Morgunblaðið - 09.02.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 09.02.2012, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 6 VIÐSKIPTI VIÐTAL Hörður Ægisson hordur@mbl.is Frá því í nóvembermánuði 2009 hef- ur Advania – sem áður hét Skýrr – gengið í gegnum sameiningarlotu og umbreytingarferli sem hefur nú, ríf- lega tveimur árum síðar, skipað fé- laginu í þá stöðu að vera ekki aðeins stærsta upplýsingatæknifyrirtæki Íslands, heldur einnig í hópi tíu stærstu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum, með 1100 starfs- menn í fjórum löndum. Fyrir skemmstu var Advania kynnt til sögunnar í núverandi mynd þegar Skýrr og dótturfélög þess hér heima og á Norðurlöndum – Hug- urAx og EJS á Íslandi, ásamt Hands í Noregi, Kerfi í Svíþjóð og Aston-Baltic í Lettlandi – voru öll sameinuð undir einum hatti. Á þessum viðburðaríku árum hefur Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, stýrt félaginu. Í viðtali við Morgunblaðið segir Gestur nafn- breytinguna hafa verið nauðsynlegt og eðlilegt skref í framþróun fyr- irtækisins. „Við erum upplýsinga- tæknifyrirtæki sem starfar á alþjóð- legum vettvangi og það var einfaldlega farið að há okkur að not- ast við mörg nöfn og sum hver sér- íslensk eins og til dæmis Skýrr – bæði var þetta þröskuldur í sam- skiptum inn á við og eins út á við þegar við vorum að notast við þekk- ingu frá mismunandi löndum í eitt ákveðið verkefni fyrir okkar við- skiptavini. Það kallaði oft á óþarfa spurningar og flóknar útskýringar.“ Að ráðast í breytingu á nafni fyrirtækis sem rekur 20 skrifstofur á Norðurlöndum og er með 110 þús- und viðskiptavini um allan heim er eitthvað sem verður ekki hrist fram úr erminni. „Þetta er búið að vera átta mánaða ferli frá því að við tók- um þá ákvörðun að skipta um nafn,“ segir Gestur. Hann bætir því hins vegar við að margir af þeim erlendu aðilum sem hann hefur átt í sam- skiptum við telji þetta fremur skamman tíma. „Við fengum með okkur fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að finna nöfn á alþjóðlegum fyr- irtækjum ásamt lögfræðistofum með sérhæfingu í vörumerkjum á hverju starfssvæði okkar. Það þurfti að koma með nafn sem væri auðvelt í framburði og eftirminnilegt – og á sama tíma yrði það að vera laust til skráningar á fyrirtæki, vörumerki og lénum. Eftir að komist var að niðurstöðu um nafnið var lokasnún- ingur tekin á því í samvinnu við málfræðinga í 40 löndum til að kanna hvort það hefði nokkuð nei- kvæða þýðingu í öðrum tungu- málum.“ Eigendurnir töpuðu öllu sínu Það má segja að nafnbreytingin sé í senn lokahnykkur á sameiningarlotu fyrirtækjasamstæðunnar og um leið fyrsta skrefið í umbreytingu Adv- ania í norrænt upplýsingatæknifyr- irtæki með víðtæka erlenda starf- semi. Gestur segir að þetta hafi síður en svo verið auðvelt ferli en félagið hafi hins vegar notið þeirrar gæfu að hafa farið snemma í nauða- samninga við lánastofnanir eftir efnahagshremmingarnar sem riðu yfir Ísland á haustmánuðum 2008. „Eigendurnir stigu til hliðar og fóru frá félaginu – vitandi að þeir gætu ekki bjargað skuldastöðunni – og lánardrottnar félagsins breyttu kröfum í hlutafé. Þetta var mjög já- kvætt skref því í kjölfarið gat stjórnendateymið farið að einbeita sér að rekstri fyrirtækjasamsteyp- unnar og sækja fram á ný.“ Gestur bætir því við að hann undrist þegar stundum sé verið að reyna að skapa einhverja tortryggni í kringum allt þetta ferli. „Það gleymist oft í allri umræðunni um þessar mundir að eigendur félagsins töpuðu öllu sínu hlutafé. Bankarnir höfðu lánað fyrirtækinu fjármagn gegn veði í ákveðnum eignum – og þegar ekki var útlit fyrir að lánin fengust greidd til baka á umsömd- um tíma þá tók bankinn eignina ein- faldlega yfir. Í kjölfarið hefst síðan sú vinna að hámarka virði þeirra eigna. Það var hins vegar ekkert af- skrifað í þessari fjárhagslegu end- urskipulagningu. Á félaginu hvíla nú aðeins þær skuldir sem kröfuhafar mátu að félagið réði við. Þeim hluta skulda sem var umfram það var síð- an breytt í hlutafé.“ Skráning í burðarliðnum Í dag er Advania að stærstum hluta í eigu Framtakssjóðs Íslands eftir að sjóðurinn keypti hlut í Vestia, dótturfélagi Landsbankans, fyrir ríflega ári, og um leið fór Advania úr eignarhaldi Landsbankans. Að- spurður hvort eignatengsl Advania við Framtakssjóðinn – sem er jafn- framt að 27% hluta í eigu Lands- bankans – sé að einhverju leyti sambærilegt við eignarhald banka á fyrirtækjum, segir Gestur svo alls ekki vera. Þvert á móti hafi það verið bæði eðlilegt og rökrétt skref þegar Framtakssjóðurinn gerðist meirihlutaeigandi að Advania. „Bankar eru ekki góðir eigendur að fyrirtækjum – að minnsta kosti ekki til lengri tíma. Aðkoma Framtaks- sjóðsins sem kjölfestufjárfestir í fé- laginu var því mikið ánægjuefni. Framtakssjóðurinn var gagngert stofnaður eftir mjög sterkt ákall frá atvinnulífinu um að lífeyrissjóðirnir myndu bregðast við erfiðum efna- hagsaðstæðum og nýta fjárhags- legan styrk sinn til að styðja við líf- vænleg íslensk fyrirtæki með afgerandi hætti. Að endingu mun Advania hins vegar verða skráð á hlutabréfamarkað og eignarhaldið færast úr höndum Framtakssjóðs- ins.“ Spurður hvort stefnan sé sett á skráningu á þessu ári segir Gestur að það sé ákvörðun eigenda hvort og hvenær félagið fari á markað. „Það er engu að síður ekkert laun- ungarmál að eitt af yfirlýstum markmiðum Framtakssjóðsins er að styðja við íslenskan hlutabréfamark- að með því að skrá fyrirtæki á markað. Það sem við höfum aftur á móti sagt er að við áformum að byggja félagið þannig upp að það verði skráningarhæft síðar á árinu. Það markmið mun takast. En það er eitt að vera tilbúinn til að fara á markað og annað hvenær það er réttur tímapunktur út frá hags- munum eigenda að skrá félagið. Þar ráða ytri aðstæður miklu: staða á markaði almennt, hversu áhugavert félagið er metið inn á markaðinn og svo mætti lengi telja.“ Erum ekki stórt fyrirtæki Á síðasta ári var velta fyrirtækisins liðlega 24 milljarðar króna og ríf- lega helmingur þeirrar veltu var til- kominn vegna umsvifa Advania er- lendis. Gestur segir ljóst að þetta hlutfall muni að öllum líkindum fara hækkandi á næstu árum þegar horft er til þess að frekari vöxtur fyr- irtækisins á Íslandi takmarkast mjög af smæð markaðarins. „Við höfum ekki verið að skoða alvarlega neina fjárfestingarkosti í upplýs- ingatæknigeiranum á Íslandi. Mark- aðurinn hér heima er í ákveðinni kyrrstöðu um þessar mundir þannig að flest tækifærin eru erlendis.“ Gestur tekur hins vegar ekki undir þann málflutning sem sumir – og þá ekki síst samkeppnisaðilar Advania – hafa haft á orði að fyr- irtækið sé einfaldlega orðið of stórt fyrir íslenskan markað. „Þrátt fyrir að fyrirtækið sé vissulega stórt á ís- lenskan mælikvarða þá er Advania ekki stórt fyrirtæki. Þvert á móti er félagið fyrst núna orðið nægjanlega stórt til að geta ráðist í hvaða upp- lýsingatækniverkefni sem er. Hag- kvæmni stærðarinnar skiptir máli í þessum geira – eins og í mörgum öðrum – enda færðu þá breiddina og dýptina sem þörf er á til að geta veitt samþættar heildarlausnir á öll- um sviðum upplýsingatækni.“ Gestur bendir sömuleiðis á að spurningin hvort eitthvert fyrirtæki sé orðið of stórt hljóti alltaf að vera afstæð í eðli sínu. „Þegar við kynnt- um áform okkar fyrir sænska dótt- urfélaginu okkar um að sameina öll félög samstæðunnar undir nafni Advania þá fannst þeim það frábært því þá yrðu þeir ekki lengur „pínu- lítið“ 300 manna fyrirtæki.“ Mikil stefnumótunarvinna Aðspurður á hvaða sviðum Advania hafi helst samkeppnisforskot á hin- um norræna upplýsingatæknimark- aði segir Gestur að félagið hafi ein- mitt lagt ríka áherslu á það síðustu misseri að vinna heildstæða og ná- Útrás sem er ekki b Vaxandi umsvif Adva 600 starfsmenn Hugbúnaður Vélbúnaðar Rekstrarþjónusta Ráðgjöf Sérsmíðaðar lausnir - Ísland Eignarhald Advania 43 minni hluthafar (enginn með meira en 3% hlut) 19,4% Títan, fjárfestingafélag Skúla Mogensen 5,2% Framtakssjóður Íslands 75,4%  Advania er orðið eitt af tíu stærstu upplýsingatæknifyrirtækjunum á Norðurlöndum  Forstjóri félagsins segir að það hafi verið mikil gæfa að fara og Svíþjóð  Flest tækifærin er að finna erlendis  Kaupin á Thor Data Center smellpössuðu við stefnumótun Advania  Upplýsingatæknigeirinn ek

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.