Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ | 13
A
ð blóta þorra er þjóðlegur
siður og skemmtilegur.
Þó að hefðin sé alla jafna
sögð rammíslensk er óvíst
að allir þekki sögu hans,
jafnvel ekki þeir sem duglegastir
eru við að gleðjast við sneisafull
trog af þjóðlegum krásum. Fyrir þá
sem hafa áhuga á að grennslast fyr-
ir um forsögu þorrahátíðarinnar er
ekki úr vegi að glugga í bók Árna
Björnssonar, Þorra-
blót, sem Forlagið
gaf út undir merkj-
um Máls og menn-
ingar. Þjóðhátta-
fræðingurinn Árni
er flestum mönnum
fróðari um íslenska
siði og venjur, og
ekki komið að tóm-
um kofunum hjá
honum frekar en
fyrri daginn.
Blótað í
heiðnum sið
Hvað upprunann
varðar þá bendir
Árni á það í bók
sinni að orðið „blót“
bendi til þess að sá siður sé ævaforn
að gera sér dagamun í upphafi
þorra á miðjum vetri, og siðurinn sé
því eldri kristnitöku hér á landi.
Ekki virðast þó ritaðar heimildir
fyrir því í Íslendingasögum. Þorra-
blóts er hins vegar getið í Orkney-
inga sögu um 1300, bendir Árni á.
Mannfagnaðurinn sem slíkur á sér
því langa sögu sem nær aftur í
heiðni, en ekki mun ljóst hvenær úr
verður hátíð sem slegið er upp til að
fagna komu þorrans þar sem hann
er persónugerður sem einhvers
konar vetrarvætt eða veðurguð.
Blótað á laun
Í bók Árna er rakið hvernig menn
iðkuðu blót í heimahúsum með lág-
stemmdum hætti enda ekki vel séð
að stunda heiðið blót í hinum
kristna sið. Var þá
látið ótalið þó að
menn héldu þorra-
blót ef það var í
heimahúsum, en
þorrablót á opinber-
um vettvangi var
refsivert. Á átjándu
öld tekur fólk þó að
fagna þorra enda
þótti sjálfsagt væn-
legra að hafa hann
með sér frekar en á
móti. Greina heim-
ildir frá því að haft
var á orði, eftir
morgunsigningu á
fyrsta degi þorra:
„Velkominn þorri,
vertu ekki mjög
grimmur.“ Misjafnt var hvort hús-
freyja bauð þorra velkominn ellegar
bóndinn; á Vestfjörðum var það
venju samkvæmt freyjan; annars
staðar virðist bóndinn hafa séð um
að afgreiða ávarpið.
Bóndadagur
Svo sem alkunna er hefst þorra-
mánuður á bóndadegi. Hans er
fyrst getið í þjóðsögum Jóns Árna-
sonar árið 1864. Þó að útbreiðsla
heitisins hafi verið takmörkuð fram
á þriðja áratug síðustu aldar eru til
fjölmargar heimildir um bóndadag
sem ná aftur til fyrri hluta 19. aldar.
Varpar Árni Björnsson þeirri hug-
leiðingu fram í bók sinni að ef til vill
hafi verið um að ræða eins konar
feluorð eða dulnefni yfir mannfagn-
aðinn þorrablót enda þurfti að fara í
launkofa með það athæfi fyrir þeim
sem tóku kristna trú alvarlega.
Nútímaþorrablót
Svo virðist sem þorrafagnaður hafi
heldur legið í láginni í Reykjavík
framan af 20. öld, bendir þjóðhátta-
fræðingurinn á í bók sinni, ef til vill
vegna þess að þorrablót þótti
sveitalegt og púkó. Þá var úrval
skemmtana og matvöru þesslegt í
höfuðstaðnum að ekki þurfti að
stóla á þorrann með sama hætti og í
dreifbýlinu. Líkast til er það ýmsum
átthagasamtökum aðfluttra dreif-
býlisbúa að þakka að mannamót á
þorra sækja í sig veðrið smátt og
smátt. Veitingamenn í Naustinu
munu hafa fest augu á auglýsingum
þar að lútandi og fengið þá hug-
mynd að bjóða til veislu í anda
fornra þorrablóta, þar sem matur
verkaður að fornum sið var borinn
fram í trogum. Restina af sögunni
þekkjum við – Íslendingar fagna
þorra með því að gera vel við sig í
mat og drykk og hafa gert allar göt-
ur síðan.
Fyrir þá sem vilja glöggva sig
enn frekar á öllu sem snýr að hinum
séríslensku hátíðardögum sem þorr-
inn er, skal bent á framangreinda
bók Árna Björnssonar, Þorrablót.
jonagnar@mbl.is
Saga þorrans
Sá þjóðlegi siður sem þorrinn ber með sér er í senn
eldforn og nýr af nálinni. Þó að heimildir greini frá
þorrablótum frá því fyrir kristnitöku eru veislurnar
sem við þekkjum í dag hugmynd frá því um 1950.
Kjamsað á kjamma Ís-
lendingar gera vel við sig í
mat og drykk á þorra.
Úrvalsþorramatur
úr kjötborði
Þjóðlegir á þorranum
551 0224
Seljabraut
557 1780