Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 8 VIÐSKIPTI Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is E flaust hefðu margir viljað vera samferða Geir Magnússyni til Kölnar á dögunum. Geir er út- flutningsstjóri sælgætisgerð- arinnar Freyju og sótti ISM- sælgætishátíðina, sem er stærsta sælgæt- issýning heims. Þar kynnti hann Freyjusælgæti erlendum innflytjendum og framleiðendum, og segir Geir að viðtökurnar hafi verið með besta móti. „Hátíðin stóð yfir í fjóra daga og á þeim tíma hurfu tvö og hálft vörubretti af sælgæti ofan í gestina á básnum okkar. Mikill áhugi var á íslenska sælgætinu, sér í lagi hjá gestum frá norð- lægum löndum.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem Freyja fer á ISM-sýninguna. „Við ákváðum að hamra járnið meðan það er heitt. Margt styður við aukinn útflutning nú, og ekki síst að við fáum stöðugt fleiri fyrirspurnir frá áhuga- sömum aðilum erlendis,“ segir Geir en yfir 1.600 framleiðendur frá vel yfir 70 löndum sýndu vörur sínar í Köln og laðaði viðburð- urinn að um 50.000 gesti. Á við einn Kópavog Nú þegar er Freyjusælgæti flutt út í tölu- verðu magni og mælist í tugum tonna á ári. Umfangið segir Geir að jafnist á við það ef íslenski markaðurinn myndi stækka um eins og næmi einum Kópavogi. Hann segir engar vísbendingar um annað en að útflutning- urinn muni halda áfram að aukast hratt. „Í dag er m.a. hægt að finna Freyju-nammi í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Þýskalandi. Við sjáum svo fram á að nokkur lönd til viðbótar bætist við áður en langt um líður.“ Það sem gefur íslenska sælgætinu sér- stöðu segir Geir vera hvernig þar er blandað saman súkkulaði og lakkrís í einum og sama bitanum. „Lakkrís- og súkkulaði-„kombó“ er eins og gull á þessum markaði og við fund- um á sýningunni að margir eru mjög spenntir fyrir þessari vöru,“ segir hann og nefnir að mest sé flutt út af tegundum á borð við Draum, Djúp og Hitt. SvipmyndGeir Magnússon Kláruðu tvö og hálft bretti af sælgæti Morgunblaðið/Sigurgeir S. Nammi Freyja var í hópi um 1.600 sælgætisframleiðenda sem kynntu vörur sinar í Köln. Geir segir íslenska súkkulaði- og lakkrísgotteríið hafa vakið mikla lukku hjá gestum. Málverk eftir norska myndlistarmanninn Edvard Munch eru með þeim verðmætustu í heimi. Hann var symbólisti og svokallaður for-expressjónisti. Ópið er hans þekktasta verk en sýning á verkum hans stend- ur nú yfir í bankahöfuðborginni Frankfurt í Þýska- landi. Þema málverkanna sem sjást á ljósmyndinni er annarsvegar vinnumennirnir á þeirri sem er til vinstri og hinsvegar sjómennirnir á þeirri sem er til hægri. Þessir flokkar manna sem þræla sér út til að færa mat á disk fólks eins og millistéttarkonunnar sem skoðar verkin. VinnumennMálverkið Reuters Mesti hagnaður fyrirtækja og ein- staklinga liggur í því að gera þá hluti sem þau eru best í. Einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni og láta ut- anaðkomandi fyrirtæki sjá um aðra þætti fyrir sig – bókhald, starfs- mannastjórnun, mötuneyti og ræst- ingar. Þá eru fyrirtæki nú í síauknum mæli að færa rekstur fasteigna alfar- ið yfir til annarra. Hvaða hagnaður er í því að fá ut- anaðkomandi fyrirtæki til að sjá um þessa hluti? Stjórnendur geta betur einbeitt sér að sinni sérhæfni og meiri fag- mennska er viðhöfð þar sem sér- þjálfað starfsfólk sinnir störfunum. Með aukinni fagmennsku sparast oft miklir fjármunir þar sem ekki er ver- ið að eyða í óþarfa og reynsla og þekking sérfræð- inganna eykur hag- kvæmni. Hvað ræður val- inu á þjónustuað- ila? Til að markmið um sparnað og fag- mennsku náist þarf að hafa eft- irfarandi í huga: Skilgreina vel þarfir og markmið, ekkert er dýrara en óþarfi. Býr þjón- ustuaðilinn yfir nægjanlegri þekk- ingu, vönduðum verkferlum og nægi- lega vel þjálfuðum starfsmönnum til að sinna verkefninu? Ekki hika við að biðja um meðmæli og sýnishorn af vinnubrögðum og verkferlum. Sólarræsting hefur byggt upp víð- tæka þjónustu á sviði ræstinga og fasteignaumsjónar. Á þessum árum hefur fyrirtækið þróað verkferla, gæðaeftirlit, starfsmannaþjálfun og innleiðingu umhverfisstjórnunar- kerfis sem fyrirtækið var frum- kvöðull í. Það var fyrsta þjónustufyr- irtæki landsins sem fékk leyfi til að nota Svaninn, norrænt umhverf- ismerki, sem gerir skýrar kröfur til gæða- og umhverfisstarfs. Fyrir- tækið er eitt af stærstu ræstingafyr- irtækjunum á höfuðborgarsvæðinu, með 130 starfsmenn. Á þessu ári fagnar fyrirtækið 10 ára afmæli með auknum vexti og framúrskarandi þjónustu að leiðarljósi. PistillFrá Stjórnvísi Í hverju ertu bestur? Hafdís Erla Bogadóttir www.stjornvisi.is Fundir - Ráðstefnur - Stefnumótun - Árhátíðir Tónleikar - Íþróttaviðburðir Engjavegi 8 - 104 Reykjavík +354 - 585 3300 Fundir - Ráðstefnur - Stefnu ótun - Árs átíðir Vissir þú að í Laugardalshöll eru 10 salir fyrir 10 til 10.000 manns?! Kynntu þér málið á ish.is - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.