á höfuðborgarsvæðinu verða þeir alls 36 talsins. Hægt verður að kaupa skotelda af björgunar- sveitunum frá og með morgundeg- inum. Að sögn Jóns Inga verður boðið upp á fleiri nýjungar í ár, t.a.m. var gerð ákveðin breyting á stærstu skottertunum, en þær eru 150 skota og kenndar við sögu- fræga bardaga, en einnig var sér- stakur blysapakki settur saman í ár sem inniheldur alls sex litskrúð- ug blys. Að sögn Jóns Inga er tals- verð áhersla lögð á að breyta vöru- úrvali reglulega til að tryggja fjölbreytni. „Við reynum að vera svolítið á tánum með að breyta mjög ört. Þótt það sé kannski óþarfi að breyta hlutum sem eru góðir þá er líka ágætt að hrista upp í þeim.“ Hann segir mjög misjafnt eftir hverju fólk sækist þegar það kaup- ir skotelda fyrir áramótin en und- anfarið hefur fjölskyldupakkinn verið mjög vinsæll og þá sérstak- lega ef innihald hans hefur tekið einhverjum breytingum frá því ár- ið áður. „Flestir taka fjölskyldu- pakka og svo kappa- eða bardaga- tertu með. Svo eru aðrir sem vilja bara stjörnuljós eða rakettur,“ segir Jón Ingi og bætir við að þeir sem vilji kynna sér vöruúrvalið áð- ur en mætt er á sölustaði geti gert það á heimasíðu Slysavarnafélags- ins Landsbjargar. Þar er t.a.m. að finna lýsingar og myndbönd af þeim skottertum sem í boði eru í ár. Jón Ingi segir landsmenn ávallt hafa staðið þétt við bakið á björg- unarsveitunum þegar kemur að kaupum á flugeldum en vart verð- ur nógu mikil áhersla lögð á mik- ilvægi þess stuðnings. „Við erum mjög ánægðir með stuðninginn sem við höfum fengið hjá almenningi. Það má heldur ekki gleyma því að þótt björgunar- sveitirnar samanstandi af sjálf- boðaliðum þá kostar sitt að end- urnýja og borga olíuna á tækin. Vilja fyrirbyggja augnslys Núna erum við komin með ný flugeldagleraugu og erum að reyna að fá foreldra til þess að vera með gleraugu líka. Það þurfa allir að vera með gleraugu sem eru að horfa á og skjóta,“ segir Jón Ingi en gleraugun voru að sögn endurhönnuð með það í huga að þau féllu betur að hátíðarbúningi fólks. „Nú er engin afsökun fyrir því að vera ekki með gleraugu.“ Vert er að nefna að hlífðargler- augun fylgja með öllum fjölskyldu- pökkum og segir Jón Ingi þar að auki langflestar björgunarsveitir afhenda fólki gleraugun án endur- gjalds svo fækka megi slysum tengdum skoteldum. „Við viljum reyna að útrýma öllum augnslys- um.“ Morgunblaðið/Ómar Ljósadýrð Óðum styttist í áramótin en misjafnt er hvað fólk kaupir af flugeldum til að kveðja árið sem er að líða. Víst má þó búast við miklum hvellum. Mikilvægasta tekjulindin  Sölustaðir flugelda opnaðir á morgun  Sumar björgunarsveitir fá yfir 90% alls síns fjármagns í formi flugeldasölu  Mikið breytt innihald fjölskyldupakka Lögreglumenn frá Fáskrúðsfirði gómuðu á jóla- dag tvo veiði- þjófa í Hamars- firði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Eskifirði höfðu mennirnir skotið hreindýr í firð- inum fyrr um daginn. Kváðust þeir hafa verið við refaveiðar á svæðinu en ekki getað staðist mátið þegar hreindýrs varð vart. Upp komst um verknaðinn við hefðbundið umferðareftirlit lögregl- unnar, en lögreglumenn höfðu af- skipti af bifreið sem í voru menn sem klæddir voru í veiðigalla og virtust afar vel útbúnir til veiða. Ákvað lög- reglan þá að kanna málið betur. Málið telst upplýst og fer nú sína leið í réttarkerfinu. Mannanna bíður sekt eða skilorðsbundið fangelsi, svipting veiðikorta en líklega halda þeir þó skotvopnaleyfi og skotvopn- um. Skutu hreindýr á jóladag  Veiðiþjófar gripn- ir í Hamarsfirði „Kirkjusókn er alltaf góð um jólin en veðrið varð þó til þess að örlítið færri sóttu mess- una klukkan sex en miðnæt- urmessuna,“ seg- ir Hjálmar Jóns- son, dómkirkjuprest- ur, spurður um kirkjusókn um jólin. „Það koma fleiri börn í fyrri messuna sem- skapar sérstakt andrúmsloft eft- irvæntingar og gleði sem fylgir börnunum og hrífur okkur hin eldir með. Í miðnæturmessunni er and- rúmsloftið annað. Þá er spennan far- in og við upplifum heilaga kyrrð og frið í jólanótinni.“ Aðsókn að mess- um er mikil yfir jólin og voru um 900 manns í messum Dómkirkjunnar á sjálfan aðfangadag. Á jóladag og annan dag jóla sækja færri messur. Um 900 sóttu í messur Dóm- kirkjunnar Hjálmar Jónsson „Af þeim fimmtán konum sem leituðu til okkar í desem- ber voru sex hérna sem nýttu sér aðstöðuna yfir jólin og héldu þau hér með okkur,“ segir Kristín Helga Guð- mundsdóttir, verkefnastjóri hjá Konukoti. Að hennar sögn hafa Íslendingar alltaf verið tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að hjálpa öðrum en í þau átta ár sem haldið hefur verið upp á jólin í Konukoti hefur fjöldi einstak- linga lagt kotinu lið til þess að gera jólin sem hátíðlegust og ánægjulegust fyrir þær konur sem þar dvelja um jól- in. „Allir eiga að fá að halda jólin hátíðleg og líða vel á jól- unum. Við leggjum okkar af mörkum til að láta þeim kon- um líða vel sem dvelja hjá okkur og ég veit að önnur hjálparsamtök gera það sama. Það er líka mikilvægt fyrir sjálfboðaliðana sem eru hérna yfir jólin, fjarri sínum fjöl- skyldum, að finna hátíðleikann og líða vel.“ Framlag sjálfboðaliða er mismunandi mikið en að sögn Kristínar skiptir mestu máli að fólk sé viljugt að leggja hjálpar- samtökum lið og gefa af tíma sínum fyrir aðra. „Rúnar Þór Arnarsson, kokkur í Noregi, kemur til dæmis bara til okkar um jólin en það er rosalega mikilvægt að fá at- vinnumann eins og hann í eldhúsið til þess að elda jóla- steikina. Þess vegna verður framlag hvers og eins ekki mælt í tímum heldur því sem hver og einn getur lagt af mörkum.“ Jólin í Konukoti voru að sögn Kristínar ein- staklega afslöppuð, róleg og hlýleg. „Ég velti því fyrir mér hvort þessi ofboðslega stormspá hafi haft áhrif á fólk til hins betra.“ vilhjalmur@mbl.is Sex konur héldu jólin hátíðleg í Konukoti  Mikilvægt að fá atvinnumann í eldhúsið sem eldar jólamat Morgunblaðið/Sigurgeir S. Jólin Notaleg og hlýleg jólastemning í Konukoti. „Það eiga allir að vera með gleraugu og svo er mjög algengt að yngri börn séu hrædd við hávaða og þá er mjög sniðugt að láta þau nota heyrnarhlífar,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Slysavarnafélaginu Lands- björg, aðspurður hverju ber að huga að við meðferð og notkun skotelda. Segir Jón Ingi einnig mikilvægt að notaðir séu hanskar, helst úr leðri, eða vettlingar þegar skotið er upp svo koma megi í veg fyrir brunasár á höndum. Ennfremur leggur hann þunga áherslu á að fólk hugi vel að þeim leiðbeiningum sem skoteldum fylgja og fari eftir þeim í einu og öllu. Fólk fylgi leiðbeiningum HUGUM AÐ ÖRYGGI VIÐ MEÐFERÐ OG NOTKUN SKOTELDA Jón Ingi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.