Morgunblaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 5. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Vísað burt úr VIP-partíi
2. Kanna hvarf íslensku konunnar
3. Ónotatilfinning sjálfstæðismanna
4. „Ég ætla að horfa fram á við … “
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir
birtir lista á vefsíðu sinni yfir bestu
plötur síðasta árs að hennar mati. PJ
Harvey er á toppi listans en í humátt
á eftir koma Lykke Li og Tom Waits.
Nánar á lararunars.com.
Lára Rúnarsdóttir og
plötur ársins
Ein virtasta
neðanjarðar-
rokksveit allra
tíma, hin banda-
ríska Fugazi, spil-
aði á tónleikum
hérlendis í apríl
1999. Þeir hafa nú
verið gefnir út af
hljómsveitinni og
hafa viðbrögð íslenskra rokkara ekki
látið á sér standa. Tónleikarnir þykja
goðsagnakenndir og eru fagn-
aðarlæti mikil, á fésbókinni og víðar.
Íslandstónleikar
Fugazi útgefnir
Leikarinn Gunnar Hansson leysti
Andra Frey Viðarsson af í Virkum
morgnum í gær. Ræddi hann m.a. um
þá ósk sína að gefa út plötu þar sem
hann syngi yfir fræg ósungin lög,
eins og t.d. „Garden Party“
Mezzoforte. Morgun-
blaðið ræddi við Gunn-
ar, en að vísu um allt
önnur mál og óskyld.
»36
Gunnar Hansson og
„Garden Party“
Á föstudag Suðaustan 10-18 m/s og slydda eða snjókoma í fyrstu
á Norður- og Austurlandi. Annars SV 8-13 og skúrir eða slydduél.
Léttir til norðaustanlands síðdegis. Hiti víða 1 til 6 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir árla dags V-til á landinu og síðdegis
A-lands. Él fram eftir degi NA-til, annars bjartviðri. Frost 1 til 12
stig, kaldast í innsveitum. Byrjar að snjóa á S- og V-landi í kvöld.
VEÐUR
Njarðvík fylgir Keflavík eins
og skugginn í toppbaráttu
úrvalsdeildar kvenna í
körfuboltanum. Shanae
Baker-Brice, lykilleikmaður
í liði Njarðvíkinga, segir að
það ætli sér að vinna Ís-
landsmeistaratitilinn og
möguleikarnir á því séu
nokkuð góðir. Heil um-
ferð var leikin í deildinni
í gærkvöld þar sem
Keflavík, KR og Valur
unnu líka sína leiki. »4
Njarðvík fylgir
Keflavík eftir
Íþróttamaður ársins verður útnefnd-
ur í kvöld í 56. skipti af Samtökum
íþróttafréttamanna. Frjálsíþróttafólk
hefur oftast hlotið þennan heiður,
eða í 21 skipti, en hand-
boltamenn hafa hins veg-
ar orðið fyrir valinu und-
anfarin þrjú ár. Síðast var
það Alexander
Petersson. »2
Íþróttamaður ársins
2011 útnefndur í kvöld
Svo virðist sem Arnór Þór Gunn-
arsson og Fannar Þór Friðgeirsson
séu úr leik í baráttunni um sæti í
handboltalandsliðinu fyrir EM í Serb-
íu. Þeir voru skildir eftir heima í
morgun þegar Guðmundur Þ. Guð-
mundsson fór með 18 menn á mót í
Danmörku. Útlit er fyrir að nú berjist
þrír leikmenn um eitt laust sæti í
endanlegum hópi fyrir EM. »1
Tveir úr leik í baráttu
um sæti í landsliðinu?
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Andri Karl
andri@mbl.is
„Þegar maður upplifir að allt upp í
82% þjóðarinnar fylgist með okkur
þá er það örugglega heimsmet í
áhorfi á handbolta yfirhöfuð. Það
hvetur okkur áfram að finna þennan
stuðning þjóðarinnar, hvetur til
dáða og setur jafnframt á okkur
pressu,“ segir Guðmundur Þ. Guð-
mundsson, þjálfari íslenska karla-
landsliðsins í handknattleik, en
„strákarnir okkar“ leika sinn fyrsta
leik á Evrópumótinu í Serbíu 16.
janúar nk. Liðið heldur utan til Dan-
merkur í dag þar sem það tekur þátt
í Total Kredit-æfingamótinu.
Íslenska liðið hefur tekið þátt í
stórmótum undanfarin tvö ár í jan-
úarmánuði og á sama tíma greip um
sig handknattleiksæði hér á landi.
Vart var um annað talað í skamm-
deginu en gengi landsliðsins og til að
mynda voru útsendingar frá leikjum
Íslendinga á Evrópumótinu í Aust-
urríki í janúar 2010 langvinsælasta
sjónvarpsefnið á meðan mótið stóð
yfir og mældist uppsafnað áhorf á
milli sjötíu og áttatíu prósent. Öllu
minna áhorf var á heimsmeist-
arakeppnina í Svíþjóð í janúar á
síðasta ári en þar voru flestir
leikir Íslands í lokaðri dag-
skrá.
Að þessu sinni sýnir
RÚV frá mótinu og hefj-
ast fyrstu tveir leikirnir
í riðlinum kl. 19.10 en
sá þriðji kl. 17.10.
Upplifa stemn-
inguna óbeint
En hvernig skynja
landsliðsmennirnir
stemninguna á Íslandi?
„Auðvitað upplifum
við stemninguna meira
óbeint. Við erum ekki á landinu
heldur annars staðar, uppteknir við
handbolta og erum að einbeita okk-
ur fyrst og síðast að því sem við er-
um að gera á hverjum tíma,“ segir
Guðmundur. „Það liggur eiginlega
við að við upplifum þetta meira þeg-
ar við komum heim.“
Þó svo að leikmenn geti ekki gefið
sér mikinn tíma til að fylgjast með
því sem gerist í heimalandinu segir
Guðmundur að þeir heyri það engu
að síður af afspurn. „Og við erum af-
skaplega þakklátir fyrir þann áhuga
sem liðinu er sýndur. Það er ekki
sjálfgefið og alls ekki þannig hjá öll-
um þjóðum sem taka þátt á stórmót-
um. […] Við erum fulltrúar þjóð-
arinnar og erum að spila fyrir hana.“
Guðmundur hefur marga fjöruna
sopið í handknattleiknum og helgað
sig landsliðinu stóran hluta ævinnar;
sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og
loks þjálfari. Hann segir stuðning
þjóðarinnar ávallt hafa verið mikinn
og ef einhverjar breytingar sé að
merkja þá hafi hann aðeins aukist á
undanförnum stórmótum, samhliða
góðu gengi liðsins.
Gleðigjafar í skammdeginu
Styttist í að „strákarnir okkar“ hefji
leik á Evrópumótinu í handknattleik
Morgunblaðið/Kristinn
EM 2010 Aron Pálmarsson brýst í gegnum rússneskan varnarmúr í leik liðanna á EM í Austurríki árið 2010. Um sjötíu prósent þjóðarinnar fylgdust með.
Íslenska landsliðið leikur vin-
áttuleik við það finnska föstu-
daginn 13. janúar nk. í Laug-
ardalshöll. Guðmundur Þ.
Guðmundsson, þjálfari íslenska
liðsins, segir leikinn mjög mik-
ilvægan og mikilvægari en
margir geri sér grein fyrir.
Hann segir Arion banka
ætla að bjóða lands-
mönnum á leikinn og von-
ast til að það skili sér í
fullri Laugardalshöll. „Það
er mjög mikilvægt fyrir okk-
ur upp á þennan stuðning
sem við þurfum. Og vonandi
getum við gert þetta að góðri
generalprufu fyrir fyrsta leik
á mótinu.“
Generalprufa
fyrir mótið
LEIKIÐ VIÐ FINNA HEIMA