Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 23
F
yrsti íslenski þorrabjórinn
var bruggaður fyrir tveim-
ur áratugum og hefðin því
ekki gömul. Fyrir vikið
hafa menn ýmsar skoðanir
á því hvað segja megi að sé hinn
fullkomni þorrabjór, eins og sjá má
hér fyrir neðan. Er það kannski
bjór sem gerjaður er með villtu
geri og súr á bragðið líkt og hefð er
fyrir í Belgíu og kallast Lambic,
eins og Jón E. Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri ÖB brugghúss, legg-
ur til, eða er það bjór með miklu
humlabragði og töluverði beiskju til
að passa með þorramatnum eins og
Hreiðar Þór Jónsson, markaðs- og
sölustjóri víns hjá Vífilfelli, leggur
til?
Bragðmiklir humlar
Vífilfell hefur bruggað þorra-, jóla-
og páskabjór á undanförnum árum.
Hreiðar segir að jólabjórinn hafi
farið vel og greinilega mikill og
vaxandi áhugi fyrir sérbrugguðum
bjór hér á landi. Hann segir að Vík-
ing-þorrabjórinn sé rauðbrúnn að
lit og í bragði megi finna vott af
karamellu, malti og ristaðan keim,
en göfugt humlabragðið gefi honum
góðan karakter. „Bjórinn er brugg-
aður líkt og hefðbundinn lagerbjór
nema í hann er notað töluvert af
bragðmiklum humlum sem taka
þennan millidökka bjór meira í átt
að pale ale-bjór með góðri fyllingu
og hæfilegri beiskju.
Við brugguðum þorrabjór fyrst
fyrir um 20 árum og tókum okkur
svo góða pásu þangað til í fyrra
þegar við gerðum ljósan lagerbjór
sem var frekar karaktermikill. Í ár
breytum við um stefnu og gerum
millidökkan lagerbjór en höldum
áfram að hafa góðan karakter sem
er í takt við þorrann.
Hinn fullkomni þorrabjór þarf að
vera í góðu jafnvægi en má hafa
mikið humlabragð og töluverða
beiskju til að passa vel með þorra-
matnum. Þorrabjórinn má samt
ekki vera það afgerandi að ekki sé
unnt að drekka hann einan og sér.“
Sérbruggaður bjór sækir á
Ölgerðin lætur einnig vel af áhuga
manna á sérbrugguðum bjór, enda
seldist allur jólabjórinn upp og
flestar tegundir nokkru fyrir jól.
Ölgerðin var með Tuborg-jólabjór,
Egils Malt-jólabjór og Jólagull og
svo kom Stekkjarstaur, fyrsti jóla-
bjórinn frá Borg brugghúsi.
Frá Ölgerðinni koma tvær nýjar
bjórtegundir á markað um þorrann,
annars vegar Þorragull og hins
vegar Surtur nr. 8 frá Borg brugg-
húsi. Óli Rúnar Jónsson,
vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni,
segir að Þorragullið sé fyrsti bjór-
inn á almennum markaði í heim-
inum sem bruggaður er eingöngu
úr íslensku byggi. „Hann er fremur
léttur og þægilegur en umfram allt
þjóðlegur. Skemmtileg humla-
samsetning færir honum ákveðinn
biturleika sem rímar vel við súr-
matinn og passar á móti fitunni og
sýrunni. Þorragullið er byggt á
Skógarpúka nr. 6 frá Borg brugg-
húsi sem var sérbruggaður fyrir að-
alfund Félags skógræktarbænda en
fór aldrei í almenna dreifingu, en
byggið í honum er ræktað af Har-
aldi Magnússyni, bónda á Belgs-
holti í Melasveit. Bjórinn er í eðli
sínu ljós lagerbjór, en það er ein-
kenni íslenska byggsins, sem er
ómaltað.“
Stæðilegur Surtur
Surtur er óvenjulegur bjór um
margt á íslenskum markaði, þar á
meðal fyrir það að hann er býsna
sterkur, um 12%. Nafnið hefur
hann frá Surti, eldjötni úr norrænni
goðafræði, en stíllinn er Russian
Imperial Stout, sem varð til á Eng-
landi um 1800, en þannig nefndur
var bjór sem flytja þurfti frá Eng-
landi til Rússlands fyrir hirð Katr-
ínar miklu og búast mátti við frost-
hörkum á leiðinni.
Óli Rúnar lýsir bjórnum svo:
„Ristaður, dökkt súkkulaði, brennd-
ur sykur, ákveðnir kaffi- og lakkrís-
tónar, dökkir þurrkaðir ávextir.
Þykk brúnleit froða. Best fyrir-
stimpillinn á Surti er janúar 2022
en þá á hann að ná mestum bragð-
gæðum, enda er hann eins og gott
vín sem þroskast og vex með aldr-
inum,“ segir Óli Rúnar, en bjór-
flaskan er ártalsmerkt svo menn
geti dundað sér við að bera saman
árganga í framtíðinni.
Þorrakaldi að norðan
Kaldi frá Árskógssandi hefur notið
mikillar hylli alla daga ársins og
kemur ekki á óvart að af Jólakalda
skuli hafa selst bjórnum ríflega
200.000 flöskur fyrir síðustu jól sem
er umtalsverð aukning frá jólunum
þar á undan að sögn Agnesar Sig-
urðardóttur hjá bruggsmiðjunni.
Þorrakaldi heitir þorrabjór
smiðjunnar og er nú bruggaður eft-
ir nýrri uppskrift. „Þorrakaldi er
millidökkur, karamellusætur og
með mikilli humlabeiskju. Þetta er
fjórða árið sem við bruggum þorra-
bjór hér hjá Kalda og hefur það
jafnan gengið mjög vel og verið
töluverð aukning á milli ára,“ segir
Agnes og bætir við að hinn full-
komni þorrabjór eigi að vera vel
bragðmikill, með mikilli beiskju og
stórum karakter þar sem hann eigi
að smellpassa með hákarlinum.
„Með öðrum orðum þá finnst okkur
hinn fullkomni þorrabjór vera
Þorrakaldi,“ segir hún og bætir við
að Þorrakaldinn verði seldur í tösk-
um í staðinn fyrir hefðbundnu kipp-
urnar. arnim@mbl.is
Þéttur sopi með þorramatnum
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Þorramatur og þorrablót
eru ekki ýkja gömul hefð
á Íslandi; segja má að
veitingastaðurinn Naust-
ið hafi fundið upp þorra-
blótið á sjötta áratugum
og þaðan barst það svo
um land allt. Þorrabjór-
inn á sér þó enn
skemmri sögu, enda ekki
svo langt síðan sala á
bjór var leyfð hér á landi
þótt eitthvað hafi verið
bruggað til útflutnings.
MORGUNBLAÐIÐ | 23
Þorraskraut • Þorralög • Þorraföndur • Þorrahefðir • Þorramatur
TILVALIN
BÓNDADAGSGJÖF
Hér hafa Ragnhildur Gísladóttir söngkona og
Steinunn Þorvaldsdóttir textahöfundur tekið
saman í bráðskemmtilegri bók margvíslegan
fróðleik um siði og matarvenjur Íslendinga
og bjóða Þorrann velkominn með sparilegu
þorrahaldi, þorraskrauti og föndri.
Kíktu á salka.is
Undirbúum komu Þorra og gerum okkur dagamun
þegar veturinn er harðastur og myrkrið er við völd
Skipholti 50c • 105 Reykjavík