Morgunblaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Starfsfólk á sjúkrahúsum og þá ekki síst bráðadeildum þarf að ganga mik- ið og jafnvel hlaupa. Mikill tími og orka fer þannig til spillis, þess vegna er reynt með ýmsum ráðum að finna leiðir til að draga úr hlaupunum. Þeg- ar 12 tíma vaktin á bráðadeild er er- ilsöm geta hjúkrunarfræðingar þurft að ganga og hlaupa marga kílómetra. En hve marga? Reynt hefur verið að nota skrefamæla en þeir hafa sumir reynst óáreiðanlegir og auk þess þola þeir ekki að detta í gólfið, þá glatast allar upplýsingarnar. „Við höfum gert tilraun hérna en meira í gamni, þetta var ekki nein vísindaleg mæling,“ segir Ragna Gústafsdóttir, hjúkrunardeildar- stjóri á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. „Hjúkrunarfræðingur hérna var með skrefamæli sem hún á sjálf í haust á einni vaktinni. Þetta reyndust vera um 12 kílómetrar en þetta var erilsöm vakt og það er auð- vitað ekkert að marka eina mælingu. Þetta verður rannsakað betur. En við vitum að við göngum mikið. Þetta er stærsta deild landsins, mjög stór að flatarmáli og annríkið og álagið er mikið á bráðamóttökudeildum.“ Ragna segir að nú sé verið að taka í notkun ákveðið kerfi, svonefnda straumlínustjórnun, aðferð sem hafi verið hönnuð hjá Toyota-verksmiðj- unum með það að markmiði að spara sporin. Reynt sé að hagræða, minnka áreiti á sjúkraliða, hjúkrunarfræð- inga og aðra starfsmenn, koma í veg fyrir að fólk þurfi að fara of langa leið til að ná í hluti eins og lyf, sýni og fleira. Fyrirhugað er að reisa nýjan Landspítala og þar verður stór og af- ar öflug bráðadeild sem leysir af hólmi þær tvær sem nú eru á spít- alanum. Deildin verður svæðaskipt eins og allar stórar deildir. Unnið verður í þyrpingum Gyða Baldursdóttir hjúkrunar- fræðingur er í forystusveitinni sem kemur að skipulagi nýja spítalans. Hún segir að mikill kostnaður fylgi því að vera með allt tvöfalt eins og núna. Tvær bráðadeildir, tvær gjör- gæsludeildir og fjölmargt annað sem valdi því að mikinn mannskap þurfi til að sjá um allar vaktirnar á báðum stöðunum, í Fossvogi og við Hring- braut, hvern einasta dag ársins. Á nýja spítalanum verði m.a. höfð hliðsjón af reynslu á spítölum í Nor- egi og Svíþjóð. „Á hverri legudeild verða þrjár vaktstöðvar en ekki ein eins og venj- an er núna,“ segir Gyða. „Þetta verð- ur unnið í svokölluðum þyrpingum. Í hverri verða um átta sjúkrarúm og ein vaktstöð þar sem fólk vinnur við allt sem þarf að skrifa um sjúkling- inn, gera skýrslur og þar er verkefn- um úthlutað og þess háttar. Tvær þyrpingar sameinast um eitt skol [þar sem þvagskálar eru losað- ar] og einnig eitt lyfjaherbergi. Hug- myndin er sú að færa starfsfólkið nær sjúklingunum. Það sparar hlaup. Talað hefur verið um að allt upp í 30% af starfstímanum fari í að hlaupa fram og til baka eftir einhverju.“ Eft- ir miklu sé að slægjast, vinnan verði léttari og umönnunin betri ef dregið verði úr hlaupunum.  Hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans þurfa að ganga langar vegalengdir á hverri vakt  Tryggt verður með bættu skipulagi að minni tími fari til spillis á nýja spítalanum Skiptir miklu að spara sporin Morgunblaðið/Árni Sæberg Bráðamótaka Þegar tólf tíma vaktin á bráðadeild Borgarspítala er erilsöm geta hjúkrunarfræðingar þurft að ganga og hlaupa marga kílómetra. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2012 Egill Ólafsson egol@mbl.is Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að undanfarið hafi borist talsvert af ábendingum til héraðsdýralækna um að ekki sé hugsað nægjanlega vel um útigangshross. Hann hvetur bændur og aðra hestaeigendur til að huga að hestum sínum og tryggja að þeir hafi nægt fóður og skjól. „Fólk sem keyrir þjóðveginn og sér kannski hross standa fóðurlaus og skjóllaus hefur verið að hafa sam- band,“ segir Halldór. Hann segir að héraðsdýralæknar reyni í framhaldinu að hafa uppi á eigendum hrossanna og tryggja að þeim sé sinnt. Halldór segir að það fari ekkert illa með hross að vera úti ef þau séu þokkalega feit í upphafi vetrar og þeim sé gefið úti eða þau hafi aðgang að beit. Þegar snjói svona mikið eins og gerst hafi að undanförnu og mikill klaki myndist eigi hrossin hins vegar erfitt með að kom- ast í sinu og þá verði að gefa þeim. Stundum séu hross í hólfum sem séu orðið uppbitin og þá sé að sjálfsögðu ekki um annað að ræða en að gefa þeim. Aðalatriðið sé að eig- endur hrossanna fylgist með þeim og grípi til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að þau horist ekki niður yfir vetrartímann. Í vikunni voru fluttar fréttir af hrossum sem fundust ein og yfirgefin í Gæsadal við Eyjafjörð. Halldór bendir á að það sé skylda sveitarstjórna að smala afrétti og land- eigendur eigi að smala sín heimalönd. Búfjáreigendur sem viti að það vanti í hjörðina eigi að fara og leita af sér allan grun um að hross eða kindur séu í svelti í úthaga. Á þessu sé hins vegar misbrestur. Í hverri sveit starfa forðagæslumenn sem eiga að gæta að því að nægt fóður sé fyrir búfé. Reglurnar eru þannig að bændur eiga að skrá fjölda gripa og það magn heyja sem til er á bænum. Forðagæslumenn skoða á haustin hjá þeim sem ekki skila skýrslum og eins hjá þeim sem ekki hafa verið með hlutina í lagi. Síðan fara forðagæslumenn í svokallaða vorskoðun og þá er ástand dýranna metið og hvort nægur heyforði er til út veturinn. Fá ábendingar um hross sem eru vanhirt  Hestaeigendum ber að tryggja að hestar fái nægt fóður Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hestar Ekki bar á öðru en að þessir hestar við Haga 1 í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu væru ánægðir með að fá hey. Hjúkrunarfræðingar þurfa oft að ganga eða hlaupa langar leiðir til að ná í ákaflega fyr- irferðarlitla hluti eins og lyf. Gyða Baldursdóttir segir að íhugað sé að leggja fullkomið rörpóstakerfi um nýja spít- alann. Blaðamaður hváir, er þetta ekki fullgamaldags? „Þannig kerfi var á spít- alanum þegar ég var að byrja en svo var það ekki endurnýjað þegar það gekk úr sér,“ svarar hún. „Við söknuðum þess! En þetta er alveg sama hugmynd. Hægt er að flytja lyf með rör- pósti, líka sýni og ýmislegt ann- að sem ekki er hægt að flytja milli staða með rafrænum hætti. Menn senda ekki lyf gegnum tölvuna eða símann. Menn nota rörpóst í Þrándheimi og eru mjög ánægðir með hann.“ Rörpóstur í nýjan spítala SÍGILD TÆKNI Jón Pétur Jónsson Guðni Einarsson Máli slitastjórnar Glitnis gegn sjö fyrrverandi eigendum og stjórnend- um bankans er ekki lokið, þótt því sé lokið í New York, að sögn Steinunn- ar Guðbjartsdóttur, formanns slita- stjórnarinnar. Hún segir það hafa legið fyrir í desember 2011 að áfrýj- un slitastjórnarinnar frá því í vor fyrir dómstólum í New York vegna málsins yrði ekki fylgt eftir. Frestur til að skila gögnum vegna áfrýjunar- innar rann út í fyrradag. Málinu verður fylgt eftir fyrir ís- lenskum dómstólum og sagði Stein- unn að það yrði höfðað á næstu vik- um. Málið verður lagt upp allt öðruvísi en gert var í New York. „Það er alls ekki víst að það verði sami hópurinn undir. Það gætu verið fleiri og það gætu verið færri. Og það gætu verið fleiri mál og þess háttar,“ sagði Steinunn. Hún benti og á að fyrrum eigendur og stjórnendur Glitnis hefðu viðurkennt lögsögu ís- lenskra dómstóla. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þeir Hannes Smárason, Jón Ás- geir Jóhannesson og Pálmi Haralds- son hygðust gera búskröfu í þrotabúið á næstunni og íhuguðu að fara fram á miskabætur. „Niður- staða dómstólsins í Bandaríkjunum var sú að hvor aðili bæri sinn kostnað af málinu,“ sagði Steinunn spurð út í kröfur þremenninganna. PricewaterhouseCoopers ehf. (PwC) sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið fagnaði því að málinu í New York skyldi vera lokið. „Fé- lagið harmar að hafa verið dregið að ósekju inn í málshöfðunina án þess að nokkrar forsendur væru til þess,“ sagði m.a. í yfirlýsingunni. Þá kom þar fram að PwC hefði mótmælt málshöfðun slitastjórnarinnar „sem tilhæfulausri og illa rökstuddri“. Slitastjórn Glitnis höfðaði í maí 2010 skaðabótamál í New York gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Ingi- björgu Pálmadóttur, Þorsteini Jóns- syni, Jóni Sigurðssyni, Lárusi Weld- ing, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og endurskoðunarfyrir- tækinu PricewaterhouseCoopers, og krafðist 2 milljarða dala bóta. Málið snerist um útgáfu skuldabréfa í New York-ríki upp á einn milljarð dala ár- ið 2007. Slitastjórnin taldi að þessir aðilar hefðu valdið bankanum óbæt- anlegu tjóni og rænt hann innan frá. Dómari í New York vísaði málinu frá dómi í desember 2010 gegn því skilyrði að sjömenningarnir skrifuðu undir yfirlýsingu um að hægt yrði að ganga að eigum þeirra í Bandaríkj- unum ef dómur félli á Íslandi slit- astjórn í hag. Slitastjórnin áfrýjaði niðurstöðu dómarans í febrúar 2011. Málsókn haldið áfram á Íslandi  Slitastjórn Glitnis ákvað að fylgja ekki eftir áfrýjun máls í New York Morgunblaðið/Árni Sæberg Glitnir Málið snerist um útgáfu skuldabréfa upp á einn milljarð dala. Slitastjórnarmálið » Slitastjórn Glitnis höfðaði skaðabótamál í New York í maí 2010 gegn sjö einstaklingum og endurskoðunarfyrirtæki. » Dómari vísaði málinu frá með skilyrðum. M.a. að lög- sögu íslensks dómstóls í mál- inu yrði ekki mótmælt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.