Morgunblaðið - 09.02.2012, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012
9
Reynslumikið starfsfólk sér um að uppfylla tæknilegar þarfir og ráðleggja um atriði er varða
skipulagninu og framkvæmd viðburða og funda. Öflugt veitingateymi LAVA undir stjórn
Viktors Arnars landsliðskokks býður spennandi matarupplifun.
Nánari upplýsingar í síma 420 8800 eða í netfanginu sales@ bluelagoon.iswww.bluelagoon.is
FUNDIR OG VEISLUR Í KRAFTMIKLU UMHVERFI OG SPENNANDI MATARUPPLIFUN
A
N
TO
N
&B
ER
G
U
R
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Fjarfundalausnir eru einn af vaxt-
arsprotunum í fundar- og ráð-
stefnuþjónustu Grand hótels
Reykjavík. Salvör Brandsdóttir er
ráðstefnustjóri hótelsins og segir
hún greinilegt að sótt sé meira í að
nýta fjarfundatæknina með einum
eða öðrum hætti þegar haldnir eru
viðburðir. „Æ fleiri hafa komið
auga á kosti þess að nýta sér
tæknina og spara sér þannig dýr-
mætan tíma og kostnaðarsöm
ferðalög,“ segir hún. „Tæknin og
búnaðurinn sem við notumst við er
þannig gerður að mynd- og hljóð-
samband er í bestu mögulegu gæð-
um og auðvitað hægt að fylgjast
með bæði ræðumanni og glærusýn-
ingum yfir fjarfundatenginguna.“
Salvör segir hægt að halda
fjarfundi í öllum 14 sölum hótels-
ins og tæknin notuð með mjög
ólíkum hætti. Hún segir t.d. al-
gengt að félög, sjóðir og stofnanir
sendi út frá viðburðum svo fé-
lagsmenn og skjólstæðingar um
allt land geti fylgst með án þess að
þurfa að ferðast um langan veg.
Svo er auðvitað stöðug eftirspurn
eftir hefðbundnum fjarfundum þar
sem rætt er við viðskiptavini um
allan heim og línurnar lagðar. „En
við sjáum líka mikinn vöxt í því að
fólk og fyrirtæki noti aðstöðuna
okkar fyrir viðtöl, t.d. við erlenda
starfsumsækjendur, eða við skóla-
dómnefnd í viðtali þar sem pláss
við virtan háskóla er í húfi.“
Tæknin breytist hratt
Fjarfundir kosta sitt en Salvör
segir tækjabúnaðinn bæði dýran
og kalla á vandaða tækniþjónustu.
„Fyrirtæki og stofnanir sjá sér
mörg hag í því að nýta okkar þjón-
ustu frekar en að fjárfesta sjálf í
þeim búnaði og þekkingu sem þarf.
Stofnkostnaðurinn við gott fjar-
fundakerfi er verulegur, og þetta
er búnaður sem þarf að endurnýja
reglulega enda fleygir tækninni
fram og kröfum notenda um leið.
Þá er tæknimaður frá hótelinu allt-
af viðstaddur fundinn til að
tryggja að allt gangi snurðulaust
fyrir sig.“
Nú er tæknin orðin svo þróuð
að mörkin milli fjarfundar og
„alvörufundar“ eru orðin af-
skaplega lítil. Þótt það sé alltaf
önnur upplifun að hitta fólk augliti
til auglitis og heilsast með handa-
bandi segir Salvör að stjórnendur
séu almennt orðnir mjög opnir fyr-
ir fjarfundum, kunni að nýta
möguleika þessa fundaforms og
komi auga á þann mikla ávinning
sem hafa má af slíkum fundum.
„Eins og tæknin er í dag er sam-
bandið mjög skýrt, mynd- og
hljóðgæði með besta móti og öll
samskipti og upplýsingamiðlun
geta verið mjög lipur og eðlileg
þótt fólk sé statt í sitthvorum
heimshlutanum.“
Hvers virði er góður fundur?
Fjarfundir
eru framtíðin
Mikið sótt í alls kyns fjarfundalausnir fyrir allt frá
viðtölum til ráðstefna Getur verið hagkvæmara að
kaupa þjónustuna frekar en kaupa tækjabúnaðinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þægindi Salvör segir að með réttum búnaði séu mynd- og hljóðgæði á fjar-
fundum með besta móti og samskipti milli heimshorna lipur og eðlileg.
Áhugaverð breyting er að eiga sér stað í veitingahlið funda- og ráðstefnuhalds.
Þekkt er úr næringarfræðunum að hefðbundið fundasnarl eins og kökur, gos
og annað sætmeti getur framkallað slen og syfju þegar sest er niður til að
hlýða á langa röð fyrirlestra. „Smám saman er að verða ríkari áhersla á að
bjóða upp á hollar veitingar sem gefa jafna og góðu orku yfir daginn og halda
heilanum skörpum og vakandi,“ útskýrir Salvör og segir að það skipti ekki síst
máli að huga vel að næringunni þegar fundir eru langir og hvað þá ef dagskráin
spannar heilan dag eða jafnvel nokkra daga. „Okkar matreiðslumenn útbúa
heilnæma rétti eins og t.d. hafraklatta með berjum, og elda úr lífrænu hráefni
um leið og lítið er notað af sykri. Þess er vitaskuld gætt að maturinn sé bragð-
góður, en samt alltaf þannig samansettur að fundargestir fái eins góða nær-
ingu og kostur er á.“
BREYTT MATARÆÐI Á FUNDUM
Snarl sem heldur
heilanum skörpum Með því að velja rétta fundarsalinn
má skapa ákveðna stemningu í fjar-
fundinum. Þar sem hægt er að koma
búnaðinum fyrir hvar sem er á hót-
elinu segir Salvör að möguleikarnir
séu bæði fjölbreyttir og spennandi.
„Það getur t.d. komið mjög vel út í
fundi við erlenda samstarfaðila og
viðskiptavini að senda fjarfund út frá
sal efst í turninum okkar. Esjan og
Faxaflóinn eru þá í bakgrunni og feg-
urð landsins getur skapað skemmti-
leg hughrif og jákvæða tengingu hjá
viðmælandanum úti í heimi.“
Esjan höfð með
MYNDRÆNIR FUNDIR