Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 20
Fá evróvisjónlög hafa beinlínis orðið langlíf eða gripið þjóðina svo sterkum tökum að fólk syngi þau á góðum stundum eða blístri lagstúfinn við vinnuna. Það er miklu frekar að lögin hafi þótt ofurlítið hallærisleg – að minnsta kosti þegar keppni hvers árs er að baki. Lagið Draumur um Nínu er þar þó und- antekning, en það var framlag Íslendinga í Evrópukeppnina árið 1991. Bæði lag og texti eru eftir Eyjólf Kristjánsson sem flutti lagið í júróinu á sínum tíma, ásamt Stefáni Hilm- arssyni. Núna ertu hjá mér, Nína Strýkur mér um vangann, Nína Ó … haltu í höndina á mér, Nína Því þú veist að ég mun aldrei aftur Ég mun aldrei, aldrei aftur Aldrei aftur eiga stund með þér Svo sungu þeir hvellum hljómi í grípandi lagi sem allir geta sungið – bæði á þorra- blótum og annars staðar – svo úr verður sannkallaður þjóðsöngur. Það er sárt að sakna, einhvers Lífið heldur áfram, til hvers? Ég vil ekki vakna, frá þér Því ég veit að þú munt aldrei aftur Þú munt aldrei, aldrei aftur Aldrei aftur strjúka vanga minn Þegar þú í draumum mínum birtist allt er ljúft og gott Og ég vildi ég gæti sofið heila öld Því að nóttin veitir aðeins skamma stund með þér Er ég vakna, Nína – þú ert ekki lengur hér Opna augun – engin strýkur blítt um vanga mér Dagurinn er eilífð, án þín Kvöldið kalt og tómlegt, án þín Er nóttin kemur fer ég, til þín Vildi ég gæti sofið heila öld Morgunblaðið/Sigurgeir S Draumur Á góðum stundum, á þorrablótum og í annan tíma, syngur fólk Draum um Nínu, lag sem Stebbi og Eyvi gerðu frægt. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Söngur Engir syngja ljóð listaskáldsins af meiri innlifun en einmitt Íslendingar í Danaveldi. Á Jónasarsamkomu á Sórey á Sjálandi var þess minnst að 200 ár voru liðin frá fæðingu skáldsins og þá tóku sendiherrahjónin Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir undir og sungu með hárri raust. R ammíslenskur kveðskapur er gjarn- an hafður yfir á þorranum. Séu góð og grípandi lög til við ljóðin síast þau undurfljótt og nánast fyrirhafn- arlaust inn í vitund fólksins – og þjóðarinnar. Og ef til vill má segja að besta og gegnsæjasta merking orðsins þjóðskálds sé sú þegar viðkomandi hefur samið ljóð sem þorri þjóðar hefur á hraðbergi. Og geta ekki allir sungið ljóð Jónasar Hallgrímssonar, lista- skáldsins góða sem dvaldi lengst í Kaupa- mannahöfn? Þau ljóð hans sem gjarnan eru sungin á þorra urðu mörg hver til á Íslend- ingasamkomum – þar sem landar vorir í Höfn sáu landið í fjarskanum í hillingum vona sinna. Vísur Íslendinga eru eimitt í þeim dúr; þær eru í mörgum erindum en það hafa líklega flestir á hraðbergi. Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, er gleðin skín á vonarhýrri brá? Eins og á vori laufi skrýðist lundur, lifnar og glæðist hugarkætin þá. Og meðan þrúgna gullnu tárin glóa og guðaveigar lífga sálaryl, þá er það víst, að beztu blómin gróa í brjóstum sem að geta fundið til. „Heillaráð að hætta nú að snæða“ Og Jónas orti ótalmargt fleira sem fólkið í landinu hefur lært fyrirhafnarlítið – lag og ljóð falla algörlega saman og á góðri stundu geta allir sungið Borðsálm: Það er svo margt ef að er gáð, sem um er þörf að ræða. Ég held það væri heillaráð að hætta nú að snæða. Heyrið þið snáða! Hvað er nú til ráða? Það mun best að bíða og hlýða. Á einum stað býr þrifin þjóð með þvegið hár og skjanna. Við húsbændurna holl og góð sem hundrað dæmi sanna. Hvað er að tarna? Hvað sagðirðu þarna? Mættum við fá meira að heyra! Sumir halda því fram – og færa fyrir því rök – að þjóðskáldin séu einasta menn – og konur – fædd á 19. öld. Séu aðeins þau skáld sem ratað hafa í Skólaljóðin, bókina í bláa bandinu sem fyrst kom út laust eftir 1960 en var endur- útgefin á síðasta ári. En auðvitað eru þau fleiri – lög og ljóð bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasonar eru t.a.m. sterk í þjóðarsálinni. Mörg þeirra voru frumflutt í útvarpsþáttum eða söngleikjum í Útvarpinu – og urðu fleyg um leið. Einu sinni á ágústkvöldi austur í Þingvallasveit gerðist í dulitlu dragi dulítið sem enginn veit, nema við og nokkrir þrestir og kjarrið græna inni í Bolabás og Ármannsfellið fagurblátt og fannir Skjaldbreiðar og hraunið fyrir sunnan Eyktarás. Þó að æviárin hverfi út á tímans gráa rökkurveg, við saman munum geyma þetta ljúfa leyndarmál, landið okkar góða, þú og ég. „Að vera svolítið hífaður“ Ónefndur er svo jarðfræðingurinn Sigurður Þórarinsson. Hann er höfundur ótalmargra söngtexta sem fyrst voru fluttir til dæmis á skemmtunum Ferðafélags Íslands. Urðu svo undurfljótt nánast almenningseign – og gildir það t.d. um rútubílasönginn Að lífið sé skjálf- andi lítið gras: Að lífið sé skjálfandi lítið gras, má lesa í kvæði eftir Matthías, allir vita hver örlög fær sú urt sem hvergi í vætu nær. Viðlag: Mikið lifandis skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður. Það sæmir mér ekki sem Íslending að efast um þjóðskáldsins staðhæfing. En skrælna úr þurrki ég víst ei vil og vökva því lífsblómið af og til. Þjóðskáldin sungin á þorranum Ljóð og lag falla saman og allir taka lagið. Lífsgleðin ræður á þorrablótum og þá skín gleðin á vonarhýrri brá, eins og Jónas orti. Mörg fleiri skáld koma til greina, en öll ortu þau ljóð sem þjóðin kann og syngur sér til skemmtunar á góðum stundum. 20 | MORGUNBLAÐIÐ Fæst í Bónus Nú er tíminn fyrir harðfisk og bitafisk! Þegar litið er til innihalds og næringargildis kemur í ljós að Gullfiskur harðfiskur og bitafiskur er einhver besti prótíngjafi sem völ er á. Það fara 5 kíló af nýrri roðlausri ýsu í að búa til 1 kíló af harðfiski / bitafiski. Vatnið er dregið út með kældri þurrkaðferð, en næringarefnin halda sér. Örlítið salt til bragðbætis. Gullfiskur harðfiskur og bitafiskur inniheldur rúmlega 80% prótín og önnur næringarefni, sem eru líkamanum nauðsynleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.