Morgunblaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 23
Hlíð. Þá var amma stoð og stytta afa sem hafði fengið áfall. Afi dó 21. desember árið 2001 en amma lifði næstu tíu ár. Henni leið vel á Hlíð. Þar spilaði hún á píanóið og las fyrir aðra íbúa. Hún hlaut góða umönnun og mjög vel var hugsað um hana síðustu vikurnar. Amma varð rúmlega 102 ára gömul en bar aldur sinn afar vel. Hún bar hag okkar fyrir brjósti, fylgdist vel með okkur og börnum okkar alla tíð. Við erum óendan- lega þakklát fyrir ömmu Renie, við fengum að hafa hana hjá okkur allan þennan tíma, fríska, stál- minnuga og jákvæða en umfram allt góða og umhyggjusama ömmu sem var okkur fyrirmynd, sannur vinur og fyrirbiðjandi. Við þökk- um einnig fyrir að hún fékk hvíld- ina og lausn eftir að líkamlegri heilsu hennar hrakaði síðastliðið sumar. Um sólarupprás 19. des- ember, rétt fyrir vetrarsólstöður, þegar morgunbirtan skartaði sínu fegursta tók Drottinn hana til sín. Nú er hún eilíflega góðum Guði falin. Blessuð sé minning hennar um ókomna tíð. Hugrún Dögg, Jörundur Guðni og Anna Heiða. Þegar við fórum norður voru alltaf nokkrir hlutir sem voru fast- ir liðir. Grilla hjá Sibba, borða áhugaverðan mat hjá afa og það sem klikkaði aldrei, skrifa í gesta- bókina hjá langömmu. Síðustu skiptin sem við komum voru í sumar og þá var hún ekki alveg jafn hress og áður, meira að segja hætt að keyra! Hins vegar klikk- aði gestrisnin og hlýjan aldrei. Við fengum alltaf fullt af nammi og gátum spjallað við gamla (hún væri ekki sátt með að vera kölluð gömul) konu sem vissi hvað klukk- an sló þrátt fyrir að vera orðin rúmlega hundrað ára. Okkur hefur alltaf fundist eins og amma viti allt. Hún lifði báðar styrjaldirnar, bjó auðvitað lengi í útlöndum og minnið var frábært. Alltaf þegar við áttum afmæli varð hún fyrst til að hringja, og miðað við hvað hún þekkti marga þá hlýtur hún að hafa hringt í ein- hvern og óskað viðkomandi til hamingju með daginn á hverjum degi. Við kveðjum þig með söknuði. Þín langömmubörn, Jóhann og Auður. Komið er að kveðjustund. Irene Gook hefur lokið göngu sinni hér á jörð. Rinei, eins og hún var ávallt kölluð, hafði ég þekkt lengi. Þau hjónin, Guðvin og hún, voru tengd sterkum vinaböndum við fjöl- skyldu mína að Egg í Hegranesi. Okkur systkinunum fannst ein- hver annar blær yfir Rinei en yfir öðru fólki sem kom í heimsókn. Þau komu keyrandi, og hún var oftast bílstjórinn. Það var ekki svo algengt þá að konur sætu við stýr- ið. Hún kunni annað tungumál, var bresk og drakk mikið te að enskum sið. Hún var gædd ótal- mörgum hæfileikum; hún hafði ríka tónlistargáfu, spilaði á píanó, hún hafði áhuga á myndlist og tók bæði mikið af ljósmyndum og mál- aði myndir og engum gleymist af- burðafögur rithönd hennar, sem hélst alla tíð. Hún stundaði einnig skrautritun. Hún var úrræðagóð, harðdugleg og smekkleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Það var gott að koma til hennar í Vanabyggð 9 og var ég þar tíður gestur. Það var svo árið 1972 að mér bauðst að fara í ferðalag með þeim hjónum til Bretlands ásamt tveimur barnabörnum þeirra, þeim Þóru og Gígju. Þetta var mín fyrsta utanlandsferð, sem varð mér mikil upplifun. Ferðalagið tók sex vikur og sigldum við með Gull- fossi með bílinn, Taunus með númerinu A 560. Við tókum land í Leith og keyrðum út og suður, meðan annars lengst til Norður- Skotlands. Alla ferðina höfðu þau hjón skipulagt, löngu fyrir tíma GPS-tækja og farsíma. Eftir að hafa nýlokið við að lesa dagbókina mína úr þessari ferð sé ég hversu mikil skipulagsvinna þetta hefur verið fyrir þau og þar nýttust hæfileikar Rineiar vel. Í ferðinni kom fram hve mikil kjarkmann- eskja Rinei var, bæði að taka okk- ur unga fólkið með, skipuleggja ferðina og aka ýmist á hraðbraut- um eða krókóttum sveitavegum. Akstur vafðist aldrei fyrir Rinei enda ók hún bíl langt fram á tí- ræðisaldur. Rinei var einlæg trúkona og mikil bænamanneskja, og tók mikinn þátt í kristilegu starfi. Við störfuðum sameiginlega í kvenna- deild Gídeonfélagsins á Akureyri um langt árabil. Ég vil með þessum fáu orðum þakka Rinei fyrir samfylgdina og vináttuna með von um endurfundi á himnum. Við hjónin sendum öllum að- standendum Rineiar innilegar samúðarkveðjur. Pálína S. Jóhannesdóttir. Irene Gook er farin heim til Drottins. Hún var einn af stofn- félögum Kvennadeildar Gídeon- félagsins á Akureyri í desember árið 1977 og var þar dýrmætur fé- lagi í 34 ár. Irene var ávallt virk í Gídeonfélaginu, hún var góður og trúfastur félagsmaður og sat m.a. í stjórn deildarinnar. Oft voru haldnir Gídeonfundir heima hjá henni og hún sótti fundi undir það síðasta eins og heilsan leyfði og kom t.d. á aðventufund félagsins fyrir örfáum árum síðan. Irene og Guðvin, maðurinn hennar, fóru einnig oft á hin árlegu landsmót félagsins en Guðvin lést árið 2001. Irene var einstök kona og henni var mjög annt um Gídeonfélagið og sýndi það m.a. þegar hún hélt upp á 100 ára afmælið sitt árið 2009 en þá óskaði hún eftir því að þeir sem vildu gefa henni afmæl- isgjöf létu m.a. Gídeonfélagið njóta þess í staðinn. Það var henni hjartans mál að Guðs orð kæmist í hendur sem flestra því hún vissi að það er lifandi orð sem breytir lífi fólks ef það fær rými í hjörtum þeirra. Hafði hún sjálf fengið að reyna þá blessun og óskaði þess að fleiri mættu njóta þess sama. Irene var ljúf og yndisleg kona, mikil bænakona og það var gott að starfa með henni. Það var alltaf notalegt að heimsækja hana á dvalarheimilið Hlíð þar sem hún bjó síðustu árin og alltaf vildi hún fá að gefa manni kökur eða sæl- gæti áður en kvatt var. Það er mikil eftirsjá í Irene, en við vitum að hún er komin heim til Guðs þangað sem við öll stefnum sem trúum á Drottin okkar Jesú Krist. Fjölskyldu og ættingjum send- um við innilegar samúðaróskir. Guð blessi minningu Irene Go- ok. F.h. stjórnar Gídeonfélagsins á Íslandi. Árni Hilmarsson, framkvæmdastjóri. Irene Gook, eða Renie (fram- borið Ríní) eins og hún var alltaf kölluð, varð 102 ára gömul og virt- ist ávallt vera ung í anda þótt hún væri meðvituð um aldur sinn. Há- öldruð sagði hún við pabba minn, sem er fæddur 1925: „Þú ert nú svo ungur!“ Ég hef þekkt Renie alla ævi og er sjálfur alinn upp í húsinu Sjón- arhæð á Akureyri þar sem faðir hennar, Arthur, starfaði sem kristniboði í 50 ár. Hann stofnaði m.a. Sumarbúðirnar Ástjörn ásamt Sæmundi á Sjónarhæð. Re- nie kom reglulega á kristilegar samkomur á Sjónarhæð og tók þar þátt eins lengi og hún gat ásamt Guðvin heitnum Gunn- laugssyni eiginmanni sínum, sem lést fyrir 10 árum. Þar áttum við óteljandi dýrmætar stundir sam- an, sem ég sakna. Hún upplifði tvær heimsstyrj- aldir og gríðarlegar breytingar á samfélaginu. Grundvallarviðmið hennar breyttust samt ekki og biblíuleg trú hennar á frelsarann eina var akkeri hennar í gegnum lífið. Hún var iðin að biðja fyrir öðrum og gera góðverk. Mörgum er minnisstætt að Renie bakaði og skreytti dýrakökur, sem börnin í sunnudagaskólanum fengu að njóta áratugum saman. Það eru engar ýkjur að hún var full af elsku og umhyggju. Hún var rögg- söm, dugleg og hæfileikarík og sérlega vel gefin í alla staði. Þegar ég hugsa um Renie og Guðvin þá detta mér í hug tvö vers í Biblíunni. Fyrra versið heyrði ég Irene stundum vitna í, þakklát fyrir umhyggju Guðs, þar sem hann segir: „Allt til elliára er ég hinn sami, og ég vil bera yður, þar til er þér verðið gráir fyrir hærum. Ég hefi gjört yður, og ég skal bera yður, ég skal bera yður og frelsa.“ (Jes. 46:4). Síðara versið man ég líka að var þeim báðum hjartfólgið: „Föðurland vort er á himni og frá himni væntum vér frelsarans, Drottins Jesú Krists.“ (Fil. 3:20) Ég, systkini mín og foreldrar, eigum ótal margar góðar minning- ar um Renie og Guðvin. Nú er Re- nie komin heim og við hlökkum til að hitta þau hjónin þegar sá tími kemur. Þökk sé Guði fyrir þau bæði. Þegar ég heimsótti hjónin í Vanabyggð 9 voru móttökurnar innilegar og hlýlegar. Við töluðum um okkar hjartans mál þegar við hittumst, okkar sameiginlegu trú á Drottni Jesú Kristi. Við ræddum iðulega um þann dag í framtíðinni þegar Jesús kæmi aftur og nauð- syn þess fyrir sérhvern einstak- ling að vera viðbúinn. Renie var sannarlega viðbúin. Það var í sam- ræmi við innrömmuð orð, sem fað- ir hennar hafði alltaf á borði sínu „Perhaps today“. Við vitum ekki hvenær Jesús kemur aftur en við vitum að hann kemur. Hann velur tímann og hann stendur við orð sín. Megi hann blessa minningu systur minnar í Kristi. Magnús Jón Hilmarsson. Mig langar til að minnast sóma- konunnar Irene Gook í nokkrum orðum. Leiðir okkar lágu saman vegna sameiginlegs áhugamáls okkur, ljósmyndunar. Faðir hennar Arthur Gook trúboði á Akureyri hafði verið áhugaljósmyndari og erfði hún nokkrar filmur og papp- írskópíur eftir hann, sem hún af- henti Minjasafninu á Akureyri um 1999. Í framhaldinu var safni Arthurs safnað saman frá Sjónar- hæðar-söfnuðinum og fleirum. Nokkrum árum seinna fórum við Irene í gegnum allt ljósmyndasafn Arthur og gaf hún þá greinargóð- ar skýringar á myndunum eftir bestu getu. Kom þá í ljós hve Irene hafði lifað ótrúlega fjöl- breyttu lífi. Í æsku bjó hún á Ak- ureyri auk þess að hafa verið víðs- vegar á Bretlandseyjum, frá Skotlandi til Suður-Englands. Ung lærði hún hjúkrun og í sprengjuregni seinni heimsstyrj- aldarinnar vann hún við það fag. Seinna flutti hún aftur til Akureyr- ar og fór þá að vinna sem hjúkr- unarkona, síðast á dvalarheimilinu hér í bæ. Hún sagði oft þá sögu að hún og faðir hennar voru konsúlar bresku krúnunnar á Akureyri í um 70 ár, hann í tvær heimsstyrjaldir en hún í þrjú þorskastríð, og vildi meina að það hefði verið miklu meiri erill þann tíma sem hún sinnti starfinu. Sögur af ferðum hennar um borð í bresku togarana við bryggju hér í bæ voru skrautlegar, og sýndu hugrekki hennar við vandasamar aðstæður, þar sem kjarkur og út- sjónarsemi hennar leystu málin. Gaman er að minnast þessarar merku konu með smásögu um ferðir hennar. Skömmu áður en hún hætti að keyra Skodann, um 95 ára aldur, kom hún að vetri til, að hjálpa til við skráningu mynda föður síns. Hafði hún sporlétt skoppast um stiga Minjasafnsins og síðan farið aftur á bílnum sínum upp á dvalarheimili. Er starfmenn safnsins fóru til hádegisverðar sáum við okkur til skelfingar að í nýfallinni mjöllinni lágu hjólförin eftir Skodann ekki eftir veginum eins og vanalega er ekið milli Nonnahúss og Minjasafnskirkj- unnar heldur hafði Irene ekið sunnan megin við efsta ljósastaur- inn og hefði átt samkvæmt halla landsins og aðdráttarafli jarðar, að lenda inni í norðurhlið kirkjunnar, en hjólförin lágu í sveig framhjá staurnum og aftur uppá veginn. Er ég hitti Irene næst spurði ég hana út í þennan utanvegarakstur, og fannst henni ekki mikið til um þessa ferð og vildi ekkert ræða þetta frekar. Þarna hafði hún með snarræði komið sér úr vandræðum og var ekkert að fjargviðrast yfir því. Hún var sjálf duglegur áhuga- ljósmyndari og eftir hana eru til margar góðar ljósmyndir. Vil ég votta ættingjum hennar samúð og þakka henni fyrir skemmtileg kynni. Fh. Minjasafnsins á Akureyri, Hörður Geirsson. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2012 spenningi og fylgdumst með jólaundirbúningnum á báðum hæðum. Ég er svo lánsamur að hafa fengið að alast upp í sama húsi og þú og afi. Ég á svo margar góðar minningar tengd- ar þér. Ég kom til að mynda alltaf til þín í hádeginu þegar ég var í skólanum. Ávallt varstu með mat fyrir mig að borða, sneið af góða brauðinu eða lafs- kássuna frægu frá kvöldinu áð- ur. Það var mikið öryggi sem fólst í því að hafa þig svona ná- lægt sér. Þú varst þarna og ég gat alltaf leitað til þín. Nú man ég helst eftir litlu hlutunum sem skipta mig svo miklu máli. Eins og þegar ég kom hlaup- andi hálfsnöktandi heim úr skólanum eftir að hafa hellt bleki ofan á nýju peysuna mína. Þú tókst peysuna og sagðir mér að fara aftur í skólann, en þó ekki fyrr en þú varst búin að gefa mér að borða. Seinna beið svo peysan mín þurr og fín og ekki vottur af bleki í henni. Eft- ir skóla hjálpaðir þú mér oft með heimalærdóminn og ég man ótrúlega vel eftir stundum þar sem þú varst að hlýða mér yfir grunnskólaljóðin. Þú varst alltaf svo þolinmóð og góð. Eftir að ég flutti af Freyju- götunni fannst mér gaman að koma til þín og afa. Kaffiilmur, jólakaka og hlýja tóku á móti manni. Ég kom stundum við á Freyjugötunni og settist með þér við eldhúsborðið. Ég sagði þér iðulega frá því sem á daga mína hafði drifið og þú sagðir mér fréttir af fjölskyldunni. Mér fannst ég vera svo velkom- inn og það var sérstaklega gott að heimsækja þig. Mér leið oft svo vel þegar ég sat hjá þér. Það var svo hlýlegt og vinalegt. Svo átti maður alltaf von á að hitta fleiri úr fjölskyldunni. Heimili þitt og afa var eins og miðstöð fyrir alla fjölskylduna. Þarna höfðu allir rætur og góð- ar minningar og þótti gott að koma og hitta ykkur. Þú varst alveg eins og ömmur eiga að vera, með bakkelsi á boðstólum og alltaf að bjóða manni að borða, jafnvel þó maður væri orðinn pakksaddur. Þér fannst alltaf að maður ætti að fá sér örlítið meira. Það verður skrítið núna að hafa ekki þann mögu- leika að heimsækja þig á Freyjugötuna, sem ég veit að var svo mörgum kært. Elsku amma mín, ég vildi að ég gæti sagt það á skýrari hátt hversu ómetanlegan þátt þú áttir í mínu lífi, en slíku er oft erfitt að koma í orð. Mér finnst sem ég hafi verið ótrúlega lán- samur að fá að alast upp í slíkri nálægð við þig. Það hefur mót- að mig sem manneskju og fyllt barnæsku mína af hlýju og ör- yggi. Þú ert ein af þeim stærstu og mikilvægustu mann- eskjum sem ég hef þekkt. Mér þykir óendanlega vænt um þig og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég mun sakna þín og þú munt ávallt vera mér ofarlega í huga. Emil. Mig langar að kveðja hana Grétu frænku mína með nokkr- um línum. Það var alltaf mikil tilhlökk- un hjá okkur systkinunum þeg- ar Gréta og Bragi komu í heim- sókn að Sólvöllum til ömmu og afa, því það fylgdi þeim alltaf svo mikil kátína og gleði. Það var líka mikil gleði hjá okkur að fara í sumarbústaðinn til þeirra við Rauðavatn en þar áttu Gréta og fjölskylda sitt annað heimili. Fékk ég að fara með ömmu þangað og vera í nokkra daga sem lítil stelpa.Oft var komið við á Freyjugötunni þeg- ar farið var til höfuðborgarinn- ar. Mikill kærleikur var á milli Grétu og pabba, hún passaði hann sem lítinn strák og voru þau vinir alla tíð. Ég veit að Gréta hafði mjög gaman af því að koma í Sandgerði og var Ragnheiður systir pabba dug- leg að bjóða henni með í heim- sókn til mömmu og var mikið hlegið og skrafað og endað í mat (kjötbollum) sem þeim þótti ekki leitt. Einnig komu þær til mín í Grindavík. Var ég með kjötsúpuveislu á haustin í nokkur ár og komu þá syst- urnar amma Gréta og Hulda, mamma Ester Ragnheiður. Ég gerði þetta fyrir ömmu sem elskaði kjötsúpu. Það væri hægt að skrifa svo margt og mikið um hana Grétu á Freyjugötunni. En ég ætla geyma það í minningu minni og vil ég þakka henni samfylgdina. Elsku Raggi, Steini, Kristín, Steinþór og fjölskyldur, ég votta ykkur samúð mína og megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Kærleikskveðja, Sigríður Berta Grétarsdóttir. Ég á svo margar góðar minn- ingar um Grétu frænku mína. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Hún var alltaf eins og mamma mín. Mér stóðu allar dyr opnar hjá þeim elskulegu hjónum Grétu og Braga. Þau áttu sumarbústað uppi við Rauðavatn og átti ég margar ánægjulegar stundir með þeim þar. Gréta var mikill gleðigjafi og var alltaf gott að koma á Freyjugötuna, var alltaf heitt á könnunni og nýbakaðar pönnu- kökur. Það var oft glatt á hjalla á þessu fallega heimili þegar við Sævar komum saman ásamt börnum þeirra, þá var oft sung- ið og dansað langt fram á nótt. Gréta og Bragi voru sérstak- lega glaðlynd og samheldin hjón. Þau ferðuðust mikið með systkinum hennar Grétu hér áður fyrr. Heyrði ég margar frábærar ferðasögur hjá þeim systkinum. Margar ferðir fór ég niður á Freyjugötu og við frænkugengið hittumst þar oft með prjónana okkar og röbb- uðum saman yfir kaffibolla og bakkelsi. Mikil gleði var hjá þeim systrum er ég fór helgarferðir með Huldu og Grétu í heimsókn til mömmu minnar í Sandgerði, þá var mikið talað og hlegið. Þú varst kona sem var svo góð með stórt hjarta og reyndist mér alltaf svo vel, hlýtt viðmót mun ávallt hlýja mér í hjartastað. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku Gréta mín, við vorum ekki bara frænkur heldur líka góðar vinkonur. Ég vil að lokum þakka Grétu frænku fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig og allar stundir sem við áttum saman. Guð geymi þig. Ég og fjölskylda mín vottum Ragga, Steina, Kristínu, Steinþóri og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Ragnheiður Sigurðardóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Ketu á Skaga, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni Sauðár- króki laugardaginn 31. desember. Útförin fer fram frá Ketukirkju laugardaginn 7. janúar kl. 14.00. Hrefna Gunnsteinsdóttir, Guðrún Gunnsteinsdóttir, Sigfús Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Maðurinn minn, RAGNAR SVEINSSON, Fjóluhlíð 1, Hafnarfirði, lést á Sólvangi mánudaginn 2. janúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 10. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Erla Þórðardóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, BÁRA SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR, Safamýri 50, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut laugar- daginn 31. desember. Pétur Þór Sigurðsson, Jónína Bjartmarz, Birna Sigurðardóttir, Björn Óli Pétursson, Sigurður Birkir Sigurðsson, Sigrún Vésteinsdóttir, Sólveig Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.