Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ D ILL Restaurant hefur á tiltölulega skömmum tíma skapað sér sess sem norrænn veitingastaður í fremstu röð. Það fer því vel á því að gestakokkurinn þeirra er einmitt sérfræðingur á því sviði. „Við vorum svo heppnir að fá til okkar snill- inginn Claus M. Henriksen,“ segir Gunnar Karl Gíslason, yfirmatreiðslumaður á DILL. „Þetta er þriðja árið sem hann kemur til okkar. Fyrsta árið sem hann kom vann hann keppnina, þannig að hann fær ekki að keppa aftur en hann fór samt fram á að koma aftur og aftur, og fá að elda með okkur á DILL. Hann er vissulega vel- kominn hvenær sem er, enda snillingur þegar kemur að norrænni matreiðslu,“ segir Gunnar. Hráefnin sem Claus ætlar að nota til að töfra fram kræsingar að þessu sinni eru ekki af verri endanum, eins og Gunnar bendir á. „Í ár hefur hann valið að notast við tvíreykt hangikjöt frá Auði frænku á Skútustöðum, krækling úr Breiðafirði og bláar kartöflur. Hann kemur svo sjálfur með danskan smokkfisk, krydd og tré svo eitthvað sé nefnt.“ Það leynir sér ekki að Gunnar hlakkar til. „Það er alltaf mikil til- hlökkun þegar við tökum upp úr kössunum allt dýrindið sem hann kemur með. Þar kennir ým- issa grasa. Í fyrra kom hann t.d. með aspasbjór og runna til að útbúa sósu úr. Einnig sérstakan ost með náttúrulegri seltu og nokkur eintök af nýjustu matreiðslubókinni sinni. Í ár er ég mest spenntur að fá að smakka hjá honum eftirréttinn þar sem hann ætlar að nota bláu kartöflurnar. Kartöflur er jú ekki eitthvað sem maður fær í eftirrétt á hverjum degi!“ Galdramaður í heimsókn „Það er alltaf spennandi að fá góðan gestakokk, en að fá Claus er eins og að fá jólin snemma,“ segir Gunnar. „Hann er að fást að miklu leyti við svipaða hluti og við hér á DILL. Þannig að það opnar alltaf augu manns mikið að sjá nýjar hugmyndir unnar úr svipuðum hráefnum og út frá svipaðri hugmyndafræði og við erum að nota. Claus er líka vanur að vera með eitthvað á seðlinum sem kemur mjög á óvart, jafnt fyrir okkur sem og gestina.“ Og Gunnar efast ekki um að brátt verður matarhátíð í bæ. „Food & Fun í ár verður frábær. Þessi vika er sem árshátíð okkar veitingamanna,“ segir Gunnar Karl að lokum. jonagnar@mbl.is Eins og að fá jólin snemma Morgunblaðið/Kristinn Gunnar Karl yfirkokkur á Dill hlakkar til að fá Claus M. Henriksen í eldhúsið sem gestakokk. „Hann er velkominn hvenær sem er enda snillingur þegar kemur að norrænni matreiðslu.“ Það er tilhlökkun á DILL Restaurant fyrir Food & Fun enda gesta- kokkurinn í fremstu röð í norrænni matreiðslu. V ið fáum hingað norskan snilling, Frode Laupsa, og af samskiptum okkar við hann við undirbúning Fo- od and Fun-vikunnar virðist mér ekki hægt að segja annað en Frode lofi góðu,“ segir Garðar Kári Garðarsson, einn af yfirkokkum Fiskfélagsins. „Frode kemur frá matarakademíu, nokkurs konar mat- arþróunarstöð sem Norðmenn eiga, og er ekki ósvipað MATÍS okkar hér á Íslandi. Hann er lunkinn í því sem kalla má efnafræðieldhús og er örugglega með nokk- ur trikk uppi í erminni.“ Matseðill Frode og Fiskfélagsins segir Garðar að einkennist af norrænum straum- um og spennandi tilraunastarfsemi. Skemmtilegasti tími ársins Food and Fun segir Garðar að sé skemmti- legasti tími ársins. „Það er gaman að taka hús á veitingastöðunum á svæðinu og sjá hverju þeir tjalda til. Kokkarnir sem koma hingað til lands færa líka með sér alls kyns fróðleik og síðustu þrjú árin höfum við t.d. fengið einstaklega klára og fróða mat- reiðslumenn. Þeir hafa komið með inn- blástur og hugmyndir inn á staðinn sem hafa nýst okkur löngu eftir að þeir eru farnir.“ Örvandi umhverfi Garðar er frekar nýlega útskrifaður úr matreiðslunáminu en hann segir spennandi að vera ungur kokkur á Íslandi árið 2012. Að vinna á stað eins og Fiskfélaginu sé svo algjör draumur. „Það laðaði mig að þessari starfsgrein að engir tveir dagar eru eins, alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt til að fást við. Í dag er umhverfið líka sérstaklega frjótt og lifandi, hæfilegur rígur á milli staða, og samkeppnin mikil svo allir þurfa að vera á tánum.“ Íslendingar segir hann líka að geti verið stoltir af framboðinu, og matarmenningin sé að verða eitt af því sem laðar gesti til landsins. „Fólk kemur ekki bara til að sjá Geysi, Gullfoss og upplifa náttúruna, heldur er Ísland að fá á sig æ sterkari stimpil sem áhugaverður áfangastaður fyrir þá sem unna góðri matargerð.“ ai@mbl.is Læra brögð af erlendu kokkunum Efnafræðieldhús og önnur uppátæki á Fiskfélaginu sem fær til sín nýjungagjarnan kokk frá norskri matarakademíu. Morgunblaðið/Kristinn „Það laðaði mig að þessari starfsgrein að engir tveir dagar eru eins, alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt til að fást við,“ segir Garðar sem telur að það sé spennandi að vera kokkur á Íslandi í dag. Saltaður þorskhnakki Fiskfélagsins 800 g þorskhnakki frá næsta fisk- sala, hreinsaður og þurrsaltaður í 4 klst. 500 g gróft salt 150 g púðursykur 4 kardimommur ca 10 stk. rósapipar 1-2 stjörnuanís mulið saman Hindberjasulta 250 g hindber, fersk eða frosin 220 g sykur 30 g vatn 2 g salt soðið saman Blómkálsmauk 400 g blómkál Skorið niður og sett í 600 g kalt vatn, 2 msk. salt út í. Þetta er hitað þar til suða kemur upp þá er blómkálið tekið úr vatn- inu og sett í blandara með 200 g rjóma og 1 tsk. ediki, hyldeblóma- edik er mjög gott með blómkáli. Radísur, blómkál og hindber, sítrónuolía með smá sítrónu safa. Brúnuð blómkáls- og kjúklingafroða 300 g kjúklinga soð 150 g blómkál 150 g rjómi 100 g smjör salt og pipar stjörnuanís 20 g olía Blómkálið steikt gullbrúnt í olíu- nni, kjúklingasoðið soðið niður um helming í öðrum potti og blómkál- inu, rjómanum og stjörnuanís bætt við. Þetta er soðið í 30-40 mín. og smjörinu bætt við hægt og rólega í litlum kubbum og hrært vel á með- an, þetta er maukað með töfra- sprota og smakkað til með salti og pipar, smáedik gefur líka góðan tón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.