Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ | 23
LÆKJARGATA 6 B
S: 5787200
Bruschetta
með önd, kanillauk,
appelsínulaufi og kóríander
Risotto
með humri og hörpuskel
Grillaður kálfur
með ferskjum, vorlauk,
soð kartöflum
og madeira gljáa
Marmara ostakaka
með möndlukexi
og hindberjasósu
Kr. 5900
með völdu víni Kr.7900
www.pisa.is • pisa@pisa.is
TILBOÐ
Á PISA
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Alvæpni
Güde eru handgerðir þýskir hnífar sem hafa verið
framleiddir samkvæmt ströngustu gæðakröfum síðan
1910. Hnífarnir eru til í mismunandi útgáfum fyrir
allar helstu aðgerðir eldhússins. Margir vilja meina að
Güde standi fyrir fullkomnun hnífsformsins enda
er munurinn augljós þegar þú berð Güde saman við
fjöldaframleidda hnífa líðandi stundar, því fyrir alvöru
kokkum er hnífurinn vissulega máttugri en verðið.
laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-17 www.kokka.is kokka@kokka.is
F
ood & Fun-matseðillinn á
Sjávargrillinu samanstendur
af íslensku hráefni, fersku
sjávarfangi í bland við suður-
evrópska matargerð. „Þar verður að
finna dýrindi á borð við gnocchi, par-
sillade, boulangere og ólífuolíu,“
segir Gústav. „Maturinn verður bor-
inn fram á nútímalegan og skemmti-
legan hátt eins og við erum þekktir
fyrir á Sjávargrillinu.“
Öflugur gestakokkur
Gestakokkur Sjávargrillsins í ár er
Mathew Kuhn. „Kuhn ræður ríkjum
í eldhúsinu á veitingastaðnum DC
Coast í Washington sem hefur verið
einn sá allravinsælasti frá opnun
fyrir 12 árum,“ bendir Gústav á.
„DC Coast er þekktur fyrir ný-
ameríska matargerð í sérflokki og
hefur vakið mikla athygli fyrir. Fjöl-
miðlar hlaða staðinn lofi, tímaritið
Esquire sagði staðinn „besta nýlið-
ann“ á sínum tíma, Gourmet magaz-
ine skellti staðnum á lista yfir bestu
veitingastaði Bandaríkjanna og fag-
blaðið Bon Appétit setti hann á
listann „Okkar uppáhalds“. Svo við á
Sjávargrillinu erum fullir eftirvænt-
ingar og ætlum að hafa gaman af
Food & Fun. Þetta verður frábært,“
segir Gústav að endingu.
jonagnar@mbl.is
Séríslenskt og alþjóðlegt í senn
Gústav Axel Gunnlaugs-
son, Húsvíkingur og
matreiðslumaður ársins
2010, og meistarakokk-
urinn Lárus Gunnar Jón-
asson eru mennirnir
bakvið Sjávargrillið.
Gústav Axel Gunnlaugsson á Sjávargrillinu.
Forréttur
– Sítrusgrafin bleikja, höfuðsalat,
rófumauk, gyllt rófu-vinaigrette
Milliréttur
– Steiktur leturhumar &
lambaskanki
– Gnocchi pasta, sveppir,
parsillade kryddjurtasósa
Aðalréttur
– Steiktur þorskhnakki
– Gljáðar kartöflur, grænkál,
sinnep, lambadjús
Eftirréttur
– Sítrus-ólífuollíu smákaka
– Vanilluskyrs-„fro yo“,
rúgbrauðsmold.
Matseðill Sítrusgrafin bleikja
2 meðalstór bleikjuflök
200 gr salt
100 gr sykur
5 gr fennel fræ, kramin
Börkur af einni sítrónu
Börkur af hálfri appelsínu
Bleikjan er roð- og beinhreins-
uð og snyrt, öllu hráefninu bland-
að saman og dreift undir og yfir
bleikjuna og látið liggja í 4-6
klukkustundir, eftir stærð bleikju-
flaksins.