Morgunblaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2012 ✝ Bjarni HörðurAnsnes fædd- ist á Siglufirði 24. júlí 1940. Hann lést á sjúkrahúsi Suðurlands 21. desember 2011. Hann var sonur Þorvaldar Ansnes, f. 29. júní 1910, d. 1971, og Sólveig Bjarnadóttir, f. 24. maí 1909, d. 1983. Bjarni átti tvö systkini en þau eru: Guðrún Ansnes, f. 5. mars. 1934 og Hörður Ans- nes, f. 11. janúar 1932, d. 1938. Hinn 5. nóvember 1961 gift- ist Bjarni Rut Guðmunds- dóttur, f. 8. febrúar 1940, d. 30. september 2010. Foreldrar hennar voru Þórunn Jóns- dóttir frá Ásmúla, f. 1920, d. 2000, og Guðmundur R. Guð- mundsson slökkviliðsstjóri, f. 1919. Guðmundur kvæntist síðan El- ínu Guðmunds- dóttur, f. 1923, d. 2011. Þau eiga tvær dætur, Þór- unni Ansnes, f. 11. feb. 1962, og Írisi B. Ansnes, f. 13. sept. 1972. Fyrr- verandi eig- inmaður Þórunnar er Sigurður I. Björnsson, f. 1963. Börn þeirra eru Rut Sigurðardóttir, f. 1991, d. 1991, Bjarni H. Ansnes, f. 1992, Gunnar Sig- urðsson, f. 1994, og Mímir Sigurðsson, f. 1999. Sambýlis- maður Írisar er Viggó Sig- ursteinsson, f. 1970, og eiga þau eitt barn Tómas Berg Viggósson, f. 2011. Bjarni var jarðsunginn í kyrrþey frá Hrunakirkju 30. desember 2011. Við upphaf skólaárs 1972 urðu skólastjóraskipti við Flúðaskóla. Hinn nýráðni skólastjóri var Bjarni Hörður Ansnes og komu með honum eiginkona hans, Rut Guð- mundsdóttir, og dæturnar tvær, Þórunn 10 ára og Íris nokkurra daga gömul. Það var eins og hressandi andblær færi um skólastarfið við komu hans og breytti Bjarni mörgu sem varð skól- anum til hagsbóta. Hann lengdi starfsár skólans úr sjö mán- uðum í átta og fljótlega lagði hann niður heimavist skólans, heimavistarherbergjum var breytt í kennslustofur fyrir yngstu bekkina þrjá. Við þess- ar breytingar var skiptikennsla lögð niður en áður höfðu börn á yngsta stigi og miðstigi skipst á veru í skólanum, miðstigið hafði verið í tvær vikur í skól- anum og eina viku heima og yngstu börnin eina viku í skól- anum og svo tvær vikur heima, en eftir þessa breytingu komu þau daglega í skólann. Dagleg- ur akstur var tekinn upp og höfðu allir nemendur jafn marga daga í skólanum yfir veturinn. Í tíð Bjarna hófst samstarf í skólamálum við Gnúpverja- og Skeiðahrepp og nemendur frá þessum sveitum komu í Flúðaskóla og luku þar þremur síðustu vetrum skyldu- náms. Hann stofnaði landspróf- sdeild við skólann og þurftu því nemendur ekki að fara í skóla fjarri heimabyggð til að ljúka námi fyrir framhaldsskóla. Bjarni ákvað að árshátíð skól- ans væri haldin ár hvert og skyldi hver nemandi hafa þar eitthvert hlutverk. Við þetta vöndust nemendur við að koma fram og efldust þeir við hverja raun. Hann hélt kennarafundi reglulega og jókst samvinna kennara mikið eftir að þessi festa í skólastarfi var tekin upp. Hann var opinn fyrir nýj- ungum í starfi og tók alltaf ljúf- mannlega í nýjar hugmyndir sem starfsfólk kom með. Bjarni átti ýmis áhugamál, hann var vel lesinn, söng í kór- um, spilaði bridge, hafði áhuga á alls konar ræktun en aðal- áhugamálið var hestarnir hans. Hann átti mikið af hestum og marga góða. Hápunkturinn var 1. verðlauna hryssan hún Tinna hans sem var Íslandsmeistari í tölti 1984. Margs er að minnast frá liðnum árum og þá koma fram í hugann öll ferðalögin sem við Kjartan höfum farið í með Rut og Bjarna ásamt fleiri vinum, bæði innanlands á hestum hvert sumar í tæp 30 ár og einnig margar ferðir erlendis. Alltaf var Bjarni með spaugs- yrði á vörum og skipti aldrei skapi á hverju sem gekk. Fyrir sex árum vorum við Bjarni kosin í stjórn Hjarta- heilla á Suðurlandi og tók hann þar við starfi formanns sem hann gegndi til dauðadags. Hann vann ötullega að því að SÍBS-lestin fór um Árnessýslu núna snemma vetrar til að mæla ástand æðakerfis þeirra sem vildu nýta sér þessa þjón- ustu. Gott var að starfa með honum í stjórninni. Rut og Bjarni féllu of fljótt frá. Eftir langa starfsævi hefði verið ljúft fyrir þau að eiga meiri tíma fyrir sín áhugamál og fylgjast með dætrum sínum og börnum þeirra. Það er trú mín að hann hafi nú hitt Rut sína sem hann syrgði svo sárt. Við Kjartan sendum Þór- unni, Írisi og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Björg Björnsdóttir. Þegar nóttin var svo löng að varla tók því fyrir dagsbirtuna að skína örskamma stund um hádaginn, andaðist vinur minn Bjarni Ansnes. Hann var borinn og barn- fæddur á Siglufirði en fluttist með foreldrum sínum og systur til Reykjavíkur á unga aldri. Faðir Bjarna var Þorvaldur Ansnes. Hann var þannig til kominn að faðir hans, norskur sjómaður, hafði dansað fram á morgun við síldarstúlkuna Guð- rúnu Sigurðardóttur. Móðir Bjarna var Sólveig Bjarnadótt- ir Vestur-Skaftfellingur í húð og hár og alin upp í Mýrdaln- um. Var faðir hennar Bjarni Kjartansson, kaupfélagsstjóri í Vík. Hann flutti frá Vík með fjölskyldu sína norður á Siglu- fjörð og gerðist þar útsölustjóri áfengiseinkasölunnar á staðn- um. Kom það til af því að Bjarni Kjartansson var slíkt góðmenni að hann gat ekki neitað fátækum um úttekt í nauð. Það þoldi Kaupfélagið í Vík ekki til lengdar og var hann því látinn hætta. Mikið held ég að Bjarni skólastjóri hafi líkst Bjarna afa sínum um margt og trúlega vissi hann af því. Framsóknarmaður varð hann þó aldrei eins og ættin og grunar mig að hann hafi hálf- skammast sín fyrir þann póli- tíska uppruna, eins og fleiri. Bjarni Hörður gekk þessa hefðbundnu skólagöngu sem reyndist honum auðveld og auðsótt enda næmur vel og endaði hana útskrifaður úr Kennaraskólanum. Á þeim tíma var hann virkur í íþróttum og skátastarfi og bar það heilbrigða viðhorf með sér alla tíð. Kringum íþróttirnar kynntist hann jafnöldru sinni, afrekskonu í handbolta sem hann heillaðist af og dáði alla tíð. Hún hét Rut Guðmunds- dóttir, einstaklega glæsileg, greind og góð kona. Rut var al- in upp af móður sinni, ein- stæðri, fátækri verkakonu sem gaf allt sitt til framtíðar dóttur sinnar. Bjarni og Rut giftu sig og fluttu vestur á Hellissand þar sem Bjarni var skólastjóri í rúm tíu ár. Að Flúðaskóla var Bjarni skipaður skólastjóri árið 1972 en Rut kennari og störf- uðu þau við þann skóla lengst af sinni starfsævi. Þau eign- uðust tvær dætur, Þórunni og Írisi. Dvölin á Flúðum var lengsti kafli lífsgöngu Bjarna og þar skaut fjölskyldan rótum. Lengst af á því skeiði bjuggu þau við velgengni og vaxandi vinsældir en undir lokin dró í kólgubakka sem uppblásinn var af þeim er síst skyldi. En þann- ig eru laun heimsins og við þeim tók Bjarni með sömu ljúf- mennskunni og einkenndi hann alla tíð. Svo liðu árin, Bjarni hætti kennslu, en sýslaði kringum hrossin sín eða baksaði við garðrækt. Hann var aldrei mik- ill afkastamaður enda sá hann enga dyggð í slítandi puði líkt og margur samferðamaðurinn gerði. Rut slakaði hinsvegar í engu á, hvorki í vinnu né við nám enda var hún drifkraft- urinn í sambúðinni. Þá kom höggið stóra, Rut greindist með krabbamein og lést eftir stutta legu, 30. september fyrir rúmu ári. Eftir það virtist slokkna á lífsvilja Bjarna skólastjóra. Hann fann ekki tilgang með líf- inu lengur, hætti að hlakka til morgundagsins, sem öllum er þó svo lífsnauðsynlegt. Jón Hermannsson. Brátt bar að andlát þitt. Þó að heilsu þinni hafi hrakað mik- ið síðasta árið bjóst ég við því að þú yrðir lengur á meðal okk- ar og að við ættum eftir að tala saman einu sinni enn um strák- ana, hrossin og pólitíkina. Þeg- ar horft yfir farinn veg er margt sem kemur upp í hug- ann. Ég minnist fyrstu áranna þegar ég var að stíga mín fyrstu spor í hestamennsku í þínu skjóli. Þinn brennandi áhugi og þessi frábæru hross sem þú ræktaðir og ég fékk að njóta leiddu til þess að ég hef gert hestamennskuna að aðal- starfi. Það var alltaf yndislegt að heimsækja ykkur Rut á Flúðir. Oft var það í kringum eitthvert stúss við hestana en ljúfustu minningarnar á ég þegar við Þórunn komum austur á jólum með strákana. Þó að þú hafir aldrei trúað því, þá þótti mér síldarsalatið sem þú gerðir al- veg ágætt. Hestaferðirnar um hálendið voru ávallt hápunktur sumars- ins. Þessar ferðir fóruð þið Rut með vinafjölskyldum í um ald- arfjórðung. Mér þykir afar vænt um að hafa fengið að slást í hópinn. Synir okkar Þórunnar tóku þátt í þessum ferðum af miklum áhuga og eiga minn- ingar um þig í tengslum við þær eftir að lifa með þeim. Einnig eru mér sérstaklega minnisstæðar ferðir sem við fórum í litlum hópi í kringum Langjökul og Hofsjökul. Ég sé þig ljóslifandi fyrir mér á Tinna gamla í Kráksskarði eða við Arnarfellsmúlana. Þarna fannst þér gaman, þarna varstu í ess- inu þínu. Því miður gafst mér ekki færi á að fylgja þér síðustu sporin, en hugur minn er hjá dætrum þínum, Þórunni og Ír- isi, sem ég votta mína dýpstu samúð. Ég minnist þín með miklu þakklæti. Þú hafðir dýpri áhrif á mig en þig grunaði. Farðu vel, gamli vinur. Sigurður I. Björnsson. Vinur okkar Bjarni H. Ans- nes lést snögglega 21. desem- ber. Manni finnst óneitanlega stutt stórra högga á milli, þar sem aðeins eru 15 mánuðir síð- an kona hans Rut Guðmunds- dóttir lést. Á skilnaðarstundu viljum við minnast hans nokkrum orðum. Bjarni lauk prófi frá Kenn- araskóla Íslands 1962 og varð skólastjórn og kennsla hans meginstarf í lífinu. Bjarni og Rut, ásamt dótturinni Þórunni, fluttu vestur á Hellissand, þar sem hann hafði fengið skóla- stjórastöðu við Barna- og ungl- ingaskóla Hellissands en Rut fékkst þar einnig við kennslu. Árið 1972 flutti fjölskyldan á Flúðir, en þá hafði Íris bæst í hópinn. Tók Bjarni við stöðu skólastjóra Flúðaskóla og Rut við kennarastöðu við sama skóla. Gegndi Bjarni þeirri stöðu auk kennslu þar til hann fór á eftirlaun. Þá voru hjónin með garð- yrkju til margra ára á Flúðum sem Bjarni stundaði allt til síð- asta dags, með góðra manna hjálp. Þau höfðu mikið yndi af hestum og fóru margar hesta- ferðir um óbyggðir landsins, með vinafólki sínu. Alltaf voru þau góð heim að sækja, Bjarni og Rut, og áttum við margar ánægjulegar sam- verustundir hjá þeim, bæði vestur á Hellissandi sem og Flúðum. Í hugann koma því margar góðar minningar, sem gott er að eiga á sorgarstund. Þau hefðu átt gullbrúðkaup 5. 11.’11., svo að tíminn var orð- inn nokkuð langur sem þau höfðu átt samleið. Þau voru samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Eftir svo langa og farsæla sambúð varð missir Bjarni mikill þegar Rut dó, og við tóku mjög erf- iðir tímar. Hann stóð ekki einn, því að dætur hans Þórunn og Íris stóðu þétt við hlið hans allt til hinstu stundar og gerðu allt fyrir hann sem þær gátu. Bjarna viljum við þakka góð kynni og vinskap gegnum árin. Árnum við honum allra heilla á nýjum vegum. Góður maður er genginn. Við biðjum Þórunni og son- um hennar, Bjarna Herði, Gunnari og Mími, sem og Írisi og Viggó og syni þeirra Tómasi Bergi, Guðrúnu systur Bjarna og öðrum ættingjum, blessunar og styrks og vottum þeim inni- lega samúð okkar. Blessuð sé minning Bjarna Harðar Ansness. Margrét og Halldór. Guðrún og Bjarni. Látinn er góður vinur og samstarfsmaður um áratuga- skeið, Bjarni H. Ansnes. Útför hans var gerð frá Hrunakirkju 30. des sl. Útförin var ekki aug- lýst að ósk hins látna. Engu að síður fylgdi mikill fjöldi fólks honum til grafar, vandamenn, vinir og sveitungar og vildu með því auðsýna hinum látna virðingu og þökk. Bjarni var ráðinn skólastjóri við Grunnskólann að Flúðum haustið 1972, sem þá var heimavistarskóli eins og al- gengast var þá í sveitum lands- ins. Bjarni kom ásamt fjöl- skyldu sinni frá Ólafsvík, þar sem hann hafði verið skóla- stjóri í 10 ár. Með Bjarna kom eiginkona hans, Rut Guð- mundsdóttir, ásamt tveimur dætrum þeirra, Þórunni 10 ára og Írisi sem þá var nýfædd. Kom það í hlut þeirra hjóna að móta skólastarfið í Flúðaskóla næstu þrjá áratugina á miklum breytingatímum í skólastarfinu. Skólaárið var smám saman lengt og heimavistin lögð af ár- ið 1991 og var þá allt húsnæði heimavistar tekið undir kennslu og einnig íbúðir í húsnæði skól- ans síðar. Rut aflaði sér fljótlega kennsluréttinda og kenndi við hlið eiginmanns síns til alda- móta 2000 og var honum hollur ráðgjafi við skólastarfið. Ég starfaði sem kennari við Flúða- skóla frá 1961 til 1994 og átti mikið og gott samstarf við þau hjónin. Margs er að minnast frá þessum árum og er bjart yf- ir þeim minningum. Rut andaðist á haustdögum 2010 eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Missir Bjarna var mikill og má segja að hann hafi ekki borið sitt barr eftir andlát hennar. Það var sem lífslöng- unin dvínaði ört. Hann átti einnig við veikindi að stríða síð- ustu árin og dvaldi á sjúkrahúsi og heilsustofnunum um skeið. Hann hresstist þó og virtist vera að ná nokkuð góðri heilsu eftir dvöl á sjúkrastofnun á sl. hausti og hafði t.d. pantað sér ferð til Kína, en heilsunni hrak- aði á jólaföstu uns hann and- aðist á Sjúkrahúsi Suðurlands 21. des sl. Bjarni var farsæll skólastjóri og félagslyndur og skemmtilegur maður í allri um- gengni. Ógleymanleg verður mér vikuferð okkar til Noregs í maí 1991 með 10. bekk Flúða- skóla. Vorum við að heimsækja skóla í Kongs-vinger sem hafði heimsótt okkur haustið áður. Ótal aðrar ánægjulegar minn- ingar rifjast upp varðandi sam- skipti við Bjarna og hans ágætu eiginkonu, Rut Guð- mundsdóttur. Fyrir öll þessi miklu samskipti fyrr og síðar vil ég og eiginkona mín, Hrafn- hildur Jónsdóttir, sem einnig starfaði við skólann í nokkur ár, þakka af heilum hug. Dætr- unum og fjölskyldum þeirra flyt ég einlægar samúðarkveðj- ur. Jóhannes Sigmundsson. Bjarni Hörður Ansnes ✝ Við birtinguæviágrips sem birtist með minningargreinum um Sigurgísla Sig- urðsson 3. janúar sl. féll út síðasta málsgreinin og er það því birt hér í heild sinni. Hlut- aðeigendur eru beðnir velvirð- ingar á mistök- unum. Sigurgísli Sigurðsson, hús- gagna- og innanhúsarkitekt, fæddist í Reykjavík 16. maí 1923. Hann lést á Landspít- alanum 26. desember 2011. Faðir hans var Sigurður Ágúst Guðmundsson, skip- stjóri í Reykjavík, f. í Krýsu- vík 2.8. 1883, d. 3.2. 1950. Faðir Sigurðar var Guð- mundur Jónsson, sjómaður í Krýsuvík, f. 16.11. 1854, d. 9.6. 1918, og móðir hans var Guðrún Jónsdóttir, f. 9.6. 1860, d. 6.6. 1910. Móðir Sig- urgísla var Gíslína Sigurð- ardóttir, húsmóðir í Reykja- vík, f. á Helgastöðum við Vitatorg í Reykjavík 20.6. 1891, d. 30.4. 1990. Faðir Gísl- ínu var Sigurður Jónsson, f. á Hofi, Kjalarneshreppi 15.9. 1829, d. 30.5. 1915. Móðir Gísl- ínu var Sigríður Jónsdóttir, f. á Snotru í Þykkva- bæ, 7.11. 1847, d. 18.1. 1924. Systk- ini Sigurgísla eru 1) Sigurður Gunnar Sigurðs- son, varaslökkviliðsstjóri í Reykjavík, f. 2.2. 1917, d. 29.8. 1994, maki Sigurðar Gunnars var Ragnhildur Guðmunds- dóttir, f. 10.10. 1919, d. 26.6. 1984. 2) Sigríður Bára Sigurð- ardóttir húsmóðir, f. 2.10. 1930, maki Sigríðar Báru er Reynir Þórðarson, f. 31.10. 1929. Hinn 9.1. 1954 kvæntist Sigurgísli, Eddu Ingveldi Vik- ar Guðmundsdóttur, f. 29.12. 1927, d. 7.2. 2002. Edda stund- aði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og tölvunám við Verslunarskólann, hún starf- aði við skrifstofustörf og nam og lagði stund á vefnað. Sonur Eddu og uppeldissonur Sig- urgísla er Guðmundur Vikar Einarsson þvagfæra- skurðlæknir, f. 8.2. 1949. Guð- mundur kvæntist Steinunni Guðmundsdóttur, f. 20.10. 1950, d. 2.11. 2002. Börn þeirra eru: a) Edda Vikar sál- fræðingur, f. 28.8. 1970, maki Jón Örn Guðmundsson, börn þeirra eru Guðmundur Vikar og Steinunn Vikar b) Þóra Vikar förðunarfræðingur, f. 30.4. 1976, maki Jahmel Topp- in. Eiginkona Guðmundar Vik- ar er Guðrún Garðars, f. 10.12. 1956, sonur hennar og uppeldissonur Guðmundar Vikar er Guðmundur Þór Vil- hjálmsson, f. 4.3. 1984, unn- usta Anna Lind Traustadóttir. Önnur börn Sigurgísla og Eddu eru: 1) Hjördís, arkitekt, f. 15.10. 1956, maki Dennis Davíð Jóhannesson, arkitekt, f. 29.7. 1946. Sonur hans er Ragnar Jón, f. 9.10. 1982, sam- býliskona Anna Fríða Stef- ánsdóttir og sonur þeirra er Ottó Örn. 2) Hilmar, rafvirki, f. 16.11. 1957, maki Ásgerður Atladóttir, f. 18.1. 1957. Synir þeirra eru a) Orri, f. 22.7. 1980, b) Gísli, f. 22.10. 1981, unnusta Emma Elísabet Grímsdóttir. 3) Sjöfn, doktor í matvælafræði, f. 2.9. 1963, maki Stefán Jökull Sveinsson lyfjafræðingur, f. 2.5. 1963. Börn þeirra eru a) Tinna, f. 25.8. 1988, unnusti Björgvin Gauti Bæringsson, og b) Snorri, f. 12.4. 1993. Sigurgísli lauk meistaraprófi í hús- gagnasmíði 1949 og húsasmíði 1953 frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann hafði löggild- ingu sem húsasmíðameistari. Sigurgísli fór í framhaldsnám í Aarhus Tekniske Skole, 1946 til 1950 í Danmörku og lauk þaðan prófi í húsgagna- og innanhúshönnun sem hús- gagna- og innanhúsarkitekt. Sigurgísli stofnaði og rak tré- smiðjuna Húsgögn og innrétt- ingar frá 1950. Árið 1970 hætti hann rekstri og hóf störf hjá Borg- arverkfræðingi og síðar hjá Skólaskrifstofu Reykjavíkur þar sem hann hafði umsjón og eftirlit með viðhaldi á skóla- byggingum í Reykjavík. Hann lét af störfum 1993, 70 ára að aldri. Hann var einn af stofn- endum veiðifélagsins Streng- ur. Hann var félagi í Odd- fellow stúkunni Þorfinni Karlsefni. Sigurgísli tók þátt í að stofna HK og var í stjórn þar. Sigurgísli tók þátt í hlaupum á vegum ÍR og lagði stund á millivegalengdir, stundaði einnig handbolta og átti Íslands- og félagsmet í þessum greinum. Hann keppti einnig fyrir dönsk íþróttafélög eins og Arhuss 1900. Edda og Sigurgísli bjuggu í Kópavogi frá árinu 1960. Útför Sigurgísla fór fram frá Digraneskirkju 3. janúar 2012. Sigurgísli Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.