Morgunblaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 27
lamalegasti íhaldsmaður. Ágúst
kom víða við í starfi og leik, eld-
hugi í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur og ekki með þolinmóð-
ustu mönnum. Hans taktur var
strax og ekkert hik og þegar
eitthvað gekk ekki upp sem
skyldi þá sagði hann eins og
ekkert væri: Þetta er bara
svona. Síðan var kóssinn tekinn í
næsta skrefi á ný verkefni, nýjar
áskoranir.
Það er brimhart að sjá á eftir
þessum unga athafnamanni
hverfa af vettvangi langt fyrir
aldur fram, klókur skapandi og
færði hvarvetna út kvíarnar þar
sem hann kom við sögu. Það var
hans stíll að koma með spurn-
ingar á skjön við það hefð-
bundna vegna þess að hann var
alltaf að pæla í nýjum sjónar-
hornum, nýjum möguleikum.
Það var í rauninni hans helsta
áhugasvið, þessar hugæfingar
sem voru í sjálfu sér eins og síld-
artorfur sem átti eftir að vinna
úr til verðmæta og gæða.
Það hvein oft í dekkjunum á
jeppanum hans í beygjunni í göt-
unni sem við höfum báðir búið í
um árabil, en hann gat verið
snöggur að stöðva tækið, rúðan
niður og það var farið beint í
umræðu um mál líðandi stundar
og það var ekkert smjörlíkishjal
heldur snörp orð, klárar línur og
þótt hann ætti stundum vart orð
til að lýsa mörgum vandræða-
skap hjá stjórnvöldum, varð
aldrei orðs vant þegar á reyndi
og þá dæsti hann svo skemmti-
lega með allar heimsins áhyggj-
ur á herðum sér, en það var líka
örgrunnt í húmorinn og þá léku
Bondarnir við hvern sinn fingur.
Gústi var góður granni, góður
félagi, afbragðs drengur. Hann
hafði óbrigðulan stuðning henn-
ar Raggý og vina og ættingja
síðustu misserin þegar byrjaði
að hvína í, en hann vildi sem
minnst um það tala, en það fór
ekkert á milli mála að hann naut
stuðningsins mjög.
Megi góður Guð vernda og
vaka yfir vandamönnum hans og
vinum. Það er víst að það verður
hátíðarstemmning í himnarann-
inum og hressir vindar þegar
rennir í hlað á tveimur dekkjum
í lið himnaföðurins kappsamur
maður og fylginn sér, ráðagóður
og snöggur til ákvarðana.
Árni Johnsen.
Ágúst Einarsson réðst til
starfa hjá Landssambandi ísl.
útvegsmanna árið 1974. Starfaði
hann þar óslitið til ársins 1985
eða í 11 ár. Þegar Ágúst hóf
störf hjá LÍÚ hafði þar ekki
starfað viðskiptafræðingur.
Hann vann því ákveðið braut-
ryðjandastarf við hagrannsóknir
einkum er snéru að afkomu sjáv-
arútvegsins. Fór það honum
einkar vel úr hendi. Á þessum
tíma urðu miklar breytingar í ís-
lenskum sjávarútvegi. Hafin var
mikil endurreisn á togaraútgerð
landsmanna með hvatningu
stjórnvalda til útgerðar frá
hverju þorpi á landinu. Það var
því þörf á viðvörunarorðum sem
Ágúst kom vel til skila.
Útfærsla landhelginnar í 50
og síðar 200 sjómílur átti að
leysa allan vanda og við ættum
að geta fiskað án takmörkunar
vegna þess að erlendir togarar
voru horfnir af miðunum. Þetta
reyndist hinn mesti misskilning-
ur.
Breskir löndunarverkamenn
settu löndunarbann á landanir á
fiski úr íslenskum skipum. Úr
vöndu var að ráða vegna þess að
breski ísfiskmarkaðurinn skipti
miklu máli. Mér eru einkar
minnisstæðar ferðir okkar
Ágústs til fundar við breska
verkalýðsforingja í þessu efni.
Þar tókst okkur með aðstoð
þingmanna fyrir Hull og
Grimsby að fá löndunarbanninu
aflétt. Meira máli skipti fyrir þá
að fá ferskan fisk til neyslu en að
þeir veiddu hann sjálfir.
Annað atriði kemur í hugann
um mál sem Ágúst hafði mikil
afskipti af. Á aðalfundi LÍÚ í
nóvember 1983 kynnti Hafró
skýrslu um mjög dapurt ástand
þorskstofnsins. Var þar sam-
þykkt að kanna möguleika á að
koma upp kvótakerfi til þess að
bregðast við þessum tíðindum.
Okkur Ágústi gafst tækifæri í
nóvemberlok til að slást í för
með Magnúsi Gústafssyni til
Kanada, en hann var þá forstjóri
Hampiðjunnar. Vegna persónu-
legra kynna við æðstu stjórn-
endur gat Magnús opnað allar
dyr fyrir okkur hjá stærstu fyr-
irtækjunum í Kanada. Þar létum
við sannfærast um að eina leiðin
til þess að takast á við vandann
og bæta afkomu útgerðarinnar
væri að taka upp kvótakerfi á
mikilvægustu fiskistofnum og
varð sú raunin til heilla fyrir
sjávarútveginn og íslenska þjóð.
Tók Ágúst mikinn þátt í því að
útfæra kvótakerfið og koma því
á í ársbyrjun 1984. Hann vann
þar óeigingjarnt starf og á heið-
ur skilinn fyrir. Eftir að hafa
unnið í 11 ár hjá LÍÚ stóð hugur
hans til að takast á við ný og
kröfuhörð verkefni. Hann varð
forstjóri hjá Lýsi og síðar Stál-
smiðjunni.
Ég hef átt þess kost að fylgj-
ast með Ágústi síðar á lífsleið-
inni og við haldið góðum vin-
skap. Hann og Raggý kona hans
höfðu mikinn áhuga á golfíþrótt-
inni og náðu ágætum árangri.
Ágúst var mjög starfsamur,
glaðlyndur og góður drengur.
Ég var svo heppinn að njóta
starfskrafta hans á upphafsárum
hans starfsferils. Fyrir það verð
ég ávallt þakklátur.
Baráttan við krabbameinið
stóð stutt eða aðeins tæpa fimm
mánuði. Allan tímann stóð hann
keikur og ætlaði að sigrast á
meininu. Þegar við kvöddumst
eftir heimsókn okkar hjóna í
byrjun desember sagði hann:
„Ég er ekkert að fara.“ Það fór á
annan veg.
Við Kristín þökkum Ágústi
samfylgdina og sendum Raggý
og börnum hans innilegar sam-
úðarkveðjur.
Kristján Ragnarsson.
Kveðja frá Samtökum
iðnaðarins
Ágúst Einarsson átti sæti í
stjórn Samtaka iðnaðarins frá
stofnun þeirra árið 1994 til árs-
ins 1999. Hann hafði áður verið
stjórnarmaður í Félagi íslenskra
iðnrekenda sem var einn af for-
verum Samtaka iðnaðarins.
Ágúst var forystumaður í ís-
lenskum iðnfyrirtækjum á þess-
um árum. Hann var m.a. for-
stjóri Lýsis hf. og síðar
Stálsmiðjunnar hf., auk þess að
eiga sæti í stjórnum margra iðn-
fyrirtækja. Hann hafði áður
starfað um árabil fyrir LÍÚ og
kom því mjög við sögu samtaka í
atvinnulífinu og lagði ávallt sitt
af mörkum sem ötull og áhuga-
samur liðsmaður.
Ég átti samleið með Ágústi í
stjórn Samtaka iðnaðarins og
kynntist honum þar sem öflug-
um stjórnarmanni sem lá ekki á
skoðunum sínum og þorði að
fjalla um mál af hreinskilni.
Ágúst var þekktur fyrir að tala
tæpitungulaust og hann setti
vissulega sterkan svip á störf
stjórnarinnar sem skipuð var
öflugum mönnum úr ýmsum
greinum iðnaðar.
Ágúst var lífsglaður og
skemmtilegur maður og átti gott
með að rífa upp stemningu enda
var hann mannblendinn og hafði
auga fyrir því jákvæða og
ánægjulega í lífinu. Hann rakst
því vel í hópi og setti skemmti-
legan svip á umhverfi sitt.
Samtök iðnaðarins senda eig-
inkonu, börnum og öðrum ætt-
ingjum Ágústs innilegar samúð-
arkveðjur um leið og honum er
þökkuð farsæl og ánægjuleg
samleið. Blessuð sé minning
Ágústs Einarssonar.
Helgi Magnússon,
formaður SI.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2012
✝ Bergþóra Guð-rún Sigfús-
dóttir fæddist 23.
mars 1936 á Reyð-
arfirði. Hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans í
Fossvogi 21. des-
ember 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Sigfús Jó-
elsson, kennari og
skólastjóri á Reyð-
arfirði og síðar kennari við
Hagaskóla í Reykjavík, f. 1.
febrúar 1907, d. 27. ágúst
1977, og Birna Hildigerður
Steingrímsdóttir, f. 12. júní
ar, f. 10. ágúst 1981 og Hildur
Þóra, f. 9. febrúar 1989. Dóttir
Sigfúsar og Ingrid Markan er
María Huld Markan, f. 29.
september 1980. Bergþóra
giftist 1970 Hanns-Peter Wen-
sauer, f. í Þýskalandi 20. júní
1944. Þau skildu.
Bergþóra gekk í barna- og
unglingaskóla á Reyðarfirði,
lauk landsprófi frá Alþýðu-
skólanum á Eiðum 1950 og
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1954.
Hún vann mestallan sinn
starfsaldur að ferðamálum,
hjá ferðaskrifstofum og flug-
félögum hér heima og erlend-
is. Hún var búsett í Þýskalandi
í rúmlega 30 ár, fyrst í Frank-
furt am Main en síðan í Ham-
borg.
Útför Bergþóru fer fram frá
Neskirkju í dag, 5. janúar
2012, og hefst athöfnin kl. 15.
1902, d. 30. des-
ember 1990. Bræð-
ur Bergþóru eru
Friðrik Valdimar,
f. 14. nóvember
1939, og Stein-
grímur, f. 20.
ágúst 1948.
Sonur Bergþóru
og Grétars M.
Guðbergssonar, f.
24. desember
1934, er Sigfús, f.
10. mars 1955. Kona Sigfúsar
er Margrét Sigríður Sigbjörns-
dóttir, f. 3. júní 1953, og börn
þeirra eru Friðrik Atli, f. 26.
september 1975, Snorri Grét-
Tengdamóðir mín, Bergþóra
Guðrún Sigfúsdóttir, lést snögg-
lega 21. desember sl. Fjölskyld-
an hefur upplifað hátíðarnar að
þessu sinni í skugga sorgar og
söknuðar. En minningin yljar
og það er sannarlega margs að
minnast. Það eru nákvæmlega
37 ár síðan ég hitti Beggu fyrst.
Hún var þá búsett í Frankfurt í
Þýskalandi en kom heim til að
halda jól með foreldrum sínum,
bræðrum og einkasyninum, sem
var kærastinn minn. Ég skynj-
aði mikla tilhlökkun hjá fjöl-
skyldunni og ég deildi þeirri til-
hlökkun með þeim. Þessi unga,
glæsilega kona var kannski ekki
dæmigerð tengdamömmuímynd
en frá fyrsta degi lagði hún
rækt við okkar samband og síð-
ar ömmuhlutverkið. Með okkur
þróaðist einlæg og góð vinátta,
við vorum ekki alltaf sammála
en okkur varð aldrei sundur-
orða. Fjarlægðin skildi fjöl-
skylduna að um langt skeið en
samverustundirnar voru gæða-
stundir og heimsóttum við hana
til Þýskalands á hverju sumri.
Þetta voru ógleymanlegar ferðir
og mikill ævintýraljómi yfir
þeim, ekki síst hjá barnabörn-
unum. Begga kom líka alltaf
heim um jól og þegar við flutt-
um í Hallormsstað kom hún
þangað til okkar og dvaldi þá
gjarnan fram í febrúar. Á okkar
vinnustöðum, skólunum, var
gjarnan mikið að gera síðustu
vikurnar fyrir jólin og í byrjun
nýs árs og mikið var kærkomið
að fá elsku Beggu sem tók
heimilið og börnin að sér eins
og ekkert væri sjálfsagðara.
Hún gekk rösklega til verks og
gerði það sem gera þurfti. Einu
jólafríinu eyddi hún í að kenna
elsta barnabarninu þýska mál-
fræði og var ekkert gefið eftir
af hennar hálfu. Systkinin nutu
síðan öll aðstoðar hennar í
þýsku á menntaskólaárunum,
sem var ómetanlegt fyrir þau.
Við fluttum til höfuðstaðarins
á sama tíma og Begga frá
Þýskalandi og þá urðu sam-
skiptin reglulegri. Hún kom oft-
ast í heimsókn um helgar, í sól-
bað þegar sólin skein, leiðbeindi
syni sínum í garðvinnunni og
deildi öllum hátíðar- og gleði-
dögum með okkur. Fastur liður
hjá okkur tengdamæðgunum
var sláturgerðin á haustin og
laufabrauðið á jólaföstunni og
mikið vorum við ánægðar þegar
vel tókst til. Ferfætlingarnir á
heimilinu tóku miklu ástfóstri
við hana og vissu sem var að
hún kom ævinlega með eitthvað
gott handa þeim þegar hún kom
í heimsókn. Henni var mjög
annt um fjölskylduna sína og
þegar litlu barnabörnin fóru að
koma í heimsókn í Bræðratungu
sóttist hún eftir að fá að vera
með þeim og kynnast þeim.
Elsku Begga, það er með
miklum söknuði sem ég kveð
þig og þakka fyrir allt sem þú
varst fjölskyldunni. Við hefðum
viljað hafa þig svo miklu lengur
en það er huggun harmi gegn
að þú fékkst að fara eins og þú
hafðir óskað þér.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur huga þinn, og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Hvíl í friði.
Þín
Margrét (Lilla).
Elsku besta amma mín.
Mér finnst ennþá óraunveru-
legt að þú sért farin frá okkur
og að ég eigi ekki eftir að hafa
þig hjá mér áfram.
Ég er samt ólýsanlega ánægð
og þakklát fyrir að hafa verið
stór hluti af þínu lífi og þú af
mínu. Þú varst mér ekki ein-
ungis amma heldur góður vinur
og kenndir mér svo margt sem
á eftir að verða mér gott far-
arnesti út í lífið.
Þó að söknuður sé ofarlega í
huga mér núna þá á ég ógrynni
af fallegum og góðum minning-
um um stundir sem við áttum
saman og eiga þær eftir að ylja
mér um hjartarætur í framtíð-
inni.
Þú verður ætíð ofarlega í
huga mér og ég elska þig.
Þín
Hildur Þóra.
Þýtur snjárinn, þrengist vökin,
þakinn skjárinn er af mjöll.
Fölna hárin, fatast tökin,
falla tárin, sagan öll.
(Jóhanna Björnsdóttir)
Það leið að stysta degi ársins
þegar saga Bergþóru var öll,
öllum að óvörum. Ég veit að
hún hefði ekki kært sig um að
settar yrðu á langar ræður við
brotthvarf hennar en örfá fá-
tækleg orð hlýtur hún að fyr-
irgefa mér.
Það var haustið 1953 sem ég
sá Bergþóru fyrst. Hún var að
byrja sitt fjórða ár í Mennta-
skólanum á Akureyri, ég mitt
fyrsta. Hún var í þeim bekk
sem nefndur var Undri sökum
þess hve mikið var þar af náms-
hestum. Ég var bara í 3. A. Hún
var lagleg, ljóshærð, létt í spori,
fínleg og mig minnir að það hafi
oftast verið glatt á hjalla í
kringum hana eins og gjarnan
er hjá góðu fólki.
Seinna átti hún eftir að verða
mágkona mín. Þá kynntist ég
hvaða mannkostum hún var bú-
in. Hún var óvílin, forkur til
vinnu og það hafa örugglega
ekki verið margir dagar á
starfsævinni sem hana vantaði í
vinnu. Hún geymdi ekki vanda-
málin til morguns heldur leysti
þau strax. Veitul og velviljuð
var hún og ævinlega reiðubúin
til hjálpar væri þess þörf. Hún
starfaði lengst af – eða í um 30
ár – við ferðamál í Þýskalandi,
fyrst í Frankfurt og seinna í
Hamborg. Ófáar voru ferðirnar
til Þýskalands á þessum árum
fyrir tilstilli hennar og alltaf
voru gestirnir innilega velkomn-
ir. Því voru þessar heimsóknir
ávallt tilhlökkunarefni. Vinnu
sinnar vegna ferðaðist hún mik-
ið um heiminn á þessum árum.
Hún var fljót að mynda sér
skoðanir á mönnum og málefn-
um og stundum fannst manni
e.t.v. að hún væri heldur full-
yrðingasöm. Það var bara allt í
lagi. Hún var svo vandræðalaus
manneskja og ekki man ég eftir
að hún hafi reiðst eða erft það
við mann að vera ósammála
henni. En ég veit heldur ekki
hvort hún skipti um skoðun.
Hún las ógrynnin öll og var
ævinlega með bók að lesa.
Þannig svalaði hún fróðleiksfýsn
sinni og forvitni um menn og
málefni og ekki síst framandi
þjóðir. Það er svolítið kald-
hæðnislegt að þegar kallið kom
var hún um það bil að öðlast
fulla sjón eftir áralanga baráttu
við erfiðan augnsjúkdóm.
Eitt er það sem lýsir Berg-
þóru hvað best en það er sam-
band hennar við unga fólkið í
fjölskyldunni. Það hafði dálæti á
henni og varð að vinum hennar
og áhugi hennar á velferð þess
var ósvikinn. Hún hafði mikið að
lifa fyrir.
Vissulega bar dauða Berg-
þóru snöggt að og með óvænt-
um hætti. En eitt veit ég fyrir
víst; hún hefði ekki getað hugs-
að sér að verða upp á aðra kom-
in, farlama eins og hún sagði.
Síðasta spölinn naut hún ást-
úðar og umhyggju þeirra sem
henni þótti vænst um og elsk-
uðu hana mest. Brói, Lilla og
börnin hafa misst mikið. Þeim
og öllum öðrum sem þótti vænt
um hana sendi ég mínar bestu
kveðjur.
Að leiðarlokum þakka ég
mágkonu minni fyrir það sem
skiptir okkur öll svo miklu í líf-
inu, ómælda umhyggju og vin-
áttu. Allar góðar vættir fylgi
henni um ókunna stigu.
Alexía.
Gógó var hún kölluð þegar
við kynntumst í heimavist MA
veturinn 1952-53 og nafnið
fylgdi henni menntaskólaárin og
lengur. Hún var góður náms-
maður og varð stúdent aðeins
18 ára. Síðar leigðum við saman
íbúð á Snorrabrautinni og var
oft gestkvæmt hjá okkur og
glatt á hjalla. Nokkur eftir-
minnileg ferðalög lögðumst við í
og ferðin um Ítalíu í ágúst 1959
er enn í minnum höfð. Við gist-
um á stúdentagörðum, hittum
ungt fólk og áhugavert, svo sem
í Napólí. Þar var Breti sem
bauð okkur á Pizzu Napolitana
– þá upprunalegu. Pizza – hvað
var það? Við vinkonurnar höfð-
um hvorki séð né heyrt um
þennan framandi rétt, en kunn-
um vel að meta.
Síðar lá leið Bergþóru til
Þýskalands, þar sem hún bjó
lengst og starfaði í Frankfurt.
Þangað heimsótti ég hana og
var það skemmtilegur tími,
enda var hún góður leiðsögu-
maður. Í ágúst 2009 – 50 árum
eftir Ítalíu – fórum við síðustu
ferðina saman, til Akureyrar.
Þar dekraði Svanhildur Her-
manns við okkur, ólöt að sýna
okkur nýju hverfin og fram í
Fjörð, að ógleymdri Mývatns-
sveitinni. Nú styttist í afmæl-
isklúbbinn minn í febrúar, en þá
höfum við nokkrar konur komið
saman árlega í langan tíma.
Verður Bergþóru vinkonu minn-
ar sárt saknað.
Ung eignaðist hún soninn
Sigfús og er kona hans Margrét
og mat Bergþóra hana mikils.
Aðrir afkomendur eru orðnir sjö
talsins og ræktaði hún sam-
bandið við þá vel, svo og við
bræður sína og fjölskyldur
þeirra. Öllu þessu fólki votta ég
samúð mína.
Blessuð sé minning Bergþóru
Sigfúsdóttur.
Anna G. Kristjánsdóttir.
Elsku Begga. Við eigum erf-
itt með að skilja að þú hafir yf-
irgefið okkur. Að skilnaði viljum
við senda þér þessar línur.
Þetta gerðist alltof fljótt, þetta
ætti ekki að vera svona, þetta
var of snemmt.
Við höfum þekkt þig allt okk-
ar líf og þú tilheyrðir okkar lífi
á sama hátt og við tilheyrðum
þínu. Það er okkur afar þung-
bært, að þurfa að taka því að þú
sért farin.
Fyrir nokkru nutum við þess
að vera saman og við skemmt-
um okkur í brúðkaupinu hennar
Kristinar en skyndilega ert þú
ekki lengur hér.
Minningar um þig er það sem
við eigum og þær eigum við
margar: Við spiluðum, við þuld-
um saman enskar sagnir, þú
kenndir okkur að borða humar
og sjúga merg úr lambaleggjum
og þú sagðir okkur sögur fyrir
svefninn svo eitthvað sé nefnt.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
okkur. Við deildum miklu með
þér í lífinu og hefðum gjarnan
kosið að láta þig vera áfram
hluta af okkar lífi.
Þú varst okkur mikilvæg og
mikils virði sem vinkona, því
verður ekki með orðum lýst.
Það er óskaplega sárt að
missa þig Begga og við munum
sakna þín mikið. Hafðu það sem
best, við sjáumst einhvern tíma.
Ps: Þú átt litla fingurinn.
Þínar,
Kristin og Kathrin
Wensauer.
Kvatt hefur þennan heim
Bergþóra Sigfúsdóttir. Eftir
margra ára búsetu í Þýskalandi
flutti Bergþóra til Íslands þar
sem hún gat verið nærri sínum
nánustu, einkasyninum Sigfúsi
Grétarssyni og hans fjölskyldu
ásamt systkinum og frændfólki.
Bergþóra starfaði við það að
senda ferðamenn til Íslands í
áratugi og var það hennar kæri
áfangastaður, landið hennar, Ís-
land, sem henni þótti afar vænt
um. Þegar ég hóf störf við mót-
töku erlendra ferðamanna hjá
Samvinnuferðum Landsýn þá
var Bergþóra minn helsti leið-
beinandi. Ég þekkti Ísland vel
og hún þekkti markaðinn í
Þýskalandi. Ég minnist fyrstu
verkefna minna, þar sem ferða-
skrifstofan Inter Air-Voss Rei-
sen í Frankfurt sendi margar
leiguflugvélar til Íslands, fullar
af áugasömum gestum sem
höfðu miklar væntingar til
ferðalagsins. Bergþóra var afar
nákvæm á að allt væri í lagi við
móttökuna og sagði mér að hafa
samband hversu smáar eða
stórar spurningar kæmu upp.
Það var gott að leita til hennar
og það gerði ég óspart fyrstu
árin mín í þessu starfi. Ég
minnist margra heimsókna til
Frankfurt þar sem við áttum
góða vinnufundi og skemmtileg-
ar samverustundir á hennar
vinnustað og heimili. Bergþóra
var ein af þessum kláru duglegu
einstaklingum sem eiga þátt í að
Ísland er orðið að eftirsóttum
stað heim að sækja, ekki síst af
gestum frá Þýskalandi. Takk
fyrir samveruna, kæra vinkona.
Hildur Jónsdóttir.
Bergþóra Guðrún
Sigfúsdóttir