Morgunblaðið - 27.12.2011, Page 22

Morgunblaðið - 27.12.2011, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011 ✝ Karólína Guð-mundsdóttir fæddist á Ísafirði 6. nóvember 1931. Hún lést föstudag- inn 16. desember sl. Hún var einka- barn hjónanna Sig- ríðar Guðjóns- dóttur, f. 8. febrúar 1919, d. 23. ágúst 1985, og Guð- mundar Rósmunds- sonar, f. 20. júlí 1912, d. 12. nóv- ember 1983. Karólína giftist Frímanni Gunnlaugssyni, f. 27. mars 1933, d. 2. febrúar 2002, og eignuðust þau fimm börn. Frímann og Karólína skildu. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Heiðar prófessor, f. 22. júlí 1952, maki Elísabet Hjörleifs- dóttir dósent, f. 17. júní 1950. Börn þeirra eru a) Hjörleifur rekstrarfræðingur, f. 13. sept- ember 1969, maki hans er Þór- halla Helgadóttir hjúkr- unarfræðingur, synir þeirra eru Helgi og Hinrik, b) Lárus Arnór, f. 26. september 1976, maki Þóra Sif Ólafsdóttir læknir, börn þeirra eru Freyja og Arn- ór, c) Jóhann stærðfræðingur, f. 17. nóvember 1983, maki Ástríð- ur Halldórsdóttir, nemi í fé- lagsráðgjöf, d) Valgerður lög- fræðinemi, f. 15. apríl 1986. 2) f. 14. desember 1985, maki Adam Uhl ljósmyndari, c) Karól- ína fyrirtækjaráðgjafi, f. 5. maí 1988, maki Devotia Moore. 5) Karl skólastjóri, f. 8. september 1959, maki Bryndís Björg Þór- hallsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 24. október 1967. Synir þeirra eru a) Pétur framhalds- skólanemi, f. 1. júlí 1990, maki Lísbet Hannesdóttir, nemi í við- skiptafræði, barn þeirra er Hannes, b) Bjarni nemi, f. 1. október 1994, c) Friðrik nemi, f. 23. september 1997. Karólína ólst upp á Ísafirði og stundaði þar nám og íþróttir. Frímann og Karólína hófu sinn búskap á Reynimelnum í Reykjavík. Þau byggðu sér hús á Hlíðarvegi í Kópavogi þar sem hún stofnaði og rak prjónastof- una Femínu. Fjölskyldan fluttist til Akureyrar haustið 1964 þeg- ar þau hjónin tóku að sér rekst- ur Skíðahótelsins í Hlíðarfjalli. Árið 1969 keyptu þau Sport- vöru- og hljóðfæraverslun Ak- ureyrar sem þau ráku til ársins 1984. Karólína lærði til nuddara og stofnaði Nudd- og sólstofu Karólínu. Seinna varð hún for- stjóri Dvalarheimilisins á Skjaldarvík. Karólína stundaði íþróttir af miklu kappi mestan hluta ævinnar en mestu kraftar hennar fóru í skíða- og golf- íþróttina. Karólína sat aldrei auðum höndum og var mikil hannyrðakona. Karólína verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, þriðjudaginn 27. desember 2011, kl. 13.30. Gunnlaugur, f. 20. maí 1954, maki Guðlaug Halla Ís- aksdóttir lífeinda- fræðingur, f. 5. des- ember 1953. Börn þeirra eru a) Auður Karen, hjúkr- unarfræðingur og nemi í text- ílhönnun, f. 26. febrúar 1978, maki Stefán Þór Pét- ursson, verkfræðingur og nemi, synir þeirra eru Pétur Áki og Nökkvi Jón, b) Ása Katrín kenn- ari, f. 12. febrúar 1981, maki Haddur Júlíus Stefánsson smið- ur, synir þeirra eru Arnór Ísak og Atli Róbert, c) Aron Tjörvi nemi, f. 9. janúar 1996. 3) Sigríð- ur bókari, f. 9. apríl 1956. Börn hennar eru a) Karólína, hjúkr- unarfræðingur og myndlist- arnemi, f. 14. febrúar 1975, maki Björgvin Ólafsson fram- kvæmdastjóri, börn þeirra eru Þorri, Sunna, Þura og Ólafur Baldvin, b) Ari, nemi í grafískri hönnun, f. 6. maí 1986. 3) Katrín Regína matsfræðingur, f. 8. september 1959, maki Haraldur Bjarnason læknir, f. 14. ágúst 1958. Börn þeirra eru a) Bjarni, nemi í líffræði, f. 7. janúar 1981, maki Nicole Brooks, nemi í fé- lagsráðgjöf, b) Kristín þjálfari, Þá hefur mamma mín blessun- in fengið sína langþráðu hvíld. Eftir margra ára glímu við erfið veikindi kvaddi hún á köldum og stjörnubjörtum vetrareftirmið- degi á Dvalarheimilinu Hlíð á Ak- ureyri. Það var tilheyrandi að út um gluggann hennar var útsýni yfir Hlíðarfjallið þar sem skíða- brekkurnar voru baðaðar í ljós- um, ljósahaf sem hún gjarnan kallaði jólatréð sitt. Hennar skoð- un var sú að fallegra útsýni væri ekki til. Íþróttir voru mömmu afar mik- ils virði. Enda þótt keppnisíþrótt- ir væru henni alltaf ofarlega í huga voru göngu- og hjólatúrar henni ekki síður að skapi. Henni þótti náttúrlega best að ganga þegar hvít kúla var einhvers stað- ar fyrir framan hana en hressileg ganga í Kjarna þótti henni afar góð. Hún byrjaði að iðka jóga fyr- ir fjöldamörgum árum og kenndi jóga um tíma og bjó að því allt fram í andlátið hversu mikilvæg- ur réttur andardráttur er og hún var köttur liðugur allt þangað til hryggurinn gaf sig. Mamma stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki, Prjónastofuna Femínu, 1959 sem var til húsa í bílskúrnum í húsinu sem þau pabbi byggðu ásamt ömmu og afa. Enn eru til pokar með tölum úr prjónastof- unni og ég held ég hafi aldrei keypt tölur í allan þann fjölda af peysum sem ég prjónaði á meðan ég bjó á Íslandi. Alltaf fór ég í tö- lulagerinn hennar mömmu því þær tölur voru svo miklu fallegri en það sem stóð til boða í búð- unum. Þegar fjölskyldan flutti norður til Akureyrar tóku mamma og pabbi að sér að reka Skíðahótelið í Hlíðarfjalli sem var alvöru hótel á þeim tíma sem opið var bæði sumar og vetur og fólk kom hvaðanæva til að dvelja á í nokkra daga rétt eins og á skíða- hótelum erlendis. Eftir að hún lærði nudd upp úr 1980 stofnaði hún Nudd- og sólstofu Karólínu sem hún rak í nokkur ár og til að sitja nú ekki aðgerðalaus prjónaði hún lopapeysur þegar hún ekki var að nudda. Að sitja aðgerða- laus var eitur í hennar beinum enda sá ég hana nánast aldrei án þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Hún saumaði, prjónaði og heklaði öll okkar föt langt fram eftir ævi og öll eigum við systkinin a.m.k. eitt rúmteppi eftir hana svo ekki sé talað um dúkana, gardínurnar, púðana og peysurnar. Síðustu árin voru henni erfið vegna veikinda. Hún þráði að renna sér niður brekkurnar og spila golfvöllinn sinn einu sinni enn en það eru orðin þó nokkur ár síðan hún fór í Fjallið síðast eða spilaði nokkrar holur á Jaðri. Hryggskekkjan sá til þess að hún gat ekki gengið langt eða sveiflað, rennt sér eða beygt og heilabil- unin varð til þess að hún átti erfitt með að vera raunsæ á eigin getu. Viljinn var svo miklu sterkari en líkaminn leyfði. Fyrir stolta og tignarlega konu var þetta erfitt að sætta sig við og það gerði hún aldrei, hún var alltaf á leiðinni á golfvöllinn á sumrin og í Fjallið á veturna. Núna þegar hún er laus undan oki veikindanna nýtur hún þess vonandi að vera verkjalaus og frjáls eins og fuglinn. Kærar þakkir sendi ég starfs- fólkinu á Hlíð sem hugsaði svo vel um hana. Hafðu þökk fyrir allt elsku mamma. Katrín (Kata). Tengdamóðir mín Karólína hefur nú kvatt hópinn sinn, fjöl- skyldu sína sem var henni svo kær. Áður en ég varð formlegur meðlimur hópsins hennar vissi ég hver hún var þessi afrekskona í íþróttum, áberandi myndarleg með sitt kolsvarta hár og ákveðin í fasi. Hún tók á móti mér og ung- um syni mínum á sinn glaðværa og hlýlega hátt sem einkenndi hennar samskipti við mig og mína alla tíð. Á milli hennar og sonar míns hélst alltaf sérstakur vin- skapur og er ég henni þakklát fyr- ir hve augljóst það var í hennar augum að hann var einn af hennar barnabörnum. Áratuga samvera og samskipti mín við tengdamóður mína geyma margar minningar og þær allar góðar. Við gátum stundum gleymt okkur í umræðum um bækur, pólitík, liðna tíma eða bara um líðandi stund. Við vorum ekki alltaf sammála um þessi efni en ég stóð vanalega eftir ríkari en áður og fann þá svo vel að ég átti tengdamóður sem var vönduð manneskja, varkár í umfjöllun um annað fólk, víðlesin og fróð um margvísleg málefni, minnug og sagði vel frá. Nú í seinni tíð rædd- um við oft um Ísafjörðinn hennar og æskuminningar þaðan, þar vorum við sammála um flest enda báðar ættaðar að vestan og stolt- ar af því. Þó að aldursmunur væri á okkur fannst mér oftast eins og við værum nokkuð nær því að vera jafnöldrur og þá sérstaklega þegar við sáum sama húmorinn í því sem var að gerast. Hláturinn hennar Karólínu mun ekki gleym- ast, hans fengum við sérstaklega að njóta þegar hún kom og dvaldi hjá okkur fjölskyldunni á búskap- arárum okkar í Skotlandi. Hún naut sín þar á ferðum um fögur héruð þess lands og á golfvöllun- um og litlu barnabörnin voru stolt af ömmu sinni, hún tók þátt í okk- ar daglega amstri og það var gott og gaman að vera með henni. Margt af mínu fólki kynntist tengdamóður minni og átti með henni samverustundir, það minn- ist hennar nú með virðingu og þakklæti. Oft var fjörugt og mikið hlegið þegar Karólína og foreldr- ar mínir hittust, það var lærdóms- ríkt og fallegt að fylgjast með því hvernig vinskapur þeirra þróaðist yfir í annars konar væntumþykju og umhyggju fyrir hvort öðru þegar aldurinn fór að setja sitt mark á þau og heilsan að bila. Móðir mín saknar nú góðrar vin- konu. Tengdamóðir mín kemur ekki oftar upp tröppurnar hjá mér og snarar sér inn um dyrnar, ef allir voru ekki mættir strax til að faðmast og heilsast þá vildi hún vita hvar fólkið væri. Henni fannst best að við værum þarna öll. Hún sagði okkur það oft að hennar ríkidæmi væri börnin hennar og þeirra afkomendur og hún hélt vörð um þetta ríkidæmi sitt. Hún passaði að hóa okkur saman á vissum dögum í matar- veislur og hélt í fastar venjur og siði. Með henni hverfur enn einn af þeim einstaklingum sem kunni að elda góðan venjulegan íslensk- an mat með ógleymanlega ljúf- fengu bragði. Við eigum öll hand- verkin hennar sem hún vann af alúð og vandvirkni, þau prýða heimili okkar og verða varðveitt vel. Ég kveð kæra tengdamóður mína með virðingu og söknuði og með djúpu þakklæti fyrir allt það sem hún var mér og börnunum mínum. Megi hún hvíla í friði. Elísabet Hjörleifsdóttir. Elsku Lína amma. Þá er komið að þessu. Glæsileg amma okkar er búin að kveðja. Það minnast þín eflaust margir með skíðin í annarri og golfkylfuna í hinni, en við þekktum þig á annan hátt. Þú varst vandvirk í alla staði og þá sérstaklega þegar þú varst með eitthvað í höndunum. Til dæmis voru árlegu skötuboðin vegleg og ógleymanleg þar sem skata var aðalatriðið og allir urðu að smakka. Aðventan var heldur ekki byrjuð fyrr en þú mættir með fullt kökubox af alls kyns sortum. Einnig heklaðir þú við hvert einasta tækifæri. Teppin okkar hafa veitt okkur ótakmarkaða hlýju á köldum vetrarmánuðum í próflestri í Reykjavík. Síðustu ár- in varstu svo dugleg að segja hvað þú værir stolt af okkur, að við værum að læra og að lifa lífinu. Þú hafðir svo gaman af að segja okkur frá Ísafirði, varst alltaf að segja sögur sem hægt var að rekja þangað. Það eru ekki allir svo heppnir að fá að vita svona mikið um bakgrunn sinn. Síðasta sumar gátum við eytt miklum tíma saman, fyrir það er- um við afar þakklát. Þú varst svo glæsileg í öllu sem þú gerðir fyrir okkur. Sitjandi í græna handavinnustólnum að hekla, þannig munum við hitta þig aftur. Þannig munum við minnast þín. Þín barnabörn, Jóhann og Valgerður. Karólína Guðmundsdóttir Okkur langar að minnast hans Dóra okkar. Alltaf var gott og Halldór Hafsteinsson ✝ Halldór Haf-steins Haf- steinsson, Brekku- bæ 40, fæddist í Reykjavík 5. maí 1939. Hann lést á heimili sínu 7. des- ember 2011. Útför Halldórs fór fram frá Sel- fosskirkju 17. des- ember 2011. notalegt að koma til hans og Lilju, eða fá þau í heimsókn. Þá var setið og spjallað við eldhúsborðið og oftast mikið hlegið. Dóri sá skoplegu hliðarnar á flestu og gerði grín að létt- vægum og alvarleg- um málefnum jafnt. Að minnast þessara stunda vekur hlýjar minningar. Dóri var ljúfur og gaf sér góðan tíma til að tala við börn jafnt sem fullorðna og lét hann kynslóðabil ekki trufla sig. Pólitísk umræða og grín gat farið saman við hvers- dagslega hluti eins og að gefa kettlingnum frá okkur nafn, en hann hét Denni dæmalausi. Dóri tók áhugamálin með trompi. Á sumrin naut hann nátt- úrunnar við stangveiði. Hann var góður leikari, beittur penni, og síðustu árin sýndi hann færni sína sem listmálari. Myndirnar hans fá góðan stað á okkar heimilum. Við þökkum góðar samveru- stundir í gegnum tíðina og stuðn- ing bæði Lilju og Dóra í veikind- um Gurrýjar. Elsku Lilja og fjölskylda, Guð veri með ykkur og Guð blessi minningu Dóra. Óli Th, Gunnar, Ágústa, Bjarkar og Hrund. Jæja, nú ertu far- inn frá okkur elsku bróðir og mágur. Það er erfitt að setjast niður og setja minningarnar okk- ar á blað. Við vorum ung er við misstum móður okkar og sundr- ung komst á fjölskylduna. Þegar þú varðst eldri breyttist það. Þórður Þórðarson ✝ Þórður Þórð-arson vélstjóri fæddist í Reykjavík 31. ágúst 1947. Hann lést á heimili sínu 11. desember 2011. Útför Þórðar fór fram frá Digra- neskirkju 19. des- ember 2011. Einnig man ég er þú komst til okkar á Kleppsveginn með frumburð þinn og sýndir okkur og skoðaðir okkar frumburð. Eftir það varð sambandið sterkara með árun- um. Þegar við fluttum á Akranes varstu vanur að koma reglulega í heimsókn. Þar hófst þú búskap með Guðbjörgu svo styttra varð á milli okkar. Þegar við fluttum til Hafnar- fjarðar og þú bjóst í Reykjavík komstu miklu meira til okkar. Það verður ansi tómlegt hjá okk- ur, ekki getum við sagt að það sé langt síðan hann Doddi kom. Þegar þið Nonni hurfuð út saman spurði ég: „Hvar varstu?“ Þá kom það svar að þið hefðuð verið í dótakassanum þínum uppi á hraunum. Það er ótrúlegt að þú sért far- inn því laugardaginn 10. desem- ber varstu hér og þið Nonni vor- uð inni í tölvuherbergi að vesenast vegna bátsins þíns. Það var hringt og athugað með eitt- hvað sem vantaði í bátinn. Þegar þú fórst vissi ég ekki að þetta væri kveðjustund. Það var mjög erfitt að frétta af andláti þínu. Mér fannst mjög rangt að það skyldi bera svona hratt og stórt skarð er nú komið við missi þinn. Líði þér vel. Við sjáumst ein- hvern tímann. Þín systir og mágur, Alda og Jón. Ólöf Pétursdóttir Hraunfjörð var níunda og yngsta barn for- eldra sinna, fædd í Selbúðum í Reykjavík í kreppunni miðri sumarið 1932. Nokkrum mánuð- um síðar var hún skírð og henni gefið nafn skáldkonunnar Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum. Að tildrögum þessa víkur hún í les- endabréfi til Morgunblaðsins 31. mars 2000 og bregður um leið upp fallegri svipmynd af mann- lífi í gömlu Reykjavík. Pabbi hennar, Pétur J. Hraunfjörð, og Ólöf frá Hlöðum voru vinir. Þau höfðu kynnst Ólöf P. Hraunfjörð ✝ Ólöf P. Hraun-fjörð bókavörð- ur, Lækjasmára 4, 201 Kópavogi, fæddist 10. júlí 1932 í Selbúðum í Reykjavík. Hún andaðist á hjarta- deild Landspítalans við Hringbraut 6. desember 2011. Útför Ólafar var gerð frá Fossvogs- kirkju í dag, 20. desember 2011. þannig að við messu hjá séra Haraldi Níelssyni í Fríkirkjunni hafði Pétur tekið eftir konu sem settist alltaf á fremsta bekk, „svo gáfuleg og augun svo leiftr- andi“ að hann lang- aði til að kynnast henni. Það gerði hann svo þegar hann kom eitt sinn í búðina til Ágústu Ólafsson við Bergstaða- stíg, en þar er þá konan sem hann hafði tekið eftir í kirkj- unni. Ágústa segist endilega vilja kynna þau þar sem þau hafi sameiginleg áhugamál, spírit- isma og kveðskap. Upp frá þessu urðu þau mestu mátar og m.a. sagði Ólöf tveimur börnum Péturs til í lestri. Þegar yngsta barnið fæðist veigrar Pétur sér við að segja Ólöfu frá því þar sem margir höfðu sagt við hann „að hann ætti að skammast sín fyrir að vera að hrúga niður börnum í þessari fátækt“. En Ólöf „tók þessu öðruvísi“, enda lærð ljós- móðir. Hún spurði fyrst hvernig móðurinni liði og síðan hvort bú- ið væri að skíra barnið. Og er hann kvað nei við „bað hún um nafnið, sagði að sig langaði til að eignast nöfnu“. Þann 23. janúar 1933 var barnið svo skírt í höf- uðið á Ólöfu frá Hlöðum sem þannig má segja að hafi vitjað nafns í lifanda lífi, en hún lést réttum tveimur mánuðum síðar. Foreldrar barnsins voru ákaf- lega glöð með nafnið á dóttur- inni og pabbinn sagði við eldri systkinin: „Berið þið virðingu fyrir henni Ólöfu minni, því hún ber nafn Ólafar frá Hlöðum.“ Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöð- um var grafin í Gamla kirkju- garðinum við Suðurgötu og voru fáir viðstaddir. Leiðið er týnt og finnst ekki á skrá, en mun ein- hvern tímann hafa verið merkt ómáluðum trékrossi með stöfun- um Ó.S. Heimildin fyrir því er nafna hennar sem sá krossinn sem barn. Áratugum seinna reisti hún Ólöfu frá Hlöðum minnisvarða sem nú stendur miðsvæðis í Gamla kirkjugarð- inum. Steinninn er hannaður af myndlistarmanninum Ívari Val- garðssyni sem einnig gerði eir- steypu af andlitsmynd Ólafar greyptri í steininn. Undir henni er meitluð ein þekktasta vísa Ólafar, „Tárin“, um merkingu þagnarinnar þegar orðunum sleppir: Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. Til hliðar á steininum er lítil plata með þessari áletrun: „Stein þennan reisti Ólöf P. Hraunfjörð 6. ágúst 2002 um skáldkonuna Ólöfu frá Hlöðum.“ Þetta gerði hún að eigin frum- kvæði og fyrir eigið fé. Minn- isvarðinn er ekki aðeins einn af fáum sem til eru um nafngreind- ar konur á Íslandi, heldur sá fyrsti og hingað til eini sem reistur hefur verið íslenskri skáldkonu. Með þökk fyrir vinsemd og tryggð. Helga Kress.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.