Morgunblaðið - 09.02.2012, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.02.2012, Qupperneq 12
Við höfum í áratugi verið leiðandi í framleiðslu stjórnbúnaðar fyrir hitakerfi og séð notendum um allan heim fyrir búnaði og lausnum, sem gerir líf þeirra þægilegra. Við erum eini framleiðandinn á markaðinum sem sérhæfir sig í framleiðslu stjórnbúnaðar ásamt varmaskiptum og tengigrindum fyrir hitakerfi. Við leggjum metnað okkar í að finna réttu lausnirnar fyrir viðskiptavini okkar hverjar sem stærðirnar, þarfirnar eða kröfurnar kunna að vera. Þegar spurt er um hitakerfi er svarið: “Já, Danfoss er með lausnina fyrir þig” Danfoss hf • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is Einhverntímann var sagt að forseta- kosningar í Bandaríkjunum réðust af því hvort verðið á galloni af bensíni væri orðið hátt eða ekki. Fólk kysi þá foringja frá sem ekki gætu haldið bensínverðinu niðri enda lítið hægt að framkvæma ef ekki er hægt að ferðast á milli staða án þess að það bitni á efnahagsreikningi ein- staklinga eða fyrirtækja. Nú er verð- ið á bensíni komið yfir 250 krónur lítrinn og meira að segja Útherji er farinn að horfa til hjólsins sem heppilegs fararskjóta. Nú er Útherji enginn sérfræðingur um það hvort þessu sé enn svo farið í Bandaríkj- unum að menn verði vitlausir ef bensínverð hækkar. Útherji hefur líka engar tölur um hvað þetta skað- ar fyrirtæki landsins mikið en hann sjálfur er í það minnsta að verða al- veg vitlaus á þessu. Útherji hló þegar hann heyrði brandara um daginn af löggu sem tók mann fastan fyrir ölv- unarakstur og spurði bílstjórann: „Hvernig hefurðu efni á þessu; að vera bæði að drekka áfengi og keyra bíl?“ Bensínið og bisnessinn  Útherji Morgunblaðið/Frikki Fokdýrt Nú er orðið dýrt að færa vörur á milli manna. Hátt bensínverð leggst á alla. Ŕéttarríkið Þóroddur Bjarnason Heildarskuldir helstu iðnríkja heimsins – skuldir ríkisins, heimila og fyrirtækja – hafa aukist stjarn- fræðilega á síðustu áratugum og víð- ast hvar eru skuldirnar sem hlutfall af landsframleiðslu á bilinu 200% til 500%. Þrátt fyrir að flestir séu á einu máli um að slík skuldabyrði gangi ekki upp til lengdar þá bendir flest til þess að vestræn ríki séu enn skammt á veg komin í að grynnka þessa ósjálfbæru skuldastöðu. Á þetta er einmitt bent í nýrri skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyr- irtækisins McKinsey um skuldsetn- ingu helstu ríkja heims og hvernig þeim hefur gengið að vinda ofan af henni í kjölfar þeirra hremminga sem skekið hafa markaði frá því að hin alþjóðlega fjármálakreppa hófst sumarið 2007. Staðan er ekki síst slæm í mörgum Evrópuríkjum. Á árunum 2000 til 2008 jukust heild- arskuldir Spánar og Bretlands, svo dæmi sé tekið, um 145% og 177%. Í báðum tilfellum var skuldsetningin fyrst og fremst tilkomin vegna gríð- arlegrar skuldasöfnunar einkaaðila – bæði heimila og fjármálafyr- irtækja. Þrátt fyrir að hægt hafi á skulda- söfnuninni þá hafa skuldirnar engu að síður haldið áfram að aukast á síðustu árum. Að mati greinenda McKinsey gæti það tekið en áratug fyrir verst stöddu Evrópuríkin – meðal annars Spán – að ná tökum á þessari ósjálfbæru skuldastöðu. Ósveigjanlegur gjaldmiðill og tregða margra evrópskra stjórn- valda til að ráðast í kerfislægar efnahagsumbætur mun síður en svo hjálpa til í þessum efnum. Reynsla Finnlands og Svíþjóðar Staðan vestanhafs virðist hins vegar betri ef marka má skýrslu McKinsey en heildarskuldir bandaríska hag- kerfisins hafa dregist smám saman frá og með árinu 2008 – enda þótt skuldir hins opinbera hafi aukist á sama tíma. Skuldir fjármálageirans hafa minnkað um fjórðung og eru nú jafnmiklar og um síðustu aldamót auk þess sem skuldir bandarískra heimila hafa dregist saman um tæp- lega 600 milljarða dala, eða 15% sem hlutfall af ráðstöfunartekjum. McKinsey spáir því að innan tveggja ára gæti skuldastaða bandarískra heimila orðið sjálfbær. Þróunin í Bandaríkjunum á margt sameiginlegt með því sem átti sér stað í Svíþjóð og Finnlandi á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar nor- rænu fjármálakreppunnar. Reynsla þessara ríkja sýndi að heppilegasta leiðin til að vinda ofan af ósjálfbærri skuldsetningu hagkerfisins er að ráðast fyrst í að minnka skuldir heimila, fyrirtækja og fjármálastofn- ana á sama tíma og hagvöxtur mælist lítill sem enginn og skuldir hins op- inbera aukast. Að því loknu – þegar tekist hefur að grynnka verulega á skuldum einkaaðila – þá ætti hag- vöxtur að taka við sér og verða hægt að greiða hratt niður skuldir hins op- inbera. Það er þó ljóst að það verður síður en svo auðvelt fyrir Bandaríkin – bæði af pólitískum og efnahagslegum ástæðum – að draga úr skuldum rík- isins þegar að þeim tímapunkti kem- ur. Á þessari stundu virðist núver- andi stefna – hvort sem hún var mörkuð meðvitað eður ei – hins veg- ar hafa haft góð áhrif ábandaríska hagkerfið. Langur vegur framundan - Heildarskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu Heimild: McKinsey 550% 500% 450% 400% 350% 300% 250% 200% 150% 100% Japan Bretland Þýskaland Frakkland Bandaríkin 19 90 19 92 19 94 19 96 19 98 20 00 20 02 20 04 20 06 20 08 20 11 Sokkinn kostnaður Hörður Ægisson hordur@mbl.is Skuldasöfnun og lærdóm- ar frá Norðurlöndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.