Morgunblaðið - 09.02.2012, Síða 7

Morgunblaðið - 09.02.2012, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 VIÐSKIPTI 7 kvæma stefnumótun hvert félagið vilji fara á næstu árum. „Í stefnu- mörkun okkar lögðum við upp með þá spurningu hvers konar fyrirtæki við vildum verða árið 2015 og á hvaða forsendum við vildum keppa. Í fyrsta lagi vildum við sameina fyr- irtækin undir einu nafni. Sú stefna er nú vel á veg komin og við erum búin að skapa fyrirtækjasamstæðu með eitt nafn. Í öðru lagi kortlögð- um við á hvaða sviðum upplýsinga- tækninnar Advania hefði mest fram að færa á hinum norræna markaði. Og í kjölfarið bárum við niðurstöður okkar saman við þau svið sem við teljum að mestur vöxtur verði í á næstu árum í upplýsingatæknigeir- anum.“ Gestur segir að þau svið sem Advania skilgreini sem sinn kjarna- styrk séu ekki mörg. „Það er ekki hægt að keppa á mörgum sviðum í einu. Við erum með sterka stöðu á sviðum eins og í viðskiptakerfum, hugbúnaðarlausnum, vélbún- aðarlausnum og rekstri og hýsingu. Á hinum norræna upplýsinga- tæknimarkaði eru þetta því um 4-5 kjarnahæfnissvið sem við keppum á.“ Smellpassaði í okkar áform Að sögn Gests hefur sú þróun jafn- framt átt sér stað innan upplýsinga- tæknigeirans að fyrirtæki eru í auknum mæli farin að sérhæfa sig í þjónustu og lausnum fyrir ákveðnar atvinnugreinar. „Fyrirtæki horfa meira til þess að eiga í samstarfi við upplýsingatæknifyrirtæki sem hefur sérþekkingu og reynslu af því að veita þjónustu til fyrirtækja í þeirri atvinnugrein sem það starfar í. Af þeim sökum höfum við meðal ann- ars skilgreint smásölustarfsemi sem eina af þeim atvinnugreinum sem Advania hefur sérþekkingu á og getur tekið að sér hvaða verkefni sem er á því sviði á Norðurlöndum.“ Í ljósi þess að Advania hefur skilgreint hýsingu og rekstur sem eitt af sínum kjarnasviðum kom það ekki á óvart þegar greint var frá því í nóvember síðastliðnum að félagið hefði fest kaup á öllu hlutafé í gagnaverinu Thor Data Center. „Þetta var kærkomin viðbót í sam- stæðuna okkar,“ segir Gestur. „Gagnaverið fellur vel að öðrum rekstri Advania og nýtist vel fyrir víðtækt sölunet okkar á Norð- urlöndum. Þannig að þessi kaup smellpössuðu í okkar stefnumótun.“ Gestur tekur einnig fram að ef Advania hefði ekki ráðist í kaup á Thor Data Center hefði félagið farið í að reisa slíkan hýsingarsal. „En þegar þessi möguleiki bauðst þá var hann eiginlega sjálfkjörinn. Það hentar okkur einstaklegar vel – í þessari sókn á norrænan markað – að geta boðið upp á alvöru hýsing- arsal sem er með græna orku. Þar að auki verða til mikil samlegð- aráhrif með þessum kaupum þar sem margt af því sem þarf við rekstur slíks hýsingarsalar er þegar fyrir hendi hjá Advania. Af þeim sökum getum við gert þetta hag- kvæmara en flestir aðrir.“ Kreppan bítur lítið Þrátt fyrir að sókn Advania á er- lenda markaði hafi í för með sér fleiri tækifæri fyrir félagið þá er um leið ekki hægt að útiloka að það verði berskjaldaðra gagnvart því efnahagslega umróti sem á sér nú stað á evrópskum mörkuðum – og ekki sér fyrir endann á. Gestur seg- ir að efnahagsástandið í þeim lönd- um sem Advania starfar á hafi óhjá- kvæmilega áhrif á fyrirtækið og starfsemi þess. „Ef Evrópa fer illa þá hefur það vitaskuld áhrif á allt og alla. Það er hins vegar rétt að hafa það í huga að bæði norska og sænska hagkerfið hafa fram til þessa orðið fyrir litlum skakkaföll- um sökum fjármálakreppunnar á meginlandi Evrópu.“ Gestur bendir jafnframt á að upplýsingatæknigeirinn sé að sumu leyti ekki jafn næmur fyrir sveiflum í efnahagslífinu borið saman við margar aðrar atvinnugreinar. „Þetta er í raun þannig starfsemi að þú kemst ekki af án hennar. Svo dæmi sé tekið þá varð ekki umtals- verður samdráttur í upplýs- ingatækni hérlendis í kjölfar efna- hagshrunsins. Áhrifin eru kannski einna helst þau að fyrirtæki hafa haldið að sér höndum þegar kemur að stærri og framsæknari verk- efnum.“ Þurfum að brjótast út úr þess- ari andlegu kreppu Nú þegar efnahagslífið virðist smám saman vera farið að taka við sér á Íslandi bendir Gestur á að við stöndum frammi fyrir því að það er raunhæft tækifæri til þess að Ís- lendingar geti orðið eigendur og þátttakendur í öflugu norrænu upp- lýsingatæknifyrirtæki sem hefur slagkraft til að takast á við ýmiss konar verkefni á þessum ört vax- andi markaði. „Það væri frábært ef okkur tækist að búa til samkeppn- ishæft norrænt upplýsingatæknifyr- irtæki – skráð á markað bæði á Ís- landi og í Stokkhólmi – þar sem störfuðu á annað þúsund manns. Raunveruleg útrás sem er ekki byggð á pappír. Við Íslendingar þurfum nefnilega dálítið að fara að brjótast út úr þessari andlegu kreppu og fara að einblína í auknum mæli á það sem vel er gert í ís- lensku atvinnulífi um þessar mund- ir.“ byggð á pappír Morgunblaðið/Ómar ania á norrænum upplýsingatæknimarkaði 200 starfsmenn Microsoft Dynamics AX Iðnaður, verslun, þjónusta - Noregur 300 starfsmenn Hugbúnaðarþróun Ráðgjöf og rekstrarþjónusta - Svíþjóð 20 starfsmenn Microsoft Dynamics AX Dótturfyrirtæki Hands - Lettland Áætlaðar tekjur Advania árið 2012 eftir löndum Ísland 42% Svíþjóð 41% Noregur 17% Staða raungreina- og tæknimennt- unar á Íslandi er Gesti hugleikin. Hann segir eftirspurn eftir tækni- menntuðu fólki á Íslandi gríð- arlega. „Atvinnuleysi innan upplýs- ingatæknigeirans er nánast óþekkt og það hefur löngum verið skortur á fólki með slíka menntun. Við hjá Advania finnum áþreifanlega fyrir þessum skorti.“ Gestur bendir á að þetta vanda- mál sé þó síður en svo einskorðað við Ísland. „Það hefur verið þekkt vandamál um alla Vestur-Evrópu og Bandaríkin hversu fáir útskrifast úr háskólanámi með menntun í raun- og tæknigreinum. Þetta hefur verið vitað lengi hérlendis en því miður hefur lítið verið gert til að breyta þessu. Það skiptir íslenskt sam- félag og atvinnulíf miklu máli að okkur takist að mennta nægj- anlegan fjölda fólks í þeim starfs- greinum sem við vitum að verður einna mest þörf á í framtíðinni.“ Gestur segir að þeir hjá Advania hafi markvisst unnið að því með öðrum og á eigin spýtur að beina sjónum almennings að því hversu spennandi og áhugavert það sé að starfa við upplýsingatækni hér á landi. „Við höfum meðal annars ár- lega kosið og veitt verðlaun fyrir „nörd ársins“. Í okkar huga er hug- takið „nörd“ jákvætt og merkir í raun ekki annað en að fólk hafi ástríðu fyrir því sem það fæst við. Það er töff að vera nörd,“ segir Gestur, og bætir því við að hann sé ekki í vafa um að 21. öldin verði öld nördanna. „Sjáðu bara stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg,“ bendir Gestur á. „Hann er bara „nörd“ sem í dag er orðinn jafn frægur og heimsþekktar popp- stjörnur.“ „Það er töff að vera nörd“ SKORTUR Á TÆKNIMENNTUÐU FÓLKI Nördar Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason voru valdir nördar ársins. snemma í nauðasamninga við lánastofnanir  Aðkoma Framtakssjóðs var eðlilegt og rökrétt skref  Félagið hyggur á skráningu á markað á Íslandi kki jafn næmur fyrir sveiflum í efnahagslífinu  „Þurfum að fara brjótast út úr þessari andlegu kreppu og einblína á það sem vel er gert“ Upplýsingatækni Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, segir í viðtali við Morgun- blaðið að „Íslendingar þurfi dálítið að fara að brjótast út úr þessari andlegu kreppu og fara að einblína í auknum mæli á það sem vel er gert í íslensku atvinnulífi um þess- ar mundir.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.