Morgunblaðið - 09.02.2012, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012
2 VIÐSKIPTI
FRÉTTASKÝRING
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Í gær tilkynnti Easy Jet að það
myndi á næsta ári byrja að fljúga
frá Íslandi til London allan ársins
hring. Fram að þessu hafði verið
áætlað að fljúga aðeins yfir sum-
artímann. Um þrjár ferðir á viku er
að ræða og mun lægsta miðaverð
fram og til baka með flugvall-
arsköttum vera 90 pund eða um
17.500 íslenskar krónur, að sögn
Hughs Aitkens, framkvæmdastjóra
viðskipta EasyJet á Bretlandi, sem
er í heimsókn á Íslandi sem stend-
ur.
Lággjaldaflugfélagið Easy Jet
er stærsta flugfélag í Bretlandi -
stærra en bæði British Airwaves og
Virgin Airlines til samans - og jafn-
framt 10. stærsta flugfélag í heimi.
„Við leggjum mikið upp úr því
að nýta flugflota okkar og reynum
að vera komnir aftur í loftið 45 mín-
útum eftir lendingu,“ segir Aitkin.
„Þannig er flugáhöfnin alltaf komin
heim í tíma og því þarf ekki að
borga fyrir gistingu hennar erlend-
is. Með lágum kostnaði höldum við
verðinu niðri en það er mikilvægt að
bóka snemma til að ná lægsta verði
á miðann. Við hófum sölu á miðum í
nóvember og erum þegar búnir að
selja 8.000 miða til Íslands en það
er um 30% allra ferða sem við bjóð-
um upp á í sumar. Salan gengur það
vel að ákveðið var að bjóða upp á
ferðir allan ársins hring frá og með
apríl. Það kom okkur á óvart hvað
vel gekk að selja Íslendingum miða,
því helmingur af miðunum sem búið
er að selja fór til þeirra.“
Aðspurður um samkeppnina á
Íslandi segist hann halda að mark-
aðurinn muni stækka við komu
þeirra. „Við höfum reynslu af því að
markaðir stækka yfirleitt við það að
við komum inn á þá, því fleira fólk
hefur tækifæri á að fljúga ef farmið-
arnir eru ódýrir. Til dæmis þegar
við hófum flug frá Glasgow til Berl-
ínar fjölgaði þeim sem ferðuðust þá
leið á skömmum tíma um tífalt - úr
sex þúsund í sextíu þúsund manns.
Við höfum verið að skoða þetta
í tvö ár og erum nokkuð vissir um
að við höfum valið rétt. Ísland er
spennandi kostur í dag og við mun-
um gera okkar til að landið verði
enn meira spennandi. Forstjóri fyr-
irtækisins kemur hingað í vor og
með honum verða átta topp-
blaðamenn í ferðamennsku.“
Kemur ekki á óvart
Birkir Hólm Guðnason, fram-
kvæmdastjóri Icelandair, segir að
þessi ákvörðun Easy Jet komi ekki
á óvart og segir aðspurður að það
verði engin stefnubreyting hjá
þeirra flugfélagi við þessar fréttir.
„Það hefur gengið mjög vel í ferða-
mannaþjónustunni og farþegum
fjölgað. Við erum með tvær ferðir á
dag, fjórtán sinnum í viku, og finn-
um vel fyrir aukningunni. Við telj-
um Easy Jet vera að stefna á annan
markað, það verði annar hópur
fólks sem ferðast með þeim.
Það er líka svo mikið af fólki
sem býr í London að ég held að
markaðurinn geti borið fleiri ferðir
þaðan, sérstaklega þar sem það er
frá öðrum flugvelli. Við fljúgum frá
Heathrow og þeir frá Luton. Þetta
er líka meira lággjaldafyrirtæki, við
erum ekki í þeim bransa.
En þetta mun gagnast ferða-
mannaþjónustunni og vonandi
minnka sveiflurnar í árstíðum hvað
hana varðar.
Þetta hugsanlega stækkar bara
kökuna, það er það sem gerðist þeg-
ar British Airwaves og flugfélagið
Go fóru að fljúga hingað, þá stækk-
aði bara kakan og farþegum fjölgaði
til Íslands.“
Vanir samkeppni
Spurður hvort það muni valda ein-
hverri stefnubreytingu hjá Iceland
Express að Easy Jet sé farið að
fljúga hingað til lands er svar
Heimis Más Péturssonar, upplýs-
ingafulltrúa fyrirtækisins, einfalt:
Nei.
„Við höfum verið í samkeppni
við 14-18 flugfélög sem hafa flogið
hingað á sumrin og óttumst ekki
samkeppni við Easy Jet frekar en
aðra,“ segir Heimir Már. „Við telj-
um okkur vera að fljúga frá betri
flugvelli en til dæmis Easy Jet sem
er á Luton-flugvelli, auk þess sem
þeir lenda á slæmum tíma og sam-
göngur þaðan eru ekki eins góðar.
Það er ágætt ef menn telja að
markaðurinn sé nógu stór til þess
að fara í samkeppni við okkur, far-
þegar munu njóta þess.
Markaðshlutdeild okkar fór úr
35% af öllum farþegum frá London
til Íslands í 49% í ágúst og höfum
við verið að nálgast það að vera með
helming allra farþega sem fljúga
þessa leið. Við teljum að það sé
vegna þess að við erum með góða
þjónustu og hagstætt verð.“
Allir munu græða á auknu
flugframboði Easy Jet
Morgunblaðið/Ómar
Samkeppni Hugh Aitken, framkvæmdastjóri viðskipta EasyJet í Bretlandi, er hér á landi til að kynna flugáætlun
fyrirtækisins. Fyrsta flugvélin til Íslands fer í loftið 27. mars næstkomandi og síðan verður flogið allan ársins hring.
Easy Jet mun fljúga frá London til Íslands allan ársins hring Hver er besti flugvöllurinn í London?
Hópur níu evru-
ríkja undir for-
ystu Frakklands
og Þýskalands
hefur óskað eftir
því við Dani, sem
fara nú með for-
sætið innan Evr-
ópusambandsins,
að flýta áætl-
unum um sér-
stakan skatt á fjármagnsflutninga.
Þetta þykir benda til þess að ríkin
ætli að koma á slíkum skatti innan
sinna vébanda þrátt fyrir að ekki
hafi náðst samstaða um það á vett-
vangi sambandsins.
„Við teljum mikla þörf á því að
komið verði á skatti á fjármagns-
flutninga innan Evrópusambands-
ins til þess að tryggja sanngjarnt
framlag frá fjármálageiranum
vegna kostnaðarins af efnahags-
kreppunni og til þess að koma á
betra regluverki á evrópskum fjár-
málamörkuðum,“ segir í bréfinu til
danska forsætisins.
Fjármálaráðherrar þeirra níu
ríkja sem mynda hópinn skrifa und-
ir bréfið en ríkin eru auk Þýska-
lands og Frakklands, Spánn, Portú-
gal, Ítalía, Austurríki, Belgía,
Finnland og Grikkland.
9 evruríki vilja
skatt á fjár-
magnsflutninga
Angela Merkel
Landsbankinn
hefur samið við
Símann til
þriggja ára um að
annast alla
gagnaflutnings-
þjónustu fyrir
bankann en í því
felst m.a. að sjá
um IP tengingar í
aðalbanka og útibúum, leigulínur og
heimatengingar starfsmanna. Mikil
krafa var gerð um öryggi og uppi-
tíma og stóðst Síminn þær kröfur að
öllu leyti.
Samningurinn er endurnýjun á
fyrri samningi á milli fyrirtækjanna.
Síminn stóðst
kröfurnar
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, netfang
vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Lágfargjaldaflugfélagið Easy
Jet var stofnað árið 1996 og er
með höfuðstöðvar sínar í Lond-
on á Luton-flugvelli. Það var
Kýpur-Grikkinn Stelios Haji-
Ioannou, sem kominn er af ríkri
fjölskyldu úr skipabransanum,
sem stofnaði fyrirtækið og ein-
beitti sér fyrst að tveimur
áfangastöðum, frá London til
Glasgow og einnig til Edinburg.
Rekstrarstefna flugfélagsins,
rétt einsog hjá Ryanair, er feng-
in frá bandaríska flugfélaginu
Southwest Airlines. Hugmyndin
er að skera sem mest niður í
kostnaði, eins og að láta far-
þega sjálfa útvega sér tengi-
flug, hafa ekki frían mat um
borð og hafa góða nýtingu á
flugvélunum.
Öfugt við Southwest er Easy
Jet með mjög ungan flugflota,
meðalaldur vélanna er 3½ ár.
Ódýrt hjá
Easy Jet
STEFNAN Í REKSTRI
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
IC
E
53
91
9
0
3
/2
01
1
ER ÞITT FYRIRTÆKI
MEÐ SAMNING?
Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta
þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og
ánægðara starfsfólki.
Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir:
• Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju
fyrirtæki.
• Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla
daga ársins.
• Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða
Icelandair.
• Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum.
+ Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki
eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is
ECONOMY COMFORT
Meiri þægindi, góð vinnuaðstaða,
rafmagnsinnstunga fyrir tölvu.
!"# $% " &'( )* '$*
+,+-.
+/0-1/
+,,-02
,+-3,4
,+-+2+
+.-,3
+00-2
+-4.5,
+./-,4
+1+-4+
+,,-5/
+/2-+1
+,,-3
,+-3./
,+-,50
+.-0,2
+00-33
+-4.2.
+./-.+
+1+-/1
,,,-5+4+
+,,-0.
+/2-10
+,0-51
,+-.40
,+-,14
+.-03.
+02-+2
+-4./2
+/5-03
+1,-2+