Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ Ævintýra- lega góð stemning Að blóta þorra er gamalgróin hefð í íslenskri menningu. Sviðakjammar og súrmeti er í há- vegum haft á þessum skemmtilegu alþýðuhá- tíðum þar sem fólk gerir sér glaðan dag með söng og gleði. Í sveitum landsins eru jafnvel leikþættir með helstu atburðum ársins fæðir á svið og fluttar heilu drápurnar. Þetta er al- þýðumenning eins og hún gerist allra best og landinn lætur sér vel líka. Morgunblaðið/Ernir Stjörnublótið Um þúsund manns sækja þorrablót knattspyrnudeildar Stjörnunnar í Garðabæ. Þessi skemmt- un þykir setja skemmtilegan svip á bæjarbraginn; þar sem er sungið, dansað, drukkið og etið. „Ef eitthvað er mættum við borða meira af súrsuðum mat. Maturinn er nefnilega súrsaður í ógerilsneyddri mysu sem er full af góðum bakteríum sem eru nauð- synlegar fyrir þarmaflóru líkamans og súrsunin hefur að hluta til brotið niður fæðuna, sem auðveldar meltinguna,“ segir Jóhanna Vilhjálmsdóttir sjónvarps- kona og bætir við að ef maturinn væri súrsaður í gerilsneyddri mysu myndi hann mygla. Jóhanna segir alltaf gaman að komast á þorrablót eða gera veisluföngum þess- arar árstíðar einhver skil. Raunar sé hún um margt heilluð af hefðum í heimilislíf- inu. Súrmeti á þorranum sé ómissandi, rétt eins og skatan á Þorláksmessu. „Mér finnst gaman að bragða á þess- um þjóðlegu réttum, til dæmis súrs- uðum hrútspungum og slíku, en hef þetta allt í hófi. Reikna til dæmis ekki með að kaupa þorrabakka sjálf en verður kannski einhvers staðar boðið í þorra- mat, sem væri ljómandi skemmtilegt. Og þá gildir að hafa þetta bara hóflegt en standa ekki á blístri á eftir. Hófið er best í þessu eins og öllu öðru. En súr matur gerir fólki almennt mjög gott. Þetta er matur sem við lifðum á í gegnum ald- irnar og það má benda á að hjarta- og æðasjúdómar voru lítt þekktir meðal Ís- lendinga alveg út 19. öldina,“ segir Jó- hanna sem finnst þorramenningin alltaf skemmtileg; til dæmis að koma á mannamót þar sem fólk syngur saman af hjartans lyst lög sem allir kunna. „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur og Þorraþrællinn, sem best er þekktur sem Nú er frost á fróni. Já, það þekkja þetta allir og geta sungið með,“ segir sjónvarpskonan kunna. Jóhanna Vilhjálmsdóttir Fullt af góðum bakteríum „Þorrablót Stjörnunnar er líklega það fjölmennasta á landinu. Við höfum lagt okkur eftir því að þetta sé þjóðleg skemmtun. Síðustu ár hafa feðgarnir Hrafnkell Pálmarsson, gítarleikari og söngvari, og faðir hans, Pálmar Ólason, píanóleikari og arkitekt, stjórnað fjöldasöng með íslenskum rútubílalög- um. Og hver einasti gestur tekur undir enda er stemningin ævintýralega góð,“ segir Garðbæingurinn og veislustjórinn Almar Guðmundsson. Almar er formaður knattspyrnudeild- ar Stjörnunnar sem haldið hefur blótið síðustu ár og myndað skemmtilega menningu meðal Garðbæinga. Að venju er blótið í ár haldið á bóndadag, sem er í dag, 20. janúar. „Síðustu árin hafa matargestir verið um og yfir þúsund og að borðhaldi loknu hefur fjöldi fólks komið á dans- leikinn. Já og svo erum við alltaf með góða ræðumenn sem hafa þessa þjóð- legu áru; í fyrra var það Guðni Ágústs- son og núna fáum við fréttamanninn í lopapeysunni, Gísla Einarsson. Nei, það eru ekki bara Garðbæingar sem koma á þorrablótið. Margir eiga vinafólk hér í bænum og fylgja því á blótið. Satt að segja kemst maður aldrei nema tvo eða þrjá metra áfram öðruvísi en að hitta góða vini sem sleppa aldrei þessari skemmtun. Svo hefur líka verið gaman síðustu árin þegar stórir hópar frá fyr- irtækjum hér í bænum og annars stað- ar frá koma á þorrablótið. Í fyrra kom til dæmis hingað myndarlegur hópur frá Marel, meðal annars allstór hópur út- lendinga sem líkaði vel þjóðlegur mat- urinn og þessi skemmtilega alþýðu- menning; matur, söngur og gleði.“ Almar Guðmundsson Lopapeysur, matur og gleði „Strax eftir nýár fer maður að hlakka til þorrablótsins í sveitinni. Sjálf er ég úr Holtum í Rangárvallasýslu og þar höld- um við alltaf blót síðasta laugardag í þorra, sem að þessu sinni er 18. febrúar. Í utanverðri sýslunni halda gömlu sveita- hrepparnir hver sitt blót og kemur Land- sveitin fyrst og fjölmargir fara á þá skemmtun og enda svo á þorrablótinu í Holtum sem jafnan er haldið á Lauga- landi,“ segir Hugrún Hannesdóttir, mark- aðsstjóri Bændaferða. Hún er frá bæn- um Arnkötlustöðum í Holtum og heldur sterkum tengslum við sveitina sína, meðal annars með því að fara alltaf á þorrablót og finnst þau raunar ómiss- andi þáttur í tilveru sinni. „Frá ári til árs færist milli bæja hverjir skipi þorrablótsnefnd. Veitir víst ekki af því þessu fylgir ótrúlega mikil vinna þar sem í mörg horn er að líta í þessu starfi sem allt er sjálfboðið og nánast skylda. Afla þarf veislufanga, panta hljómsveit, skreyta salinn, semja annál ársins, setja saman brag og skemmtilegar vísur. Stundum er leikþáttur færður á svið eða sýnd leikin stuttmynd. Ég byrjaði fyrst að sækja þorrablótin í sveitinni fyrir um tuttugu árum og var spenningurinn mik- ill að fá að fara á fyrsta blótið. Síðan þá eru skemmtiatriðin orðin öllu menning- arlegri og kannski ekki jafnmeiðandi og áður. Já og svo er gaman að segja frá því að í Holtunum drekka þorrablótsgestir alltaf jólabland – malt og appelsín – með matnum, en auðvitað má líka koma með eigin drykki í poka samkvæmt hefðinni. Þorrablótið er virkilega flott, hægt að dansa fram á rauðanótt, enda er þetta skemmtun sem svo sannarlega setur svip á lífið í sveitinni.“ Hugrún Hannesdóttir Annáll árs og skemmti- legar vísur „Ég flutti úr sveitinniminni fyrir tutt- ugu árum en er hins vegar æði mikið fyrir austan og hef aldrei sleppt úr þorrablóti. Er þess vegna oft að stússa í kringum undirbúning þessa og í ár er ég í nefndinni sem sér um skemmtiatriðin. Það er sígilt að vera með annál þar sem helstu atburðum nýliðins árs eru gerð skil – og á fundum þessa dagana erum við að rifja þetta upp og færa í leikrænan búning. Og þegar á reynir virðast all- ir leikarar inn við beinið og eiga ágæta spretti á leiksviðinu,“ segir Pálmi Pálmason, verktaki í Reykjavík. Pálmi er frá Hjálmsstöðum í Laug- ardal. Þar í sveit er jafnan haldið mikið þorrablót á vegum ungmenna- félags sveitarinnar – sem að þessu sinni er 11. febrúar og verður venju samkvæmt haldiðíþróttahúsinu á Laugarvatni. „Ég er mikill sviðamaður, en ann- ars geri ég öllu því sem á veisluborð- unum er góð skil. Lengi vel tíðkaðist að fjölskyldur af hverjum bæ kæmu með veisluföngin og bæru inn í trog- um. Nú er hins vegar einfaldlega hlaðborð sem allir ganga að sem hefur reynst talsvert þægilegra ,“ segir Pálmi aðspurður um matföngin í veislunni miklu. Hann bætir og við að þorrablótið sæki Laugvetningar og Laugdælir – meðal annars fjöldi brottfluttra – auk þess sem nokkur fjöldi fólks úr nærliggjandi sveitum, svo sem Grímsnesi, Þingvallasveit og Biskupstungum, komi á staðinn – sýni sig og sjái aðra - sem auðvitað er kjarni þessarar samkoma sem allt- af eru jafn vinsælar manna á meðal. Pálmi Pálmason Allir leikarar inn við beinið Jóhann Ólafur Halldórsson Þétt setinn Svarfaðar- dalur „Það á sjaldan betur við að þétt sé set- inn Svarfaðardalur en einmitt á þorra- blóti sveitunga minna á Rimum. Klárlega einn af hápunktunum í menningarlífinu í sveitinni á hverju ári,“ segir Jóhann Ólaf- ur Halldórsson frá Jarðbrú í Svarf- aðardal sem segist halda góðum tengslum við dalinn þótt fjölskylda hans hafi flutt þaðan fyrir 25 árum. „Fyrsta þorrablótið sem ég fór á var á Þinghúsinu Grund sem var mun minna hús en félagsheimilið Rimar og eiginlega með ólíkindum hvernig hægt var að koma þeim mannfjölda inn sem þar var. Enn í dag er aðsókn á Svarfdælablótið mikil og algengt að brottfluttir sæki það og haldi þannig tengslum við dalinn. En raunar fæ ég dálítinn valkvíða á þessum tíma árs þar sem oftar en ekki ber upp á sama kvöld þorrablótið í Svarfaðardal og í Eyjafjarðarsveit, minni heimasveit í dag. Talsvert ólíkar samkomur sem ég hef sótt sitt á hvað,“ segir Jóhann. Annáll ársins er hápunkturinn í skemmtidagskrá á Svarfdælingablótinu. „Þar er sannarlega komið víða við. Ein- mitt þessi heimagerðu skemmtiatriði eru einkenni á góðum þorrablótum og að því sögðu rifjast upp fyrir mér eitt af fyrstu blótunum sem ég fór á eftir að ég fluttist í Hrafnagilshrepp, sem nú er hluti af Eyjafjarðarsveit. Skemmti- nefndin hafði rúm auraráð því hún ákvað að kaupa Valgeir Skagfjörð til að skemmta á þorrablótinu. Og sá settist við píanóið í Laugarborg og valdi að flytja söngleikjatónlist fyrir sveitavarg- inn! Ég man vel að mér þótti Singing in the rain út úr kú með súru hrútspung- unum og kjömmunum,“ segir Jóhann Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.