Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ Þ orrablótið er einn af há- punktum í starfi Íslend- ingafélagsins hér í Óðins- véum. Valið er í undirbúningsnefnd í mars ár hvert og fólk er í rauninni allt árið með í huga hvernig best verði staðið að blótinu. Það er líka tals- vert í húfi að vel takist til,“ segir Elva Björk Reynisdóttir. Hefðin er sterk Í þeim borgum og löndum Evr- ópu þar sem flestir Íslendingar búa þykir sjálfsagt að fólk komi saman á úthall- andi vetri og blóti þorra. Hefðin er víða sterk, ekki síst á Norðurlöndunum þar sem þús- undir landa okk- ar búa. „Við vitum ekki töluna ná- kvæmlega en það hefur verið áætl- að að um 3.000 Íslendingar búi hér á Fjóni. Að stærstum hluta er þetta ungt fólk sem hér við nám og það myndar kjarnann í félagi Ís- lendinga hér. En annars er ekkert formlegt samband meðal landa okkar hér, utan hvað haldnar eru samkomur á 17. júní, um jólin, öskudaginn og nokkur önnur til- efni,“ segir Elva sem hefur búið í Danmörku sl. fimm ár, hvar hún nemur viðskiptafræði. Sambýlis- maður hennar er Elías Örn Bergs- son, formaður Íslendingafélagsins í Óðinsvéum, og er hann í tækni- námi. Hljómsveit að heiman „Oft hafa þorrablótsgestir verið um 150 talsins. Ætli yngstu gestirnir séu ekki um tvítugt og svo er þetta alveg upp úr,“ segir Elva og bætir við að krafan sé jafnan sú að fá skemmtikrafta að heiman til að annast veislustjórn og sjá um hljóð- færaslátt. Í fyrra hafi leikkonan Helga Braga Jónsdóttir stjórnað veislunni og í ár komi Örn Árnason handan um höf til að sjá um stjórn samkomunnar. „Svo höfum við fengið ýmsar hljómsveitir, t.d. Vini vors og blóma, Íslensku sveitina og núna koma Vinir Sjonna. Við hlökkum öll til að fá þá,“ segir Elva. Þorrablót verður ekki haldið öðruvísi en svo að að til þess sé ís- lenskt súrmeti og annar góðgæti. Segir Elva að til mikilla bóta sé að nú sé hægt að fá mat tilbúinn að heiman, til dæmis frá Nóatúni en þaðan hefur þorraveisla Íslendinga í Óðinsvéum komið síðustu árin. Kemur tilbúið „Þetta er allt orðið miklu þægilegra núna en var fyrir nokkrum árum. Þorrablótið kemur nánast tilbúið og við þurfum ekki að hafa annað fyrir hlutunum en skapa réttu stemn- inguna – sem slær á heimþrá ein- hverra,“ segir Elva Björk. sbs@mbl.is Þorrafjör er í uppsiglingu á Fjóni Morgunblaðið/Eggert Söngur Í ár munu félagarnir í Vinum Sjonna syngja fyrir Íslendingana á þorrablóti í Óðinsvéum en Dalvíkingurinn Matthías Matthíasson er í fararbroddi sveitarinnar. Íslendingar í Óðinsvéum blóta þorra. Hápunktur í félagsstarfi. Veislan kemur tilbúin frá Nóa- túni. Gestir um 150. Undirbúningur allt árið. Þorrablót verður ekki haldið öðruvísi en svo að að til þess sé ís- lenskt súrmeti og annar góðgæti. Elva Björk Reynisdóttir M ér hefur fundist ákaf- lega gaman að sækja samkomur Íslendinga erlendis. Stemningin er mjög sérstök, þar sem Íslendingarnir raða í sig súra slátrinu og spikfeitu kjötinu – reyktu sem söltuðu,“ segir Magn- ús Kjartansson tónlistarmaður. Hann hefur á löngum ferli sínum komið víða við og spilað á Íslend- ingasamkomum til dæmis í Or- lando, Los Angeles og San Frans- isco í Bandaríkjunum – og í Evrópu til dæmis í Hollandi og í Noregi. Undir bláhimni Hvað sjálfan sig áhrærir, segir Magnús ágætt að fara utan yfir háveturinn enda hafi gjarnan nýtt þorrablótsferðirnar þannig að úr verði frí í fáeina daga. „Það er alltaf gott að komast í sólina og við Íslendingar þurfum þess með, satt að segja,“ segir Magnús – sem fyrir utanferðirnar setur gjarnan saman pakka ís- lenskra laga sem allir kunna og henta vel til fjöldasöngs. Eða geta ekki allir sungið Þórsmerkurljóð, Ég veit þú kemur, Fósturlandsins Freyja, Að lífið sé skjálfandi, Einu sinni á ágústkvöldi og Undir blá- himni og svo framvegis? Jú, þetta eru lög sem allir kunna. Strengur í brjósti „Þessir söngvar hrista oft upp í fólki. Stundum hefur maður hitt landa okkar sem hafa staðið utan samfélags Íslendinga árum saman en hafa sig síðan í að mæta á þorrablót og þá bókstaflega bug- ast í fjöldasöngnum. Lögin hitta einhvern streng í brjóstinu og vekja upp sterkar tilfinningar. Og þá er áhugavert að fylgjast með erlendum mökum Íslendinga sem bókstaflega skilja ekki hvers vegna viðbrögðin eru svona ofsa- lega sterk. Og hver á svo sem að skilja það eða hvers vegna Íslend- ingar eru svona sólgnir í þorra- matinn, sem þeir graðga í sig svo iðnaðarsaltið lekur út um bæði munnvikin?“ segir Magnús. sbs@mbl.is Íslendingar bugast í fjöldasöng Morgunblaðið/Kristinn Tónlist Lögin hrisa upp í fólki, segir Magnús Kjartansson sem oft hefur leikið á samkomum Íslendinga á erlendri grundu, svo sem á þorranum. Stundum beygir fólk af og getur ekki meira þegar sungin eru íslensk lög sem standa þjóðarsálinni nærri. Hefur leikið á Íslend- ingasamkomum erlend- is í áraraðir. Landinn graðgar súrmatinn í sig. Stemningin er sérstök. Sungið hástöfum og allir kunna lögin. Hvers vegna Íslendingar eru svona sólgnir í þorra- matinn, sem þeir graðga í sig svo iðnaðarsaltið lekur út um bæði munnvikin?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.