Morgunblaðið - 09.02.2012, Side 4

Morgunblaðið - 09.02.2012, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 4 VIÐSKIPTI BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Kínversk fyrirtæki og sjóðir fjárfesta nú af miklum móð í Evrópu. Einkum eru kínverskir fjárfestar á höttunum eftir fyrirtækjum á borð við orku- og rafmagnsveitur og iðnfyrirtækjum, en forðast skuldavanda evrusvæð- isins og hafa ekki viljað koma nálægt björgunarsjóðum fyrir skuldsettustu ríkin þar. Sérfræðingar segja að mögu- leikinn á kostakaupum í hinum að- þrengdu löndum Evrópu sé að baki fjárfestingum, en ekki valdaflétta kínverskra stjórnvalda. Bein fjár- festing Kínverja í Evrópu var 6,7 milljarðar dollara (826 milljarðar króna) í fyrra og hafði þá tvöfaldast frá árinu áður. Ótti hefur vaknað um að Kína gæti náð of miklum ítökum í skuldum hlöðnum hagkerfum. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, sagði á þýsk- kínverskri viðskiptaráðstefnu í borg- inni Guangzhou nýlega að Kínverjar hefðu hvorki getu né vilja til að „kaupa Evrópu“. Hann sagði að Kín- verjar væru „reiðubúnir til að eiga samstarf við Evrópu og berjast gegn yfirstandandi kreppu. Sumir segja að þetta þýði að Kínverjar vilji kaupa Evrópu. Þessar áhyggjur eru í engu samræmi við veruleikann. Kínverjar hafa þetta ekki í hyggju og hafa ekki getu til þess.“ Eins og venjulegir fjárfestar Mark Williams, hagfræðingur hjá Capital Economics í London, sagði við fréttastofuna AFP að viðskipti Kínverja í Evrópu mætti rekja til ódýrs lánsfjár hjá kínverskum bönk- um og þeirrar staðreyndar að kín- verskir sjóðstjórar gætu ekki tekið við meiru af skuldabréfum. „Þetta er ekki stórfyrirtækið Kína hf. að leggja línurnar,“ sagði Williams. „Flestar fjárfestingar Kínverja upp á síðkast- ið eru einmitt af þeim toga, sem bú- ast mætti við hjá hvaða stórum fjár- festi sem er.“ Nýjasta dæmið er kaup fyrir- tækisins China State Grid á 25% hlut í rafveitukerfinu í Portúgal fyrir 387 milljónir evra (tæpa 63 milljarða króna). Skömmu áður keypti China Investment Corp, 400 milljarða doll- ara kínverskur sjóður, sem stofnaður var 2007 til þess að fjárfesta fyrir gríðarlegan viðskiptaafgang lands- ins, hlut í bresku vatnsveitunni Tha- mes Water. Í desember var China Three Gorges hlutskarpast í útboði, sem haldið var á 21,35% hlut í ríkisfyr- irtækinu Energias de Portugal til að fá peninga inn í ríkissjóð Portúgals. Kínverjarnir fengu hlutinn á 2,7 milljarða evra (437 milljarða króna). Þá vakti athygli samkomulag, sem kínverska fyrirtækið Sany gerði fyrir rúmri viku um kaup á þýska fjölskyldufyrirtækinu Putzmeister. Sany er frá Changsha í suðuhluta Kína og er atkvæðamikið í fram- leiðslu þungavinnuvéla. Putzmeister var leiðandi í heiminum í smíði stein- steypudælna þar til Sany tók fram úr í krafti framkvæmdabólunnar í Kína. Ákvörðun Karls Schlechts, stofnanda Putzmeister, um að selja hefur vakið athygli í Þýskalandi og ekki eru allir sáttir. Forustumaður úr stéttarfélag- inu IG-Metall líkti sölunni við „ragnarök“. Þurfa að venja sig við nýjan stíl Hinir kínversku kaupendur segjast ekki ætla að breyta fyrirtækinu. „Kína er ekkert skrímsli,“ sagði Xi- ang Wenbo, forseti Sany, en bætti við að Þjóðverjar yrðu einnig að venja sig við „nýjan stíl Kínverja“. Umsvif Kína í Evrópu hafa stór- aukist undanfarin ár. Jonathan Hols- lag, sem starfar við Rannsókn- arstofnun um Kína samtímans í Brussel, bendir þó á að fjárfestingar þeirra séu mun minni en t.d. Banda- ríkjanna og Japans. „Ef Hong Kong er tekið með hafa Kínverjar líklega fjárfest fyrir um 40 milljarða dollara frá 2007,“ sagði hann við AFP. „En það eru þó aðeins um tveir hundr- uðustu af heildarfjárfestingum.“ Kína kaupir í Evrópu Reuters Leiðtogar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á bökkum Perluár í Gu- angzhou. Wen sagði á þýsk-kínverskri viðskiptaráðstefnu þar í borg að Kínverjar ætluðu ekki að kaupa Evrópu.  Kínverjar leita kostakjara í Evrópu  Koma ekki nálægt skuldavanda evrusvæðisins  Leita í orku- og vatns- veitur  Kaup á þungavinnuvélaframleiðanda í Þýskalandi vekja athygli  Segjast ekki ætla að kaupa Evrópu Við Cambridge-háskóla er nú hart deilt um 3,7 milljóna punda (722 milljóna króna) styrk kínverskrar stofnunar sem ætlað er að fjár- magna nýja prófessorsstöðu í rann- sóknum á Kína við skólann. Chong Hua-stofnunin fjármagnar stöðuna. Ekki er langt síðan London School of Economics var í eldlínunni fyrir að hafa þegið fé frá líbískum stjórn- völdum og þurfti stjórnandi skólans, Howard Davies, að segja af sér út af málinu. Nú hafa vaknað grunsemdir um að peningar kínversku stofn- unarinnar komi beint frá stjórnvöld- um í Peking. Tarak Barkawi, sérfræðingur um styrjaldir við deild Cambridge- háskóla í stjórnmála- og al- þjóðafræðum, setti fram gagnrýni í viðtali við dagblaðið Daily Tele- graph og sagði að hegðun skólans væri ábyrgðarlaus. „Hver er þessi Chong Hua-stofnun, sem ætlar að gefa okkur alla þessa peninga? Hvar er vefsíðan? Hver situr í stjórn henn- ar? Tengist hún kínversku stjórn- inni? Öllum þessum spurningum þarf að svara,“ sagði hann. Annar kennari við skólann gagn- rýndi gjöfina án þess að láta nafns getið. Annar ónefndur heimild- armaður sagði að deilan væri runnin undan rifjum „tveggja biturra fræði- manna“. Talsmaður skólans, Tim Holt, sagði í samtali við AFP að náin skoð- un hefði sýnt að engin tengsl væru við kínversk stjórnvöld, um væri að ræða „gjöf mannvina til að efla fræðslu um Kína“ og á bak við hana væru „auðugir, kínverskir ein- staklingar og fullkomlega eðlilegt að gefendur færu fram á nafnleysi“. Deilt um kín- verska gjöf til Cambridge Misjafnt fé Gjöf frá Kína vekur deil- ur við Cambridge-háskóla. Norska olíufé- lagið Statoil til- kynnti í gær að gróði þess hefði verið helmingi meiri í fyrra en hittifyrra. Statoil hagnaðist 2011 um 78,8 milljarða norskra króna (1.675 milljarða íslenskra króna). Þessi aukni hagnaður skýrist að hluta til af því að Statoil seldi í fyrra hlut sinn í Gassled, sem er net leiðslna til flutninga á eldsneyti. Sala Statoil jókst um 22,5% á síð- asta ári. Þá fann fyrirtækið meiri nýjar orkulindir, en það gekk á í fyrra og þykir það góðs viti. Hlutir í Statoil hækkuðu um 2,53% á hlutabréfamarkaðnum í Ósló í gærmorgun. Hagnaður eykst hjá Statoil Upp Hagnaður Statoil jókst. Norræna flugfélagið SAS greindi í gær frá því að reksturinn hefði batnað í fyrra. SAS tapaði 1,69 milljörðum sænskra króna (31 milljarður íslenskra króna) í fyrra, en samkvæmt upplýsingum flugfélagsins hefði reksturinn verið hallalaus hefði fyrrverandi dótturfélag þess, Spanair, ekki orðið gjaldþrota. SAS tapaði 2,22 milljörðum sænskra króna árið 2010. Dregur úr hallarekstri SAS Reuter Enska biskupakirkjan hefur á und- anförnum tveimur árum rúmlega tvöfaldað það fé, sem hún ávaxtar hjá vogunarsjóðum. Dagblaðið Fin- ancial Times greindi frá þessu. Biskupakirkjan á 5,5 milljarða punda (rúmlega þúsund milljarða króna) í sjóðum. Mikil reiði hefur ríkt í bresku samfélagi út af kjörum í fjármála- heiminum og þar skera vogunar- sjóðir sig úr. Yfirmenn þriggja stærstu vogunarsjóðanna á Bret- landi eru um þessar mundir að skipta þriggja milljarða punda gróða síðasta árs á milli lítils hóps meðeig- enda sinna. Kirkjunnar menn segja að þá ói við þessum launakjörum, en þeir þurfi að hafa í huga hvar besta ávöxtunin fáist. Guðdómleg stöðutaka Reuters Kirkjan og mammon Rowan Willi- ams, erkibiskup af Kantaraborg.  Enska biskupakirkjan leitar til vogunarsjóða 6,7 Fjárfestingar Kínverja í Evrópu 2010 í milljörðum dollara. 40 Fjárfestingar Kínverja í milljörðum dollara frá árinu 2007. 2% Hlutfall kínverskra fjárfestinga í Evrópu af heildarfjárfestingum í álfunni frá 2007. ‹ FÉ FRÁ KÍNA › »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.